Tíminn - 05.08.1962, Blaðsíða 9
/
rsr^T'SFv
1 Hagnason 1E43—1954. Jón Gríms-
on 1954—1957, og Kjartan Sæ-
| mundsson 1957 og , íCSan.
, Af fyrstu starfsmönnum félags- i
ins eru 2 enn starfandi ijjá félag- I
' inu og hafa starfað óslJJ ið allan j
í starfstíma þess. Það eru: Gyffa •
Halldórsdóttir í vefnaðarvörubúð-
inni og Reynir Snjólfsson, verk-
stjóri í vörugeymslu félagsins.
í 2. grein félagslaga KRON seg-
ir: „Tilgangur félagsins er að út-
vega félagsmönnum alls konar vör
ur, sem beztar að gæðum og með
vægustu verði. í því skyni rekur fé
lagið pöntunarstarfsemi og al-
menna verzlunarstarfsemi í bpn-
um sölubúðum, svo og iðnað, fram
leiðslu og aðra starfsemi eftir því
sem henta þykir og samþykkt kann
að verða.
Ennfremur er tiigangur þess að
auka þekkingu manna á, samvinnu
félagsskap og viðskiptamálum og
vinna að eflingu samvinnufélaga
hér á landi“.
Á liðnum 25 árum hefur verið
leitazt við að þjóna þessum til-
gangi félagsins og margt reynt í
því sambándi. Til dæmis opnaði
KRON^ fyrstu sjálfsafgreiðslubúð-
ina á íslandi 1942 við Vesturgötu
í Reykjavík. Fróðir menn telja
þetta fyrstu sjálfsafgreiðslubúð í
Evrópu, enda fyrirmyndin sótt af
Jens Figved beint til Bandaríkj-
anna. Kjörbúð þessi var á undan
sínum tíma, og var henni lokað
sem slíkri 1945 og þráðurinn ekki
tekinn upp aftur af KRON fyrr en
1957 aff opnuð var kjörbúð við
Hlíðarveg í Kópavogi. Þessi búð
hefur reynzt mjög vel og síðan
hefur KRON byggt og breytt göml
um búðum í kjörbúðir og rekur nú
12 kjörbúðir.
Auk 12 kjörbúða rekur félagið
nú 3 matvörubúðir með gamla lag
inu, vefnaðarvöru- og skóbúð, bóka
búð, búsáhaldabúð, raftækjabúð
og járnvörubúð. 3 kjörbúðir eru
í Kópavogi, aðrar búðir eru f
Reykjavík. Þá rekur félagið efna-
gerð og kjötvinnslu.
Hinn 6. ágúst fyrir 25 árum var gengið frá r
stofnun Kaupfélags Reykjavskur og nágrenm-
is af 90 fulltrúum fjögurra samvinnufélaga,
sem áður störfuðu á svæðinu
Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis hefur starfað í ald-
arfjórðung. Á mánudaginn
eru 25 ár frá stofnun þess.
Það hefur nú tuttugu búðir,
þar á meðal 12 kjörbúðir. Hin
síðari ár hefur rekstur þess
farið sívaxandi og búðum
fjölgað þótt félagsmannatala
sé ekki að sama skapi há. Kron
er nú langsamlega stærsta
smásölustofnun í Reykjavík.
A stofnfundi voru mættir 93
fulltrúar frá eftirtöldum félögum,
sem öll höfðu samþykkt á fundum
sinum að sameinast í eitt félag:
Pöntunarfélag verkamanna,
Reykjavík, Kaupfélag Reykjavík-
ur, Reykjavík, Pöntunarfélag
Verkamannafélagsins Hlíf, Hafn-
arfirði, Pöntunarfélag Verkalýðs-
og sjómannafélags Keflavíkur,
Keflavík, Pöntunarfélag Sandgerð
is, Sandgerði.
