Tíminn - 22.09.1962, Side 15
Flugslys
Framhald aí 1. síðu.
vettvang skipun um að gera þegar
í stað árás úr lofti.
Undursamleg björgun
Frá Stokkhólmi berast þær frétt
ir, að óvissa og örvænting, sem
ríkt hefði meðal ástvina flugmann
anna og raunar landsmanna allra,
er fréttist um atburðinn, hefði í
dag breytzt í innilega gleði. Þó
skyggir það á fagnað manna, að
einn hinna sænsku hermanna lét
lífið af völdum skotsára, sem hann
hiaut í árásinni á flugvélina. •
Flestir höfð gefið upp von um
að nokkur hefði komizt lífs af,
ekki sízt er þyrlu-flugmenn, sem
fundu flakið, gáfu hroðalega lýs-
ingu á útliti þess.
Þykir mönnum því, að hér hafi
verið um undursamlega björgun
af ræða og láta blöð á Norðurlönd
um þá skoðun óspart í Ijós í frétb
um í dag.
Minnir á Hammarskjöld-
slysið
Álit manna í Svíþjóð er, að at-
burður þessi muni auka enn á
spennuna í Kongó. og auka á erfið
leikana á að finna lausn á deilu
málum í landinu/
Bent er á, að ef til vill verði
þetta samt til þess að opna augu
manna fyrir nauðsyn þess, að
Kongómálið verði tekið fastari
tö'kum, því nú sé í hreint óefni
komið.
Mörg blaða á Norðurlöndum
segja í dag, að mál þetta beri að
leggja þegar í stað fyrir Allsherj
arþing S.þ., því að hér sé um að
ræða einn alvarlegasta atburð,
sem orðið hefur hingað til i Kongó.
Minna blöðin á, að aðeins rúmt
ár er liðið síðan þáverandi fram-
kvæmdastjóri S.þ., Dag Hammar-
skjöld, fórst í flugslysi við Ndola
í Norður-Rhodesíu, en sá atburð
ur olli miklu umtali og halda marg
ir enn .iast við þá skoðun sína,
að flugvél framkvæmdastjórans
hafi verið skotin niður, enda þótt
sérfræðingar, sem rannsökuðu
slysið, þykist hafa komizt að gagn
stæðri niðurstöðu.
Óeirðir
IFramhald af 3. síðu).
öllum hersveitum að hverfa til
herbúða sinna, en sljórn landsins
sagði jafnframt af sér.
Við völdum hennar tók sjö
manna heiTáð og virðist það nú
hafa tekið alla stjórn í sínar hend-
ur.
Foringi uppreisnarmanna, Juan
Carlo, hefur skipað hermönnum
sínum að bera blá armbönd, en
hersveitirnar undir stjórn Juan
Carlo Lciio, sem styður forsetann
hafa rautt armband sem einkenn-
ismerki.
Síðast liðna nótt sendu upp-
reisnarmenn frá sér yfirlýsingu
þar sem segir, að hernaðaraðgerð-
um verði haldið áfram, þangað til
stjórnarherirnir hafi veri yfirbug-
aðir. Carlo, hershöfðingi, segir, að
menn sínir hafi gripið til vopna til
þess að afstýra einræði í landinu.
í allan dag stóðu yfir fundir ráða
manna í Argentínu og var rætt hið
alvarlega ástand í landinu.
Báturinn laus
Höfn, Hornafirði, 21. sept.
Nú hefur loks tekizt að ná m.b.
Pétri Ingjaldssyni á flot og var
það Lóðsinn frá Vestmannaeyjum,
sem þar var að verki. Kafari er
nú að athuga skipið og að þeirri
athugun lokinni verður ákveðið,
hvort farið verður með skipið í
slipp. — A.A.
Sprengdu nótina
Vestmannaeyjum, 21. sept.
Líkur eru til að mikið síldar-
magn sé hér við Eyjarnar. Trill-
urnar fá þetta tuttugu tunnur í
róðri. í dag fóru tveir bátar út
héðan með grunnnót. — Annar
var Heimir, 15—16 lestir, hinn Er-
lingur IV., 70 lestir. Þeir fengu
100 mál í fyrra kastinu - sprengdu
nótina í hinu. — H.E.
