Tíminn - 22.08.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1962, Blaðsíða 3
Breyting á Danastjórn NTB-Kaupmannahöfn, 21. ágúsf Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Kaupmannahöfn, að Viggo Kampmann hyggi á róttækar breytingar á stjórn sinni áður en langt um líður, ef til vill verður skipt um flesta ráðherra stjórnarinnar. Þing kemur saman 2. október. í gær var frá því skýrt, hér í blaðinu, að í vændum væru einnig breytingar á sænsku stjórninni. Orðrómur er á kreiki um, að nú- verandi landbúnaðarráðherra, Karl Skytte, verði gerður að' innanríkis ráðherra, en við stöðu landbún- aðarráðherra taki sócialdemokrat- inn Carl Petersen. Þá er og talað um, að nýr fjármálaráðherra verð'i skipaður og meðal þeirra, sem orðaðir eru í því sambandi er núverandi innanríkisráðherra Lars P. Jensen og aðalritstjóri málgagns sócialdemókrata, Aktuelt, Ivar Nörrgaard, cand. polit. Talið er, að breytingar þessar komi þó ekki til framkvæmda fyrr en einhvern tfma f september. Ef af þessum breytingum verður mun sjálfsagt vekja mesta at- hygli skipan Carls Petersen í stöðu landbúnaðarráðherra. Petersen er 68 ára gamall og sérfræðingur sóclaldemókrata f landbúnaðarmál um. Hann var landbúnaðarráð- herra í sex vikur árið 1950, en þá sat minnihlutastjórn socíaldemó- krata við völd í Danmörku. Lars P. Jensen, sem nú er nefnd ur í sambandi við skipun nýs fjár málaráðherra, var viðskiptamála- ráðherra i stjórn Kampmanns, sem tók völdin í aprfl árið 1960. Viggó Kampmann hefur neit- að því, að fyrirhugaðar séu fram- angreindar breytingar á stjórn sinni, en samt sem áður halda heimildarmenn að frétt þessari fast við þá skoðun sína, að ein- hverjar breytingar verði gerðar í haust. Fjórveldafundur V) f'K'1 ruipnmrf um Berlínarmálið? CHURCHILL KOMINN AF SPÍTALA NTB-Washington og Berlín, 21. ágúst Dean Rusk, utanríkisráS- herra Bandaríkjanna ræddi í kvöld ástandið í Berlín við Anatolij Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna ( Washington, og stóð fundurinn í aðeins stundarfjórðung. Lagði Rusk til að kallaður yrði saman fjór veldafundur til að ræða Berl- ínar-málið. í dag gerði vestur- þýzka lögreglan miklar varúð- arráðstafanir við múrinn til að koma í veg fyrir frekari ó- spektir þar. Komið var fyrir tveim fallbyss- um við veginn, sem bíllinn átti að aka um, og 17 herbílar með vara- liði voru reiðubúnir, ef í odda skærist, 20 v-þýzkir lögreglumenn á bifhjólum fylgdu síðan sovézku bílunum gegnum V-Berlín. Á mörgum stöðum hafði verið sett upp gaddavírsgirðing um húsa rústir til að koma í veg fyrir, að' óróaseggir lægju í leyni fyrir bíln um. Enn óspektir Síðustu atburðirnir í Berlín hafa orðið tilefni til mikilla fundahalda í Bonn, Lundúnum og Washington. Sagt er að Adenauer, kanzlari, hafi í hyggju að skrifa stjórnum stór- veldanna bréf, þar sem gert er yfirlit yfir síðustu atburðina í Berlín og bent á leiðir til úrbóta. Á fundi Rusks og Dobrynins í Washington, mun Rusk hafa enn lagt áherzlu á, að kallaður verði saman fjórveldafundur hið bráð- asta. í dag kom enn til óspekta í Berl- ín. Hópur manna réðist með grjót- kasti að þrem járnbrautarlestum, sem ganga milli borgarhlutanna og stjórnað er af austur-þýzkum mönn um. Voru margar rúður brotnar í iestunum, en enginn mun hafa meiðzt. Norsk eld- flaug í skotstöðu! Á MYNDINNI sést Nike- Cajun-eldflaug í skotstöðu i tllraunastöSinni I Oksebasen skammt