Tíminn - 27.07.1962, Page 9

Tíminn - 27.07.1962, Page 9
Þorsteinn Gíslason við stýriS í GuSrúnu Þorkelsdóttur. (Ljósm.: K.l.) upp að Austfjörðum, þá náum við henni með hjálp hinpa nýju tækja. Þróun málanna er sú, að nú getum við alltaf sótt hana dýpra niður í sjóinn. — Hvað getur/þú sótt hana djúpt með þessari nót, sem hér er um borð? — Ja, torfa, sem stendur frá 25 niður á 40 til 50 faðma tek- íir hún. Austursíld — NorAur- síld — Hvað finnst þér nú helzti munurinn á hegðun Norður- lands- og Austfjarðasíldarinn- ar? — Mér finnst helzti munur- inn sá, að það er meira af síld fyrir Austurlandinu. — Er Norðurlandssíldin feit- ari? — Já, síldin sem veiðist út af Sléttunni. Enn þá er Aust- urlandssíldin magrari, það er af því að hún hefur seinna kom- izt í æti. — Hvað um rauðátuna hér eystra? — Það er mikil rauðáta. — Og gæti það ekki bent til þess að síldin hérna eigi eftir að fitna? — Jú, auövitað. — Það sagði við mig reynd- ur sjómaður hér um daginn, að það gæti vitað á langa vertíð hve síldin fitnar seint. — Já, það hefur alla tíð þótt vita á gott, þegar síldin er mög ur í upphafi vertíðar. — Að það þýði lengri ver- tíð? — Já, þá dvelur hún lengur meðan hún er að fita sig. Mikil bói aó fi!komii þriSia leitarsksfisips — Hvað um síldarleitina Þor- steinn? — Það var mikil framför að [lá þrið'ja leitarskipið. Nú höf- um við Ægi, Fanneyju og Pét- ur Thorsteinsson, sem öllum er stjórnað af hæfum og duglegum mönnum, undir yfirstjórn okk- ar ágæta Jakobs Jakobssonar fiskifræðings. Fjórir Stýrimanna- skólakennarar á einni fleytu — Hvemig hefur það annars gengið hjá ykkur á Guðrúnu í sumar? Ertu ánægður með það sem af er? — Ja, það hefur rætzt úr. Við vorum óhepptiir í fyrstunni, þurftum að fara af miðunum fyrsta daginn í slipp til Akur- eyrar og misstum bezta veiði- tímann nyrðra, Eftirí að við komum austur sprengdum við svo tvo fyrstu dagana. — Þetta hefur auðvitað dreg- ið úr aflanum framan af? — Já, við vorum búnir að fá 160 mál. þegar 83 skip voru komin yfir 500 mál. — En nú er þetta að koma? — Við skulum vona það. V Mér skilst, að þú sért með alllærða áhöfn hér um borð í sumar? — Það má segja, við erum hér fjórir kennarar úr Stýri- mannaskólanum, tveir nemend- ur okkar, loftskeytamaður og hinir allir með einhvers konar réttindi. — Já, þetta ætti að vera góð- ur hópur — Já. þetta er einhver sú harðduglegasta skipshöfn sem ég hef verið með. Þegar héi var komið sögu vor um við komnir inn undir bryggju a Rayðarfirði. og ekk- ert að gera annað en. sveifla f sér í löndunina Því setjum | við punktinn hér — K.I. t Geir Aðils skrifar frá Kaupmannahöfn: TfVOU MINNIST 150 ARA AFMÆLIS STOFNANDA SiNS í næsta mánuði verða stórfenglegustu hátíða- höld, sem fram hafa farið í Tívoli-garðinum í Kaupmannahöfn. Það er unaðslegt að dveljast einn sunnudag í Tívolí Kaup- mannahafnar. Fyrripart dags- ins er kyrrð í garðinum, þeg- ar undan er skilið hornið við Ráðhústorgið, þar sem er leik- svæði fyrir börnin. Margir listamenn hafa skapað þetta svæði, en var fullbyggt árið 1 1958 og varð strax óhemju vinsælt, enda eru þar margir hlutir, sem freista barnanna. Nægir þar að nefna töfratréð og rútsíbaninn. Flugeldatréð er þó vinsælast af öllu. Maður setur í það 25 aura og þá skýt- jur það