Tíminn - 28.09.1962, Síða 3

Tíminn - 28.09.1962, Síða 3
Líkin fíutt í laiid NTB-Ltindúnum, 27. september. ÞYRILVÆNGJA flutti í dag tjl Shannonflugvallar á írlandi lík 12 \ farþega, sem létu lífið, er bandaríska Super-Constellation farþegaflug- | vélin nauðlenti á hafinu undan strönd írlands. Þyrlan þurfti a3 fara margar ferðir milli skips og lands, en hún flutti einnig tvo farþega, sem höfðu særzt hættulega í lendingunni. Voru þeir svo illa farnir, að gefa varð þcim bló'5, áður en hægt var að flytja þá áleiðis til Lundúna frá írlandi. EVROPU? NTB-Washington, 27. sept. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytísins lét þsss getiS i dag, ad stjórn Bandaríkjanna ^ myndi ekki standa í vegi fyrir því, aó komið yrói upp her í' Evrópu útbúnum kjarnorkuvopnum, svo fremi sem Evrópulöndin óski þess sjálf. Ástæðan fyrir þessari yfirlýs- ingu formælanda ’ utanríkisráðu- neytisins er, að í ræðu ráðgjafa fors'etans, McGeorge Bundy, sem hann hélt í Kaupmannahöfn, kom fram, ag Bandaríkin myndu ekki setja sig upp á móti því, að *tóm- her yrði komið á fót í Evrópu. Hafa þessi orð ráðgjafans orðið orsök mikilla blaðaskrifa í Evr- ópu að undanförnu. Formælandi * ráðuneytisins minnti einnig á það, að Kennedy NEITA ÞÝZKUM NTB (Reuter), — Hull, 27. sept. Hafnarverkamenn í Hull hafa neitað að afferma vest ur-þýzkan togara, sem þang- að var kominn með fisk- farm. Ástæðan er sú, að á stríðsárunum var skotið nið- ur skip frá Hull af Þjóð- verjum. Það olli miklum vand- ræðum, í hinni mjög svo mikilvægu hafnarborg Hull, er verkamenn við höfnina _ neituðu að afferma þýzka Ítogarann Heinrich Kern, sem þangað var kominn með þorsk af Grænlandsmiðum. Hafa hafnarverkamennirn ir neitað algjörlega að af- ferma nokkurn þýzkan tog- ara síðan skip frá Hull var skotið niður á stríðsárun- um. Heinrich Kern varð að halda heim til Þýzkalands í kvöld eftir þessar viðtök- ur verkamannanna, en bæði eigandi hans og fulltrúi fisk kaupmannasamtakanna ensku eru mjög órólegir vegna þessa atburðar. hefði nýlega varað við þeirri hættu, sem af því gæti stafað, að fleiri lönd en nú þegar hafa feng- ið kjarnorkuvopn fái þau i hend- ur. Hann benti einnig á það, að í ræðu, sem Dean Rusk hélt 31. ■maf s. L, hefði hann minnzt á möguleikana á því, að koma upp kjarnorkuher á vegum NATO, og sagt, að það væri mál, sem ræða ætti og rannsaka innan Atlantshafsbandalagsins sjálfs. Eru Rússar að baki byltingu í Jemen? NTB-Reuter-Aden-Jemen, 27. september. Herinn í Jemen hefur tek- ið í sínar hendur völdin í land inu, og ekkert er vitað um, hvað orðið hefur af Imam Mo- hammed, konungi landsins, en hann tók við konungdómi fyr- ir nokkrum dögum, að föður sínum látnum. Nítján rúss- nesk herskip voru í höfninni HEITA KOSN- aNGUM NTB—Buenos Aires, 27. sept. Argentíska stjórnin mun í vik- unni skýra frá þeirri ákvörðun sinni að almennar kosningar verðii látnar fara fram í landinu í apríl- mánuði næstkomandi. Það voru | fulltrúar hins svokallaða bláa hers, sem skýrðu frá þessu í dag, en blái herinn sigraði í uppreisn- inni, sem gerð var í Argentínu í síðustu viku. í upphafi var álitið, að kosning- ar yrðu látnar fara fram í októ- ber næsta ár, en samkvæmt ósk Juan Carlos hershöfðingja bláa hersins var þessu breytt. Líklega hefur Juan Carlos látið * Ijós þá skoðun sína, að mynda ætti stjórn samkvæmt stjórnar- skránni eins fljótt og unnt væri og að kosningar skyldu fara fram fyrr en ákveðið hafði verið í fyrstu. í Hodeida meðan á uppreisn- inni stóð. í útvarpstilkynningu frá yfir- mönnum hersins í Jemen