Tíminn - 22.08.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.08.1962, Blaðsíða 14
LiNDEN GRIERSON Hann opnaði dymar, þegar hún sagði kom inn, en kipraði ögn saman augun, þegar hann sá Jeffrey Greene sem sat makjnda- lega f eina stólnum í herberginu. — Guði sé lof og þökk, að þú ert kominn heill á húfi, hrópaði Elenor — ég var farin að óttast um þig, Mario. — Eg er snortinn af umhyggju senoritu fyrir mér, sagði Mario og h'neigði sig. — Og hérna — hann rétti að henni böggul — er þvottur senoritu. Elenor leit forviða á hann. — Ætlarðu að segja mér, að þú hafir gefið þér tíma til að sækja hann? — Kannske gæti staðurinn, sem þvottur senoritu var þveginn, brunnið í nótt, útskýrði hann og yppti öxlum. Elenor var klökk yfir umhyggjusemi hans. Hún leit á verðið, sem krotað var á umbúð arpappírinn, svo gekk hún að rúm inu og tók handtösku sína. Hún fann enga smámynt þar og meðan mennirnir tveir horfðu á hana, gekk hún að kommóðunni, dró út skúffu og tók upp bréfamöppu, sem var lokuð með rennilás. Jeff- rey laut eilítig fram til að kveikja sér í sígarettu, aðeins Mario sá, hvernig hún rétti sig allt í ejnu upp og hrökk við. Hún hikaði and artak, svo sneri hún sér að honum 138 þá Roosevelt og Stalin. í samein- ingu höfðu hann og Brooke kom- ið í veg fyrir það, sem hefði vel getað leitt til einnar mestu ógœf- unnar í brezkri — og bandarískri — hernaðarsögu. Um kvöldið snæddu þátttakend- ur ráðstefnunnar saman miðdegis- verði. „Við lukum deginum með veizlu í sendiráðinu, til að halda upp á 69. fæðingardag Winstons. Gest- irnis voru: Forsetinn, Stalin, Molo- tov, Anthony Eden, Harry Hopk- ins, Harriman, Clark Kerr, Bull- ard, Voroshilov, allir bándarisku herráðsforingjarnir, allir brezku herráðsforingjamir, Winant Som- ervell, Randolph og Sarah Chur- chill, sonur Roosevelts og tengda- sonur hans. Við aðra hlið borðs- ins sat Winston með forsetann á hægri hönd, við hina Anthony, meg Molotov við hægri hlið sér, en Harry Hopkins við vinstri. Á miðju borðinu var stór kaka með sextíu og níu logandi kertum. Við höfðum ekki setið lengi þegar forsætisráðherrann sagði, að þetta væri afmælisboð sitt, að við skyldum snæða að rússneskum hætti og að hver sem vildi gæti skálað hvenær sem væri meðan á borðhaldi stæði. Hann byrjaði því sjálfur með því að skála fyrir konunginum, forseta Bandarikj- anna og forseta Sovétríkjasam- bandsins. Því næst voru ræður haldnar stanzlaust og hvíldarlítið. Forsetinn hélt mjög snotra ræðu og vék að því að feður okkar hefðu þekkzt, þegar ég og hann vorum ungir drengir og skálaði loks fyrir mér. Því næst fékk Stalin orðjð og sagðist vona, að vegna þessa vinarboðs og þess samkomulags, er náðst hefði, myndi ég ekki leng ur líta á Rússa með jafn mikilli tortryggni og áður og bætti því við, að ef ég kynntist þeim veru- lega, myndi ég komast að raun um, að þeir væru beztu náungar. og rétti honum enskan tíushillinga seðil. — Er þetta í lagi eða viltu held ur fá það í smáu. — Þetta er prýðilegt. Þökk fyr- ir, senorita. Hann beið eins og hann vænti þess að hún segði fleira. Elenor sneri sér hvatlega að Jeffrey — en hætti svo við áform sitt og leit aftur á Mario. — Tókst . . . tókst þér