Tíminn - 04.08.1962, Qupperneq 16

Tíminn - 04.08.1962, Qupperneq 16
Laugardagur 4. ágúst 1962 176. tbl. 46. árg. Bræðsla á Bakkafirði Um síðustu helgi tók tii starfa ný síldarbræðsla á Bakkafirði. Þetta er í fyrsta sinn, sem síldarbræðsla er starfrækt á staðnum, og mikið hagræði að því fyrir síldveiði- flotann, og atvinnumöguleikar Aukin vega- þjónusta FÉLAG ísl. bifreiSaeigenda, sem annazt hefur viðgerðarþjónustu nokkrar helgar á sumri hverju, mun annast slíka þjónustu um verzlunarmannahelgina. Þá munu alls 15 bílar annast þjónustuna og milli 20 til 30 menn annast við- gerðir og aðstoða vegfarendur. Að þessu sinni mun Bindindis- félag ökumanna taka þátt í við- gerðarþjónustunni, og leggur það til þrjá bíla. Margir aðrir aðilar Framh. á 15. síðu. fyrir þorpið og sveitina í kring. Síldarbræðslan er í eigu hluta- félagsins Sandvik. Var hún reynd um síðustu helgi, og reyndust all- ar vélar í ágætu lagi. Bræðslan á að geta afkastað um 500 málum á sólarhring og ætlunin er að þró- arrými hennar verið fyrir 10 þús. mál síldar. Smíði terksmiðjunnar var hafin í apríl í vor, en margt varð til þess að tefja smíðina, t. d. dróst hún á langinn um 5 vikur í járnsmiða- verkfallinu. Verksmiðjuhúsið er 480 fermetrar að stærð, og sá hluta | félagið Bjarg um byggingu þess, j og einnig um að koma upp færi- böndum utan húss. Vélsmiðjani Héðinn sá um kaup á öllum vélum, í verksmiðjuna og uppsetningu þeirra. Margt manna hefur unnið við að koma verksmiðjunni í gang, og þegar flest var, munu hafa verið milli 20 og 30 verkamenn við vinnu þarna. Nokkuð af aðkomufólki vinnur við bræðsluna, enda er enn ekki fulllokið við að ganga frá hús- inu. Einnig á eftir að byggja síld- Framhald á 15 síðu Geh engin grío A FUNDl Þingvallanefndar liinn 26. júlí s. 1., voru rædd löggæzlumál í þjóðgarðinum, aðallega í tilefni af því, að mik- il óregla átti sér stað í sam- bandi við nýafstaðið hesta- mannamót á Þingvöllum, en fjöldi ölvaðra gesta, sem höfðu í frammi margs konar spjöll, komu á mótsstaðinn. Til þess að fyrirbyggja að slíkir atburð ir endurtaki sig, lagði nefndin fyrir þjóðgarðsvörð að leita aukinnar aðstoðar lögreglunn- ar ef á þyrfti að halda, og brögð yrðu að óreglu í þjóðgarðin- um. Yrðu þannig allir óróa- seggir tafarlaust fluttir í burtu, og fullkominni reglu haldið uppi. Kvendjákni í heimsókn Hérlendis er í heimsókn vestur- heimsk kona, Laufey Olson að ■nafni. Laufey er fædd í Selkirk í Manitoba, en foreldrar hennar, Pálína Margrét Hafliðadóttir úr Fljótum og Davíð Jónsson, ætt- aður úr Borgarfirði, fluttust vest- ur um haf upp úr aldamót- um. Laufey var gift sr. Carl 01- son, en þegar hann lézt árið 1951, tók hún að starfa við söfnuð Fyrstu lúthersku kirkjunnar í Winnipeg, sem dr. Valdimar Ey- lands er nú prestur við. Laufey er diakonissa (kvendjákni) við þann söfnuð í dag. Hér er húrí sem styrkþegi lútherska heimssam bandsins og gestur íslenzku kirkj- unnar. Hún mun dveljast hér á landi í þrjá mánuði og kynnast íslenzku kirkjulífi og safnaðar- starfi. ELDHNATTAHRÍÐ! Á FIMMTUDAGINN var frá því skýrt í blaðinu, að bændur úr Biskupstungum hefðu séð eld- hnött, sem féll til jarðar suður af Tungufelli í Hrunamannahreppi. í gær barst blaðinu önnur frétt um eldhnött, og að þessu sinni var hún frá Vestur-Eyjafjallahreppi. Um miðnætti hinn 25. júlí var Karl bóndi