Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 7
I ÍHgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmcl.iáUón róma^ Arnason Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson 'ábi Andrés Krist.iánsson. Jón Helgason og Indrið) G Þorsteinsson F'ulltrúi ritst.jórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri Sigurjón Davíðsson Ritstpó'rnarskrifstofur í Eddu- húsinu: afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka. stræti 7 Símar- 18300--18305 Auglýsingasímr L9523 Af. greiðslusími 12323 - Áskriftargjald kr 55 á mánuði ínnan. lands i lausasölu kr. 3 eintakið, - Prentsmiðjan Edda h.f. — 1 JOSEPH C, HARSCH: © © um Gunnar Thoroddsen Helzta forustugrein Mbl. í gær fjallaði um Gunnar Thoroddsen og afrek hans sem fjármálaráðherra. Þar sem grein þessi er gott sýnishorn þess, hvernig málflutn- ingur Mbl. yfirleitt er, þykir rétt að birta hér meginkafla hennar. Greinin hefst á því, að Eysteinn Jónsson sé af- brýðissamur(l) út í Gunnar og segir síðan: „Eysteinn Jónsson hefur verið lengur fjármálaráð- herra en nokkur annar íslendingur. — Fjármálastefna hans hefur jafnan mótazt fyrst og fremst af auknum álög- um á landslýðinn. Hann hefur alltaf verið að berjast fyrir hækkuðum sköttum, þyngri tollum og harðhentari tökum í senn á atvinnuvegunum og einstaklingunum. Hann hef- ur ævinlega haft skattránsflaggið við hún. Núverandi fjármálaráðherra hefur haft allt annan hátt á. Hann hefur beitt sér fyrir stórlækkuðum sköttum, lækkuðum tollum og skynsamlegri skatta- og útsvarslög- gjöf. Afleiðingin af þessari stefnu Gunnars Thoroddsens er sú, að láglaunafólk sleppur nú við greiðslu tekjuskatts, útsvör þess hafa stórlækkað eða jafnvel verið felld niður og stefnt er að því að gera bjargræðisvegunum kleift að endurnýja tæki sín með eðlilegum hætti. Skattránsflagg Eysteins Jónssonar hefur verið dregið niður af fjármála- ráðuneytinu. Skynsamleg, raunhæf og mannúðleg stefna í skatta- og efnahagsmálum hefur komið í staðinn". Þótt þessi orð Mbl. séu nokkuð mörg er það eigi að síður meistaralegt, hve mörgum stórlygum er hér komið fyrir í stuttu máli. í fyrsta lagi er þess að geta, að síðan Gunnar Thoroddsen tók við f jármálastjórninni hafa ríkis- útgjöldin nær tvöfaldazt, miðað við 1958, þegar E. J. hafði hana seinast, og álögur ríkisins hafa vaxið að sama skapi. Samt á Gunnar að hafa lækkað skattana og toll- ana! Sannleikurinn er sá, að tollaálogur ríkisins á nær allar vörur hafa nær tvöfaldazt eða meira síðan Gunnar tók við fjármálastjórninni, sumpart óbeint vegna gengis- lækkanna og sumpart beint og reyndar enn meira vegna beinna tollahækkana og ber þar fyrst að nefna tvo nýja söluskatta. Almenningur í landinu og þó einkum stóru fjölskyldurnar greiða því miklu meira í ríkiskassann nú en þær gerðu í fjármálaráðherratíð Eysteins Jónssonar. Rétt er það, að tekjuskattur hefur nokkuð verið lækk- aður, en það var gert með þeim hætti, að hátekjumaður- inn fékk 20—30 sinnum meiri skattalækkun en lágtekju- maðurinn. Tekjuskattslækkun sú, sem lágtekjumenn hafa fengið, er ekki