Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 5
r Götur steyptar í Borgarnesi * :&MÉm KINS OG: SKÝJRT var frá Ijér í blaSinu í fyrradag er hafin vinna viS að steypa götur í Borgarnesi. Allmargir kaupstaðir eru nú byrjaðir á varaniegri gatnagerð, og hefur nokkuð verið aS unnið einkum hin síðari missiri. kauptún eru þó byrjuð á þessu ag ráði. — Borgarnesi er stjórnaS að óvenjulegum dugnaði og framsýni og þar hafa átt sér stað miklar fram- kvæmdir og færast fremur í aukana, enda er Borgames orðið mjög vel byggt og fallegt kauptún. Á fjárhagsáætlun þessa árs eru heildartölur teknar 5,3 millj. en þar af eru ætla'ðar 2 millj. kr. til gatnagerðar einnar. S. 1. vetur var hafinn undir- búningur aS því að steypa fjölförnustu götur í Borgarnesi og vinna hafin við þa'ð í vor. Fyrir nokkrum dögurn var svo byrj- að að steypa götuhelluna, á Egilsstöðum austan Hótel Borgar- ness en síðan verður haldiS út á Borgarbraut neðst. Verk- fræðingur við gatnagerðina er Gunnar B. Guðmundsson. — Halldór E. Sigur'ðsson, alþingismaður og sveitarstjóri í Borg- arnesi, sem veitt liefur inálum kauptúnsins forstöðu hin síS- ari ár hefur beitt sér fyrir þessu verki eins og fjölmörgum öðrum framfaramálum kauptúnsins af sínum alkunna dugn- aði og fyrirhyggju Á efstu myndinni sést Ilalldór á gangstéttinni líta yfir verk- ið, þar sem verið er að steypa götuna, en hinar myndirnar sýna steypumenn að verki. — (Ljósrn.: Tyrfingur). Jón Guðbrandsson | látinn Jón Guðbrandsson, fyrrv. for- stöðumaður skrifstofu Eimskipa- félagsins í Kaupmannahöfn, and- aðist 27. f.m. og fór bálför hans fram í gær í Kaupmannahöfn. Jón Guðbrandsson var fæddur í Reykjavík 25. júní 1885 og var því nýlega orðinn 77 ára, er hann lézt. Hann réðst til Eimskipafé- lagsins í ársbyrjun 1915, er félag- ifí hóf starfsemi sína, sem fulltrúi á skrifstofu þess í Kaupmanna- höfn, og varð forstöðumaður skrif- stofunnar árið 1935. Hafði hann þannig starfað í þjónustu félags- ins í full 40 ár, er hann lét af störfum fyfir aldurs sakir í árs- lok 1954. Á þessu tímabili gegndi Jón Guðbrandsson enn fremur ýmsum öðrum mikilvægum störfum í þágu félagsins, svo sem að hafa á hendi forstöðu skrifstofu þess í New York í báðum heimsstyrjöld- unum, einnig stofnsetti hann 'skrifstofu Eimskipafélagsins í Hull árið 1923 og starfaði þar tæp tvö ár. Auk þess hafði hann á hendi ýmiss konar eftirlit með afgreiðslum félagsins erlendis, og margs konar samningagerðir um skipabyggingar, flutninga o.fl. Meðal íslenzkra og erlendra við- skiptamanna félagsins var hann mjög mikils metinn og vinsæll. En þá sérstöku samvizkusemi og fórnfýsi, sem Jón Guðbrands- son sýndi í öllu sínu starfi [ þágu Eimskipafélagsins, fær félagið seint fullþakkað honum, og mun hans ávallt verða minnzt sem eins hins traustasta og ágætasta manns, sem verið hefur í þjón- ustu þess. (Frá Eimskipafélagi íslands). Kópavogsbúar 2ja—3ja herber'gja íbúð ósk ast til leigu. Þrennt í heim- ili. Fyrirframgreiðsla 50 þús. kr. Sími 17568 frá 2—5 í dag. auglvsing refur mikinn arð STÓRAUKIN SALA SANNAR VJNSÆIDIR VÖRUNNAB TIMI N N, sunnudaginn 5. ágúst 1962 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.