Tíminn - 22.08.1962, Blaðsíða 7
FINANSTIDENDE
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-
húsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka-
stræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Af-
greiðslusími 12323 - Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan-
lands. í lausasöiu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. -_
Kröfur bænda
Það hefur margoft verið rakið hér í blaðinu, bæði af
fulltrúum bændasamtakanna og öðrum, hvernig viðreisn-
in hefur leikið bændastéttina, svo að kjörum hennar hef-
ur hrakað meira en flestra annarra stétta, og kreppir þó
víða hart að. Ágúst Þorvaldsson, alþingismaður, hefur
t.d. sýnt þetta með glöggum tölum og ómótmælanlegum
rökum í grein hér í blaðinu. Morgunblaðið hefur ekki
treyst sér til að hagga við þeirri staðreynd með einu orði,
að meðan aðalrekstrarvörur bænda hafa hækkað um
27—97% hafa aðalframleiðsluvörur þeirra ekki hækkað
nema 4—20%.
Lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins, verðlagn-
ingu landbúnaðarvara og starf sex manna nefndarinnar
hefur verið sá grundvöllur, sem samkomulag um þessi
mál hefur hvilt á. Þessi ríkisstjórn vó í upphafi harkalega
að bændastéttinni með því að setja bráðabirgðalög sem
bönnuðu verðhækkanir, þó að í samræmi við þessi laga
lagaákvæði væri.
Margt hefur síðan borið við í afskiptum stjórnarinn-
ar af þessum málum, sem sýnir það glögglega, að þessi
lög og samstarf bænda og neytenda um verðlagninguna
fær ekki að njóta sín, og þess vegna hafa samtök bænda
hvað eftir annað gert um það ályktanir, að leggja verði
á nýjar brautir til þess að tryggja sæmilega hag bænda
Þetta eru forsendur þess, að bændafulltrúar tíu sýslna
komu saman nýlega, af svæðinu frá Geirólfsgnúp á Strönd
um austur til Lónsheiðar, og voru ræðumenn sammála um
,,að framleiðslulögin óbreytt sköpuðu bændum ekki' þá
kauptryggingu, sem löggjöfin gerði ráð fyrir. en til úr-
bóta fyrir næsta verðlagsár væri óhjákvæmilegt að krefj-
ast leiðréttinga á hinum rangláta „yfirnefndarúrskurði“
um afurðaverðið sl. haust“, eins og segir í fréttatilkynn-
ingu frá þessum fundi.
Það fer ekki á milli mála, að það eru afskipti og stefna
núverandi ríkisstjórnar í þessum málum, sem hafa komið
í veg fyrir heilbrigð þessarar löggjafar, og það er að
þeirri stjórnarfarsreynslu fenginni. sem bændur telja
brýna nauðsyn á lagabreytingu til þess að firra sig svip-
aðri hættu af völdum ranglátra stjórnarvalda aftur — t.d.
að koma í veg fyrir ný bráðabirgðalög, sem bindi kaup
bænda, meðan aðrar stéttir geta samið að vild.
Þess vegna leggja bændur landsins nú á ráðin til nýrr-
ar sóknar, bæði til þess að sækja skýlausan rétt sinn og
bæta kjörin eftir mestu ójafnaðaraðgerðir. sem bænda-
stéttin hefur orðið að þola af hendi íslenzkra stjórnar-
valda um langa hríð. Sölubann á búvörum er engum til-
hlökkunarefni, allra sízt bændum, og hjá slíkum aðgerð-
um mundi auðvelt að komast, ef stjórnarvöld landsins
sýndu þessari stétt sæmilegt réttlæti. Þá mundi samkomu-
lag auðveldlega nást um verðið á hinum fyrri samstarfs-
grundvelli milli bænda og neytenda. Það er ríkisstjórn
landsins, sem hefur spillt því samstarfi.
Kauphækkanir
Enn ein starfstétt hefur samið um allmikla kauphækk-
un í bann mund sem verkfall var að hefjast. Það eru tré-
smiðir, sem fengið hafa 15—18% kauphækkun. Vafa-
laust veitir þeim ekki af fremur en öðrum, eins og við-
reisnin hefur leikið menn. Prentarar hafa sagt upp samn-
ingum og krefjast 14—18%. Samningar standa yfir. Kaup-
hækkanh-nar koma nú orðið fyrirstöðulítið. þegar stéttir
leggja fram kröfur sínar. Ríkisstjórnin reynir varla leng-.
ur að spyrna gegn þeim. í því felst hin skvlausa játning
stjórnarvaldanna um það. hvernig viðreisnin11 hefur leik-
ið lífskjör fólks. Stjórnarherrarnir hafa nú játað með
þögn og í verki.
Afstaða Dana til EBE
er Káð þátttöku Breta
Hlýtur einkum aö velta á því Hvort Bretar gerast aðilar að bandalaginu
GREIN sú, sem hér fer á eftlr
í lauslegri þýðingu, birtist í
Finanstidende 10. ágúst s. I.
