Tíminn - 15.08.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.08.1962, Blaðsíða 15
Frá SökimiðstöS HraSfrystihiisanna Iþróttir Knattspyrnutímabilið á Eng- landi hefst á laugardaginn Jemur með deildarkeppninni eins og venja er þar í landi. Á laugardag- inn var fór fram hinn árlega leik- ur milli sigurvegaranna í deilda- og bikarkeppninni. Leikurinn fór fram í Ipswieh og komu bikar- meistarar Tottenham í heimsókn. Tottenham-liðið lék mjög vel og sigraði með 5:1 og þykir Englend- ingum súrt í broti, að Ipswich skuli vera keppandi Englands í Evrópubikarkeppninni en ekki Tottenham. Greaves var nú óþekkj anlegur maður frá HM í Chile og skoraði tvö af mörkum Tottenham. Smíði skjólveggs Framhald af 16. siðu. Byggingaframkvæmdir hafa ver ið hér nokkrar eins og undanfar- andi ár. í smíðum eru nú 12 til 14 íbúðarhús, og hafinn er undir- búningur að byggingu nýs barna- og gagnfræðaskóla. Einnig er verið að byggja beit- ingakrær fyrir smábáta upp að 12 lestum á stærð. Beitingakrærnar eru 440 fermetrar að stærð. Þar á að vera aðseturstaður fyrir 15 smá báta, og eru krærnar eign báta- eigenda. í byggingunni verður sam eiginlegur frystiklefi, 80 fm. til geymslu á beitu og beittum lóð- um. Áætlað er að bygging þessi komist undir þak í haust, og verði tekin í notkun um n. k. áramót. Þá hefur vélaverkstæði Bolunga víkur byggt stóra og myndarlega viðbyggingu við eldri smiðjuna. í henni er fyrirhugað bílaverkstæði, smurstöð, plötusmíði, birgða- geymsla, verkstjóraherbergi og skrifstofa. Ætlazt er til,- að bygg- ingin verði fullgerð í háust. Fram- kvæmdastjóri er Bernódus Hall- dórsson, en verkstjóri og stærsti hlutbafi er Guðmundur B. Jóns- son. Atvinna hefur verið mikil í Bol- ungavík, og jafnvel verið skortur á vinnuafli, svo flytja hefur orðið inn fólk frá öðrum stöðum til þess að geta annað þeim verkefnum, sem leysa. hefur þurft í atvinnu- og athafnalífi byggðarlagsins. KRJÚL Kjötbirgðlrnar Framhald af 1.' síðu. an í það til að hafa nægilegt kjöt handa heimafólki og öllu því að- komufólki, sem safnast til margra þessara staða um sumartímann, í síldarvinnu og annað. Svo þeg- ar aðkomufólkifj fer brott og haustslátrunin nálgast, sjá þeir, hvað þeir geta látið af kjötinu og senda afurðadeildinni. Aðrir kjötsölustaðir munu ekki hafa orðið kjötlausir, og vonir standa til ,a?j skiptingin lagist senn. Eins og fyrr segir, er hugsan legt, að sumarslátrun verði haf- in um næstu mánaðamót. Haust- slátrun er miðuð við 20. sept- ember, þegar smölun og réttir al- mennt hefjast, en Sveinn Tryggva son sagði blaðinu, að nú væri orðið svo margt fé í landinu, að sláturleyfishafar væru sífellt að færa slátrun fram, til þess að geta annað henni allri. Væru þeir jafnvel farnir að hefja slátrun 10,—12. sept. Það er þó ekki heppileg þróun, því að bæði er, að þá fást ekki eins vænir dilk- ar, og eins geta bændur vart tek- ið tíma frá síðsumarönnum til að smala fé upp um heiðar. Aðspurður um verðlag á kjöti í haust, kvaðst Sveinn ekkert geta um það sagt enn þá, hann væri einn í sex manna nefndinni, sem væri að hefja verðlagsum- ræður næstu daga, en óvíst, hve nær þeim yrði lokið. En búasl mætti við, að kjötið hækkaðj eitt hvað í verði, eins og annað. TVEIR BRUNAR Á AKUREYRI í fyrradag urðu tveir brunar á, Ak- ureyri. Verkstæðisbraggi við Verk stæðisstræti rétt sunnan Glerár, brann til kaldra kola. Bragginn var nokkuð stór og ónýttist hanm allur. Þá kviknaði í ljósavél í hótel KEA. Barst reykurinn inn í loft- ræstingarkerfið, sem dreifði hon- um samvizkusamlega um allt hús- ið. Varð af þessu megnasti bruna- þefur um allt húsið um tíma, en brunaskemmdir voru sáralitlar. Banaslys