Tíminn - 21.10.1962, Blaðsíða 6
Þar sem afstöðu íslands til Efna
hagsbandalags Evrópu, getur bor-
ið fljótlega á góma á Alþingi,
þykir rétt að rifja hér upp f stór-
um dráttum nokkur höfuðaíriði í
stefnu og starfsháttum bandalags
ins.
í upphafi þykir rétt að minna á
það, að nafn bandalagsins er að
ýmsu leyti villandi. Bandalaginu
er ætlað að verða meira en venju-
legt efnahagsbandalag eða efna-
hags'Samvinna tiltekinna ríkja.
Bandalaginu er ætlað að verða
nýtt ríki með tíð og tíma. Um Það
vitna fjölro-örg ummæli forgöngu-
manna þesw og núv. leiðtoga. Um
það vitnar og ótvírætt sá samn-
ingur, er bandalagið byggist á.
Efnahagsbandalag Evrópu er
byggt á hipum svokallaða Rómar-
samningi, sem var undirritaður
25. marz 1957 af sex aðildarríkj-
um, Vestur-Þýzkalandi, Frakk-
landi, Ítalíu, Belgíu, Hollandi og
Luxemburg.
Tilgangur EBE
f 2. grein samningsins er því
lýst sem takmarki bandalagsins,
að bandalagsríkin verði sem mest
cin efnahagsleg heild. í 3. grein
er þessi tilgangur nánar markað-
ur á eftirfarandi hátt:
,,a) Brottnám tolla og beinna
viðskiptahafta á innflutning og
útflutning milli aðildarríkjanna,
svo og annarra ráðstafana, sem
svipuð áhrif hafa;
(b) setning sameiginlegs tolls
og sameiginlegrar viðskiptastefnu
gagnvart löndum utan bandalags-
ins;
(c) niðurfelling á tálmunum á
frjólsum tilfærslum vinnuafls,
þjónustu og fjármagns milli með-
limaríkjanna;
(d) setning sameiginlegrar
stefnu f landbúnaðarmálum;
(e) setning sameiginlegrar
stefnu á sviði flutningamála;
(f) stofnun kerfis, sem tryggi
að samkeppni sé ekki aflöguð inn-
an sameiginlega markaðsins;
(g) ráðstafanir, sem geri kleift
að samrýma stefnu meðlimaland-
anna á sviði efnahagsmála og leið-
rétta misvægi í greiðslujöfnuði
þeirra.“
Þá eru ákvæði um stofnun sér-
staks félagsmálasjóðs, er vinni að
bættum atvinnumöguleikum verka
fólks og stofnun sérstaks fram-
kvæmdabanka, er veiti lán til
efnahagslegra framfara.
FuTlu viðskiptafrelsi innan
bandalagssvæðisins skal náð á að-
lögunartímabili, sem skal lengst
vera 12—15 ár. Aðlögunartímabil-
inu er svo skipt í 3 stig, sem
hvert um sig skulu lengst vera 4
ár, með hugsanlegri lengingu fyrir
fyrsta stigið. Jafnhliða þessu skal
settur sameiginlegur ytri toliur.
Samtímis þessu skal ske annar
sá samruni, sem stefnt er að, þ.e.
komið á frjálsum vinnu- og fjár-
magnsmarkaði, sameiginlegri
stefnu í landbúmaðarmálum og
samgöngumálum, samræmdri
stefnu á sviði efnahagsmála og
ýmsrar löggjafar, og stofnun Fé-
lagsmálasjóðs og Framkvæmda-
banka.
Stjórn EBE
Stjórn bandalagsins er í hönd-
um framkvæmdastjórnar, ráðs,
þings og dómstóls.
