Tíminn - 15.08.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.08.1962, Blaðsíða 14
OLÍA OG ÁSTIR LINDEN GRIERSON á ensku og spænsku og mörgum öðrum tungum, og Elenor hnipr- aði sig saman bak við stýrið, þeg- ar einhver kastaði steini að bíln- um og önnur bílluktin brotnaði.. — Hver skrattinn, byrjaði Terry, fjúkandi reiður, og kona hans þrýsti sér fast að honum. — Sittu kyrr, kallaði hún. — Ekki beina athyglinni meira að okbur. Mannfjöldinn þrengdi sér nær og nokkrum andartökum síðar var bíllinn umkringdur og dökk and- lit gægðust inn og hrópuðu ógn- andi. — Þetta er enska skemmtiferð- arfólkið, kallaði einn, sem stóð við gluggann hjá Elenor. — Þau hafa víst ekki áhuga á hver er forseti hér, kallaði annar, og fleiri tóku samsinnandi undir. — Nei, það er víst hverju orði sannara, tautaði Terry. Svo heyrðust öskur aftast í skar- anum. Það var ekki reiðihróp, heldur nístandi sársaukavein. Og fólkið í bílnum stirðnaði upp af skelfingu, þegar það sá hermenn- ina, sem ruddu sér braut gegnum þröngina og börðu til beggja hliða af grimmd. Og al.lt í einu hvein í bílhemlum rétt hjá þeim. Bíldyrnar voru rifnar upp. — Ha? Senorita Penny! hrópaði maðurinn undrandi á ensku. —i Hvað gerið þér hér mitt í öllum skarkalanum. Elenor horfði á manninn, hún kannaðist við andlit hans, en kom því ekki fyrir sig, hvar hún hafði séð hann. En þetta var sýnilega valdamaður, því að múgurinn hörfaði undan, og hún furðaði sig 'ekki á því./Maðurinn hélt á byssu í hönd og virtist hreint ekkert mótfallinn að nota hana. Hinir, sem út úr bilnum komu, voru einn- ig með skotvopn. — Yður er óhætt að trúa mér, það er ekki með vilja gert, s’agði hún. Við erum að koma úr ferð út með ströndinni og hún band- aði hendinni aftur í bílinn og Rose lyfti körfunni með orkí- deunum. — Aha, fögur blóm. Hann horfði á þau hrifinn og leit á hin tvö, sem sátu í aftursætinu, hann sá myndavélarnar og annað sem þau höfðu haft meðferðis. — Þér segizt vera að koma þaðan núna. — Við höfum kannski beðið of lengi með að leggja af stað heim, en okkur datt ekki í hug að lenda í öðru eins. Elenor leit á hann. — Hvað er um að vera, senor? Viðbjóðslegt bros breiddist yfir andlit hans. — Múgæsingar, senorita. Það er ekkert. Hann veifaði byssunni og þeir fáu, sem umhverfis voru, i hurfu út f myrkrið. — Við höfum allt á valdi okkar núna, svo að þér þurfið ekkert að óttast. Eg skal gefa einum minna manna skipun um að fylgja ykkur til gistihússins. Forsetinn myndi ekki kæra sig um, að nokkuð kæmi fyrir yður. Hvað átti hann eiginlega við með þessum orðum? Elenor var órótt undir starandi augnaráði hans. — Já, ég hafði sannarlega á- hyggjur af því, hvernig við kæm- umst á lei'ðarenda. Rödd hennar var róleg, enginn gat getig sér til um, hversu óstyrk og hrædd hún var. Rose og Terry sátu þegjandi og veltu fyrir sér, hver maðurinn væri, hvernig hann þekkti Elenor og hvers vegna í ósköpunum for- setanum væri svona annt um vel- ferð Elenor. Skipun var köiluð og gatan tæmdist skyndilega. Dökki maður- inn hallaði sér að ungu ljóshærðu konunni, hún fann andardrátt hans um vanga sér og fann sig stirðna upp. — Allt er tilbúið; þér getið ek- ið af