Tíminn - 28.09.1962, Síða 12
■ %ytkMjf*vdvt m
ALDREI Á SUNNUDÖGUM, grísk
mynd. ASalhlutverk:MELINA MER
COURI, JULES DASSIN. Möfundur
og leikstjóri: JULES DASSIN. —
FramleiSandi: UNITED ARTIST.
Sýnlngarstaður: AUSTURBÆJAR-
BÍÓ.
GLEÐILIFNAÐUR er sagður elzti
atvlnnuvegur konunnar. Aðalper-
sóna kvikmyndarinnar Aldrei á
sunnudögum, stundar hann með
mtklum glæsibrag og þénar aS því
er vlrðist sem nokkurs konar líf-
akkeri hafnarverkamanna í gríska
bænum Piræus þeim til halds og
trausts i þurftum líkama og sálar.
Samkvæmt stöðu sinni er hún
mannvönd nokkuð og gleður að-
eins þá, sem henni geðjast, en þeir
eru raunar allmargir. Illia,, en svo
heitir gleðikonan, er lífsglöð og
virðist ekkert baga hana fyrr en
bandarískur menningarmaður kem
ur tll sögunnar og tekst það mikla
■ hlutverk á hendur að endurrelsa
gleðikonuna.
BANDARÍKJAMAÐURINN, sem heit
ir f höfuðið á höfundl Ódysselfs-
kviðu, er haldlnn háum hugsjón-
um. Honum ægir mennirigarhrun
Grikklands, og gleðikonan lllia
verður honum ímynd þjóðarinnar,
sem glataði menningu sinnl og lifir
gjálff f fullkomnu slnnuleysl um
hina sönnu hamlngju, sem Banda.
ríkjamaðurinn hefur leslð um að
menn hafl notlð f landinu til
forna. Hómer þessi vildl raunar
endurrelsa alla hlna grfsku þjóð,
en hann byrjar á gleðikonunni og
gengur að þvi með brennandi á-
huga og viturlegum fortölum og
fær daufar undirtektir.
ÞAÐ ER TIL marks um, að lllia
þessi er ekki rétt hversdagsleg
gleðikona, að hún hefur mikia á-
nægju af hinum grísku harmleikj-
um og sér sig ekki úr færi að
sækja þá í höfuðborginni Aþenu.
Leikina túlkar hún eftjr sínum geð
þótta á þann veg að snúa hörmung
unni í gleðilegan velfarnað, sem
endar líkt og karl og kerling riðu
á alþing. Bandaríkjamaðurinn
stenzt ekki reiðari en þegar hann
heyrir þessa kúvendingu í skoðun
hinna grísku harmleikja ,og horf-
ir þunglega hjá honum að koma
gleðikonunni á réttan kjöl í lífinu
um sinn. Þar við bætist, að hinn
bandaríski Hómer hefur ekkl fjár
hagslegt boimagn til að hrinda
hugsjón sinnl i framkvæmd. Úr
þvi rætist þó með þvf að mellu-
dólgur einn og. rekandi gleðihúss
í Piræus býður honum aðstoð, en
þar liggja engar hugsjónir að baki.
Dólgurinn sem kallast Smettlð, vill
losna við llliu af markaðnum þvi
hún hleypir illu blóði f stúlkur
hans, sem þykjast sviknar á kaup-
inu.
HÓMER er að sjálfsögðu stórreið-
ur yfir þessu tilboði, en metur
meira sálarheill hinnar sönnu
ímyndar og hirðlr peningana. í
krafti þessa fjármagns fær hann
leyfi gleðikonunnar til að fóðra
hana | hálfan mánuð á sígildum
bókmenntum og æðri tónlist og
öllu, sem til hans friðar heyrir. En
llliu leiðist bókmenntir og vill
heldur hlusta á dægurlög sinnar
þjóðar en Back og Mózart. Hafnar
verkamennirnir i Piræus þykjast
heillum horfnir að missa líftaug
sína í menningarmanninn, en lllia
hlítir þó ieiðsögn hans að mestu
þar til hún uppgötvar, að fyrr-
nefndur melludólgur greiðir allan
kostnað af náminu.
ILLIA hefur þá umsvifamikinn skiln
að við andlegleikann, visar menn-
ingarmanninum úr íbúð sinni og
landinu ,og kemur auk þess af stað
verkfalli hjá stallsystrum sínum,
sem vinna gífurlegan fjárhagsleg
an sigur á Smettlnu. Að því loknu
býst lllia til að taka gleði sína aft-
ur, en Bandaríkjamaðurinn verð-
ur enn á vegi hennar. Illiu er þá
runnin reiðin, og þá er það hún
og vinir hennar, sem taka þann
bandaríska í læri. Námið sækist
fljótt og vel og eftir nokkra inn-
birta sjússa skilst Bandarfkjamann
inum, að gleðin sé víðar fólgin en
í fræðum þeirra Platons og Aristó
telesar. Það varð endir bandarískr
ar aðstoðar við menningarlega end
urreisn Grikklands, og það er ekki
laust við, að I því felist nokkur
broddur.
