Tíminn - 04.08.1962, Qupperneq 3

Tíminn - 04.08.1962, Qupperneq 3
Nazisftapmg í Bretlandi Framhald af bls. 1. Vig félagarnir beram ekki vopn, en erum vel æfðir í sjálfsvarnar- brögðum og bardögum án vopna. „Herbúöirnar", sem ráðstefnan fer fram í, eru reistar á einka- landsvæði og stofnaðar í anda vin- áttunnar, eins og litlu herbúð- irnar, sem Hitler kom upp, löngu áður en hann komst til valda, sagði talsmaðurinn. Hann sagði enn fremur að einkennisbúningurinn væri grá skyrta ,svört bindi, svartar eða brúnar buxur, reiðstígvél og arm- band með hakakrossmerkinu. Þá skýrði talsmaðurinn frá því, að unnið væri að alheimsráð- stefnu „nasjónalsósíalista", sem haldin yrði í Englandj 15.—17. ágúst, og 'sótt hefði verið um leyfi til útifundar á Trafalgartorgi þann 19. ágúst. Kjörorg útifundarins mun verða: „ Alheimsnasj ónalsósíalistahreyf- ing fyrir hinn hvíta mann.“ Að lokum sagði talsmaðurinn, að yfirmann ibandarísku nazista- hreyfingarinnar, Lincoln Rock- well, hefði verið boðig til ráð- stefnu leiðtoganna og myndi hann koma til Bretlands þann 12. ágúst. Fiskur megrunarlyf Framhald al 1. síðu. ir sölustjórar og níu umboðsmenn Coldwater í Bandaríkjunum, er S.H. hélt blaðamannafund í gær. Bandaríkjamennirnir hafa dvalizt hér undanfarið til þess að kynna sér hraðfrystiiðnað landsmanna með heimsóknum í hraðfrystihús og viðræðum við forráðamenn SH. Talið var æskilegt, að þeir kynnt- ust nánar framleiðslu afurðanna, sem þeir selja úti í Bandaríkjun- um. Sigurður Ágústsson, stjórnarfor- niaður Coldwater, skýrði nokkuð frá starfsemi fyrirtækisins frá því er það seldi 300 tonn árið 1946 og þangað til í fyrra, er það seldi tæp 15 þúsund tonn. Á Coldwater nú 2.—3. stáerstu frystiverksmiðju Bandaríkjanna í fiskiðnaði, en það ér Nanticokc-verksmiðjan. Richard Augello sölustjóri, sagði blaðamönnum frá ástandi og horf- um á Bandaríkjamarkaðnum. — Benti hann á, að söluaukningin í ár væri geysimikil og myndi hún vaxa enn á næsta ári Hann sagði, að mikil þörf væri á að breyta stöðugt útliti og tilreiðingu vörunn ar, og fylgdist Coldwater vel með slíkum sölumöguleikum. Á fundinum kom fram, að fryst síld getur í framtíðinni orðið ein stærsta útflutningsvara okkar ís- lendinga. Voru forráðamenn SH sammáia um, að mikil framtið væri í frystri síld, því markaður væri mikill fyrir hana. FAGNAÐ INS 0G ÞJÓÐHETJU NTB-Algcirsborg, 3. ágúst. Ben Bella, varaforsætisráð- herra og formaður 7-manna- stjórnarnefndarinnar, sem nú hefur verið fengin öll völd í Alsír í hendur, var boðinn vel- kominn með gífurlegum fagn- aðarlátum íbúa Algeirsborgar, er hann kom þangað með flug- vél síðdegis eftir sex ára út- legð frá borginni. Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman við flugvöllinn, og flugvélin var varla lent, er manngrúinn laust upp fagnaðarópum, Mörgum klukkustundum áður en Ben Bella gerð'i innreið sína í sjálfa borgina, höfðu Serkir safnazt þúsundum saman á götum og torgum og veif- uðu grænhvíta fána landsins. • í fylgd með Bella voru nokkrir meðlimir stjórnarnefndarinnar og áttu þeir félagar í erfiðleikum með að komast leið'ar sinnar vegna hins fagnandi mannfjölda. Bella mun nú koma sér fyrir í borginni og taka formlega við stjórn landsins fram að næstu kosn ingum a. m. k. , j Á blaðamannafiindi í dag sagði Ben Khedda, forsætisráðherra FLN-stjórnarinnar, að hann óskað'i Ben Bella og stjórnarnefnd hans allra heilla og biði Bella og félaga! hans velkomna til Algeirgborgar. \ Sagði Khedda, að nú myndi stjórnarnefndin hefjast handa