Þar er að vísu eingöngu fjall.
að um dönsk viðhorf til Efna-
hagsbandalags Evrópu og þátt.
töku í því, og einkum frá
sjónarmiði dansks landbúnaðar,
sem á þarna mikilla hagsmuna
að gæta. í greininni er málið
rætt opinskátt og frá ýmsum
hliðum, og ætti því að vera
til nokkurs fróðleiksauka að
kynna sér þau viðhorf, sem
þar koma fram.
SÍÐAN England ákvað að
hefja umræður um inngöngu í
'Efnahagsbandalag Evrópu hef-
ir mikið verið rætt um þetta
mál hér í Danmörku. En í
þeim umræðum hefir nálega á-
vallt verið gengið út fráþvísem
gefnu, að úr þátttöku Englands
vrði. Hér í landi er aðeins mjög
lítill minni hluti manna í vafa
um, að Danmörk eigi að ganga
í bandalagið ef England gerir
það. Tilefni hefir því naumast
verið til að ræða aðra úrkosti
Dana en inngöngu í bandalagið
Afleiðingar þess, að i umræð-
unum hefir verið gengið út frá
þessum tveiniur forsendum, eru
aftur þær, að það virðist orð-
inn skilningur yfirgnæfandi
meirihluta manna, að það
mundi ieiða til efnahagslegs af-
^hraSs,~-ef -Jíanir ákvæðu að
• "anga ekki bandalagið.
Síðustu atburðir í sambandi
við viðræður fulltrúa Englend-
inga og sexveldanna gera það
aftur á móti nauðsynlegt að
leitazt við að gera sér grein
fyrir því, hvernig færi fyrir
Danmörku ef umræðurnar
leiddu ekki til tilætlaðs árang-
urs. Að vísu verður varla litið
svo á, að sú niðurstaða sé lík-
leg, en þó sýnist ljóst, að þátt-
taka Englands í bandalaginu er
alls ekki eins viss og gert hefir
verið ráð fyrir í umræðum hér
heima fvrir í Danmörku.
Enn eykur það á möguleika
til að ræða breytt viðhorf, að
þær umræður, sem þegar hafa
farið fram, hafa skýrt betur
en áður þau skilyrði, sem Dan-
mörk verður að ganga að, ef
framhaldandi viðræður leiða til
þátttöku. Nú er þvi hægt að
metá á raunhæfari hátt en áður
muninn á þátttöku og ekki-
bátttöku af Dana liálfu.
ENN sem fyrr eru það út-
flutningshagsmunir landbúnað-
arins, sem þyngstir verða á
metunum, þegar jafnað er sam-
an hag og tjóni. Það eru aðeins
um 20% af iðnaðarframleiðsl-
unni, sem seljast til bandalags-
landanna. Af þessum 20% eru
það aðeins 16. sem yrðu fyrir
skakkaföllum vegna tollaá-
kvæða bandalagsins, ef Dan-
mörk verður ekki meðlimur í
því En verði Danmörk ekki
með. kemst danskur iðnaður
hjá því að verða knúinn tii
verðsamkeppni. sem leiða
mundi til svo mikilla erfiðleika
fvrir nálega einn fimmta af iðn
aðinum. að mjög er óvíst að
hann lifði það af Þegar allt
kemur til alls er því mjög vafa
samt að fullvrða. að Danmörk
hafi has af því að ganga í
JENS OTTO KRAGH,
utanrikisráðherra Danmerkur
— hann hefur boriS hlta og
þunga dagsins i viðræSum
Dana viS Efnahagsbandalagið.
bandalagið að því er iðnaðinn
snertir. Verði England ekki
þátttakandi er sennúegt, að
tjón Dana af þátttöku yrði
meira en ávinningurinn við
hana.
En hverjar verða þá útflutn-
ingshorfur danskra landbúnað-
arafurða, eftir því, hvort Eng-
Iendingar — og þá um leið
Danir — ákveða að verða með-
limir bandalagsins eða ekki?
Er það rétt, sem virðist ríkj-
andi skoðun, að úrslit þessara
mála þýði annars vegar hindr-
unarlausar, efnahagslegar fram
farir og hins vegar afturför,
sem nálgist fjárhagslegt af-
hroð?
Það segir sig sjálft, að þess-
um spurningum er ekki hægt
að svara út frá þeim sjónar-
miðum, sem ríkt hafa fram að
þessu. Það hlýtur að ráða úr-
slitum, hver viðhorfin verða,
þegar hinn sameiginlegi mark-
aður er fullþróaður, annars veg
ar með hliðsjón af því, að Eng-
land og Danmörk verði ekki
þátttakendur, og hins vegar ef
þau gerast meðlimir við þau
skilyrði fyrir verzlun með land
búnaðarafurði, sem gera má ráð
fyrir að ofan á verði, eftir þeim
umræðum, sem þegar hafa far-
ið fram.