FRAMKVÆMD ASTJ ÓRNIN er
skipuð 9 mönnum, sem valdir eru
til fjögurra ára. Meðlimum henn
ar ber að vera óháðum stjórnum
þátttökuríkjanna. Verkefni fram-
kvæmdastjómarinnar er, að
tryggja framkvæmd ákvæða samn
ingsins og fara með úrskurðarvald
samkvæmt því. Hún hefur því
mjög víðtækt vald til að ákveða
stefnu og aðgerðir bandalagsins.
f RÁÐINU á sæti einn fulltrúi
frá hverri ríkisstjórn aðildarríkj-
anna. Hlutverk þess er að tryggja
það, að stefna aðildarríkjanna á
sviði efnahagsmála í heild séu sam
rýmdar. Enn fremur er ráðinu ætl-
að að taka ákvarðanir í samræmi
við ákvæði samningsins. Yfirleitt
er ætlazt til, að Slíkar ákvarðanir
séu aðeins teknar eftir tillögum
framkvæmdastjórnarinnar. Ráðið
getur ekki breytt ákvörðun, sern
framkvæmdastjórn telur sig
byggja á ákvæðum samnjngsins,
nema með samhljóða atkvæðum.
Um margar þýðingarmiklar á-
kvarðanir þarf einróma sam-
þykki, aðallega þó á fyrstu stigUm
aðlögunartímans. Eftir það gildir
yfirleitt meirihluta ákvörðun, en
þá reiknast stóru ríkjunum tvö-
faldur til fjórfaldur atkvæðisrétt-
ur á við minni ríkin.
Á ÞINGINU eiga sæti fulltrúar
kjörnir af þjóðþingum þátttöku-
ríkjanna. í framtíðinni er ætlazt
til að þeir verði kosnir beinum
kosningum, sem framkvæmdar
verði á sama hátt í öllum þátttöku-
ríkjunum. Þá er ætlazt til, að
Frakkland, Vestur-Þýzkaland og
ítalía hafi 108 fulltrúa hvert,
Belgía 42, Holjand 42 og Luxem-
burg 18. Hlutverk þingsins er
fyrst og fremst að hafa eftirl.it
með störfum framkvæmdanefnd-
ar. Það hefur aðeins ráðgefandi
vald. Þó getur það samþykkt van-
traust á framkvæmdanefndina
með % hlut atkvæða, og ber
henni þá að segja af sér.
DÓMSTÓLINN; skipa 7 dómarar.
Hann skal fylgjast með því, hvort
ákvarðanir ráðsins og fram-
kvæmdastjórnar séu löglegar. Að-
ildarríki er skylt tii að hlíta úr-
skurði dóms, ef hann telur að það
hafi ekki fullnægt skyldum sínum
samkv. samningnum.
Mjög hefur það verið gagnrýnt,
að skipulag bandalagsins sé ólýð-
ræðislegt, þar sem meginvöldin
séu í höndum ólýðræðislega kjör-
innar framkvæmdastjórnar, sem
sé ekki fyllilega ábyrg gagnvart
neinum. Embættismannavald verði
þvf mestu ráðandi og því meira.
sem lengra líður fram.
Afsölun siálfsforræðis
í 188. grein samningsins er tek-
ið fram, að ákvarðanir fram-
kvæmdastjórnarinnar eða ráðsins,
geti ýmist verið reglur eða fyrir-
mæli (regulations and directives),
ákvarðanir (decisions), tilmæli
eða ályktanir (recommendations
or opinions). Mismunur þessa er
þannig skilgreindur:
Reglur hafa almennt gildi og
verða bindandi að öllu leyti fyrir
aðildarríkin, sem ber að láta þær
koma til framkvæmda beint.
Fyrirmæli eru bindandi fyrir
sérhvert aðildarríki, sem þeim er
beint til, en framkvæmd þeirra er
í höndum ríkjanna sjálfra.
Ákvarðanir eru bindandi að öllu
leyti fyrir þá, sem ákvörðunin
hl.ióðar um.
Tilmæli og ályktanir eru ekki
bindandi.
Reglur, fyrirmæli og ákvarðanir
hafa sama gildi i aðildarríkjunum
og lög, er þau hafa verið birt. Um
birtingu þeirra er kveðið á í gr.
DE GAULLE og ADENAUER — valdamestu menn EBE.
191. Valdsvið þjóðþinganna tak-
markast tilsvarandi. Það alþjóða-
samstarf, sem stofnað er til með
Efnahagsbandalagi Evrópu er það,
sem nefnt er „supra-national“, er
þýðir, að aðildarríkin afsala sjálfs-
forræði í hendur stofnana banda-
lagsins.