um' undirbúning kosninganna, stjórna þjóðfrelsishreyfigunni og virða þjóðfrelsisráðið, sem síðar mun fjalla um skipun nefndarinnar. „EINS OG ILLA LYKTANDI GEIT“ NTB—Moskvu, 3. ágúst. Hin vestræna heims- veidisstefna er eins og illa lyktandi geit, sem Sovétríkin eru neydd tii aS lifa meS, sagSi Nikita Krustjoff, forsætisráS- herra í opinberri ræSu í Moskvu í dag. Ef maður er neyddur til þess að hafa daunilla geit í húsi sínu, verður maður að reyna að venjast lyktinni og lifa i óþefnum. Við skulum hugsa okkur, að alríkis- stefnan sé geit og alheimur heim- ili okkar. Hvern fjandann erum við bætt- ari með styrjöld? Betra er að halda áfram sam- vistum við geitina og umbera hina óþægilegu lykt, en, eins og kerl- ingin sagði, sleppig henhi ekki í jurtabeðið! Þannig hljóðaði einn kaflinn í ræðu Krútjoffs, sem að öðru leyti fjallagj mest um sovézkan land- búnað. Krústjoff sagði, að nauðsynlegt væri fyrir Sovétríkm að auka veralega tækniþekkinglu í land- inu, bæta fjárhaginn og auka menntun landsmanna. Þetta verðum við að gera, og þá munu fjendur vorir bíta sig í tunguna, sagði Krútsjoff. Við verðum líka að eiga eld- flaugar og vetnissprengjur, og þegar svo er komið, getum við látið okkur líða vel. Krústjoff lagði áherzlu á, að auka þyrfti framleiðsluna í land- inu og deildi hart á landbúnaðar- ráðuneytið, sem hann sagði ráð- þrota og gagnslaust til að taka nokkrar stórar ákvarðanir. Þá sagði Krústjoff, ag ekki væri hægt ag verða við kröfunn; um jöfn laun fyrir alla. Ríkið borgar vísindamönnum srnum og tækni- fræðingum, 'sem smíða eldflaugar, góð laun. Ef þessum mönnum væri ekki vel borgað, myndi tækniþróun okkar ekki hafa orðið jafn ör, eins og raun ber vitni. Verið ekki öfumdsjúk í garð aidar Soblen-mál- í mi!Siríkjadeilu? NTB-Tel Aviv og Lundúnum, 3. ág. ísraelska stjórnin sendi brezku stjórninni í dag form- leg mótmæli vegna þeirrar ákvörðunar brezkra yfirvalda, að bandaríski njósnarinn dr. Robert Soblen skuli sendur með ísraelskri áætlunarflug- vél til Bandaríkjanna, þeirri sömu og flutti Soblen frá ísrael til Bretlands á dögun- um. Á fundi ísraelska flugfé- lagsins El Al síðdegis var sam- þykkt að neita algerlega flutn- ingi á Soblen til USA. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum, er Soblen dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir rjjósnir í þágu Sovétríkjanna. Hon um tókst að flýja frá Bandarrkjun- um til ísraels, er honum hafði ver- ið sleppt lausum um stundarsakir gegn tryggingu. Yfirvöld í Israel ákváðu eftir nokkrar vangaveltur að afhenda Bandaríkjamönnum njósnarann, ! en skömmu eftir að flugvélin, sem | flytja átti Soblen til USA, var kom , in á loft, skar Soblen á púls sér og var fluttur i sjúkrahús í Bretlandi. Brezka stjórnin hefur vísað á 1 bug endurteknum beiðnum Soblens um landvistarleyfi sem pólitískur flóttamaður og hefur nú loks ákveðið að afhenda hann Banda- ríkjamönnum. En nú virðist ný hlið vera kom- in upp á þessu einstæða máli, sem þegar hefur valdið miklum úlfa- þyt. fsraelska stjórnin neitar sem sé að láta áætiunarflugvélar sínar flytja njósnarann til USA og mót mælir sérstaklega orðalagi á úr- skurði brezku yfirvaldanna, þar sem raunverulcga er sagt, að ísraelska flugfélaginu EI A1 beri skylda til þessara flutninga. Lítur nú helzt út fyrir, að þetta njósnamál ætli að verða að hat- rammri milliríkjadeilu. þeirra, sem sjálf hafa unnið sér braut til frama, meðan þið hin sátuð við spilaborðið, sagði Krjúst joff að lokum. Fórst hún? NTB-Nýju-Delhi, 3. ágúst. Enn