LJÓST virðist vera af und-
angengnum umræðum, að þátt-
taka Englands og Danmerkur
verður háð skilyrðum, sem alls
ekki réttlæta þá bjartsýni á
framtíðarhorfur um útflutning
landbúnaðarafurða, sem ríkt
hefir hjá flestum af forustu-
mönnum landbúnaðarins fram
til þessa. Þetta kom bezt í ljós
í þeirri deilu um framtíðar-
stefnu í landbúnaði, sem leiddi
til þess, að umræðum um þátt-
töku Englendinga var frestað.
Að vísu ’.eiddi þessi deila í
ljós, að sjónarmiðin innan
bandalagsins eru sundurleit að
því er tekur til ákvarðana um,
hvert verðlag landbúnaðarafurð
anna skuli vera. En þó kom
fram ákveðin andstaða gegn
því, að nota verðlagsstefnuna
sem hemil ' þá miklu aukningu
landbúnaðarframleiðslunnar.
sem orðið i.efir að undanförnu
hjá sexveldunum og allt útlit
er fyrir að haldi áfram. Tillit
þarf einnig að taka til þeirra
af bandalaeslöndunum. sem
flytja inn landbúnaðarafurðir í
stórum stíl. en það er einkum
Vestur-Þvzkaland Þessii hags-
munir eru að visu fremur póli-
tískir en efnahagslegs eðlis, en
niðurstaðan verður samt sem
áður sú, að verðlag landbúnað-
arafurða hlýtur að verða ákveð-
ið nokkuð hátt.
Þetta leiðir fljótt til þess,
að löndin verði sjálfum sér næg
i þessu efni, og það á tvennan
hátt. Annars vegar hlýtur hið
háa verðlag að stuðla að fram-
haldandi aukningu framleiðsl-
unnar, og hins vegar leiðir háa
verðið óhjákvæmilega til
minni neyzlu en ella. Það er
þegar vitað, að enska stefnan
í verðlagi landbúnaðarafurða
kemur ekki til mála hjá banda
laginu, en þar í landi eru rík-
isframlög látin brúa breitt bil
milli framleiðslu og söluverðs.
Því verður ekki fyrir hendi
möguleiki til þess að örva
neyzluna eftir því sem fram-
leiðslan eykst.
ÞAÐ HÁA verðlag landbún-
aðarvara, sem gert er ráð fyr-.
ir, verður auðvitað til góðs fyr-
ir danskan landbúnað, ef úr
þátttöku verður í bandalaginu.
En þá er um leið á burt tæki-
færi til þess að nýta bezta eig-
inleika hans, þ. e. hæfileikann
til þess að keppa í verði vegna
einstaks framleiðslumáttar. —
Sennilega leiðir þetta til mark-
aðserfiðleika eftir fá ár, bæði
meðal núverandi bandalags-
land og i Englandi, þar sem
franskur Iandbúnaður kemur
til með að gera kröfur um
aukna sölumöguleika. Ef sölu-
erfiðleikarnir reynast alllengi
að koma fram, þá kann svo að
iiara, að markaðstakmarkanir
þær, sem leiða af tilhöguninni
sjálfri, verði farnar að koma
fram strax og Danmörk er orð-
inn fullgildur meðlimur. Ef
þetta verður reyndin, þá rýrnar
að sama skapi hagnaðurinn af
hinu háa verðlagi.
Verði útkoman sú, að land-
búnaðurinn hafi ófullnægjandi
tekjur, þurfa menn að gera sér
það ljóst, að ekki verður hægt
að hjálpa atvinnuveginum með
ráðstöfunum til tekjuhækkunar
innan lands. eins og nú er
hægt. Þetta leiðir af sjálfri
bandalagshugmyndinni, en á
það var auk þess lögð sérstök
áherzla i umræðunum við Eng-
land.
Ennfremur verður ekki hægt
fyrir Dani að útvega sér sjálfir
markaði utan bandalagsríkj-
anna fyrir þær vörur, sem
verða umfram sölumöguleik-
ana í bandalagsrikjunum. Þetta
stafar einnig af reglum banda-
lagsins. en samkvæmt þeim
fara slíkar ölur fram á vegum
stofnana bandalagsins. Það er
ekki rétt að gera ráð fyrir. að í
slíkum samningum verði tekið '
sérstakt tillit til söluerfiðleika
dansks landbúnaðar.
GAGNVART þeirri blöndu
tjóns og hags, sem leiðir af
ensk-danskri þátttöku í banda-
laginu. ber svo að meta horfurn
ar á skjótum. alvarlegum erfið- f
leikum á sölu afurða til banda- I
lagslandanna. ef nefnd lönd ger |
ast ekki meðlimir Erf'tf er að K
segja fyrir um. hve mikið tjón »
kvnni að leiða af þessu fyrir ®
FraTnÞnM -i 19 sfðíl £
■ ■— ■■■■■ ■ ut
T í Sf IN IV , miðvikudaginn 22. ágúst 1962
?