Af ýmsum sérfróðum mönnum
hefur verið gizkað á, að full aðild
feli í sér, að viðkomandi þjóðþing
afsali allt að helmingnum af valdi
sínu, þar sem efnahagsmál og. at-
vinnumál séu raunverulega tekin
úr höndum þess og það hafi lítið
eða ekkert um þau að segja eftir
það, nema þá að bera fram óskir
við framkvæmdastjórn EBE, likt
og Alþingi bar fram bænarskrár
við konung fyrir öld.
Sameiginlegur
markaður
Með Rómarsamningnum skal,
eins og áður er getið, stofnað til
sameiginlegs markaðar. Það nær
til allra vara, jafnt iðnaðarvara
sem landbúnaðar- og sjávarútvegs-
vara. Skulu tollar og viðskipta-
höft felld niður milli þátttöku-
landanna, svo og aðrar tálmanir,
er sömu áhrif hafa á viðskipti mílli
þeirra. Samtímis skal settur sam-
eiginlegur tollur gagnvart löndum
utan bandalagsins.
Ef ísland gerðist þátttakandj í
Efnahagsbandalaginu, fengj það
að selja útflutningsvörur sínar
tollfrjálst og hömlulaust j löndum
handalagsin§, en í staðinn yrði að
leyfa hér tolla- og hömlulausan
innflutning íðnaðar- og landbún-
aðarvara frá þessum löndum. Þá
yrði ísland að setja toll á innflutn
ingsvörur frá löndum utan banda-
lagsins, en það gæti kallað á gagn-
aðgerðir frá þeim og hindrað
sölu ísl. útflutningsvara í þeim lönd
um. Það er enn lítið eða ekkert
rannsakað, hvaða áhrif aðild ís-
lands að bandalaginu gæti þannig
haft f heild. Slík rannsókn fór
fram í Danmörku í fyrra, og leiddi
hún m.a. í ljós, að Danir telja 20%
af iðnaði sínum í mikilli hættu, ef
úr aðild þeirra verður.
Frjáls vinnumarkaður
Samkvæmt ákvæðum 48.5 gr
samningsins, skal stofnað til frjáls
vinnumarkaðs innan bandalagsins.
Skal þetta hafa gerzt innan loka
aðlögunartímabilsins, en nánari
tímaákvæði eru ekki gerð. Með
48.2 gr. er nánar skilgreint, að
með frjálsum vinnumarkaði sé
átt við afnám allra mismununar
vegna þjóðernis vinnandi fólks frá
aðildarríkjunum, með tilliti til at-
vinnumöguleika, launa og annarra
vinnukjara. Takmarkanir skulu þó
leyfðar vegna almennrar reglu-
(public order), öryggis og heilsu-
fars. Þá er og tekið fram, að á-
kvæðin taki ekki til vinnu í opin-
berri þjónustu.
Að öðru leyti ná ákvæðin til
þess, að leyfilegt er:
(a) að þiggja vinnutilboð, sem
gerð eru;
(b) að njóta í þeim tilgangi
ferðafrelsis innan landsvæðis að-
ildarríkjanna;
(c) að dveljast í hvaða abildar-
ríki sem er, til þess að stunda þar
vinnu, í samræmi við vinnulöggjöf
og reglugerðir viðkomandi aðildar-
ríkis; og
(d) að eiga búsetu á landsvæði
aðildarríkis eftir að vinna hefur
verið þegin, samkvæmt skilyrðum,
sem framkvæmdastjórnin skal
setja reglur um.
Ráðið skal við gildistöku samn-
ingsins eftir tillögum framkvæmda
stjórnarinnar og að fengnu áliti
hag- og félagsmálanefndarinnar,
gefa út fyrirmæli og reglugerðir,
til að koma á frjálsum vinnumark-
aði. Um slík fyrirmæli er sérstak-
lega tekið fram að þau skuli
tryggja samvinnu vinnumála-
stjórna landanna, afnám laga og
fyrirmæla, sem hindri stofnun
frjáls vinnumarkaðs o. fl.