nema brot af þeim beinu og óbeinu tolla- og söluskattshækkunum, sem orðið hafa í fjármálaráð- herratíð Gunnars Thoroddsens. Meiri öfugmæli verða því ekki sögð en þau, að skatt- ránsflaggið hafi verið dregið niður af Gunnari Thorodd- sen, því að skatta- og tollaálögur ríkisins þrengja nú að almenningi miklu meira en fyrr, eins og sést á þvi, að heildarálögur ríkisins hafa um það bil tvöfaldazt á þess- um tíma. Menn hafa því fyrir augum sér gott dæmi um hinn ósvífna og ósanna áróður Mbl., þegar það leyfir sér annað eins og að hæla Gunnari Thoroddsen fyrir lækkun á álögum ríkisins! Tvöföldunin á álögum ríkisins síðan Eysteinn Jóns- son var fjármálaráðherra sýnir hins vegar bezt, hve fjar- stæður var allur áróður íhaldsblaðanna um skattráns- stefnuna, sem hann var sagður fylgja Þann áróður er vissulega ekki hægt að ógilda betur á annan veg en bann, að Sjálfstæðismenn tvöfalda ríkisálögurnar á örfáum árum undir forustu Gunnars Thoroddsens! agnsókn róttækrar og djarfrar æsku á jauða torginu' í Moskvu Samtökin, sem kommúnistar iaumuöust inn í og stjórnuðu neðanfrá, hafa orðið fyrir óvæntri innrás UPPÞOTIÐ litla á horninu á Rauða torginu í Moskvu, sem fáeinir vestrænir and- stæðingar kjarnorkuvopna stóðu að, var skemmtileg and- hverfa þess, sem við eigum að venjast um gang m^la. Þetta var innskot í „þing“, sem áróðursvél Sovétríkjanna hafði undirbúið, og var ekki einungis haldið í Moskvu, heldur jafnvel einnig í Kreml sjálfri. Það er mjög langt um liðið síðan nokkurt opinberlega undirbúið og skipulagt „frið- arþing“ Sovétríkjanna hefur komið fram með eitthvaö ann að en það, sem samræmdist fulikomlega Moskvu-línu flokksins. En þetta „friðarþing" fór sannarlega úr böndunum. I FYRSTA lagi tóku þátt í því nokkrir brezkir og banda- ríkskir andstæðingar kjarn- orkuvopna, sem ólu í brjósti einlæga sannfæringu um, að útrýma ætti öllum kjarnorku- vopnum, einnig kjarnorku- vopnum Sovétríkjanna. Þessi víðfeðmi sannfæring arinnar er auðvitað andstæð Moskvulínunni. Yfirvöldin í Moskvú vilja hafa skoðanirn ar á þann veg, að vopn auð- valdsríkjanna séu ill, en vopn Sovétrikjanna séu aðeins ó- hjákvæmileg vörn gegn illum vestrænum vopnum. í öðru lagi fluttu hinir ein- lægu afvopnunarsinnar með sér til Moskvu þá óvenjulegu hugmynd, að það, sem þeir gerðu á Timestorginu í New York og Trafalgar-torginu í London, ætti einnig að gera á Rauða torginu. í þriðja lagi dreifðu þeir á Rauða torginu i Moskvu flug- ritum, sem boðuðu þessar villutrúarkenningar. Á loka- stundu baráttunnar — sem að vísu varð stutt — drógu þeir upp á Rauða torginu fána, sem á voru letruð mót- mæli gegn öllum kjarnorku- sprengjum. Slík hegðun er ákaflega ó- viðeigandi og telst vissulega til villutrúar. ÞAÐ FÓLK, sem elur í brjósti þessa sannfæringu og boðaði hana á Rauða torginu í Moskvu, er mjög ungt að árum. Og það er róttækt í stjórnmálum samkvæmt hin- Hlnir róttæku afvopnunarsinnar á Rauða torginu í Moskvu meS mótmælaspjald gegn rússneskum kjarnorkuvopnum sem öSrum. um venjulega skilningi á því orði. í hálfa öld hefur það verið