MELINA MERCOURI fékk skíragull
í Cannes fyrlr leik sinn f þessari
kvikmynd og er vel að því komin,
en Bandaríkjamaðurinn Dassin,
sem fer með hlutverk landa síns
í myndinni, skrifaði handritið og
stjórnaði leiknum, á eigl síður mik
ið lof skilið Það verður ekki ann.
að séð en hann haldi til jafns við
hina frægu grísku Melinu. — BÓ
Morðingi Trotzkys
Pfomhpírf qt R «íðu
u<5i árið 1940 að varúðar-
ráðstafanir voru ekki út í
bláinn þegar hópur vopn-
aðra manna hóf vólbyssu-
árás á húsið. 73 kúlum var
skotið að svefnherbergi
þeirra Trotzkys-hjóna og
mátti það mildi kallast að
þau sluppu ósærð.
Þann 20. ágúst var aftur
reynt að ráða Trotzky af dög
um og i það sinn heppnaðist
tilræ'ðið. Ungum manni, sem
ýmist kallaði sig Momard
og Jacson hafði tekizt að
komast i kunningsskap við
Sylviu Ageloft, sem hvorki
var ung né fögur en náinn
vinur þeirra Iijóna, einkum
frúarinnar. Maffurinn þótt-
ist vera belgískur að þjóð-
erni.
Þannig tókst unga mann-
inum loks að koma sér í
mjúkinn hjá Trotzky oe þar
kom að þeir voru tveir ein-
ir í herbergi, Trotzky hafði
lofazt til að líta yfir hlaða-
grein sem ungi maðurinn
var með 1 smíffum. Glæpa-
maðurinn lýsir sjálfur
ódæði sínu á þennan veg:
„Um leið og\Trotzky hóf
að lesa greinina. sein ég
liafði haft að yfirskini, tók
ég isöxina úr regnfrakka-
vasanum og sló hann þungt
llÖ'fcr í höf’tðifí — Trof-rlív
spratt upp í stólnum eins
og vitfirrtur maffur, kastaði
sér vfir mig og beit mig í
höndina “
Áður en morðingjanum
tókst að sleppa úr greipum
hins deyjandi manns, voru
Iífverðirnir komnir á vett-
vang. Einn þeirra var
Joseph Hansen frá Utali,
sem Danir telja danskan.
Þeir komu í veg fyrir að
inorðingjanum tækist að
flýja bíl sem beið tilbú-
inn við húsið. En lífi
Trotzkys tókst þeim ekki að
bjarga.
Mexikanska Iögreglan
gerði gangskör að því að
upplýsa öll atriði og tildrög
morðsins En ekki tókst þó
fyrr en seint og um síðir að
stafffesta hver morðinginn
var í raun og veru og allt
var á huldu um samverká-
menn hans og samseka.
Morðinginn var dæmdur í
20 ára fangelsi og það var
ekki fyrr en leið nær lok-
um fangelsisvistar hans að
tókst að komast að því
sanna um hann. Hann reynd
ist vera Spánverji, Ramon
Mercadol að nafni. Öðmm
þræði voru það fingraför
hans og enn fremur upplýs-
ingar frá móffur hans, sem
var þekktur kommúnisti,
sem að lokuin leiddi lög-
regluna á rétta sporið. í
bók Levines er prentað
samtal sem hann átti við
móðurina, átakanlegt samtal
við konu sem hafði eggjað
son sinn til ódæðisverksins.
í eftirmála bókarinnar er
það upplýst, að þegar Ra-
mon var að lokum sleppt úr
haldi i Mexíkó, tóku á móti
honum tveir sendiráðunaut-
ar frá Tékkóslóvakíu og
fóru með hann um Kúbu til
Prag. Gefur það nokkra vís-
bendingu uni hver stóð að
baki morðinu.
Konungsgiíman
Framhald af 8. síðu.
■son felldi1 okkar alla Næstir
að vinningum urðum við Guð-
mundur Kr. Guðmundsson með
tvær byltur hvor“ En 4. ágúst
segir hann: „Þó hafði ég jafna
vinningatölu og sigurvegarinn og
Hermann Jónasson, fleiri, eða alla
mögulega". Hið fyrra er rétt, en
í síðara tilfellinu virðist höfund-
ur vera að gefa i skyn, að þrír
eða fleirj glímumenn hafi orðjð
jafnir að vinningum og því eðli-
legt, að einum væri dæmd verð-
launin Hítt er svo annað. hvermg
þrír glímumenn eða flein i glímu.