var sagt, að nú hefðu landsmenn byrjað nýtt líf, frjálsir og án yfirdrottnunar konungsins. Ekki er vitað, hvað gert hefur verið við konunginn, en í tilkynningunnj var sagt, að menn hefðu losað sig við hann. Einnig var frá þvi skýrt, að menn myndu ekki missa ráð yfir eignum sínum, og til þess að koma á ró í landinu var tilkynnt, að upp reisnarherinn hefði fengið stuðn- inga frá báðum aðalborgum lands- ins, Sana, en þar búa 100 þúsund manns, og Taiz, með 15 þúsund íbúa. Auk þess hafa þrjú stærstu héruð landsins, Salef, Ibb og Haj- ja og hafnarborgin Hodeida sent skeyti og tilkynnt að þau .séu hlynnt uppreisninni. Talið er að um 20 þúsund manns séu í hinum óbreytta her Jemen. Frá þvi 1956 hefur herinn fengið vopn og útbúnað frá Sovétríkjun- um, og einnig hefur hann verið þjálfaður af liðsforingjum frá kom múnistalöndunum. Landið hefur yfir að ráða litlum flugher, og eru flugvélarnar smíðaðar í Sovétríkj- unum og í Tékkóslóvakíu. Á meðan á uppreisninni stóð voru 19 sov- ézk herskip í höfninni í Hodeida, þar af 3 freigátur, og eru þetta sömu skipin, sem fyrir nokkru fóru í gegnum Suez-skurðinn. Eina skýringin, sem gefin er á því, sem skeð hefur í Jemen, er sú, að valdataka Imam Muham- meds 18. september s. I. hafi ver- ið álitin ólögleg. Hann tók við af föður sínum Imam Amhad, en hann var talinn valdaræningi af nokkrum hluta yfirstéttar lands- ins. RÚSSNESKA tónskáldið Igor Stravinsky, sem nú er bandarískur ríkisborgari, hefur í áratugi ekki komið til Sovétríkjanna, og bann- að hefur verið að flytja tón list hans þar í landi. Fyrir skömmu fór hann þangað í heimsókn, og aðgöngumi'ðar að tónleikum hans scldust upp á örskömmum tíma. — Hér sést Stravinsky gefa að- dáendum eiginhandarárit- un sína. Vill brjóta r ■ murmn NTB—Berlin, 27. sept. Indverskur verkfræðingur, sem nú er í Berlin hefur ákveðið, að gera tilraun til þess að brjóta nið- ur múrinn, sem aðskilur borgar- hlutana. Tilraunina gerir hann 2. október, en það er fæðingardagur Mahatnra Gandhis. Verkfræðingurinn, Tapeshwar Zutshi, sem er 34 ára gamall, ætlar Framh. á 15. síðu Noregskóngur / Frukklandi NTB—París, 27. sept. Ólafur Noregskonungur hefur verið í fjögurra daga opinberri heimsókn í Frakk- landi, en heldur heimleiðis á morgun. Konungurinn heim- sótti í dag norska stúdenta- húsið í Háskólaborainni í París og laqði einnia blóm- sveig á gröf óbekkta her- mannsins undir Siqurbogan- um. Konungurinn ók í morgun að Sigurboganum í fylgd með de Gaulle Frakklandsforseta, og þar lagði hann blómsveig á gröf ó- þekkta hermannsins á meðan lúð- urþeytarar hersins léku. Mikill mannfjöldi tagnaði þjóðhöfðingj- unum, er þeir óku eftir fegurstu götu Parísar Champs Elysee. Fyrr um morguninn hafði Ól- afur konungur heimsótt Noregs- húsið í Háskólaborginni. Horn- stein þessa húss lagði dóttir hans Ragnhildur prinsessa í júní 1951. Við móttöku í Hotel de Ville — ráðhúsinu — flutti borgarstjóri Pansar ræðu, en konungur svar- aði, og lýsrti gleði sinni yfir að vera í París. Hann lagði einnig mikla áherzlu á það, hversu menn- ingaráhrifa frá ‘ Frakklandi hefði ætíð orðið vart i Noregi. Á morgun heldur konungurinn heim aftur, og hefur verið ákveðið, að konungur kveðji frönsku þjóð- ina í sjónvarpsdagskrá, sem tekin verður upp i SAS-flugvélinni á leið til Oslóar. Sjónvarpsdagskrá- ir. verður síðan send út á laugar- dagskvöld. Er þetta í fyrsta sinn. sem þjóðhöfðingi kveður í slíkri dagskrá, sem tekin er á flugi. T I M IN N , föstudagurinn 28. sept. 1962 — 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.