Tíminn - 15.08.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.08.1962, Blaðsíða 9
Nor&ur f jðll í 22 sumur Hér birtist samtal við Sigfús Kristjáns- son, langferðabílstjóra, sem á að baki langan og merkan starfsferil Sigfús ,,Við erum nú stödd á vestri Möðrudalsfjallgarði í 660 metra hæð yfir sjó. Hér sjáum við Herðubreið blasa við suðvestri — drottningu íslenzkra fjalla. Á bak við Herðubreið sjáum við inn á Dyngjufjöll, en því miður sézt ekki Öskjuop, því það er héðan séð bak við Herðubreið. Við sjá- um öria fyrir Brúarjökli hér i suðri, en fjöllin sem liggja í norð ur frá Herðubreið eru Herðu- breiðarfjöll eða Dyngjufjöll eystri. Þar norður af í stefnu á þetta háa flata fjall, sem heitir Búrfell sjást Skógarmannafjöll, og þegar bezt er skyggni má héð an sjá til fjalla vestan Eyjafjarð- ar, til dæmis sést þá Kerlingin vel héðan. Snævi þöktu fjöllin sem þið sjáið hér í norðri eru Kinnarfjöll. Þarna niðri á siétt- unni er svo bærinn Möðrudalur, sá bær á landinu, sem stendur hæst yfir sjó, þeirra bæja sem nú oru í byggð 475 metra yfir sjávarmáli." Þessi landkynning á sér stað ,,um borð“ í áætlunarvagni Kaup félags Héraðsbúa á leiðinni Aust- firöir—Akureyri. Það er bílstjór- inn, Sigfús Kristinsson sem er að kynna farþegum sínum hina dýrðlegu útsýn yfir öræfin af Möðrudalsfjallgairði. Röddin er dimm en þýð og hljómar vel í hátalarakerfinu. Allir reyna að fylgjast með, eins vel og þeim er unnt, því það er eins og Tóm- as segir: „Landslag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt.“ — Brátt l'ætur bilstjórinn hátalar- ann aftur í belti sitt og við renn um niður brekkurnar í áttina til Möðrudals. Þessi siður Sigfúsar er skemmti legur og hann er ólatur við að taka upp hátalarann, þegar eitt- hvað merkilegt kemur í Ijós. — Þetta gerir ferðina mun líflegri. Þegar lognmolla færist yfi.r mann skapinn sviftir bílstjórinn henni burtu með eihhverju nýstárlegu. Það kann að vera Rangalón, eyði- býl'ið í Jökuldalsheiðinni, og því fylgir í fáum en meitluðum orð- um lýsing á því, hvernig hafi ver ið að búa þar, meðan svo var gert. — Nú, stundum er það kannske „Klaustur Fjalla-Bensa“ eða eitthvað annað, sem vekur fo.rvitni og athygli. Bílstjórinn á Austurlandsrútunni kann að segja frá. Frásögn hans einkenn ist ekki af orðaflaumi, heldur eru setningarnar stuttar, ákveðn ar og segja sitt. .Þessi maður er löngu þekktur af öllum Austfirðingum, og fjölda annarra, hann heitir réttu nafni Sigfús Kristinsson, fæddur að Ekkjufelllsseli í Fellum 6, dag októbermánaðar árið 1914. Þeir eru orðnir margir farþegarnir, sem farið hafa með Fúsa, og þá studina sem verið er að skrifa þetta, ekur hann með þéttsetinn vagn austur fjöll. Eflaust eru þeir ekki fáir sem ætla með hon um næstu ferð. Nei, þeir eru ekki svo fáir alls, þeir sem fóru, eru eða ætla með Fúsa. BíIIinn rennur í hlað á Akur- eyri, og bílstjórinn grípur til hátalarans og ávarpar farþega: „Þá erum við nú komin til Akureyrar. Bílstjórinn þakkar góða samveru og óskar þeim góðrar ferðatr á leiðarenda". Farþegarnir hverfa út í busk- ann, en ég vík mér upp að hlið- inni að Sigfúsi, í þeim erinda- gerðum að fá hjá honum viðtal. — Það er ekki auðsótt í fyrstu, en þó fer svo að við mælum okk ur mót, og það viðtal sem til varð á því stefnumóti fer hér á eftir: — Hvað er langt sfðan að þú byrjaðir að aka fólki fyrir alvöru, Sigfús? — Ja, ökuskírteinið mitt mun nú útgefið 27.7. 