flugeldum, sem dreifa úr sér og mynda stórt tré með mörgum greinum og voldugri kórónu. Fullorðnir eiga einn- ig sitt "aJhVarf í þessu horni garðsins> þar sem þeir geta snætt nestisbita og keypt sér svaladrykki. En annars er ó- sköp friðsælt i garðinum fyrri- part dagsins og margur leitar þá þangað til þess að losna frá hávaða stórborgarinnar. Það er fyrst seinnipartinn, að gestirnir taka að streyma í garð- inn. Einkum er það fólk utan af landsbyggðinni, Svíar og aðrir út-| lendingar og þá ekki sízt þátttak-l endur í margs konar þingum og mótum, sem gjarnan enda dvöl sína í Danmörku með heimsókn í Tívoli. Stórfengleg afmælis- hátíð Sunnudagurinn 15. júlí sl. var einn þessara sfkemmtilegu Tívolí- daga, þegar allra þjóða fólk var samankomið í garðinum, en hann var þá heimsóttur af hundruðum unglinga er setið höfðu alþjóðlegt æskulýðsþing í Árósum. Þátttak- endurnir ákváðu að eiga eina helgi í Höfn og enda hana með heimsókn í Tívolí. Þeir hafa svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. Vafa- laust hefur Tívólístundin verið eitt hið skemmtilegasta í Dan- merkurdvöl þeirra. Hinar alþjóðlegu æskulýðsbúð- ir á Ermelundsvöllum voru opn- aðar laugardaginn 14. júlí og þá mikið um dýrðir, margt til skemmt unar, og ræður fluttar af Tage Er- lander, forsætisráðherra Svíþjóð- ar og Julius Bomholt, menntamála- ráðherra Danmerkur. Ársþing al- þjóðlega æskulýðsráðsins var hald- ið í sambandi við opnun búðanna á Ermelundsvöllum og flestir þátt- takendanna þar voru einnig gestir í Tívólí 15. júlí sl. Það áttu sem sé flestar þjóðir heims fulltrúa í garðinum þennan sunnudag. Og una sér vel í lysti- og skemmtigarðinum fræga í Kaupmannahöfn. Japanski turninn setur svip sinn á Tívoli unga fólkið fylgdist með ballet- sýningu, akróbatik og síðast en ekki sízt voldugri og glæsilegri flugeldasýningu. „Rósir handa Carstensentf Ekki er vafi á því, að þessar þúsundir unglinga, er mættu gest- risni og alúð hvarvetna í Dan- mörku, munu minnast dvalar sinn- ar í landinu með fögnuði og hlýju. Lokum skal þess getið, að á þessu ári eru liðin 150 ár frá fæð- ingu stofnanda Tívólí, blaðamans- ins Georg Carstensen og 31. ágúst verður þetta afmæli hátíðlegt hald ið. Þetta verða gífurleg þriggja daga hátíð'ahöld. Rósir handa Car- stensen verður yfirskrift þeirra og aldrei mun hafa verið annað eins um að vera í garðinum og þá verður. — Aðils. Bændadagur Eyfirðinga Bændadagur Eyfirðinga hefur veiið ákveð'inn n.k. sunnudag, og fara hátíðahöldin fram að Lauga borg. Það eru búnaðarsamtökin í Eyjafirði og ungmennafélögin, sem standa að deginum, og er þetta í fimmta sinn, sem þessi félagssam- tök gera það. Ýmislegt verður til skemmtunar að Laugaborg. Ármann Dalmanns- son mun setja skemmtunina. Þá halda Þórarinn Björnsson skóla- meistari á Akureyri og Jón Sig- urðsson bóndi í Yztafelli ræðu, og séra Benjamín Kristjánsson heldur guðsþjónustu Lúðrasveit Akureyrar ætlar að leika og tvöfaldur kvartett mun syngja. Keppt verður í íþróttum, m. a. fer fram knattspyrna. Að Laugaborg fer einnig fram keppni í starfsíþróttum, og verður keppt í dráttarvélaakstri og jurtagrein- ingu. Að lokum verður búvélasýn- ing. T í M I N N, föstudagurinn 27. júlí 1962. — 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.