stað, senorita Penny, til- kynnti hann brosandi, — Þökk, svaraði hún kuldalega. Hvar var Mario? Átti hún að þora að bíða eða var hyggilegra að aka, meðan tækifærið var? Mario myndi eiga hægar með að komast áfram. Og ef hann sæi, að bíllinn var horfinn, myndi hann sjálfsagt fara rakleitt á gistihús-' ið. Og hún beið því ekki lengur, setti bílinn í gang, og hún varð að aka hratt til að missa ekki af verndarbílnum á undan. Þegar þau óku yfir torgið, var sem logaði á mörgum stöðum, allt virtist svo gjörólíkt því, sem var, er þau óku hér um í morgun. Þá hafði verið sólskin og ljómandi fegurð alls staðar, nú liðu dökkar, þegjandalegðar verur hræðslulega um í myrkrinu. — Eg held að það sé ekki ráð- legt að skilja bílinn eftir fyrir utan gistihúsið, sagði Terry. — Ef múgurinn ræðst að honum, verður ekki mikið eftir. — Og við þurfum kannski á honum að halda. Það var Rose, sem talaði. — Kannski verðum við að koma okkur burtu héðan, út úr borg- inni. Ó, Elenor, förum upp til fjalla. Kannski kveikja þeir í hótelinu . . . — Vertu róleg, elskan, taktu þessu rólega, sagði maður hennar og reyndi að hughreysta hana. — Al.lt verður sjálfsagt um garð gengig á morgun. Hver var þessi byssukall, Elenor? Hann þekkti þig- — Eg vildi óska, að ég kæmi því fyrir mig, hvar ég hef séð hann, játti hún. — Ógeðugur maður. Kannski Mario hafi heyrt eitthvað meira um hvað fram fer og geti ráðiagt okkur, hvag bezt er ag gera. Rose hugsaði um bílinn til Jama- ica. Hann lá ekki við höfnina og hans var ekki von fyrr en daginn eftir. Það var enginn möguleiki að komast brott héðan nema með honum, bylting eða ekki bylting, þau urðu að gera svo vel að bíða þess róleg, að haíln kæmi til Santi Felice. Dyrnar á hótelinu voru læsta) og slár fyrir gluggum. Hinn bíll inn beygði, svo hvein í bremsum, og bílstjórinn veifsði glaðlega til hennar og hélt ’il þaka ép þess að stanza. Elenor lézt ekki taka eftir honurn og starði upp til hótelsins. þegar hún stöðvaði bílinn. Terry leit á hana, — Vittu, hvort þú finnur hótel- stjórann. Kannski leyfir hann okk- ur að setja bílinn inn í einhvem af •skúrunum bak við, það er ófært að skilja han.n eftir hér. Þær horfðu á eftir honum, þeg- ar hann hljóp upp tröppurnar og lamdi af öllu afli á dyrnar. Það liðu margar mínútur, þar til dyrn- ar voru opnaðar í hálfa gátt. Ljós- geisli féll út til þeirra, þegar gestgjafinn sá, hverjir voru á ferð og opnaði alveg. Þeir ræddust við, síðan kom Terry aftur og sagði henni, hvar hún gæti sett bílinn inn. Elenor ók bak vig húsið að skúrræksni, og Terry opnaði fyrir henni, svo að hún gæti ekið inn. Áður en hún steig út úr bílnum, leit hún á benzínmælinn, athugaði olíu og vatn. Allt varð að fylla, og henni var Ijóst, að hún yrði að fara út aftur til að koma því í lag, ef ske kynni, að þau þyrftu að leggja af stað í flýti. Mario gæti sennilega hjálpað henni að útvega allt, sem þurfti. Terry læsti og rétti Elenor lyk- ilinn-, og meg fangið fullt af orkí deum flýttu þau sér yfir flötina og inn aftur. Hótelstjórinn opn- aði, þegar þau börðu og svo flýtti hann sér að loka myrkrið og allar ógnir þess úti. Elenor deplaði augunum ; sterku Ijós- inu. Nokkrir hópar manna stóðu hér og hvar í borðsalnum, allir voru órólegir og hræðslulegir. 