Tíminn - 27.07.1962, Side 16
w________.<?
mrn
Föstudagur 27. júlí 1962
169. tbl. 46. árg.
Eyja-rafstrengur
lagður um helgina
Vitasklpið
&. Wi
Ljósm.: TÍMINN—HE.
5% lÆmm A AFLA
HLUT AHAFNA A SILD
Fyrsti rafstrengurinn
til Vestmannaeyja veröur
lagöur nú um helgina, ef
veöur leyflr, og kemst þá
mikið hagsmunamál Eyja
manna í framkvæmd.
Síðdegis í fyrradag kom vita-
skipið Árvakur frá Kaupmanna-
höfn til Eyja með strenginn og
sérstakan útbúnað til þess að
leggja hann, svokallaðan lagninga
karl, en það er heljarmikið hjól
aftur á skipinu.
Innan viff 10 milljónir
Strengurinn er flatstrengur frá
Nordisk Kabel- og Traadfabrik í
Höfn og er 12 kílómetra langur.
Upphaflega átti hann að vera
lengri, en áður en samið var um
hann, fannst styttri leið á jafn-
góðum sjávarbotni, svo að streng-
urinn kostar innan við 10 millj.
króna.
Hann verður lagður frá Austur
(Framhald á 5. síðu).
ém
Flogið á
vígvöll
grinda-
dráps
í dag heldur 20 manna
hópur á vegum ferðaskrif-
stofunnar Lönd og leiðir á-
leiðis til Færeyja. Mun hóp
urinn fljúga með flugvél frá
Flugfélagi fslands til Sör-
vágs-flugvallar á Vaagey. —
Þegar ferðaskrifstofan átti
í gær tal við umboðsmann
sinn í Færeyjum, kvaðst
hann vera í óða önn að
brýna hnífa sína, en verið
væri að reka inn grinda-
vöðu, og er það önnur stór-
vaðan á stuttum tima. Er
þetta skammt frá flugvell-
inum, og munu íslending-
arnir því fá tækifæri til að
líta yfir vígvöllinn, jafnvel
þótt líklegt sé, að sjálft dráp
ið verði um garð gengið, þeg
ar þá ber að. Frá Vaagey
verður svo haldið áleiðis til
Þórshafnar, og staðnæmzt
þar fram á sunnudagskvöld
og munu þátttakendur
verða viðstaddir Ólafsvök-
una um næstu helgi. Heim
verður flogið á aðfaranótt
mánudags eða mánudags-
morgun.
í gær kvað gerðardóm-
urinn, sem var skipaöur
samkvæmt bráðabirgða-
iögum til lausnar á síld-
veiðideilunni, upp úr-
skurð sinn um kjör síldar
sjémanna í sumar. Helzta
atriðsð er, að afiahlutur
skipshaffnar lækkar ?fír-
leitf um fimm tíl sex pró-
sent, þ. e. á þeim skipum,
sem hafa annaðhvort
kraftbiökk eða asdik eða
hvort tveggja.
Ekki rsáðist fullf sarrtkomu-
lag í gerðardóminum um þessi i
kjör, en þó skrifuðu allir-
fimm gerðardómsmenn undir
dóminn, en Jón Sigurðsson og
Jón Þorsteinsson skiluðu hvor
sínu sératkvæði. Þá mun þessi
gerðardómur ekki ná nema til
ca. tveggja þriðju hiuta síld-
veiðiflotans, þar sem gömlu
samningarnir munu vera í
gildi á Austfjörðum, Húsavík,,
Siglufirði oq Sandgerði
!
, I gömiu samnlngunum er gert
ráð fyrir, að skipverjar á hring-
riót fái af heildaraflaverðmæti,
skipsins 40%. feða hærra eftir'
ýmsum ákvæðum, allt upp í 42%,
en að meðaltali innan við 41%.
í gerðardómnum er bátum tví-
skipt eftir því, hvort þeir hafa
hvorki asdik né kraftblökk eða ann
að hvort. Á þeim bátum, sem hvor
ugt er til, fær skipshöfnin 40,5%
af heildaraflaverðmæti skipsins,
en í sumar faila sennilega engin
skip í þann flokk. Á þeim skipum,
þar sem annað hvort er eða hvort
tveggja, fá skipverjar 34,5%—
35,5% eftir stærð skipsins. Er það
fimm til sex prósent lækkun frá
því sem var.
Önnur ákvæði gerðardómsins eru
í samræmi við gömlu samningana,'
þó með ýmsum litlum breytingum;
þar á meðai er komið ákvæðið um,
1% í styrktar- og sjúkrasjóð sjó-
mannafélaganna.