1933, en fyrir alvöru mun það varla telj ast fyrr en 1939, þegar ég hóf áætlunarferðir um Fljótsdals- hérað á vegurn Kaupfélags Hér- aðsbúa. Ári seinna, það er 1940, byrjaði ég svo að aka norður fjöll til Akureyrar. Minn bíll var þá aukabíll á leiðinni, og fyrstu farþegarnir brezkir her- menn. — Og hvernig líkaði þér við soldátana? — Þeir voru ágætir, því þeim var alveg sama hvenær komið var á leiðarenda, bara það yrði fyrir stríðslok. Þeim lá ekkert á. Engir vandræðamenn; en náttúran hefur grett sig —Nei, Bretarnir voru eins og ljós. Þeir höfðu nógar matar- birgðir, og þá voru þeir á- nægðir. — Hvenær byrjaðir þú svo ag aka innfæddum norður ör- æfin? — Árið 1943, og hef haldið því áfram hvert sumar síðan. — Og eflaust hefur nú margt á dagan drifið á þeim ferðum? — Nei, það er ekki margt, sem á dagana drífur. Þetta gengur alltaf ei'ns, sama leiðin upp aftur og aftur. — Aldrei nein vandræði? — Ekki hvað fólkið snertir, ég held ég getj með sönnu sagt, að ég hafi aldrei flutt nema gott fólk. Ég held að Hti maður fólkið réttu auga, þá sé allt fólk gott. — En þó fólkið hafi verið gott, er þá sama að segja um náttúruöflin. Hafa þau aldrei hrekkt þig? — Jú, ekki get ég neitað því. Til dæmis skal ég segja þér, að 29. ágúst 1950 skall á iðulaust snjóveður á fjöllum. Þetta var á þeim tíma árs, sem enginn átti á slíku von. Þá var ég níu klukkusfundir milli Möðrudals og Skjöldólfsstaða, en er vanur að vera klukkutíma og tuttugu mínútur. Farþegar í þessari ferð voru mest konur og börn. Aðeins tveir menn vorj í hópn- um, sem gátu farið út úr bíln- um með mér. Áskel] Jónsson. söngstjóri á Akureyri og Björn Magnússon, kennari á Eiðum. Áskel.1 var vel búinn í reimuð- um leðurstígvélum og fær í flestan sjó. Björn var hins vegar á heimleið frá Finnlandj á lágskóm og í þunnum sokk um. Þeir Áskell og Björn reyndust mjög traustir og dug- legir, Björn gekk til baka yfir bálfan Geitasand til að leita að bfl, sem við vissum að var á eftir okkur Bíllinn sat fastur í =njó, þegar að var komið, og fólkið var ein-s og Karlsen skip- stjóri, og neitaði að yfirgefa hann. Það var að senda trukk austan af Jökuldal tii að ná bílnum upp. Við lentum í mestu ógöngum í þessu veðri, billinn fram af melbarði og sat þar fastur í snjónum. Þar fór Krlstinsson svo, að við gátum ekki opnað dyrnar og urðum að fara út um glugga. Kvenfólkið varð hrætt og hópaðist út um gluggann á eftir okkur, þótt ekki væri nú útgangurinn þægilegur. Margt hefur breytzt á tæpari tíma — Ýmislegt Jiefur nú breytzt, hvað þessar ferðir snertir á 22 árum? — Jú, það hafa orðjð miklar breytingar, bæði á vegum og farartækjum. Þá var ekin Ax- arfjarðarleið, sem var mun lengri, en sú leið um Mývatns- öræfi, sem ekin er í dag. í þá tíð fór maður frá Reyðarfirði klukkan 7 að morgni, og var kominn til Akureyrar klukkan 10 að kvöldi, þegar bezt gekk. Farartækin voru þetta 18 til 22 manna bílar. Fyrsti bílHnn sem ég ók hér á milli var kallaður Kroppinbakur. Breiddin á hon- um var svona eins og á meðal fólksbíl nú til dags. Þá var sú sætabreidd sem nú er ætluð S þremur, ætluð fjórum. Vegir vom slæmir og fjaðraútbúnað- ur ekki eins góður og núna. :— Þetta hefur sem sé verið 15 tíma hoss? — Já 15 til 16 tíma hoss. Fólkið var líka þreytt í ferða- lok og bílstjórarnir af sér gengnir. En svo styttist léiðin. Bílasöngurin.n horfinn — Þú segir að bílarnir hafi breytzt og vegirnir hafi batn- að, en fólkið, stendur það alltaf í stað? — Það er alltaf ágætt, en hef ur hætt að syngja. Bílasöngur- inn er horfinn, og mátti nú reyndar hverfa. — Fór hann í taugarnar á þyr? — Ja, það var oft voðalegt að heyra hvernig faflegum lögurn var misþyrmt grimmi- lega — Álítur þú, að til greina komi í framtiðinni vetrarferð- Framhald á 13. síðu. Gunnusteinn. — Undir þessum steinl, sem stenduc í VegaskarSi miiil Víðidals og Möðrudals, varð úti, fyrr á tímum, stúlka, sem Guðrún hét. Mun hún hafa verið í vistum f Víðidal, en heitbundin sauðamannl f Möðrudal. Var hún einmltt að heimsækia hann í síðustu ferð sinni, er lauk með þvl að hún bar beinin þarna í skútanum undir steininum, sem síðan er við hana kenndur. Síðustu forvöð munu nú að taka mynd af Gunnusteini, því á næstunni mun hann sprengdur upp, er vegur upphiað- inn verður lagður þarna um skarðið. T í M I N N, miðvikudaguriun 15. ágúst 1962. J 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.