Læknadeila
Framhald aí bls. I.
Blaðið haf,i í gær samband við
Valtý Bjarnason, svæfingalækni
við Blóðbankann, en hann er
einn læknanna, sem sagt hafa upp.
Valtýr sagðist eiga opna sjúkra-
hússtöðu f Kaupmannahöfn, sem
hann gæti tekið með stuttum fyrir-
vara. Hins vegar hefði hann ekki
enn tekið neina ákvörðun um,
hvort hann tæki þá stöðu. Að-
spurður kvaðst hann mundu sækja
aftur um stöðu hér heima, ef sam-
komulag næðist í læknadeilunni
fyrir 1. nóvember.
Bardagar
(Framhald af 3 síðu)
deilu. Indverjar leggja til, ' að
samningaviðræður fari fyrst fram
í Peking, en síðan verði viðræð-
um haldið áfram í Nýju Dehli.
Frétfcastofan Nýja Kíua skýrði
frá því síðdegis að nú væri orð'in
svo m'ikil spenna við landamærin,
ag lítið þyrfti út af að bera, svo
að blóðUg styrjö'ld brytist út.
„Flaggskipi«“
Framhald aí 16 síðu
stjóri á gamla og nýja Fylki og
var með Egil Skallagrímsson eftir
að gamli Fylkir fórst; þar til sá
nýi kom til sögunnar. Fréttamenn
blaðsins hittu Auðunn um borð í
Sigui'ð'i í gær og skýrði hann frá
þeim lagfæringum, sem fram hafa
farið á skipinu.
Sigurður er stærstur íslenzku
togaranna, um 980 rúmlestir, og
búinn ölum fullkomnustu stjórn-
tækjum. Skipverjar eru 33, allt
vanir sjómenn. Trollið er rópa-
laust. Það er híft í gegnum stopp-
hring, og þarf ekki að lása kúluna
úr. Þetta er mikill sparnaður, þar
sem kostnaður við rópana er yf-
irleitt um 200 þúsund á ári. Ann-
ars ságði skipstjórinn litlar fram-
farir hafa orðið I veiðibúnað'i tog-
aranna á síðari árum, en skipstjór-
ar hafa lítil tækifæri til að reyna
nýjungar og gera tilraunir þótt
þeim detti ýmislegt í hug. Auð-
unn minntist á, að fyrir nokkru
vildu skipstjórar koma því til leið-
ar, að einn togaranna yrði notað-
ur sem tilraunaskip, en því fékkst
ekki framgengt.
Blaðinu barst í gær eftir-
farandi stefnuyfirlýsing mið-
stjórnar Alþýðusambands ís-
lands samþykkt á fundi mið-
stjórnar 20. sept. 1962.
„Ómálefnalegum málflutningi
cg' persónuníði Sjálfstæðismanna
og Alþýðuflokksmanna í sam-
bandi við Alþýðusambandskosning
arnar, vill núverandi sambands-
stjórn svara í eitt skipti fyrir öll
með því að setja fram eftirfarandi
stefnuyfirlýsingu, er hún mun
fylgja fram, verði henni veitt um-
boð til þess á næsta kjörtímabili:
1. Um kjaramálin:
Miðstjórn Alþýðusambandsins
fagnar því, að verkalýðssamtökun-
um hefur með baráttu sinni tekizt
að rétta að nokkru hlut lauiiþega
eftir tvennar gengisfellingar sem
ríkisvaldið hefur framfylgt, öllum
launþegastéttum til stórtjóns.
Nú er enn stefnt að því með
rangri stjórnarstefnu í efnahags-
málum, að skerða kjör launastétt-
anna, og lýsir miðstjórnin yfir
því, að hún mun af alefíi reyna
að knýja ríkisvaldið til að halda
verðlagi í skefjum, svo að kaup-
máttur launanna haldist óskertur,
en takist það ekki, verður kaupið
að hækka í réttu hlutfalli við hækk
að verðlag.
2. Stytting vinnutíma:
Þá lýsti miðstjórn yfir því, að
hún mun með öllum ráðum beita
sér fyrir styttum vinnutíma, án
skerðingar heildartekna, þar sem
það er staðreynd, að hann er nú í
fjölda starísgreina orðinn óhæfi-
lega langur, sv > að full hætta er
á að þreki manna og heilsu verði
ofboðið, ef svo heldur fram sem
horfir.