hefur ekki tekizt að finna Dakota-flugvélina, sem saknað hef ur verið síðan á miðvikudag. Flug- vélin, sem er með 10 manns, var á leið frá Katamandu til Nýju-Delhi. Talið er líklegast, að flugvélin liafi hrapað einhvers staðar á landamærum Nepal og Indlands. Leitarflugvélar hafa verið á sveimi í allan dag við landamærin, en án árangurs, enda leitarskilyrði mjög slæmí Fyrr í dag hafði borizt frétt frá Patna í Norðaustur-Indlandi um að flugvélin væri fundin við Tanak- pur, rétt hjá landamærunum, en síðar kom í ljós, að frétt þessi var röng. Var þá sagt, að allir hefðu fund- izt heilir á húfi. Meðal farþega í flugvélinni er sendiherra Nepals í Indlandi, tveir fulltrúar bandarísku stjórnarinnar, einn Kanadamaður, Pólverji og Indverji. Stúlku rænt Fra ’ ald af 1 síðu. Unnusti stúlkunnar hafði komið til Hclsingfors daginn áiður til þess að sækja sína heitt elskuðu. En er þau skötuhjúin voru á Ieið í bifreið burt úr borginni, var veitzt ag þeim og stúlkan rifin út úr bifreiðinni með valdi og flutt brott. j Síðan hefur ekkert til stúlkunn- : ar spurzt, en talið er, að hún sé | höfð i haldi um borg í austur- j þýzku skipi í höfninni i Helsing- I fors, en þar halda flestir austur- þýzku þátttakendurnir á helms- hrótinu til, Liigreglan er nú komin í spilið, og eru vestur-þýzkir lögreglumenn , væntanlegir til Helsingfors næstu daga og er talið líklegt, að þeir muni ráðast út í skipið og sækja I stúlkuna. Fundum frestað í Briissel NTB-Briissel, 3. ágúst. ÖLLUM til mikillar furðu, frestuðu ráðherrar EBE-landanna og fulltrúar Breta, frekari viðræðum um aðild Breta að bandalag- inu, til morgundagsins, en ákveðið hafði verið að halda f'undum áfram í kvöld og fram eftir nóttu. Þessi skyndilega ákvörðun, sem kom mjög á óvart er talin eiga rætur að rekja til mik- ils ágreinings meðal ráð- herra scx-veldánna um fram tíðarstefnuna í landbúnað- armálum innan bandalags- ins. Á fundi fyrr í dag .náðist mikilvægt samkomulag um innflutning landbúnaðar- vara frá Indlandi, Ceylon og Pakistan til Efnahags- bandalagsríkja, eftir að Bret ar hefðu gerst aðilar að bandalaginu, ef á annað borð að aðild verður. Klukkan hálf níu í kvöld, eftir íslenzkum tíma átti svo að hefjast lokaspretturinn í viðræðunum, um höfuð- vandamálið, þ. e. útflutn- nig landbúnaðarvara frá sam veldislöndunum, en þeim fundurn var frestað, eins og á.ður segir. Dó úr svartadauða Framhald ai 1 síðu. inu Odstock í Salisbury. Við nákvæma rannsókn á líkj Bacons, fundust greini- ieg merki pestarinnar, og cr talið ful'lvist, ag vísinda- maðurinn hafi orðið’ fyrir smitun við vísindastörf sín, en eins og kunnagt er, er svartidauði einn smitnæm- asti sjúkdómur, sem herjað hefur á mannkindina. Mcir.a en 40 manns, sem höfðu einhver samskipti við Bacon sílustu ævidaga hans, þar á meðai kona hians og tvær dætur, hafa verið sett í sóttkví, og hafa öll verið bólusett. Branda fundin ÞAÐ var ánægjuhreimur í rödd- inni, sem heyrðist í símanum, er Tíminn hringdi í slökkvistöðina seint í gærkveldi og spurði tíðinda. Sá er svaraði í símann sagðist gleðifréttir einat hafa að segja, því kötturinn Branda væri kominn í leitirnar. Höfðu brunaverðir fengið til- kynningu um að köttinn væri að finna að Framnesvegi 29, en þang- að höfðu tveir strákar flutt hann og haft hann sér til ánægju á heim ilinu. Var kötturinn nýkominn á slökkvistöðina og búinn að háma í sig nýja ýsu, sem soðin hafði verið í tilefni dagsins. TÍ'MINN, laugardaginn 4. ágúst 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.