Sigurjónsson að Efstu-Grund í Vestur-Eyjafjalla- hreppi staddur úti á túni heima á Efstu-Grund. Var hann að galta hey, ásamt með tveimur drengj- um, sem hjá honum eru. Heyrði hann þá þungan dyn, sem virtist koma úr norðvestri inn á heiðum. Var þeim litið í þá átt og sáu þá eldhnött, sem var allt að því á stærð eins og tungl í fyllingu. Kom hnötturinn fljúgandi með feikna hraða frá vestri til austurs yfir Eyjafjallajökul. Var eins og neistaði aftur af honum. Að síðustu virtist hann springa meðan hann var enn í fullri augsýn. Karl bóndi telur þessa sýn hafa borið fyrir sig um sama leyti, og bændur úr Biskupstungum sáu svipaða sýn, að öðru leyti en því, að hnöttur Biskupstungnamanna kom úr norðausturátt. Hér kemur sú fjoröa VEGAMÁLASTJÓRN hefur á þessu sumri fjórar stórbrýr í smíðum. Tíminn hefur fyrir stuttu birt myndir af þremur þessara brúa, brúnni á Fjallsá í Öræfum, sem var opnuð fyrir umferð nýlega, á Blöndu og á Gljúfurá. Hér kemur svo mynd af hinni fjórðu, brúnni á Klifanda í Mýrdal. Gamla brúin er orðin heldur ræfilsleg' eins og sést á mynd- inni, en búið er að steypa stöpla nýju brúarinnar, sem á að verða tilbúin í september. Nýja brúin verður 104 metra bitabrú í átta 13 metra löngum höfum. — (Ljósm.: Lars Björk). KEPPT I FLUGI HÉR19. ÁGÚST Eins og frá var skýrt hér í Tímanum nýlega, gengst Flugmálafélag ís- lands ffyrtr flugkeppni nú í ágúst, sennilega 19. ág. Verður keppt um Shell- bikarinn, og í sambandi við keppnina verður flug- módelsýning. Árifj 1956 gaf Shell bikar til flugkeppni, en fram að þessu hefur aðeins einu sinni verið keppt um hann. Öllum er heimil þátttaka í þessari keppni á hvaða vélum sem er, en að sjálfsögðu er miðað vijy litlar vélar. Keppn- in er eingöngu miðuð við það að kanna hæfni flugmannanna, hraði ■skiptir þar ekki máli. Ekki er alveg búið að ákveða tilhögun keppninnar, en i ráðj er að hafa yfirlandsflug í nágrenni Reykjavíkur, lendingu á vissum stað og koma skilaboðum á mið- um eða öðru á vissa staði. Keppn- in fer að öllum líkindum fram 19. ágúst, ef veður verður þá hag- stætt, en frestur til að tilkynna þátttöku er til 15. ágúst. Ekki er unnt að segja fyrir um þátttöku strax, vegna þess hve •stutt er síðan auglýst var eftir þátttöku til keppninnar. í sambandi við keppnina er á- kveðið ag hafa flugmódelsýningu Reykjavíkurgvelli, og verða þar sýnd bæði svifflugmódel og vél- flugmódel. FÆKKAÐ UM DANSLEIK Víða verSa margir dans- leikir haldnir um verzlun- armannahelgina, sem nú fer í hönd. Verður aS venju dansað í eitt eða fvö, eða jafnvel þrjú kvöld. Sums sfaðar er föluverður viðbún aður, enda hefur seff geig að mönnum eftir hesta- mannamótið á Þingvöllum. Það er þó ekki af þeim sök um, sem þeir í Húnaveri í Austur-Húnavatnssýslu hafa á kveðið að halda aðeins þrjá dansleiki um verzlunarmanna- helgina, en ekki fjóra eins og venjan hefur verið undanfarið, þegai kc-mur að þessari löngu fríhelgi. Þar hafa verið og verða nú dansleikir á laugar- dagskvöld, sunnudagskvöld og mánudagskvöld, en í fyrra var fjórði dansleikurinn eftir há- degi á sunnudag. Ilann var hald inn í tilefni bændaþings þar nyrðra. í ár fellur þessi bænda dagadansleikur Húnvetninga niður vegna samkomu í Þórdís arlundi. Húnaver er mjög vinsæll samkomustaður og dansleikir . Framh. á 15. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.