rikjandi álit, að róttækni væri andstæð viðurkenndum s'.ofnunum og kenningum hins vestræna heims, en hneigðist að kommúnisma En það voru róttækustu fylgjendur kjaronrkuafvopn unarhreyfingarinnar, sem drógu upp fánana á Rauða torginu. Þeir eru fultlrúar þeirrar róttækni, sem er allra lengst til vinstri. Þeir eru svo róttækir, að þeir koma ekki auga á .siðferðilegan mun sovézkrar og vestrænnar sprengju. ÞETTA unga róttæka nú- tímafólk neitar að fylgja við urkenndum grundvallarkenr,- ingum kommúnista. Sé þetta sagt á annan hátt, er það ef til vill enn eftirtektarverð- 'ara: Viðurkenndar stofnanir og kenningar kommúnista verða fyrir andstöðu og árás- um róttækasta hluta ungu kynslóðarinnar. Hinir gömlu leiðtogar kjarn orkuafvopnunarhreyfingar- innar gerðu allt, sem þeir gátu til þess að halda aftur af róttækni þeirra ungu. Og það, sem var mest eggjandi í sambandi við atburðina í Moskvu, gerðist áður en tii sjálfrar sýningarinnar kom. Þá var öllum þunga skrifstofu valdshreyfingarinnar beint gegn róttæka hópnum, til þess að reyna að hindra hann í hinum róttæku fyrirætlun- um. — Fánanum var smygl- að inn á Rauða torgiö. Á ÞRIÐJA og fjórða tug aldarinnar var heimurinn fullur af samtökum, sem höfðu „góðan tilgang". — Kommúnistar laumuðust inn í þau, eitt af öðru, og tóku við völduun og stjórn, hvar sem mögulegt var að koma því við. Að því leið, að heita mátti, að þeir höfðu einok- unaraðstöðu á þessu sviði. Nú er þessi leikur á enda leikinn. Hinar hefðbundnu og skorðuðu „hreyfingar" eru orðnar leiðinlegar og þreyt- andi. Unga kynslóðin, — sem ávallt er óþreygjufull undir hugsana- og framkvæmda- stjórn hinna eldri, — er farin að hugsa fyrir sig sjálf. Samtökin, sem kommúnist- ar laumuðust inn í og gegn- sýrðu neðanfrá, verða nú fyr- ir innrás hugaðrar, ákafrar og gáfaðrar æsku, sem krefst einhvers betra en slitinna kenninga kommúnismans. Róttæk æska hefur jafnvel dirfzt að hefja upp raust sína til andmæla Moskvu-línunni á sjálfu Rauða torginu. (Þýtt úr The Christian Science Monitor). Efnahagsþróunin meira hægfara í Vestur-Evrópu á árinu 1061 en 1960 Heimsframleiðslan jókst á ár- inu 1961, en það var lítill þróttur í hinni efnahagslegu útþenslu, seg ir í „World Economic Survey, 1961“, sem Sameinuðu Þjóðirnar sendu á markaðinn 1. júlí. í iðnaðarlöndunum komu fram sundurleitar efnahagslegar til- hneigingar á þessu skeiði. í Norð ur-Ameríku hófst útþenslan eftir verulegan afturkipp, og fór henn- ar að gæta í lok fyrsta ársfjórð- ungs, en framleiðsla ársins í heild var ekki miklu meiri en árið 1960. í Vestur-Evrópu og Japan var efna hagsþróunin hægfara og aukning- in hlutfallslega ekki eins mikil og árið áður. í löndum sem framleiða hráefni TIMI N N, sunnudaginn 5. ágúst 1962 var aukning á útflutningi œjög óveruleg, og stafaði það af ástand inu í iðnaðarlöndunum. Verð á hráefnum lækkaði enn. í þeim Evrópulöndum, sem búa við áætlunarbúskap, var aukning in veruleg eins og áður en ekki eins ör og fyrr. (Frá skrifstofu S.Þ. í Khöfn). z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.