Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 16
Furtseva bar ábyrgð a nektinni Fyrir nokkru vann félagi Bobukh sigur í stríði, sem hún háði við yfirvöldin út af háls- málinu á kjól sem hún hafði saumað sér. Félagi Bobukh er verkstjóri í málmvinnslustöð í Kuznetsk. Bobukh hafð'i saumað sér kjól, sem hún ætlaði að klæðas-t á dans- leik, er haldinn var í Höll alumín- íumverkamannanna. Kjóllinn var nokkuð fleginn, en yfir herðunum hafði hún sjal úr sama efni. Blygðunarlaust og ósiðlega klædd Um klukkan 10 stöðvað'i lögreglu maður dansleikinn og bað félaga Bobukh að koma með sér á" næstu lögreglustöð. Þar sakaði hann hana um að vera bæði „blygðunarlaust og ósiðlega" klædd. Félagi Bobukh neitaði þessu af- dráttarlaust. Þá var félagi Ilnitskyi fyrsti ritari æskulýðsfélags komm- únista á staðnum, kallaður inn í heibergið. Hann bar það upp á Bobukh, að hún væri klædd „eins og kona í næturklúbb", og bætti því við, að kjóllinn væri ósæmileg- ur og óviðeigandi. Sjalið var rifið af öxlum Bobukh og mynd tekin af öllu saman. Henni var síðan skýrt frá því, að myndin yrð'i fest upp á auglýsingatöfluna, og skýrt yrði frá hegðun hennar í verksmiðjunni, þar sem hún v?mn. Furtseva lagði blessun sína yfir hálsmálið Næsta morgun kom konan, sém nú var orðin ævareið, til skrifstofu félaga Ilnitskyi og veifaði eintaki af heimilisiðnaðarbók, er gefin hef- ur verið út af menntamálaráðuneyt inu, en því stjórnar eins og kunn- ugt er kona, félagi Ekaterina Furt- seva. í bókinni voru myndir af kjóln- um, og þar var einnig frá því skýrt hvernig ætti að sauma hann. Þrátt fyrir það, að félagi Bobukh Framh. á 15. síðu Vestfirð- ingavaka NÚ UM verzlúnarmarinahelgina verður hin árlega Vestfirðinga- vaka haldin á ísafirði. Hefur nefnd manna unnið að því undanfarið að undirbúa hátíðahöldin, en margt verður til skemmtunar. M a. leikur landslið Færeyinga við ís- firðinga, auk þess verða sýndar aflraunir og akrobatik og dans verður á tveim stöðum alla þrjá dagana. Hvor á laxinn? FEÐGAR voru um daginn að lax veiðum í Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu. Var faðirinn með forláta út búnað með sökku af allra beztu gerð. Hann festi færið í geysiþung um hlut og sleit það. Þótti honum það sárt. Daginn eftir fékk sonur- inn mikinn og erfiðan lax á sína stöng og þreytti ákaft. Þegar hann var búinn að hala talsvert inn, kom í Ijós, að hann hafði fest í færi föðursins. Dró hann dræsuna á land, en þá kom í Ijós, að á öngli föðursins hékk stór lax, senj hafði slitið íærið fyrri daginn. Nú er spurningin: Hvor á laxinn? DREGIÐ hefur verið í verðlauna getraun VIKUNNAR á skrifstofu Borgarfógetans. — Vinningurinn, sem dregið var um, er Volkswagen bifreið árgerð 1962. Alls bárust um sex þúsund bréf með lausnum og voru flestallar lausnir réttar. Upp kom nafn Elínar Traustadótt- ur, Hlíðargötu 32, Sandgerði og hlýtur hún vinninginn. LÆRÐI SYARTAS LÓFA AMY ENGILBERTS BRÆDSLUSILDIN 125 NiS. MALUM MEIRIEN1961 í fyrra áttum við tal við unga reykvíska stúlku, sem hafði lagt stund á lófalestur, numið hann af fróðu fólki í París og lesið í bókum allt, sem hún komst yfir um þessa fornu grein mannlegrar íhygli og rannsóknar. Stúlkan var Amy Engilberts. Við urðum þess fljótt varir, að greinin vakti athygli. Dagana eft- ir að hún birtist var stöðugt verið að hringja og spyrja um Amy, en á heimili hennar sjálfrar var lítill friður fyrir símahringingum. Amy var beðin að segja frá lófalestri