'^agkvæmari útgerð
með nýju tækjunum
Jón Sigurðsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykj^víkur, segir m.
a, í greinargerðinni fyrir sérat-
kvæði sínu- ..Gerðardómurinn hef
ur, samkv. beiðni, fengið í hendur
áætlanir frá Fiskifélagi íslands
um aflamagn og útgerðarkostnað
siidveið'ibáta sumarið 1962. annars
vegar með hinum nýju tækjum ig
hins vegar án þeirra. og kemur þar
greinilega t'ram, svo ekki verður
um villzt, að þrátt fyrir aukinn út-
gerðarkostnað vegna tilkomu tækj
anna, eru möguleikar þeirra skipa,
er þau hafa, áætlaðir það miklu
meiri, að miðað við áætlaðan með-
alafia og óbreytt skiptakjör skips-
hafnar, er ekkert sambærilegt,
hvað útgerð skipsins með tækin
er miklu hagkvæmari fyrir útgerð-
armanninn en útgerð þesS' skips,
sem hvorugt tækið hefur.“
Samkvæmt þessu lagði Jón til
að hlutur skipverja af heildarverð-
mæti skipsins skyldi vera frá
39% til 40,5% eftir stærð skipsins,
þegar kraftblökk er um borð, en
annars 40,5%
Jón Þorsteinsson hafði lagt til,
af aflahluturinn á skipum með ann
aðhvort asdik eða kraftblökk
skyldi vera frá 35,5% til 37,5%.
Ni«m»’!»aníp kjör
Eftir þennan gerðardóm hafa
sjómenn á síldveiðum mismunandi
Framh. á 15. síðu.
VORUSKIPTA-
JÖFNUÐURINN
Hagstofan hefur sent frá sér
bráðabirgðatölur um verðmæti inn
flutnings og útflutnings í júnímán-
uði þesisa árs. Ötflutningur í mán-
1 uðinum nemur 195,406 kr. og inn-
i flutningur 395,797 kr. Vöruskipta-
! jöfnuðurinn er því óhagstæður um
200,391 kr. Útflutningur í janúar
i —júní nemur 1,717,333 kr. og inn-
| flutningur 1,750.688 kr. Vöruskiptn
jöfnuðunnn frá áramótum var því
óhagstæður um 33.350 kr. við síð-
ustu mánaðamót. [Til samanburðar
er getið, að vöruskiptajöfnuðurinn
í júní í fyrra var óhagstæður um
63,788 kr., en á tímabilinu janúar ■
— júní sama ár var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um 71.649
kr.
ÓGILD UPPSÖGN
í gær birtist dómur félagsdóms
í deilu Farmanna- og fiskimanna
sambands íslands og Landssam-
bands íslenzkra útvegsmanna. —
Útvegsmenn höfðu sagt upp samn
íngum við yfirmenn a síidveiðum
hinn 10. maí síðastliðinn. Félags-
dómur dæmdi samningsuppsögn-
ina ógilda, þar sem fullnægjandi
heimild var ekki fyrir hendi.
Fremur dauft var yfir síld-
veiðunum út af Austfjörðum í
gær, enda glaðasólskin Sjó-
m«nn bjuggust þó viS, að veiS
in myndi glæSast meS kvöld-
inu. I gærmorgun fékk Guðrún
Þorkelsdóttir 700 tunnur af
áoætis söltunarsíld um 4 og
hálfs tíma siglingU frá Raufar-
höfn o<n voru mörg skip á leiS
’-ngað.
í gær kom Reynir VE með full-j
fermi síldar til Siglufjarðar, ogl
hafði hann fengið síldina aðeins
um 4 tíma siglingu þaðan Var hér
um ágætis söltunarsíld að ræða.i
en nokkuð al henni fór þó í ís.
Saltaðar voru 700 tunnur úr Guð- í
rúnu Þorkeisdóttur á Raufarhöfn j
í gær, síldina hafði hún fengið
á Þistilsfjarðardýpi og voru þrírl
bátar farnir að kasta þarna. Síld-I
in mun þó hafa verið nokkuð
stygg, og djúpt á henni, en vonazt
var til að hún kæmi upp í gær-
kvöldi.
í fyrradag og fyrrinótt bárust
samtals um 20 þúsund mál til
Vopnafjarðar, og var þar saltað á
öllum stöðvum í gær, og mál
manna, að því yrði haldið áfram
enn um stund, þrátt fyrir það, að
saltað hefði verið upp í samninga.
Síldarbræðslan á Vopnafirði er nú
búin að taka á móti 80 þúsund
málum í bræðslu.
Til Seyðisfjarðar höfðu komið
20—30 skip í fyrrinótt og í gær,
og biðu geysimörg í gærkvöldi eft-
ii umhleðslu. Á Seyðisfirði er
engin bræðsla, heldur er aðeins
flutt yfir í síldarflutningaskip.
í gær bárust 8500 mál til Nes-
kaupstaðar og saltaðar voru milli
200 og 300 tunnur. Bátar höfðu
komizt í mikla gengd smásíldar.
(Framhald á 5. síðu).