Án mikillar styttingar vinnu-
!t7ln'á,, 'éfc ó'hugsandi að tekin verði
almennt upp ákvæðisvinna, með
þyngdu vinnuálagi, enda von-
laust, að vinnuafköst aukist, nema
vinnutíminn styttist verulega.
3. Takmörkun barnavinnu:
Barnavinna er nú að verða al-
varlegt vandamál í þjóðfélaginu,
og kaup barna þar að auki víðast
hvar ákveðið einhliða af atvinnu
rekendum óhæfilega lágt.
Á sumum vinnustöðvum, eink-
um í fiskiðnaðinum, stappar
nærri, að um ofþrælkun barna sé
að ræða.
Miðstjórnin gerir sér Ijósa upp
eldislega þörf barna fyrir hæfi-
lega vinnu. En vegna þess á-
stands, sem nú hefur skapazt í
þessum efnum, mun miðstjórnin
beita sér fyrir takmörkun barna-
vinnu með tilliti til þroska barn-
anna og aldurs.
Verkalýðssamtökin mega ekki
samþykkja lengri en 6 stunda
vinnutíma barna innan fermingar
aldurs — og næturvinnu unglinga
undir 15 ára aldri ber að banna
með öllu. ■
Þá má verkalýðshreyfingin held-
ur ekki láta atvinnurekendur hafa
sjálfdæmi um verðla.gningu barna
vinnunnar.
Þessi mál eru svo alvarlegs eðlis,
að þau verður tafarlaust að leysa
annað hvort með heildarsamning
um milli Alþýðusambandsins og
Vinnuveitendasambandsins, eða
að öðrum kosti með lagasetningu.
4. Afstaða til vinnurannsókna
og hagræðingar í atvinnulífinu:
Miðstjórn lýsir sig fylgjandi þvi.
að reyndar verði nýjar leiðir til
hagfelldar og vísindalegrar hag-
19-5-23
nýtingar vinnuafls og atvinnufyrir
tækja — þó að því tilskyldu, að
á undan fari nauðsynlegar hlut-
lausar vinnurannsóknir, enda sé
þess ávallt vandlega gætt, að
heilsa verkamannsins bíði ekki
hnekki við, og að verkamaðurinn
hljóti ávallt sína réttmætu hlut-
deild í auknum afrakstri vinnunn-
ar.
Miðstjórnin telur, að bæði tækni
leg hagræðing í atvinnulífinu og
hagræðing vinnuafls verði að vera
sameiginlegt úrlausnarefni verka
fólks og atvinnurekenda, til þess
að af þeim megi vænta góðs ár-
angurs.
Mestu máli skiptir að dómi mið-
stjórnar, að allar vinnurannsóknir
séu framkvæmdar á þann veg, að
verkamanninum sé vel ljóst, að í
framleiðslustarfinu gégni hann
ekki hlutverki dauðrar vélar —
sem ætlunin sé að arðnýta betur
— heldur sé markmið rannsókn-
anna aukin hagsæld og heill verka
fólks og atvinnurekenda sem jafn
rétthárra aðila, er hvorir tveggja
stefni að sama marki: Fullkomn-
ari þjónustu beggja við þjóðfé-
iagið.
5. Miðstjórnin tekur .afstöffu
gegn aði'id fslands að
Efnahagsbandalagi Evrópu:
Miðstjórn Alþýðusambandsins hef
ur frá öndverðu beitt sér gegn
því, að ísland sækti um nokkra
aðild að Efnahagsbandalagi Evr-
ópu.
Ekkert mál, sem nú er á dag-
skrá, en að dómi miðstjórnar eins
örlagaríkt íslenzkum verkalýð á
sjó og landi, eins og afstaðan til
Efnahagsbandalagsins. Þarf ekki
á annað að minna í því sambandi
er þau ákvæði Rómarsáttmálans,
aðtilfærsla fjármagns og vinnu-
afls, skuli vera frjáls milli allra
bandalagsríkjanna, og að innan
EfnaliagsbandalagSins skuli ríkja
allsherjar jafnrétti i fiskveiða- og
landhelgismálum.