í útvarpið og fleiri blöff komust á stúfana. Það varð úr, að Amy fór aftur að læra meira í þessum efnum í París. Hún fór utan í fyrrasumar. Nú er hún aftur komin til Reykja- víkur. Við hittum hana í gær. Að sjálfsögðu lék okkur hugur á að vita, hvað á daga hennar hefði drifið. — Amy var í Svartaskóla (Sorbonne) í vetur, í máladeild skólans, en hún hafði áður lært sitthvað varðandi lófalestur á , námskeiðum í þeim gamla skóla. í j vetur var hún einnig í dulspeki- I skóla, Institut Phsysique Scient- isque, þar sem hún lærði lófa- fræði og skriftfræði. Hún er á- kveðin að láta ekki þar við sitja, heldur fara aftur til Parísar í október, en þá byrjar kennslan. Mesta áhugaefnið er að komast til Indlands og læra þar dulspeki og yoga, en lófalestur, sagði hún að stæði nú með hvaff mestum blóma í Vestur-Evrópu. — Kunn- áttan að austan ehfur þróast á Vesturlöndum, mest á s. 1. 30—40 árum, sagði hún. Við spurðum Amy, hvort hún hefði ekki lært stjörnuspádóma, það sem sumir kalla ævisjá, en hún sagði það mjög erfiða grein, sem hún ætti eftir að snúa sér að. En Amy ætl- ar að læra meira. Hún talaði um svipfræði. Við spurðum hvað slíkt mætti gagna, og hún sagði það kunnáttu, sem nú væri mjög beitt við lögregluransóknir. Á fimmtudaginn var heild- arsöltunin á öllu landinu orð- in 252.439 og hálf tunna. Á miðvikudag og fimmtudag höfðu síldarbræðslurnar sam- tals tekið á móti 528.087,45 málum síldar. í fyrrinótt var N.A. bræla á miðunum fyrir Norðurlandi og fá ■skip úti, þó var vitað um 4 skip, sem fengið höfðu 1250 tunnur á Siglufirði. Síldarleitin á Raufarhöfn vissi um tvö skip með 1400 mál af mið- unum við Bjarnarey. Fyrir Aust- urlandi var nær allur aflinn tek- inn út af Skrúð og A. af Gerpi. Síldarleitin á Seyðisfirði vissi um 34 skip með 20.050 mál og tunnur. Sólarhringsaflinn var um 22.700 mál og tunnur af 40 skipum. í gærkvöldi munu norsk skip hafa orðið vör við síld í Héraðs- flóa. Skipum fjölgaði þar mjög, og vitað var um töluverða veiði. Á fimmtudaginn hafði Rauðka á Siglufirði tekið á móti 87.821 máli, en á sama tíma í fyrra hafði verksmiðjan tekið á móti 58.560 málum, a{ hreinni síld. Auk þess hafði verið tekið á móti 21.322 málum af úrgangi á fimmtudag- inn. Sama dag voru síldarverk- smiðjur ríkisins á Siglufirði bún- ar að taka á móti 334.148,84 mál-j um, en í fyrra 229.905,05 málum. Síldarbræðslan á Raufarhöfn, liafði á miðvikudaginn tekið á móti 160.250,41 máli síldar, en j 152.245 málum í fyrra. Á Skaga- strönd var búið að bræða 29.987 mál, en 5636 mál í fyrra. Verk- smiðjan á Húsavík hafði brætt 3701,20 mál, en 5382,84 mál í fyrra. Ekki hafði neitt komið til útreiknings á þessum tíma hjá síldarbræðslunni á Seyðisfirði. Heildarbræðslan var því 528. 087,45 mál, en í fyrra 393.168,89 mál. Á miðnætti á fimmtudag var heildarsöltunin á öllu landinu 252.439 og hálf tunna. Þá hafði verið saltað sem hér segir, á eftir- Framh. á 15. siðu. Ný gisti- herbergi i Hverageröi NÝLEGA hafa ný gistiherbergi verið tekin í notkun í veitingahús inu í Hveragerði, auk borðstofu í tengslum við eldri sal hússins og eldhús. Þá hefur verið gert rúm- gott anddyri með hreinlætisher- bergjum í nýju viðbyggingunni, en hún hefur verið í smíðum und- anfarna mánuði. Það er Eiríkur Bjarnason, veitingamaður í Hvera- gerði, sem hefur staðið fyrir þess- um endurbótum, er bæta úr brýnni þörf á gistiaðstöðu austan heiðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.