Tíminn - 01.09.1962, Qupperneq 2

Tíminn - 01.09.1962, Qupperneq 2
Fyrir fáeinum dögum voru hundrað ár liðin frá fæðingu belgíska irthöfundarins Mauric Maeterlinck. Hann var skáld, sem naut geysi- mikillar frægðar fyrir fá- einum áratugum, hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels og lofsyrði hinna þekktustu rit- höfunda og gagnrýnenda. Nú er hann flestum gleymd- ur, nema fáeinum fræði- mönnum. í tilefni a|daraf- mælis hans ritaði Carl Jo- han Elmquist grein þá, sem hér fer á eftir í þýðingu: 24. ágúst birtist í Le Figaro grein eftir Octave Mirbeau, höf- und bókarinnar „Viðskipti eru viðskipti“. Hún fjallaði um ung- an belgískan höfund, sem flest- um lesendum blaðsins var með öllu ókunnur: Maurice Maeter- linck. Það kom fram í greininni, að þessi ungi maður hafði skrifað leikrit, Prinsessan Malene, sem myndi valda aðdáun „allra þcirra, sem hungra eftir hinu fagra og hin mikla“. „Maurice Maeterlinck hefur,“ stóð þar einnig, „veitt okkur mesta srlilld arverk vorra tíma, hið dásamleg- asta og einfaldasta verk, sem þolir samanburg við, já ég voga jafnvel að segja, tekur fram því fegursta, sem Shakespere hefur skrifað“. Það er kunnugt að þetta braut- argengi olli Maeterlinck ekki svo Maurice Maeterlinck litlum óróleika, og það sýnir skapfestu hans, að hann lét ekki alla þessa lofgjörð trufla sig, heldur hélt rólegur áfram sína braut, eins og ekkert hefði í skor izt. Grein Mirbeaus, sem nú á tímum er ekki hægt að lesa nema sem grín, hafði þó haft tilætluð áhrif. Hinn ungi belg- íski höfundur var orðinn fræg- ur. Eftir Prinsessan Malene skrif- aði hann nokkur önnur leikrit, ekki síður frumleg: Óboðni gest- urinn og Blindingjarnir. Þessi leikrit voru sýnd í París vig tak- markaða aðsókn, sem átti aðeins þátt í að auka frægð hans sem „torskilins" nútímahöfundar. Um svipað leyti gaf hann út fyrsta heimspekirit sitt, Fjársjóður liinna auðmjúku, og það var und- irstaða þess orðs sem fór af hon- um, að hann væri „fágaður og andríkur hugsuður". Eitthvert fyrsta skáldið, sem ekki skrifaði á frönsku, til að falla fyrir töfrum Maeterlincks var August Strindberg. í Opnum bréfum til Intima Teatern skrif- ar hann: „Frá Maeterlinck er hvorki hægt að stela eða fá lán- að. Það er varla hægt að verða lærisveinn hans, því að fegurðar heimur hans er ekki öllum op- inn. En hann getur hvatt til að leita að gulli í öskuhaug sjálfs sín, og á því sviði viðurkenni ég samband mitt við meistar- ann“. Maeterlinck naut frægðar sinn ar á áþreifanlegan hátt. Tvisvar fékk hann frönsku leikritaverð- lanuin. Hann fékk bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1911 og tók sæti í hinni konunglegu belgísku akademíu. Árið 1913 gerði franska akademían honum orð og bauð honum sæti meðal hinna tuttugu og fjögurra ódauð- legu, en hann hafnaði boðinu, því að hann hefði orðið að gerast franskur ríkisborgari. Árið 1932 var 'hann sæmdur aðalstitli. Fáir rithöfundar hafa átt jafn glæsilega framabraut og Maurice Maeterlinck. Hann dó eftir langa og trúlega hamingjuríka ævi árið 1949, og naut þá enn þá þeirrar hylli, að menn bjuggust við að honum yrði skipaður var- anlegur sess í bókmenntasög- unni, jafnvel þótt einstakar gagn rýnisraddir væru farnar að heyr- ast. Eftir andlát hans dvínaði skáldfrægð hans ótrúlega hratt, og núna, þrettán árum eftir dauða hans, standa bækur hans og rykfalla í hillum bókasafn- anna. Ekkert leikhús sýnir leik- rit eftir hann, og nýlega full- yrti franskur gagnrýnandi, að það eina, sem menn muni um Maeterlinck sé, að hann skrifaði textann við óperu Debussys „Pelléas og Mélisande". Þag er eitthvað í þessu dæmi, sem erfitt er að koma heim og saman. Það er enginn efi á því að samtíðarmenn hans, Octave Mirbeau þar fremstur íyflokki, ofmátu hann, og það er jafnljóst að nútímamenn vanmeta hann. En er það náttúrulögmál eða lög- mál um skuldaskil, að menn skuli greiða aftur með vöxtum og vaxtavöxtum, það sem þeir hafa fengið um of? Slíkt hefur komið fyrir áður í bókmennta- sögunni, — Byron lávarður er gott dæmi um það, — en dæmið um Maeterlinck er sérstaklega öfgafullt, ef það er "rétt, að hans verði minnzt fyrir það eitt að hafa skrifað óperutexta fyrir Debussy. Og skáld, sem búið er að vanmeta svo mikið, á naum- ast neina verulega möguleika að hefjast upp á ný. Menn freistast næstum til að halda að Maeterlinck hafi verið bókmenntalegur svindlari, sem