það? — Eg var mjög heppinn. Það, sem þér þaifnizt, er í skúrnum, en . . . — hann var dálítið skömm- ustulegur, þegar hann bætti við: — Eg vissi ekki, hvar ég átti að setja það, senorita. Það voru tvö lok, ég reyndi bæði, annað var framan og hitt aftan , . . — Þú hefur vonandi ekki hellt benzíni á rafgeyminn, eða hvað? hrópaði Jeffrey og reis á fætur. — Hvar er rafgeymirinn, senor? spurði Mario hógværlega. — Framan á bilnum, fíflig þitt. — Það, sem ég ætlaði að segja senoritu var, að ég hellti benzín- inu hvergi. Eg, Mario, er 'ekki svo heimskur, að skipta mér af því, sem ég hef ekki vit á. Hann leit niður, svo lyfti hann höfði í auðmýkt og bætti við: — Það er ekki viturlegt. ELenor leit frá Mario til Jeffrey og hrukkaði ennið. Henni datt í hug, að Jeffrey væri undarlega lítið sólbrenndur, fyrst hann hafði dvalig langdvölum í þessum hluta heims, og samanborið við Mario virtist hann fölur. Hún mundi að hún hafði tekið eftir hinu sama á ströndinni um morguninn. — Svo að þú settir benzínið þar? Jeffrey komst að þeirri niður- stöðu, að það væri skynsamlegast að hann tæki nú forystuna. Þegar öllu var á botninn hvolft, átti John Graham víst að vera ákaflega gáf- aður maður. En honum var farið að leiðast þetta þóf, leiðast að ganga um og láta eins og hann tæki myndir, e’n»hann varð víst að halda þessu til streitu. Ha'nn vissi, ag ríkuleg laun biðu hans, þegar hann sneri aftur til New York. Hann hafði haldið. að hann ætti bara að heilla ungu ensku stúlkuna, en nú leit svo undarlega út, að Elenor vjrtist ekki kunna að meta gjörvileik hans, svo að hann varð að reyna aðra aðferð. Mario hneigði sig sem svar við spurningunni — Er að kyrrast í borginni? spurð; E'enor fljótmæit og hr;fs- aði þegar forystuhlutvsrki* 'f Jeffrey. — Sem s endur já Það logar hér og hvar enn. Þeir búa sig sjálfsagt undir morgundaginn. — Svo að þú heldur, að óeirð- unum sé ekki lokið? —• Nei. langt i frá, senorita — Forsetinn var hérna, sagði hún svo. — Hann bjóst ekki við að óeirðirnar væru um garð gengn ar. Elenor hló titrandi hiátri — Hann bauð mér að flytjast upp í höllina í nokkra daga Auðvitað afþakkaði ég. — Þökk fyrir, sagðj Mario og hneigði sig, — að búa í höllinni hefur aldrei verið draumur minn né keppikefli. — Þér var ekkj boðið, sagði Jeffrey kuldalega. — En þar sem senorita er og fer, þar er ég og fer, sagði leið- sögumaðurinn. — Lofaði ég ekki að vera þjónn hennar að eilífu? Auðvitað lofaði ég því! Eg held loforð mín, senor. Og hann leit alvarlega á Jeffrey. — í eftirmiðdag sýndi senorita mér mikið traust, svo að ég veit nú hver þér eruð. Leyndarmáli yðar er óhætt hjá mér og ég hef einnig lofað að vera til aðstoðar, svo að þetta þýðingarmikla verk takist farsællega. En öryggi seno- ritu gengur fyrir öllu öðru og ég held ekki að hún væri örugg í forsetahöllinni. Jeffrey leit kynduglega á hann. — Af hverju segirðu það? Mario klóraði sér á maganum. — Eg bara finn, útskýrði hann og Elenor hló við. — Nú fer ég, en ég skal sofa í kjallara hótelsins í nótt og ef eitt- hvað gerist, senorita, kem ég sam- stundis. Nema ef senor Greene vilji standa á verði í nótt? — Enginn þarf að standa á verði, sagði Elenor hvassyrt. — Góða