Eða mundi ekki fljótlega að ís-
lenzku sjálfstæði þrengt, ef út-
lendir gætu keypt og stofnað hér
fyrirtæki og þá auðvitað vinsað úr
það arðvænlegasta — útlendur
verkalýður í hundraða og þúsunda
tali gæti boðið hér fram vinnuafl
sitt og útlend auðfélög gætu stefnt
stórútgerg sinni á íslandsmið með
sama rétti og íslendingar sjálfir?
Hætt er við að þá mundi mörgum
fslendingi þykja .nokkur þröng
fyrir dyrum. Okkar jafnrétti í
landhelgismálum væri svo í því
fólgið, að við mættum fiska t.d.
við Afríkustrendur, eða við Sard-
iníu — og Sikiley! — Miðstjórnin
mun af þessum og mörgum öðrum
rökum taka ákveðna afstöðu gegn
hvers konar aðild íslands að Efna
hagsbandalagi Evrópu.
6. Afsfcaffa til ýmissa
annarramála.
Miðstjórnin mun ,eins og hingað
til, hafa náið samstarf við stjórnir
og trúnaðarmenn sambandsfélag-
anna og beita sér fyrir réttlátri
lausn þeirra mála, sem miðstjórn
verða falin.
Orlofsheimilismálig mun mið-
stjórn leiða til lykta á næsta kjör-
tímabili ,enda má nú heita að öll-
um undirbúningi þéss sé lokið.
Með lausn þessa máls er ekki
aðeins tryggð hvíldaraðstaða fyrir
verkafólk, heldur skapast með
lausn þess einnig möguleikar til
margvíslegs fræðslu- og menning-
arstarfs innan samtakanna.
Að öðru leyti mun miðstjórnin
kveðja til forustumenn verkalýðs-
félaga Oig kafla saman ráðstefnur,
er marka skal stefnu í þýðingar-
miklum málum, eins og verið hef-
ur háttur hennar oig svo sem gert
var á þessu kjörtímabili, sem nú
er að ljúka.“
Uppboð
Opinbert uppboð verður haldið að Hafnarstræti 15,
hér í bænum, mánudaginn 24. september n.k. kl.
1,30 e.h., eftir beiðni Einars Eiríkssonar, veitinga-
marlns. Seldir verða ýmsir munir og áhöld til veit-
ingasölu s.s. kæliskápur, kælikassi, eldavel, áleggs-
hnífur, peningakassi, borð og stólar.
Enn fremur verða seldir ýmsir munir eftir krofu
Einars Viðar hdl. o. fl.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavik
(Frá miðstjórn ASÍ).
ÞAKKARAVÖRP
Kærar þakkir til vina og samstarfsmanna fyrir
gjafir og heillaóskir á fimmtugsafmæli mínu.
Sigurgrímur Grímsson.
Ollum þeim er veittu okkur ómetanlega hjálp og
styrk sunnudaginn 16. þ.m., færum við okkar
hjartans þakkir. \
Góður Guð launi ykkur.
Steinunn og lllugi
Gríshóli.
Maðurinn minn,
FRIÐRIK V. ÓLAFSSON,
skólastjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni n.k. mánudag, 24. þ, m.
kl. 1,30 e.h. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vildu minnast
hins látna er bent á líknarstofnanir.
Lára Sigurðardóttir
börn og tengdabörn.
Jarðarför
Arngríms Fr. Bjarnasonar
fyrrum ritstjóra,
fer fram á ísafirði mánudaginn 24. septembcr. Athöfnin hefst með
húskveðju frá heimili hlns látna, Hafnarstræti 11, ísafirði kl. 2.e.h.
— Ferðir verða frá B.S.Í. kl. 8 f.h., sunnudaginn 23. september. —
Útvarpað verður frá athöfninni á miðvikudagsmorgun 26. sept.
Ásta Eggertsdóttir og börn.
Eiginmaður minn,
Gísli Þórðarson,
Ölkeldu
lézt að heimili sínu 20. sept,
Vilborg Kristjánsdóttir.
HANNESÍNA SIGURÐARDÓTTIR
Ljósvallagötu 16
andaðist aðfaranótt 20. september 1962.
Vandamenn.
T í M I N N , laugardaginn 22. sept. 1962 —
15