132 vallarins hjá Mewa klukkan 3,30 e.h. Þeir „Jumbo“ Wilson og Ad- am biðu okkar á flugvellinum og fóru með mig til sveitasetursins, þar sem ég á að dvelja, ásamt Dill, Portal og Cunningham. Það er sveitasetur utan við Kaíró, á leið- inni til Mewa og er eign ein- hverrar egypzkrar prinsessu. Þag er mjög þægilegt að undanskilinni pípulagningunni, sem er ekki neitt of góg og vatn sjaldan heitt. Dill skaut upp kollinum stuttu eftir komu mína og við fórum báðir og snæddum miðdegisverð með „Jumbo“ Wilson. 21. nóvember. Átti langt viðtal við „Jumbo“ Wilson. Hann kom til hádegisverðar, og klukkan 2,30 e.h. fórum við ag hitta forsætis- ráðherrann við komu hans með flugvél frá Alexandríu. Því næst var haldið til Mena-gistihússins, sem tekið hefur verið fyrir skrif- stofu handa okkur og fundarsali. Snæddi loks miðdegisverð með forsætisráðherranum ásamt þeim Dill, Portal, Wilson, Sholto Dou- glas, Mountbatten og Casey. Forsætisráðherrann hélt okkur á fótum til klukkan að ganga tvö um nóttina. Eg er ekki ánægður með þær aðferðir, sem hann hef- ur í hyggju að beita á ráðstefn- unni. Við ákváðum að byrja með þvf að fást við Chiang Kai-Shek, sem er kominn með frú sinni. Og svo hefjum vig umræðurnar um Miðjarðarhafsmálin . . . 22. nóvember. Kaíró. Byrjuð- um daginn með herráðsforingja- fundi klukkan 10 f.h. þar sem við ræddum um afstöðu okkar gagn- vart Ameríkumönnum, en fyrsta sameiginlega fundinn meg þeim héldum við að loknum hádegis- verði. Eftir miðdegisverð, fundur með forsætisráðherranum, for- setanum, öllum herráðsforingjun- um, Mounbatten, Stilwell, Chenn- ault, Harry Hopkins, til þess að ræða um áætlanir Dickie Mount- battens, og undirbúa fundi með Chiang Kai-shek. Eftir það fór forsætiðráðherr- ann með okkur, Dill, Portal og mig, til sveitaseturs síns. Hann var hinn ánægðasti með árangur- inn af viðræðum sínum vig forset- ann og heldur, að við munum ekki mæta svo mjög miklum erfiðleik- um. Persónulega efa ég það stór- lcga. Kom heim eftir miðnætti. 23. nóvember. Kaíró. Byrjuðum daginn með fremur flaustursleg- um herráðsforingjafundi, vegna þess ag klukkan 11 f.h. áttum við að fara til sveitaseturs forsetans til fundar við Chiang Kai-shek. Það var sögulegur fundur með forsætisráðherranum, Harry Hop- kins, Chiang-Kai-shek og frú, öll- um herráðsforingjunum, Dickie Mountbatten, Stilwell, Chennault, Carten de Wiart (fulltrúi forsætis- ráðherrans [ aðalstöðvum Chiang Kai-sheks) og „fullu húsi“. af kín- yerskum hershöfðingjum. Eg hafði mikinn áhuga á kín- versku hjónunum. Svipur Chiang Kai-shejcs er slóttugur og undir- furðulegur. Hann hefur bersýni- lega mjög takmarkaðan skilning á stríði, en er staðráðinn í að græða sem mest á öllum samn- ingum. Frúin var út af fyrir sig merkilegt rannsóknarefni. Ekki lagleg með slétt mongólskt andlit, há kinnbein og breitt uppbrett nef, með tveimur stórum kringl- óttum nasaholum, er litu út eins og tvö svört göt inn í höfuðið. Hrafnsvart hár og fölur hörunds- litur. Hún hafði vissulega reynt að gera útlit sitt og klæðnag sem beztan úr garðj, að nág allgóðum- árangri. Svartur