Það slys vildi til á Hellissandi s.l. föstudagskvöld, að 36 ára gam- all maður féll ofan af heyhlaða á vörubíl og beið bana. Nafn hins látna var Ragnar Emil Ragnarsson. Ragnar var að láta flytja heim hey á vörubíl og sat sjálfur uppi á heyhlaðanum. Af einhverjum or- sökum féll talsverð skriða af heyi af pallinum og Ragnar þar með, þegar aðeins var ófarin stutt leið. Læknir, sem kvaddur var á slys- stað, taldi, að Ragnar hefði látizt samstundis. Ragnar var búsettur á Hellissandi, ókvæntur og barn- laus. INNBROT TVÖ INNBROT voru framin í fyrrinótt hér í borginni. í öðru tilfellinu varð þó ekki séð að farið hafi verið inn í hús- ið, en það var í prentsmiðjuna Prentverk, Ingólfsstræti 9. Hins v.egar tilburðir. hafðir í jrammi til, að komast inn, því að rúða'háfði verið brotin í hurð, sennilega í því augnamiði að opna smekklásinn. Hvort það hefur verið gert eða ekki er ekki ljóst, en ekki sáust nein merki þess að nokkru hafi verið stolið. í sælgætissöluna að Laugarás- vegi 2 var hins vegar brotizt inn og þaðan haft á brott bæði sæl- gæti og tóbaksvörur, en í gær lá enn ekki ljóst fyrir hve miklu magni stolið hafði verið. Glerverksmiðjan Framhald af 3 síðu Sigurður Árnasoú, for- stjóri Teppis h.f., festi kaup á húsinu fyrir u.þ.b. mánuði, og voru þegar í stað hafnar framkvæmdir við breytingar þess. For- stjórinn tjáði blaðinu í gær, að hann væri mjög ánægð- ur með að hafa fest kaup á húsinu, þetta væri stál- grindahús, mjög sterkt og gott. Helztu breytingar, sem gerðar verða á húsinu, eru þær, að rifið verður mikið innan úr því og gerð- ur að mestu einn salur úr húsrýminu, en það er mest á sömu hæð. Þarna í Súðavog 4—6 mun Teppi h.f. starfrækja teppaframleiðslu. Teppi h.f. er nú orðið talsvert stórt fyrirtæki, og var ekki vanþörf á að bæta við húsa- kost þess. Húsið. með öllu. sem því fylgdi, kostaði 2 milljónir króna. VEGNA endurtekinna skrifa nokkurra dagblaðanna i Reykja- vík um svokölluS „austurviðskipti“ þ. e. viðskipti íslands annars veg- ar og Sovétríkjanna og Austur- Evrópuríkjanna hins vegar, vill Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna taka fram, að hún telur þessi við skipti ekki einungis hafa verið hraSfrystiiðnaðinum í landinu tU liagsbóta, heldur og útgerðarmönn um og sjómönnum og þar með sjáv arútvegnum í heild. Til dæmis nam útflutningur hraðfrystrar síldar frá haustvertíð 1961 og það sem af er árinu 1962, ■því sem hér segir: Rússland . 5.000 tonn V.-Þýzkaland ... . 3.636 — A.-Þýzkaland ... . 4.301 — Tékkóslóvakía . 2.200 — Rúmenía . 1.500 — Pólland . 2.500 — England . 167 — U.S.A 15 — Samtals 19.319 tonn Af þessari töflu er ljóst, að ekki hefði verið flutt út nema brot af því magni hraðfrystrar síldar, sem nú þegar hefur verið flutt út, ef ekki hefði verið unnt að nýta „aust ur“-markaðina. Þegar meta skal gildi viðskipta við vöruskiptalönd, er hvergi nærri nóg, að telja einungis upp galla innflutningsins frá þessum Nýtt skip Hafskip h.f. hefur bætt við sig nýju skipi, og kom það til Kefla- víkur í gærmorgun. Skipið er smíð ag í Vestur-Þýzkalandi, búið oll- um nýtízku siglingartækjum, og gekk í reynsluför 12 mílur á klst. Rangá nefnist þgtta nýja sjcip, og er heiiriahöfn' þéss Bolungaryík. Framkvæmdarstjóri Hafskip h.f. er Sigurður Njálsson, en stjórnar- formaður Gísli Gíslason. Skipið er smíðað hjá Kremer Sohn, skipasmíðastöð Emshorn, V.