Tíminn - 18.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.10.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR Landbúnaðarráðherra ræður bændum frá að rækta korn t umræðum um korn- ræktarmál á Alþingi í gær gaf Ingólfur Jónsson land búnaAarráðherra þá at- hyglisverðu yfirlýsingu, að hann teldi rangt að hvetja bændur til korn- ræktar meðan kornrækt- in „væri enn á tilrauna- stigic eins og ráðherrann komst að orSi. Karl GuSjónsson mælti í sam- einuðu þingi fyrir tillögu til þings ályktunar, er hann flytur ásamt þeim Halldóri Ásgrimssyni, Birni Fr. Björnssyni og Ágústi Þorvalds syni um aðstöðujöfnun innlendr- ar kornframleið'slu við innflutning korns frá útlöndum. Kveður til- lagan á um að ríkisstjórnin lá.ti greiða verðbætur á íslenzkt korn til jafns viö niðurgreiðslur á inn- fluttu korni. Karl sagði, að nú hefðu bænd- ur almennt víð'a á landinu hafið kornrækt, að segja mætti, að hún væri komin af tilraunastigi og mætti ætla að hún myndi ryðja sér mjög til rúms hér á næstu ár- um, ef henni yrðu búin eðlileg skilyrði. En eins og nú er málurh háttað um verðlag á kornvöru get- ur hins vegar tæplega orðið um mikla aukningu kornræktar að ræða, þótt vaxtarmöguleikar henn ar að öðru leyti væru hinir beztu. Erlent korn á íslenzkum markaði er greitt niður sem svarar 18,61% af fob-verði. Hér er um verndar- toll á erlendri vöru gegn innlendri vöru að ræða, því að erlenda var- an er seld undir eðlilegu verði hennar sem niðurgreiðslunni nem ur en íslenzka kornið nýtur engra sambærilegra verðbóta. Tillaga sama efnis hefur á tveim ur síðustu þingum verið lögð fram aí sömu flutningsmönnum, en ekki náð fram að ganga. Ríkis- stjórnin hefur haft þetta mál í hendi sér, því að hún hefur heim- iid til að ákveða slíkar niðurgreiðsl ur og hér er farið fram á, en hún hefur ekki gert það. Flestir virð- ast sammála um það bæði innan þings og utan að hér sé um eðli- lega ráðstöfun að ræða og vonandi líður ekki þriðja þingið án þess að' Alþingi taki afstöðu til þessa máls. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra tók næstur til máls. Á- taldi hann flutningsmann fyrir að halda því fram, ag íslenzk korn- rækt væri kom- in af tilrauna- stigi og gæti orð- ið almenn. Rík- isstjórnin og At- vinnudeild há- skólans vinnur að tilraunum í kornrækt og vís- indamenn telja nauðsynlegt að rækta sérstakt afbrigðj fyrir íslenzkar aðstæður. Það muni reynast kleift og ekki taka mjög mörg ár. Þær uppbæt- SILDARLEITÍNA ÞARF AÐ AUKA STÓRLEGA Jón Skaftasoin mælti í gær fyrir tillögu til þings- ályktunar, er hann flytur í sameinuðu þingi ásamt Eysteini Jónssyni og Ólafi Jóhannssyni. Tillaga þessi P kveður á um a3 ríkisstjórn ^ in geri ráðstafanir til þess, að síldarleit eigi sér stað allan ársins hring allt um- hverfis landið. Jón Skaftason minnti á, að hann flutti í fyrra ásamt Eysteini Jónssyni og Ólafi Jóhannessyni tillögu um að síldarleitarskip- um yrði fjölgað í þrjú á sumar síldveiðum. Þessi tillaga dagaði uppi, en þó varð að ráði að fjölga síldarleitarskipum í þrjú og í sumar gaf síldarleitin mjög góða raun undir ötulli forustu Jakobs Jakobssonar. í viðtali Mbl. við einn af aflakóngunum á vertíðinni sagði hann, að hann áliti að þakka mætti síldarleit- inni allt að helmingi aflans á vertíðinni og sýnir það glöggt, hvílíkt gildi síldarleitin hefur. Það er nú vitað, sagði Jón, að síldin er hér við landið árið um kring og reynsla undanfar inna ára sýnir, að viti menn um dvalarstaði síldarinnar er unnt að veiða hana á hvaða tíma sem er með beitingu nýj- ustu tækni og góðra skipa. — Stöðug síldarleit þarf því að eiga sér stað allt