hafi allt í einu verið flett ofan af. En svo er ekki. Enn þá er hægt að lesa sér til ánægju hin- ar fögru endurminningar hans Bulles Bleues, (Bláar bólur), sem kom út ári fyrir andlát hans, og þar kempr fram mynd af sönn um listamanni, sem var gæddur talsverðri sjálfskímni og sízt af öllu gaf sig út fyrir að vera séní. Heimspekiritgerðir hans styðja þá skoðun, að hann hafj verið heiðarlegur. Hann þykist ekki búa yfir lausn á öllum gátum til- verunnar; hann er miklu fremur leitandi andi, sem sér ráðgátur í öllu. Stílsnilld Maeterlincks getur að nokkru leyti skýrt, hve föst- um tökum hann náði á samtíma- mönnum sínum. Flest heimspeki- rit hans er hægt að kalla innan- tómt skraut. Hann var ekki frum- legur hugsuður. heldur tók hug- myndum fyrirrennara sinna, Marcus Aurelius og Montaigne, Emerson og Carlyle. Hann gerði enga tilraun til að leyna lánun- um, en tungutak hans var svo músíkalskt og heillandi, að flestir lesendanna töldu allt vera frá honum sjálfum komið, og það þótt hann gerði heiðarlega og vandlega grein fyrir heimild- um. Síðar komust menn að raun um, að í þessum bókum stóð eig- inlega ekki mikið annað en glam ur, og músíkstíll þeirra var þá orðinn úreltur Eg álit samt, að hann hafi haft rétt til að velta heimspekivandamálum fyrir sér á þennan greindarlega, en ódýra hátt, og það er ekki honum að kenna, að lesendur drukku þetta í sig sem djúpan og frumlegan vísdóm. Sem leikritaskáld tók hann saman við symbolismann, og þar endurtók sig gamla sagan um frönsku ,,ismana“ sem ekki telja sig hafa sigrað fyrr en þeir hafa komizt á leiksviðið. Við minn- umst á leiksviðið. Við minnumst þess, að Victor Hugo, sem ekki var leikskáld að upplagi, lagði mikig á sig til að koma róman- tíkinni á framfæri í leikhúsun- um. Á sama hátt reyndi sagna- skáldið Emile Zoia að einbeita hæfileikum sínurn, sem fóru óð- um þverrandi, til að gera raun- sæisstefnuna sviðshæfa. Nú var symbolisminn nýjasta stefnan með Ijóðskáldin Mallarmé, Rim- baud, Verlaine og Villiers-de- L’Isle-Adam sem upphafsmenn, og þessar einkar ljóðrænu stefnu dreymdi auðvitað líka um að ná tökum á leikhúsunum. Maeterlinck hóf ritferil sinn með ljóðabók í anda symbólism- ans, Serres Chaudes (Gróður- hús), en tvímælalausir leikritun- arhæfileikar hans hvöttu hann til að semja næst leikritið Prinsessan Malene sem eins og næstu tveir einþáttungar hans, þó ekki var ætlað til að sýna á sviði, heldur til að lesa upp. Þegar Octave Mirbeau, sem hafði samúð með symbolisman- um, lofsöng „Prinsessuna Mal- ene“ svo ákaft, og þegar Théatre de l’Oeuvre í París reyndi af kappi næstu árin að koma leik- ritum hans á framfæri, lá að baki því setningin: — þá hafa sym- bolistarnir loksins fengið sitt leikhús. Prinsessan Malene er hæpin blanda úr Shakespeare og Grimm-bræðrum, og samansafn leikritsins af leikrænu brambolti gerir, að það er alls ekki dæmi um bezta skáldskap hans. Eins og fljótlega kom í Ijós stefndi hann helzt í átt að innri leik. í beztu leikritum hans kynn- umst við fólki, sem finnur sig á óljósan og dularfullan hátt vera leiksoppar grimmra örlaga og tekur aðgerðarlaust á móti þeim, af því að það veit ekki, hvað það skuli gera. Það talar saman um þetta, en kemst ekki að neinum niðurstöðum, sömu spurningarn- ar og sömu svörin eru endur- tekin, og að lokum situr fólkið eftir í djúpri örvæntingu. Mað- ur freistast næstum til að segja, að þetta fólk bíði eftir Godot. Það er nefnilega mikið í ein- þáttungum Maeterlincks, sem bendir greinilega í átt til hinn- ar „absurdu" leikritunar vorra tíma, ekki sízt aðgerðarleysi per- sónanna og tilbreytingarlaus endurtekning meiningarlausra setninga. En hann er ekki tal- Framhald -a hls 13 Þar er ekkert að sjá nema sléttan stálflöt — og ekkert annað — enga víra, eða annað „dinglum- dangl", allt er lokað og varið. — Hann er vatns- heldur, stálplatan er öll þétt með gúmmíi, — (okkur er sagt að hann jafnvel fljóti) — Volkswagen eru allir vegir færir Volkswagen yfirbyggingin er varin fyrir ryði og tæringu. — Volkswagen er sígild bifreið og hefur þess vegna hærra endursöloverð en aðrar bifreiðar — Gjörið svo vel að lita inn og okkar er ánægjan að sýna yður Volkswagen. — Heildverzlunin HEKLA hf. , Hverfisgötu 103 — Sími 11275. Hvers vegna lítið þér ekki und ir hann líka? 2 T í M I N N, laugardagurinn 1. scpt. 1962. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.