- Þýzkalandi, 1049 tonn að stærð, lestarrými 48000 kúbikfet. Aðalvél er Deutz 1050 hö. Ljósavélar eru þrjár, N.V.M. (Mannheim), 50 kw hver vél. Skipið er búið NAC Gregor-lestarlúkum og vökvaknún- um vöruvindum. Rangá var afhent 24. júlí s.l. og gekk, eins og fyrr segir, í reynslu- för 12 mílur á klst. Skipstjóri á Rangá er Steinar Kristjánsson, fyrsti stýrimaður Jón Axelsson, yfirvélstjóri Þórir Konráðsson. Skipið kom til Keflavíkur klukkan 10 í gærmorgun meg 340 standara af timbri frá Leningrad, sem það losar á 10 höfnum hér heima. VlÐAVANGUR Framhald af 2. síðu. steininn í kórónu sköpunar- verksins, okkar ágætu höfuð- borgar“. Þetta segja þeir j Alþýðu- blaðinu, og hallasi auðsýnilega ekki á um guff'rækilegt tal í stjórnarblöðunum þennarn dag inn. \uglýsingasím TÍMANS er 19S23 löndum. Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna lítur þess vegna svo á, að þessi skrif nokkurra dagblaðanna í Reykjavík um „austurviðskipti", þar sem aðeins er farið inn á á,- kveðnar hliðar viðskiptanna, sé ó- heppileg og geti auðveldlega haft í för með sér að menn komizt að rangri niðurstöðu um málið. Stjórn Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna. Sýra í auga Það slys vildi til í Ólafsvík um hádegisbilið s.l. laugardag, að ung- ur maður, Gunnar Guðlaugsson, fékk rafgeymasýru í augað, þegar hann var að vinna við bílaviðgerð- ir með suðutækjum í Vélsm. Ólafs- víkur. Sjúkraflugvél Björns Páls- sonar kom þegar í stað vestur og flaug suður með Gunnar skömmu eftir hádegið. Kvölin í auganu var afar mikil, en læknar töldu, að Gunnar mundi halda sjóninni. Trúlofunar- hringar afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. HALLDOR Skólavörðustig 2. Fasteignasala Bátasala Skipasala Verðbréfasala Jón Ó. Hjörleifsson viðskiptafræðingui Fasteignasala - Umboðss^' Viðtalstími frá kl 11—12 f.h og kl. 5—6 e.h. 4imi 20610. heimasimi 32869 Guðlaugur Einarsson mAlflutningsstofa Freyjugöfu 37. simf 19740 | F. U. F. á Snæfellsnesi Aðalfundur F.U.F. í Snæfells- og Hnappadalssýslu verður hald- inn föstudagskvöldið 17. ágúst kl. 21 að vegamótum. Dagskrá verður samkvæmt félagslögum. Á fundin- um mæta þeir Örlygur Hálfdánar- son, formaður S.U.F. og Hörður Gunnarsson, ritari S.U.F. Til sölu 6 herbergja raðhús við Álfhóls- veg. Tilbúið undir tróverk. Möguleiki á að innrétta 2ja herbergja íbúð í kjallara. 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir í sambyggingum við Bólstaðahlíð. — Seljast fok- heldar eða tilbúnar undir tréverk. HÚSA og SKIPASALAN Laugavegi 18. m. hæð Símar 18429 og 18783 Jón Skaftason hrl. Jón Grétar Sigurðsson, lögfr.________________ Laugavegi 146 — Sími 11025 Höfum til sölu í dag og næstu daga: Volkswagen af öllum árgerðum með alls konar greiðsluskilmál- um. 4ra og 5 manna bíla I mjög fjöl- breyttu úrvali með afborgunar- skilmálum og i mörgum tilfell- um mjög góðum kjöru’m. 6 manna bfla nýja og eldri með alls konar greiðsluskilmálum. Bifreiðir við allra hæfi og greiðslugetu. Auk þess bendum við yður sér- staklega á: Opel Rekord 1962, ekinn 16000 km. Volkswagen 1962 sem nýjan. Ford Taunus 1962, ekinn 14000 km. Opel Caravan 1959. RÖST hefur áreiðanlega réttu bifreiðina fyrír yður. Við teggjum áherzlu á fíóð;- þjónustu. fullkomna fynr greiðslu og örugga samninga Leitið upplýsinga hjá okkurum bílana. Skoðið hjá okkur bílana. Þér ratið leiðins til RASTAR. RÖST s/f Laugavegi 146 — Sími 11025 ÞAKKARÁVÖRP Innilega þakka ég öllum, sem glöddu mig á 60 ára afmæli mínu 9. júlí s. 1. Þakka heimsóknir, hlý orð, góðar gjafir og heillaskeyti. Rangá, 3. ágúst 1962. Hallur Björnsson. Hjartans þakkir færum vlS öllum þeim, er sýndu okkur samt If og vinarhug vlð andlát og útför Rebekku Jónsdóftur, Kambsveg 15 og heiðruðu minningu hinnar láfnu á margan hátt. Árnt Jóhannesson, börn og fengdadætur. T f M I N N, miðvikudagurinn 15. ágúst 1962. 2^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.