árið landið um kring til þess ag fylgjast með göngu síldarinnar og ættu bátar þá að geta stundað síldveiðar árið um kring. Eins og nú er háttað Þurfa bátar sífellt að vera að skipta um veiðarfæri til hinna mis- munandi úthalda. Veiðarfærin eru óhemju dýr og í þeim er bundið mikið fé, sem nýtist illa. Þessu væri unnt að breyta, ef bátar gætu stundað síldveið- ar meg sömu veiðarfærin allt árið og Þá frá heimahöfnum. Þá myndu og síldarverksmiðj- ur og söltunarstöðvar nýtast mun betur og betri nýting gæfi möguleika til að greiða hærra verð fyrir aflann. — Til þess ag svo geti orðið er nauðsyn- legt að halda úti nægilega mörgum síldarleitarskipum til að fá sem gleggst yfirlit um síldargöngurnar og hvar beztar eru veiðihorfurnar. Sá kostnað- ur, sem af því leiddi myndi koma margfaldlega til baka með auknum afla. Hér er um svo ábatasama starfsemi fyrir þjóðfélagig í heild að ræða, að eðlilegt má telja, að ríkissjóð- ur standi undir þeim kosnaði. er af síldarleitinni kann að leiða. Eysteinn Jónsson sagði, að sér skildist, að síldarleitinni hefði verig hætt með öllu í haust og kvaðst álíta að síldar- leitinni hefði átt að halda sleitu laust áfram. Beindi hann þeirri spurningu til þess ráðherra. er fer með sjávarútvegsmál í for- föllum Emils Jónssonar, hvað áformag væri í síldarleitarmál- unum á næstunni. Þá sagðist Eysteinn ekkí JÓN SKAFTASON geta stillt sig um að minnast á síldarúthaldið nú fyrst verið væri að tala um síldarmál og síldarleit. Skoraði hann á ríkis- . stjórnina ag ganga í milli og leysa síldveiðideiluna án tafar og leita strax heimildar Alþing is fyrir því' fjármagni, sem til þyrfti til að brúa þau bil, sem á milli skildu. Þegar haft er í huga hvílik gífurleg verðmæti fyrir þjóðina alla eru hér í veði og enn fremur, að það fjármagn sem þyrfti í tækjatillög til að Jeysa málið, væri tiltölulega lít ið, miðað við þær upphæðir, sem nú væri velt á milli. hlýt ur mönnum að verða Ijóst, hve sjálfsagt Það er að hefjast handa um lausn deilunnar án tafar. Framh á 15 síðu ur, sem farið væri fram á í til- lögunni væru í raun ekkert stór- mál, þær nema samtals ekki nema um hálfri milljón króna, en fram- tíð ísl. kornræktar veltur ekki á þessu máli og það er mjög hæpið af ríkisvaidinu að hvetja bændur til kornræktar meðan hún er enn á tilraunastigi og því held ég að á þessu stigi sé þessi tillaga ekki réttmæt, en hins vegar mætti at- huga þá leið að styrkja þá, sem við kornrækt fást meðan þetta er áhættusamur atvinnuvegur. Karl Guðjónsson sagði, að segja mætti um alla atvinnuvegi íslend- inga, að þeir væru á tilraunastigi, ef lagður væri skilningur ráð- herrans á það mál, en nú eru bænd ur nokkuð almennt í sumum lands hiutum teknir að rækta korn og þá er það í mínum huga engin fjarstæða að segja að kornræktin sé komin af algjöru byrjunarstigi, en auðvitað á að halda tilraun- uro ósleitilega áfram. Eysteinn Jónsson sagð'i, að þessi tillaga fjallaði ekki um að styrkja íslenzka kornrækt heldur um það eitt, að hún njóti jafn- , réttis við ér- lénda framleiðslu a innanlands- markaði. Mönn- um er það al- gjör ráðgáta, hvernig ráðherr- ann getur kom- izt að þeirri nið- urstöðu að rétt sé að láta erlenda kornframleiðendur njóta betr; að- stöðu hér á íslandi en innlend- um kornframleiðendum, en hann sngði áðan, að hann teldi ekki tímabært að iafna þennan aðstöðu mun, eins og tillagan kveður á um. Hugsun ráðherrans virðist sú að letja menn til kornræktar en ekkj bvetja meðan ísl. korn- rækt er enn á „tilraunastigi" eins og ráðherrann orðar það. Hvernig færi, ef slíkur þankagangur yrði almennur og einstaklingsframtak ið, sem