Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 3
Bygging Stón skéla hafín í Bolungarvík Bolungavík, 27. júlí. Nú fer fyrsti áfangi að byggingu nýs barna- og gagn- frœSaskólahúss að hefjast hér í Boiungavík. Nýsamið er við ungan byggingameistara hér í þorpinu um að gera þriðjung hússins fokheldan. Skólabyggi'ng þessi á fullgerð að geta fullnægt bæði barna- og gagnfræðastigum fræðslulöggjaf- arinnar í náinni framtíð. Sá hluti, sem nú var boðinn út, er tvær hæðir og kjallari. Þar eiga í kjall- ara að vera handavinnustofur^ stúlkna og drengja og auk þessj skólaeldhús. Þessi hluti er 400 fermetrar að grunnfleti. Þrjú tilboð bárust í fyrsta áfang ann, og var Jón Fr. Einarsson úr Bolungavik lægstur með 1.990.000 krónuf. Var tilboðið talið hagstæð Sýnir á Mokka Á MOKKA eru nú til sýnis 40 myndir eftir 25 ára gamla stúlku, Sigríði Soffíu Sandholt. Sigríður er stúdent frá MR 1956, tók kénn- arapróf 1959 og hefur síðan kennt við skóla ísaks Jónssonar. Mynd- irnar eru flestar túss- og pastel- myndir, málaðar 1961—1982. Sig- ríður hefur ekki lært neitt í mynd í list, og er þetta fyrsta sýning I hennar. Myndirnar eru til sölu, j Kosta flestar 150—250 krónur. I ast, en hæsta tilboðið var tæpar 4 milljónir. Útboðin voru miðuð við að gera bygginguna fokhelda, og efni og vinna innifalin. Kjall- aranum á að vera lokið 15. nóv. í ár, en hæðirnar eiga að vera steyptar fyrir 1. sept. 1963. Jón Fr. hefur reist fleiri stór- byggingar hér í Bolungavik, svo sem hið myndarlega íshús, sem nú er að verða fullgert, og auk þess haft með allmörg íbúðarhús að gera á hverju áxi. — krjúl. Yill kjarnavopn NTB—Genf, 4. ágúst. Kínverski utanríkisráðherrann, Chen Yi, sagði í samtalsþætti í svissneska sjónvarpinu í gær, að kínverskir vísindamenn héldu á- fram rannsóknum sínum í sam- bandi við framleiðslu kínverskra kjarnorkuvopna, og yrði fram- leiðsla hafin í stórum stíl, innan tíðar. Við gerum þessar rannsóknir með framleiðslu í huga, vegna þess, að heimsvaldasinnarnir halda okkur veika fyrir, meðan við ekki höfum kjarnorkuvopn undir höndum, sagði utanríkisráð- herrann. Ég get fullvissað alla um það, að við erum ekki langt á eftir í þessum efnum, sagði Chen Yi að lokum. Tignir gestir í „rutschebanen MYNDIN hér fyrir ofan er frá heimsókn Eisenhowers, fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna, konu hans og tveggja barnabama í Kaupmannahöfn. Á meðan hjónin sátu hádegis- verðarboð dönsku stjórnarinnar, brugðu systklnin, David og Bar- bara, barnabörn hjónanna, sér i gamla Tfvolf f Kaupmannahöfn og að sjálfsögðu fóru þau fyrst eina ferð með skriSbrautinni (rutschebanen), sem alllr Tfvolf- gestir kannast við. Ekki er hægt að sjá annað á myndinni, en þau systkin skemmti sér konunglega, David er á myndinni í röndóttri peysu, en Barbara er sú f Ijósu káp, unni f næsta sæti fyrir aftan. Nú eru systkinin komin til Þýzka lands með ömmu og afa, þar sem þau munu dvelja í tvo daga f oplnberri heimsókn. Stjórnarnefndin hélt fund í gær NTB-Algeirsborg, 4. ágúst. í morgun hélt stjórnarnefnd Ben Bella fyrsta fund sinn í Algeirsborg. Kom þar fram, að þing yrði kallað saman viku eftir að kosningar hefðu farið fram þann 27. ágúst. Yrði þá mynduð þingbundin stjórn í landinu og þá fyrst væri raun- veruleg lögleg stjórnskipun komin á í Alsír. Hátíðahöld enn Útvarpið í Algeirsborg birti í gærkvöldi sérstakt þakkarávarp til íbúanna í borginni, fyrir hinar innilegu viðtökur, sem þeir létu Ahmed Ben Bella verða aðnjót- andi við komuna til borgarinnar í gær. Ennfremur fór útvarpið þess á leit