Tíminn - 15.08.1962, Blaðsíða 13
Eflahagslíf Japans
((oamtiald a 7 siðu >
ekki nema 4x4 metrar að gólf
fleti. Vinnutíminn er frá klukk
an háJf níu á morganan til
hálf sex á kvöldin. Laun Hamai
sans samsvara 400 dönskum
krónum á mánuði, auk upp-
bótar tvisvar á ári, sem nemur
um mánaðarlaunum.
HAMAI-SAN verður að telj-
ast vel settur. Starfsfólk verk-
smiðjunnar er um 1200 manns.
Meginhluti þess eru stúlkur, 16
—19 ára gamlar. Þær standa
daglangt við færiböndin og
launin samsvara 180 dönskum
krónum á mánuði. Þess ber að
geta, að ekki geta allir orðið
þess aðnjótandi að fá að sofa
í svefnsölum verksmiðjunnar,
fyrir aðeins 60 krónur danskar
á mánuði. Meiri hlutinn verður
að sætta sig við að búa annars
staðar og gjalda mun hærri
húsaleigu en þetta.
Sunstar-tannsápuverksmiðj an
er ungt fyrirtæki, milli borg-
anna Kyoto og Osaka. Hún hóf
starfsemi sína árið 1947, en á
15 árum hefur hún lagt undir
sig þrjá fimmtu hlutana af
tannsápusölunni í Japan. Jafn-
framt flytur verksmiðjan út
verulegt magn af framleiðslu
sinni, bæði til landa í Suð-aust-
ur-Asíu og Suður-Ameríku. —
Þetta er því fyrirtæki, sem býr
að starfsfólki sínu samkvæmt
kröfum nútímans. Hamai—san
segir, að mjög lítil fyrirtæk'
greiði mun lægri laun en þetta.
EFNAHAGSLÍF Japans hvíl
ir á mönnum eins og Hamai-
san og hinum mörgu milljón-
um ungra kvenna í landinu. í
kjörum þessa fólks felst sann-
leikurinn um hin raunverulegu
lífskjör alþýðu manna í Japan.
Hinir „ríku“ eru aðeins um
5% af japönsku þjóðinni.
2% eru í raun og veru ríkir,
en 3% njóta góðs af því, að
Japan er paradís risnunnar hér
á jörðu. Risnan í Japan getur
náð 01 hinna furðulegustu
hluta, svo sem árgjalds í golf-
klúbb, tíðra heimsókna í veit-
ingahús, auk óteljandi annarra
hluta, sem teljast til þæginda
eða skemmtana. „Það geta liðið
svo heilir mánuðir, að viðskipta
mennirnir greiði ekki sjálfir
fyrir skemmtun sína“, segir
forstjóri eins af stærstu nætur
klúbbum Tokíoborgar, en með-
al skemmtiatriða þar er til
dæmis sýning 200 stúlkna á
sama sviði.
í HVERSDAGSLÍFI alþýðu-
mannsins heimafyrir er yenið
meðhöndlað með virðingu,
þrátt fyrir að það hefur aðeins
einn fimmhundraðasta hluta
þess kaupmáttar, sem það hafði
fyrir stríð. Allra hæstu laun
geta numið sem svarar 2000
dönskum krónum á mánuði, en
þau eru mjög sjaldgæf.
Flestir Tokíobúar, — jafnvel
einnig hinir heppnustu verzl-
unarmenn — verða að lifa af
launum, sem stéttarbræðrum
þeirra í Evrópu og Bandaríkj-
unum myndi þykja hin mesta
skömm til koma. Daglegt líf
allra íbúðanna, einnig hinna
vel stæðu, fer því fram sam-
kvæmt japönskum hugsjónum,
það er að segja, að það einfalda
og óbrotna er talið til dyggð-
ar, af því að það er nauðsyn.
Síldin
Framhald af 4. síðu.
Seley, Eskifirði, 17.807
Sigurður Akranesi, 11.842
Sigurður Bjarnason, Ak., 11.670
Skírnir, Akranesi, 13.340
Steingrímur trölli, Keflav., 10.832
Súlan, Akureyri, 10.168
Sunnutindur, Djúpavogi, 11.326
Sæfari, Sveinseyri, 14.975 )
Víðir II, aGrði, 19.854 ,
Þorbjörn, Grindavík, 14.356 !