nótt, Mario. Þegar dyrnar lokuðust á eftir honum, reis Jeffrey upp og teygði úr sér. — Það er bezt að ég fari líka, Elenor. Eg skai sofa með bæði eyru opin — Eg efast um að nokkur'. okk ar sofi rnikið í nótt. Snemma í fyrramálið ökum við út úr oænurn og látum þá gera s[na byltingu eins og þá lystir Viitu segja Terry og Rose það. Hann kinkaði kolli, bauð gó5a nótt og gekk brott. Elenor S'óð lengi kyrr og horfði á luktar dyrn- ar. Henni fannsj hún vera skelf- ing einmana og hjálparvana. Hún var í órafjarlægð frá ættjörð sinni, innan um hörundsdökkt fólk, sem ekki hafði áhuga á öðru en eigin vandamálum. Einu vinirnir, sem hún hafði voru ungir og hikandi eins og hún sjálf. Eini maðurinn, sem hún treysti, var maðurinn, sem hún hafði leigt til að bera töskurnar sínar, og hafði síðan ekki vikið frá henni. Hún bar ekki traust til þess manns, sem henni hafði verið sendur til styrktar og leiðbeininga. Þann stutta tima, 'sem hann hafði verið hér, hafði hann ekkert gert, ekki komið með ■neina jákvæða tillögu. Hún beit hugsandi á vör sér og gekk að kommóðuskúffunni. Og á sömu stundu og hún opnaði hana, vissi hún að enn einu sinni hafði verið leitað þar. Hún var alveg viss, því að þegar hún fór í bað fyrir máls- verðinn, hafði hún af venju hag- rætt saumunum á undirkjól á sér stakan hátt. En hann lá ekki þann ig núna, svo að skúffan hlaut að hafa verið rannsökuð annað hvort meðan á máltíð s'óð eða eftir. Jeffrey hafði verið inni á herbergi hennar meðan forsetinn var niðri, hafði hann leitað í föggum henn- ar eins og hinir höfðu gert j fyrri viku? Og ef svo var — hvers vegna? Hún lét fallast niður á rúmið og horfði hugsi fram fyrir sig. Henni geðjaðist ekki að Jeffrey, Mario gazt ekki að honum heldur, Þetta var algerlega óvænt og óþörf árás. Eg gat ekki látið þessa ásökun athugasemdalausa og beið því eftir hcntugu tækifæri. Eg þakkaði forsetanum fyrir hin vjnsamlegu orð hans, sem ég full- vissaði hann um, að hefðí glatt mig ólýsanlega. Því næst sneri ég mér að Stalin og minnti hann á það, að á ráðstefnunni fyrr um dag inn hefði forsætisráðherrann sagt, j að „í stríði verður sannlejkurinn! að hafa með sér fylgdarlið af lyg- • um, til þess að tryggja öryggi sitt“. j Eg minnti hann ejnni.g á þag, hvernig hann sjálfur hefði lýsl | því, hvernig hann beitti í öllurn1 stórsóknum líkönum af skriðdrek-: um og flugvélum á þeim vígstöðv-i um, þar sem hann ætlaði ekki að gera árás, meðan hann fluttj svo að lítið bar á og í skjóli myrkurs herlið til vígstöðva, þar sem raun- veruleg áhlaup voru fyrirhuguð. Væri nú ekki hugsanlegt eftir fjög ur styrjaldarár og stöðuga bjálfun í því að blekkja óvinina með fölsku útliti, að ytra útlitið blekkti jafn- vel vini hans líka. Eg kvaðst sann- færður um það, að hann hefði verið of upptekinn af skriðdreka- og flugvéla-líkönum til þess að gera sér fulla grein fyrir þeirri virðingu og vinarhug, er ég bæri til hans og alls sovézka hersins . . . Þetta gekk ágætlega og bar þó nokkurn árangur, Að miðdegis- verði loknum hóf ég árásina aftur og við skildum sem beztu vinir meg föstu handtaki og allt að því faðmlögum. Hann kvaðst kunna vel við það, hve djarflega og her- mannlega ég