Á stofnfundi voru kosnir 9
menn í stjórn félagsins, þeir: —
Sveinbjörn Guðlaugsson, bílstjóri,
formaður; Theodór B. Líndal, hrl.,
ritari; Friðfinnur Guðjónsson,
prentari; Margrét Björnsdóttir,
húsmóðir; Runólfur Sigurðsson,
skrifstofustjóri; Benedikt Stefáns
son, gjaldkeri; Ólafur Þ. Kristj-
ánsson, kenúari; Þorlákur Ottesen,
verkstjóri; Hjörtur B. Helgason,
bilstjóri.
Framkvæmdastjóri var ráðinn
Jens Figved og kosnir með hon-
um í framkvæmdastjórn Vilmund-
ur Jónsson, landlæknir og Árni
| Benediktsson, skrifstofustjóri.
1 Af fyrstu stjórn félagsins er
j einn maður enn í stjórn og hefur
verið allan starfstíma félagsins.
Það er Þorlákur G. Ottesen.
Núverandi stjórn KRON skipa:
Ragnar Ólafsson, hrl., formaður;
Þórhallur Pálsson, borgarfógeta-
fulltrúi, ritari; Þorlákur G. Otte-
sen, verkstj., varaformaður; Ólaf-
ur Jónsson, bifreiðastjóri, vararit-
ari: Guðrún Guðjónsdóttir, hús-
frú; Pétur Jónsson, gjaldkeri; Guð-
mundur Hjartarson, framkvæmda-
stjóri: Hallgrímur Sigtryggsson,
skrifstofumaður; Sveinn Gamalíels
son, verkamaður.
Upphaflega náði félagssvæði
KRON yfir Reykjavík, Hafnarfjörð
og Suðurnes.Á árunum 1945 og
1946 voru stofhuð sjálfstæð félög í
Hafnarfirffi, Keflavík og Sand-
gerði og telst félagssvæðið nú
Reykjavík, Kópavogskaupstaður
og nágrenni þeirra.
Kaupfélagsstjórar hafa verið: —
Jens Figved 1937—1943, ísleifur
Kjartan Sæmundsson flytur skýrslu sína á síðasta aðalfundi.
KRON HEFUR STARFAÐ
í
Eln hinna glæsilegu kjörbúða KRON
Af þessum 22 starfseiningum eru
15 í eigin húsnæði en 7 í leigu-
húsnæði. Félagið vantar tilfinn-
anlega stórt húsnæði fyrir aðal-
stöðvar sínar, sérvörubúðir, skrif
stofu og félagsmálastarfsemi. Lóð
á félagið undir slíka byggingu við
Smiðjustíg og Hverfisgötu.
Strax eftir að stofnun KRON,
lækkaði það smásöluálagningu í
Reykjavík og alla tíð síðan hefur
það selt margskonar vörur undir
almennu búðarverði í bænum. —
Félagsmenn KRON og aðrir við-
skiptamenn eru beðnir að gera síð
an samanburð á verði KRON og
annarra verzlana og sannfæra sig
um að KRON er tilgangi sinum
trútt, veitir góða þjónustu og vör-
ur með vægasta verði.
Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis er stærsti aðili smásölu-
verzlana í Reykjavík. S. 1. ár nam
vörusala 58,5 milljónum króna.
Það, sem af er þessu ári hefur
verzlun aukizt verulega. Vinnu-
laun s. 1. ár námu um 6,5 millj.
króna og fastir starfsmenn voru
um 130. Félagsmenn voru um s. 1.
áramót 5518. Innlánsdeild KRON
nam um s. 1. áramót kr. 6.045.737,
00, sjóðir félagsins kr. 7 099,677,
00, og bókfært verð fasteigna kr.
9.117.566,00.
Framtíðarverkefni Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis eru
mörg, félagið hefur ekki vaxið til
jafns við vöxt Reykjavíkur undan-
farin ár, en nú er sóknarhugur í
félagsmönnum og almennur áhugi
að halda áfram uppbyggingu búða
félagsins, auka og styrkja liðið,
auka verzlun félagsins og efla inn
lánsdeild þess. Fyrstu verkefnin
eru ný kjörbúð við Langholtsveg
52, stórt verzlunarhús við Boga-
hlíð og aðalstöðvar í miðbænum.
tÍMINN, sunnudaginn 5. ágúst 1962
I