við' verður að treysta svo mjög á í framvindunni, yrði þann i,g hrætt frá að legg.ia í nýjar at- vinnugreinar vegna þess að nið- urstöður lokatilrauna liggja ekki fyrir? Hvar stæðum við nú ef þess im hugsunargangi hefði verið fylgt? Það á eftir að gera stórkostleg- ai tilraunir í grasrækt. Grasrækt hefur þó verig stunduð hér frá landnámstíð. Skv. þankagangi ráð herrans ætti ag vera sjálfsagt að greiða niður erlent innflutt hey þar til búið væri að gera loka- tilraunir í grasrækt á fslandi. — Ráðherrann grípur í það strá, að kornrækt hafi gengið erfiðlega hér á landi í sumar, en sumarið var líka sérstaklega óhagstætt. — Það voru lika erfiðleikar í gras- ræktinni eða er rá.ðherrann búinn að gleyma hinu mikla kali í tún um? — Svo talar ráðherrann eins og hann viti ekkert um Það, að það hafa verig gerðar tilraunir í kornrækt áratugum saman í næsta nágrenni við hann, en hvað á að bíða lengi eftir þeim til- raunum, sem ráðherrann segist vera að láta gera? Ráðherrann þarf engu að kvíða um Það, að honum verði kennt um þótt korn rækt misheppnist í slæmu árferði, þótt hann fallist á ag réttmætt sé að ísl. korn njóti jafnréttis við erlent á ísl. markaði. Tilraunum i kornrækt verður að sjálfsögðu að halda áfram af fullum krafti — en þær koma þessu sérstaka máli hreint ekkert við. Ingólfur Jónsson sagði, að þetta smámál, þessi hálfa miljón, sem hér væri um að ræða, væri ekki afgerandi um framtíð íslenzkrar kornræktar, heldur það, hvort tækist ag finna árvisst afbrigði korns, er hentaði íslenzkum að- stæðum. Vísindamenn hefðu von ir um ag það kynni ag finnast eftir 3 til 4 ár. Þótt kornræktar tilraunir hafi verið stundaðar hér í 30 ár tel ég þær ekki fullnægj andi. Nú vinna hinir færustu menn að þessum málum, sem eru miklu betur menntaðir en sá mað ur, sem hér hefur verið á minnzt í sambandi vig komræktartilraun ir. Ef bændur ráðast í kornrækt áður en tilraunum er lokið og verða fyrir áföllum, tel ég betur heima setið en af stað farið. — Þá sagði ráðherrann, ag hanm mælti ekki gegn samþykkt þess- arar tillögu. Eysteinn Jónsson kvaðst fagna Því, að ráðherrann lýsti því yfir, að hann legðist ekki gegn þess- ari tillögu og kvaðst vona að sú afstaða héldist og mábð næði fram að ganga. Eysteinn sagði, að hér væri um mikið réttlætis- og nauðsynjamál ag ræða, Því að 18,61% niðurgreiðsla á erlent korn en ekkert á innlent jafngilti næstum banni á ísl. kornrækt. — Hvaða atvinnuvegur getur staðið undir 20% auka- og umframskatti á framleiðslu sína? Þingstörf i gær Fundur var í sameinuðu þ'imgi í gær. Tvö mál voru tekin til umræðu. Innlend kornfram. leiðsla, og hafði Karl Guðjóns- son framsögu fyrir henni, en auk hans töluðu. Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra og Eysteinn Jónsson. Tillaga um síldarlejt, er Jón Skaftason hafði framsöigu fyrír, en auk þess ræddu tillöguna þeir Ey- steinn Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason. Þá voru þessi þingmál lögð fram í gær: Frumvanp um Tunnuverksmiðjur ríkisins, flm. Jón Árnason, frumv. um hagfræðilegiar leiðbeinjngar fyrir bændur, flm. Magnús Jónsson, frumv. um opinbera rannsókn á sjóslysum við strendur íslands undanfarin 23 ár, flutnm. Gunnar Jóhanns son og Karl Guðjónsson. Þá ber Gísl'i Guðmundsson fram fyrirspurn til ríkisstjórn- arinnar um mismun gjaldeyris- andvirðis skv. 6. gr. 1. nr. 28, ’62 Á dagskrá neðrí deildar í d.ag er frumwarp þingmanna Fram- sóknarflokksins um efnahags- mál. Fyrsti flutningsmaður Ey- steinn Jónsson mun hafa fram- söcgu fyrir frumvarpinu. 6 T í MIN N . fimmtudaginn 18. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.