Þórkatla, Grindavík, 10.124 I
Norðurfjöll
Framhald af 9. síðu.
ir landleiðina norður fjöll?
— Ég álít ag það verði ekki
í náinni framtíð ,og sennilega
aldrei, nema veðrátta haldi á-
fram að breytast eins og hún
hefur gert, það sem af er öld-
inni. Maður gæti hugsað sér að
þá kæmu til einhver farartæki,
sem ekki væru eins háð veðr-
um og bílarnir í dag.
— Snjóbílsferðir?
— Þær eru hugsanlegar, en
þær eru svo dýrar í svona fá-
menhi, að þær koma að mínurn
dómi alls ekki til greina. Ég
álít að þessar ferðir séu fyrst
og fremst fyrir þá, sem vilja
njóta dýrðar öræfanna, því
ekki er hægt ag neita því að
þag er stórfengleg náttúrufeg-
urð á leiðinni til Austurlands-
i'ns úr Norðurlandi.
Nú allar ferðir verða að hafa
einhvern tilgang. Það er varla
hægt ag búast við þvj að vetr-
arferðir norður fjöll í tvísýnu,
yrðu almennt mikið notaðar.'
Þá er aftur hjtt, hvort þær
mundu losa Fjallabændur úr á-
þján einangrunarinnar. Ég
held, að nú orðið sé einangrun
þeirra ekki orðin slík, að ferð-
ir austan að mundu í sjálfu
sér nokkru breyta. Samgöngur
milli Möðrudals, Víðidals og
Hólsfjalla annars vegar og Mý-
vatnssveitar hins vegar, hafa
verið bættar svo mjög á undan-
förnum árum, að þær eru á
vetrum lítið verri en gengur
og gerist í sveitum hér norðan-
lands.
Skyldan við farþegana
— Ég tek eftir því, að þú ert
alltaf að staldra við af og til og
kynna umhverfið fyrir farþeg-
unum._
— Ég tel það skyldu fyrir
hvern og einn þann, sem veitir
þjónustu, að veita sem bezta
þjónustu. Margt af þessu fólki
fer einmitt til að sjá landið, og
ég tel rétt að leiðbeina því eftir
því, sem ég hef tök á.
Austfirðir og ferðamálin
— Það má f rauninni segja,
að aðstaða til ag taka móti
ferðafólki á Austurlandi sé
engin. Það var stór afturför,
þegar hótelið á_ Egilsstögum
hætti að starfa. Ég tel að það
sé mjög brýn nauðsyn að það
rísi upp gott gistihús á Egils#
stöðum, ekki neitt lúxusgisti-
hús, heldur hreinlegt og þægi-
legt. Flest af því fólki, sem er
að ferðast, hefur ekki of mikla
peninga. Við höfum ekki svo
mikið af þessu lúxusfólki að
segja. Ég vil í þessu sambandi
benda á Hótel Reynihlíð við
Mývatn. Það er aðdáunarvert
hvemig það unga fólk, sem þar
starfar, leggur sig í líma við að
veita fullkomna þjónustu.
En aðalatriðið fyrir ferða-
málin á Austurlandi er, að þag
rísi upp gott gistihús á Egils-
stöðum og Viðunanleg aðstaða
á fjörðunum.
Framtíðin í samgöngumál-
um Austurlandsins
— Hvað um framtíðina í
samgöngumálum Austurlands-
ins?
— Stig af stigi verður að
bæta veginn miUi Norðurlands-
ins og Austurlandsins, og gjarn
an mættu bætast við lengri
kaflar á ári hverju en verið
hefur, því meg sama áfram-
haldi tekur það 10 til 15 ár að
Ijúka því sem enn er eftir óupp
hlaðið.
Búast má við að í framtíð-
inni verði fært vegasamband
frá Eskifirði til Homafjarðar
með ströndum fram mestallan
ársins hring, eftir tilkomu veg-
arins um Kambanesskriður
Þetta verður áreiðanlega mjög
fÍMINN, miSvikudagurinn 15. átrúst 1962.
vinsæl ferðamannaleið, fögur
og tilkomumikil.