við fólkið, að það lyki hátíða- höldum sínum á miðnætti, en þrátt fyrir þessa áskorun héldu fagnað- arlætin áfram til morguns. ^ Hundruð manna fóru hópgöngur um göturnar og sungu og döns- uðu. Flugeldum var skotið á loft og bílar þeyttu horn sín. Þröng á þingi Er flugvél Ben Bella hafði lent á flugvelli borgarinnar fór þar Hlé í heilan mánuð á viðræðum Breta og Efnahagsbandalagsins NTB-Brussel, 4. ágúst. Á fundum Efnahagsbanda- lagsins í gærkveldi voru teknar fyrir breytingatillögur Breta við framlagðar tillögur ráðherranefndar sexveldanna. Stóðu fundir langt fram á nótt og hófust að nýju í morg- un. Ekki náðist neitt samkomu lag og mikill ágreiningur er nú kominn upp innan ráð- herranefndar EBE um af.stöð- una til kröfu Breta um sér- stöðu til handa samveldislönd- unum, ef Bretar ganga í banda lagið. Vegna þessa ágreinings er talið líklegt, að frekari fund- um verði frestað fram í sept. Segja fréttamenn, að þessi.frest- ur geti orðið til góðs, því að enn sé svo langt í samkomulag milli aðilanna, að gott sé að fá hlé til að athuga ágreiningsmálin og reyna að finna málamiðlunarleið. Breytingatillögurnar, sem Bret- ar lögðu fram í gær, fengu heldur kaldar viðtökur. Áreiðanlegur talsmaður Benelux landanna sagði eftir fundina í gær Týndi5000kr. ELDRI mann hér í Reykjavík henti í fyrradag þa3 ólán að glata 5000 krónum, sem hann var nýbú- inn að taka úr banka. Maðurinn fór hingað og þangað um bæinn, | ýmist gangandi eða með strætis-, vagni, svo að hann getur ekki sagt um, hvar peningana muni' helzt að finna, en skilvís finnandi er beðinn að snúa sér til lögregl-, unnar. kveldi, að ekki væri nokkur leið að fallast á kröfur Breta óbreyttar. Talsmaður Frakka sagði, að ráð- herranefndin hefði þegar hafnað meira en helmingi af tillögunum. Sumir segja jafnvel, að Couve de Murville hafi á fundinum í gær hafnað hverri einustu tillögu Breta í málinu, en vitað var fyrirfram, að Frakkar myndu vera sérstak- lega andvígir sérstöðu til handa samveldislöndunum. allt í háaloft. Þúsundir manna ruddu sér braut fram hjá lög- regluverðinum að flugvélinni, og þótt lífverðir Bella hleyptu af byssum sínum upp í loftið til þess að dreifa mannfjöldanum, varð ekki hjá því komizt, að Bella yrði umkringdur fagnandi mann- fjöldanum. Það er til marks um öngþveitið á flugvellinum, að það tók Bella stundarfjórðung að komast þá hundrað metra, sem voru milli flugvélarinnar og heiðursvarðar- ins. Þar kom að, að slagsmál brut- ust út meðal nokkurra aðdáenda Bella og varð lögreglan að han'd- taka hóp manna. Föðmuðust Siðan ók Bella um göturnar og fór fyrir bifreið hans heiðursfylk ing. Við ráðhús borgarinnar biðu Ben Khedda og Balkacem Krim og hafði Ben Bella engin umsvif, en gekk að þeim og faðmaði þá lengi og innilega. í gærkvöldi flutti Bella svo út- varpsávarp, þar sem liann sagði m. a., að þetta væri raunverulega þjóðhátíðardagur íbúanna. Bað hann alsírsku þjóðina að samein- ast um stjórnarnefndina og veita henni fulltingi og styrk til þess að skapa demókratískt þjóðfélag í Alsír. Færeyjar Flugfélag íslands efnir til skemmtiferðar til Fær- eyja dagana 17.—21. ágúst, ef næg þátttaka fæst. Flogið verður frá Reykjavík föstudaginn 17. ágúst klukkan 10:00 og lent á Sörvágsflugvelli. Farþeg- um verður séð fyrir bátsferð til Tórshavn og gist- ingu á góðu hóteli þar. Heim verður haldið þriðju- daginn 21. ágúst kl. 16:00. Nánari upplýsingar veitir söluskrifstofa okkar, Lækjargötu 4 eða ferðaskriístofurnar. T í MI N N, sunnudaginn 5. ágúst 1962 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.