hefði talað og hinn valdsmannslega raddstyrk minn. Þetta væru sannir hernaðarlegir eiginleikar, sem hann kynni vel við og dáði og að við værum nú beztu vinir. Auk þess bæri að minn ast þess, að oft hefði sönn og ein- læg vinátta myndazt af upphafleg- um misskilningi. Þetta var dásamlegt kvöld. Einu Siguí vesturvelda, eftir Árthur Bryant Heimildir Æ :ei sinni, þegar Winston var að vitna til pólitískra stefna í Englandi, sagði hann, að allur hinn pólitíski heimur væri eins konar „lita- bland“ og að segja mætti, að Eng- land væri nú „ljósrautt". Stalin greip þá umhugsunarlaust fram í: Merki um góða heilsu". Forsetinn lauk svo með því að skírskota til „litablandsins“ og sagði, að áhrif þessa stríðs myndu verða til þess ag blanda saman þessa margvís- legu liti og gera úr þeim regnboga, þar sem einstakleiki þejrra hyrfi í heildina og að þessi regnbogi væri tákn nýrra vona . . . Loks klukkan 1,30 e. m. komst ég í rúm- ið. Það var mér erfið raun að rísa á fætur og svara skálaræðu Stal- ins í áheyrn þessara hlustenda. Eg beið einn erfiðan stundarfjórg ung, meðan ég var að undirbúa svar mitt og átti þá heitustu ósk að mega sitja áfram. En ég hafði þá kynnzt Stalin nóg á heimsókn ardögum okkar í Moskvu til að vita, að ef ég sæti undir móðgun- um hans, væri ég að engu orðinn í hans augum og afskrifaður sem þreklaus og kjarkvana. Sem betur fór hafði hann hresst sig allríflega á kampavíni um það leyti, sem ég hélt ræðu mína, og hann var ekki eins vanur því og vodka. 3. KAFLI. Ráðstefnunni með Rússunum var lokið og nú áttu fulltrúar Vest urveldanna eftir að fara til Cairo og ljúka hinum óloknu umræðum viðvíkjandi áætlununum um hern aðaraðgerðirnar, sem þeir höfðu gengizt undir að framkvæma. Brezku og bandarísku herrágsfor- ingjarnir, sem vildu gefa forset- anum og forsætisráðherranum tækifæri til að ræða síðasta dag- inn um hina pólitísku framtíð við Stalín, héldu af stað frá Teheran árla dags þann 1. desember „Vig fórum frá sendiráðinu klukkan 7,30 f. h. og kiukkan 8 f. h vorum við setztir inn í flug- vél, sem brunaði eftjr flugbraut- inni með Jerusalem fyrir ákvörð- unarstað. Ferðin var þægileg og góð og við lentum á flugvelli þrjá- tíu og fimm mílur frá Jerúsalem. Þar biðu okkar þeir Marshall, King, Arnold og Somervell. Við ókum svo til gistihúss, sem kennt er við Davíð konung, þar sem við njótum hins ákjósanlegasta að- búnaðar. Eftir hádegisverð fórum vig í könnunarferð um Jerúsalem með munk fyrjr leiðsögumann. Eg hafði mikinn áhuga á öllu, sem við sáum en ég get ekki varizt þeirri tilfinningu, að það sé allt orðjð svo ólíkt hinu upprunalega, að ég vildi heldur varðveita mínar eig- in hugmyndir um það. En þegar tekið er tillit til allra þeirra at- burða, er hér hafa gerzt allt frá krossfestingu Krists og hinna , miklu áhrifa er þeir hafa haft á örlög Evrópu, þá er staðurinn hinn merkilegasti. 2. desember Cairo. við fórum frá gistihúsinu klukkan 8,30 f. h. og héldum til Jerúsalem til að skoða Omars-hvelfinguna Þaðan fórum við til garðsins Getsemane, en þar lauk ferð okkar. Við fórr.m aftur til gistihússins, kvöddum 14 T í M I N N , miðvikudaginn 22. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.