satínkjóll, skreytt ur gulum blómum, svört slæða fyr ir andlitinu, ljósir sokkar og svart- ir skór með stórum, gylltum málmsylgjum. Frammjóir fingur, sem héldu um langt vindlinga- munnstykki, en í þvi reykti hún hvern vindlinginn af öðrum. Sigur vesturvetöa, eftír Arthur Brvant. Heimildir: Fundurfnn tók langan tíma, þar sem kínverskur hershöfðingi túlk- aði hvert orð, með aðstoð frú Chiang Kai-sheks. Dickie Mount- batten ptskýrði alla áætlun sína. Því næst spurði Chiang nokkurra spurninga. Loks langar umræður, þar sem Chiang virtist leggja alla áherzlu á staðsetningu flotastyrks á Indlandshafinu. Eftir hádegisverð fundur með Sameinugu herráðsforingjunum, þar sem umræður urfðu allheitar á köflum og sitt sýndist hvorum. Klukkan 3,30 e.h. komu Kínverj arnir á fundinn (hershöfðingi, að- míláll og flugmarskálkur) og ég átti mjög erfitt með að fó þá sjálfa til að tala. Þag eina sem þeir vildu gera, var, að hlusta, og þar sem við höfðum ekki meira að segja, annað en rökræða vig þá og svara spurningum þeirra, þá var lítið gert á fundinum. Við lögðum því til, að þeir kynntu sér áætl- unina rækilega og kæmu svo aftur á morgun. enda þótt slíkt hefði í för með sér enn meiri sóun á hin um dýrmæta tíma okkar. Að lokn- um fundi ræddi ég við Dickie Mountbatten í eina klukkustund. Lauk svo skrifstofustörfum og kom hingað klukkan 7 e.h. Snæddum þá miðdegisverð með þeim Leatry, King og Amold. Því miður gal Marshall ekki komið. Matreiðslumaðurinn veitti okkur hinn prýðilegasta málsverð og al.lt fór vel fram. King var eins ljúf- ur og alúðlegur og hugsazt gat og gerbreyttur frá því um morg- uninn“. Þessa kvölds — sem var í svo þægilegri mótsetningu við hinn stormasama síðdegisfund — minn- ast þrír af hinum fjórum amerísku herráðsforingjum f endurminn- ingum sínum: „Við fengum ágætan miðdegis- verð“. skrifaði Arnold hershöfð- ingi, „góðan mat, gott vín. ágæta þjónustu og skemmtjlegar sam- ræður. Genghis Khan. Kublai Khan, Mölturiddarar, valdataka Tyrkja á Miðjarðarhafi — um allt þetta og fleira höfðum vjð ræt'. áður en við hurfum aftur til sveitaseturs okkar klnkkan 10,30 Sir Alan Brooke", skrifaði Leatry — „sagði okkur sögu Mölturiddaranna, sem hann hefur kynnt sér mjög ýtarlega . . “ Þetta var sextugasti og fimmti af- mælisdagur starfsbróður þeirra, Kings aðmíráls og einvígi milli hans og Brooke; fyrr um daginn hafði verið jafnvel enn ákafara en ráðið verður af dagbók hins síðarnefnda. Vegna þess, að brezku herráðsforingjarnir, með Brooke í fararbroddi, höfðu harðlega and- mælt þeirri uppástungu Ameríku- manna að ræða hernaðaraðgerð- irnar í Suðaustur-Asíu, áður en samkomulag hefði náðst um áætl- anirnar viðvíkjandi árás á vígi Möndulveldanna f Evrópu og stríð inu við Japani. Þá fyrst, þegar samkomulag hefði náðst um þetta, hafði Brooke fullyrt, væri gerlegt að framkvæma minniháttar aðgerð ír s.s. árás á Andaman-eyjarnar. Ameríkumennirnir höfðu hlustag óþolinmóðir á rök Brookes, sem sanna áttu það, að ekki væri hægt að missa nein árásarskip til að- Jcffrey var þar líka og hann hljóp 14 T í M I N N, miSvikudagurinn 15. ágúst 19G2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.