frá Andenes I Nor. egl. Myndin sýnir sögulegan atburð, því að þetta er í fyrsta sinn, sem eldflaug sést beina trjónu sinni til himins, með norsk fjöil í bak- sýn. Inn í myndina er fellt aðvörunarskilti, sem hangir á hliðinu að tiiraunastöðinni. Þeir lentu í fallhlífum NTB-Lundúnum, 21. ágúst Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, kom í dag heim frá sjúkrahúsinu Idlesex, þar sem hann hefur legið í 54 daga, til að jafna sig eftir lærbrot. Gamli maðurinn brosti út undir eyru, er hann var borinn á sjúkra- börum að sjúkrabifreið, sem fluttj. hann heim til sín. Fólk hafði safn- azt saman til þess að hylla öldung- inn, sem sat uppi í stólnum, með stóran vindil milli tannanna og með fallega rós í hnappagatinu á jakkanum. Kona Churchills tók á mótj manni sínum, en ók síðan í eigin bíl á eftir sjúkrabifreiðinni. Fyrir utan heimili Churchill- hjónanna hafði einnig safnazt sam an hópur manna, sem fagnaði gamla manninum. Hann veifaði hattinum til fólks- ins og gerði hið þekktaV-merki með fingrunum. Eins og áður hefur verið mikið um mótmæli og óspektir í Vestur- Beriín, vegna atburðarins, sem varð við múrinn á föstudag, er tveir ungir flóttamenn frá Austur- Berlín voru skotnir á flótta. Sovézkir hermenn hafa orðið fyr ir aðkasti og einnig hafa mótmæli beinzt að bandarískum hernaðar- yfirvöldum, sem sökuð er um, að hafa ekki gert nógu mikið til þess að hjálpa ungu mönnunum á flótt- anum. Öryggisráðstafanir Einni og hálfri klukkustund áð- ur en búizt var við komu herflutn ingabilsins, sem flytur sovézku her mennina milli staða í Berlín, voru í dag gerðar ýmsar ráðstafanir til að koma í veg fyrir, að reiðir borg- arbúar skeyttu skapi sínu á bílun- um, eins og þeir hafa gert síðustu þrjá daga. KRUSTJOFF TIL USA NTB-BONN, 21. ágúst.* HAFT var eftir árei'ðanlegum heimildum í Bonn í dag, aS Krústjoff, forsætisráSherra Sovétríkjanna, hefði skýrt sendi- herra Vestur-Þýzkalands í Moskvu frá því, að hann myndi sennilega verða vlðstaddur setningu Allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna í haust. Samkvæmt heimildum að fréttinni, á Krústjoff að hafa lýst þessu yfir í boSi fyrir sovézku gcimfarana í Kreml á laugardag- inn, og beint orðum sínum sérstaklega til þýzka sendiherrans, Hans Kroll. Síðustu vlkurnar hafa veriS háværar raddir um framangreinda fyrirætlan Krústjoffs, og meðal annars á Adlai Stcvcnson að hafa fengið tilkynningu um væntanlega heimsókn Krústjoffs. frá sovézkum aðilum í Róm. í síðustu fréttum segir, að hinn mikli geimferSasigur Sovét- ríkjanna hafi ýtt undir Krústjoff að láta verSa að för sinni á Allsherjarþing SÞ í haust.___________________ NTB-Moskvu, 21. ágúst Sovézku geimfararnir, Pav> el Propovitsj og Andrian Nikolajev skýrðu frá því á blaðamannafundi í Moskvu í dag, að þeir hefðu báðir svifið til jarðar í fallhlífum, eftir met flugið umhverfis jörðu í geim- skipunum, Vostok £. og Vo- stok 4. Nikolajev sagði frá því, að hann hefði fyllst óróleika augnablik er hann varð þess var, að reyk og neista lagði fra geimskipj hans er það kom inn í lofthjúp jarðar. En brátt sá ég, að ekki var á- stæða til að óttast. allt fór eftir áætlun, sagði Nikolajev. Þetta var eins og að aka í kerru eftir hol- óttum vegi. Eg losaði mig frá geim skipinu og lét mig síðan falla til Framhald á 15. síðn TÍMINN, miðvlkudaginn 22. ágúst 1962 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.