Hvað saijigöngur á sjó snertir,
má ekki draga úr þeim, þrátt ,
fyrir ómetanlega þjónustu flugs
ins, þar sem það getur aldrei
annað flutningaþörfinni. Flug-
ið er orðið geysi veigamikill
þáttur í samgöngumálum okk-
ar Austfirðinga, og Egilsstaða-
flugvöllur mjög vel settur sem
framtíðarflughöfn. En sam-
göngulega séð búum við Aust-
firðingar í ákaflega erfiðum
landsfjórðungi. Byggðarlögin
eru umkringd fjöllum og heið-
um, og erfitt að halda uppi
færu vegarsambandi allan árs-
ins hring. Fjórðungssjúkrahús-
ið er í Neskaupstað, sem er veg
arsambandslaus vanalega eina
6 mánuði af árinu. Að öllu
þessu athuguðu held ég að þag
sé einna nauðsynlegast, að við
Austfirðingar eignumst sem
fyrst þyrilvængju, sem geti
annazt flutninga sjúkra til
Fjórðungssjúkrahússins, flutn-
inga farþega til og frá flugvell-
inum á Egilsstöðum, þegar allt
er ófært á landi, og þar að
auki björgun bæði á sjó og
landi, þegar svo bæri undir.
Og sð lokum
Að lokum vil ég þá skila
beztu kveðjum til allra þeirra
farþega minna, sem þetta
kynnu að lesa, með þeim ósk-
um, að ég megi sjá sem flesta af
þeim aftur. Öræfin eru fögur,
og sú fegurð er áreiðanlega
ekki lakasta auðlindin, sem við
eigum íslendingar. En auðlind
verður allavega bezt beizluð
með bættum móttökuskilyrðum
fyrir erlenda feramenn.
KI
fijksc&fyé
9m ’fnmtutt wáím
Gt/uvm/ vsiá ri/ivzUt/
?á/ /maJUvr&ifá ■ú'
Póstsendum
Sérleyfisferðir
Frá Reykjavík eftir hádeg-
isverð, heim að kvöldi
um Ölfus, Grímsnes, Laugar-
vatn, Gullfoss Geysir.
um Ölfus, Selfoss, Skeið,
Skálholt, Gullfoss, Geysi,
Laugarvatn.
um Ölfus, Selfoss, Skeið,
Hreppa, Gullfoss. Geysi.
Komið, skoðið sjáið, A mín-
um hringleiðum fá farþeg-
ar að sjá fleira og fjölbreytt
ara en á öðrum leiðum
landsins, hátta svo heima
að kvöldi, annars útvega ég
svefnpoka gistingu á heit-
um stöðum.
B.S.Í., sími 18911.
Ólafur Ketilsson.
LAUGARDALSVÖLLUR
í kvöld (miðvikudag) klukkan 8,30 keppa
KR — Valur
Dómari: Baldur Þórðarson.
Aki» sfáEf
nýjum bíl
Almenna bifreiðaleigan h.f.
Hringbrau* 106 —, Simi 1513
KefEavík
AKIÐ
SJÁLF
NÝJUM BÍL
ALM (HFREIÐALEIGAN
Klapparstíg 40
SÍMI 13776
Éljói afgreiðsla.
GUÐM ÞORSTEINSSON
gullsmiður
Bankastræti 12.
Símt 14007
Sendum gegn póstkröfu
SNOGH0J
■ ■ ■ ■
FOLKEH0JSKOLE
pr. Fredericla
DANMARK
Alm, h0jskole med sprog og nordisk-europælsk hold.
Lærere og elever fra hele Norden,
Poul Engberg
Leiguflug
Simi 20375
Bergþórugötu 3. Símar 19032, 20070.
Hefur ávallt til sölu allar teg-
undir bifreiða.
rökum bifreiðir 1 umboðssölu.
Öruggasta þjónustan
GUÐMUNDAR
Bergþórugötu 3. Sfmar 19032, 20070.
LONDON og PARÍS
11 daga ferð: 8.900 kr.
Innifalið: ferðir, fæði og gistingar.
Brottför: 4. september.
Fararstjóri: Einar Pálsson, skólastjóri.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
FerSaskrifstofan
LÖND & LEIÐIR H.F.
Tjarnargötu 4 - Símar 20800 og 20760
13