þar sem átta keppa. geta orðið
jafnir að vinningum með, alla
mögulega eða sjö.
/' Að lokum þetta: Rök þau, sem
komið hafa fram í skrifum mínum
um konungsglímuna 1921, sanna.
að engin missögn er í inngangin-
,um að viðtalinu við H- J- í afmæl-
isriti skjaldarglímunnar. Þau
sanna einnig, að Guðm Kr Guð-
mundsson hlaut konungsbikarjnn
sem fegurðarglímuverðlaun, en
Hermann Jónasson fagran silfur-
bikar í sigurlaun.
H. G.
^íðavangur
og flótti vestur yfir síðustu
inánuffi ber satt að segja ekki
vott um neinn sérstakan * 1 „feg-
inleik“ fólksins austan múrs-
ins. Og „freistingin" á því að
komast vestur yfir virðist enn
við lýði, og fólk leggur ekki
svo lítiff á sig til þess að full-
nægja henni. Sú freisting stend
ur líka til þess, sem mönnum
er dýrmætast á jörðu hér —
frelsis.
Stóru-Tjarnarheimilið
Framhald af 9 síðu
gekk einu sinni í frímúrararegl
una, og var þar einn vetur, en
ég mátti ekki vera að því að
vera þar, svo ég varð að hætta.
Þessi hilla hefði ekki orðið
til, ef ég hefði eklii hætt þar.
Það mætti lengi spjalla við
Kristján, skoðanir hans á list-
inni, lífinu og tilverunni, en
nú kemur Aðalgeir í dyrnar,
en hann hafði verið úti að eiga
við hey, þegar við gengum í
bæinn. Þær voru einmitt eftir
Aðalgeir andlitsmyndirnar, sem
við höfðum vérið að rekast á
hér og þar í sveitum Þingeyjar
sýslu undanfarna daga. Mynd-
ir, sem baendur höfðu gjarnan
látið gera af sér og konum sín
um, og því er það að við vind-
urh okkur að Aðalgeir og inn-
um hann eftir þessu.
— Hefur þú fengið tilsögn
i málaralist, Aðalgeir?
— Já. segja má það Ég var
áður fyrri nokkuð á Akureyri
við húsamálningar. Þar lærði
ég nokkur undirstöðuatriði í
kúnstmálningu hjá Hauki Stef
ánssyni.
— Mér skilst það, Aðalgeir,
að það sé alleftirsótt, að fáí
hjá þér mynd af sér?
— O, jæja. Annars kemst ég
ég ekki yfir það, tíminn er held
ur enginn.
— Er jafnauðvelt að mála
alla?
— Mér þykir erfiðast að mála
eftir ljósmyndum. Annars þyk
ir mér erfiðast að hafa aldrei
samfelldan tíma, þurfa alltaf
að vera að byrja og hætta.
Við göngum upp með Aðal-
geir og skoðum marga listilega
vel gerða smíðisgripi, sem
hann hefur gert marga hverja
úr íslenzku birki. Askar, lamp-
ar, skrín bera þar vott list-
fengu handbragði.
— Er gott að smíða úr birk-
inu? spyr ég.
— Það er nú bara gallinn,
að það koma oft kvistir, sem
maður ekki sér fyrir í upphafi.
— Hefurðu aldrej reynt að
móta í leir, Aðalgeir?
— Leir, jú það hefur maður
nú reynt. Það er mun auðveld
ara að móta í leir en skera
út.
Veru okkar á Stóru-Tjörn-
um er brátt lokið. Komumenn
standa upp og þakka fyrir góð-
ar móttökum. Brátt rcnnur
bíllinn úr hlaði, með tvo ferða
langa innanborðs, sem hafa orð
ið vitni að því, að enn búa
skurðhagir og listfengir nienn
í sveitum landsins. KI
Leiguflug
Sími 20375
VARMA
PLAST
EINANGRUN.
Þ. Porqrímsson & Co.
Borgartúni 7 Sími 22235
Kennsla
Enska, þýzka, franska,
sænska. danska, bókfærsla
og reikningur.
Harry Vilhelmsson
Haðarstíg 22
Sími 18128
Akíð S|álf AKIÐ
nvjuro bíl SJALF |
Alraenna oifreiðalelgan h.t. NÝJUM Bll
Hringbraul 106 — Simi 1513 ALM HIKREIÐALEIGAN
Keflavák Klapnarstig 40 SÍMI 13776
NYLDN NANKIN VINNUFÖTIN HENTA VEL VIÐ DLL
ALGENG STDRF TIL LANDS GG SJÁVAR.
□ □ HfaPI TRYGGJA VANDAÐ EFNI DQ GDTT SNIÐ
miQM
M /\ m i r-Ni
STORAUKIN SALA SANNAR VINSÆLDIR VÖRUNNAR
TÍMINN, föstudagurinn 28, sept. 1962