Gagnkvæm réttindi til
atvinnureksturs
f samræmi við ákvæðin um
frjálsan vinnumarkað, eru í Róm-
arsamningnum ákvæði um réttindi
til atvinnureksturs. Þes-si ákvæði
(gr. 52—58) eru í .aðalatriðum
þau, að takmarkanir á frelsi til
atvinnurekstrar fyrir borgara að-
ildarríkis j öðrum aðildarríkjum
skulu afnumin í áföngum á aðlög-
unartímabilinu. Afnám þetta nær
einnig til takmarkana á stofnun
umboðsfyrirtækja, útibúa og dótt-
urfyrirtækja Ákvæði samnings-
ins fjalla um frelsi til atvinnu-
reksturs eða „freedom of establisk
ment“. Það hugtak gefur þó ekki,
að því er virðist, fyllilega hug-
mynd um það, sem við er átt. Hér
er ekki átt við algert frelsi til
hvers kyns atvinnureksturs, held-
M EFNAHAGSBANDAUG EVROPU
ur réttindi til sömu kjara á því
sviði og viðkomandi land veitir
eigin borgurum. Þeim takmörkun-
um, sem kunna að vera á réttind-
um til atvinnureksturs, virðist því
mega halda, en með þeim má ekki
mismuna borgurum annarra aðild-
arríkja.
Þessi ákvæði samningsins þýða
það, að yrði t.d. ísland fullur aðili
að bandalaginu, fengju þegnar
hinna þátttökuríkjanna sama rétt
til fiskveiða innan ísl. landhelgi og
íslendingar sjálfir. Handverks-
menn (t.d. smiðir) gætu setzt hér
aðeins og þeim sýndist. Stór, er-
lend verzlunarfélög (keðjuverzl-
anir gætu hafið hér rekstur. Geta
má þess, að smákaupmenn í Dan
mörku óttast mjög slíka sam-
keppni.
Þá er gert ráij fyrir, að allar
fjármagnshreyfingar verði frjáls-
ar milli aðildarlandanna eftir til-
tekinn tíma, t.d. flutningur á spari
fé. fslendingar gætu þá fært spari-
fé úr bönkum hér til hinna aðild-
arríkjanna.
Um frelsi til fjármagnshreyf-
inga gilda sérstök ákvæði, en
stefnt skal að því, að þær verði al-
veg frjálsar, m.a. flutningur spari-
f.iár milli þátttökulandanna.
Samræming laga og
efnahagsstefnu
í sáttmálanum er tekið fram, að
löggjöf aðildarríkjanna skuli sam-
ræmd, svo sem nauðsynlegt er
starfsemi hins sameiginlega mark-
aðs. Ráðið skal með samhljóða á-
kvörðun og að tillögum fram-
kvæmdastjórnar gefa út fyrirmæli
um samræmingu þeirra laga og
reglugerða, sem að þessum málum
lúta.
Samkvæmt 103. grein skal
stefna aðildarríkjanna á sviði efna
hagsmála skoðuð sem sameiginlegt
hugsmunamál. Aðildarríkin skulu
hafa samráð hvert við annað og
við framkvæmdastjórnina um ráð-
stafanir, sem gerðar eru. Þá getur
ráðið með samhljóða atkv., eftir
tillögum framkvæmdastjórnarinn-
ar, ákveðið ráðstafanir, sem við-
eigandi eru. Með einföldum meiri
hluta getur síðan ráðið að tillögum
framkvæmdastjórnar, gefið fyrjr-
mæli um framkvæmd slíkra ráð-
stafana.
Undir þetta heyrir vitanlega að
samræma viðskiptastefnuna gagn.
vart öðrum löndum
Þá skal síefna aðildarríkjanna í
landbúnaðarmálum vera sam-
ræmd. Framkvæmdanefndin og
ráðið geta bannað aðildarríki að
veita styrki til atvinnuvega, ef
þeir teljast ^xki samrymanst þeim
samkeppnisreglum sem EBE setur.
Ekki verðui annað séð, samkv.
þessu, en að aðildarríkin afsali f
hendur framkvæmdastjórnarinnar
og ráðsins mestu eða öllu af sjálfs-
forræði sínu í efnahags-, viðskipta-
og atvinnumálum.
Þá er einnig gert ráð fyrir því,
að stefnan í félagsmálum, t.d. varð
andi vinnulöggjöf, verði samræmd
á sama hátt og lýst er hér á undan.
Full aðild
Samkvæmt 237. grein Rómar-
samningsins, getur sérhvert ríki í
Evrópu sótt um inntöku í banda-
lagið, þ.e. orðið fullgildur aðili.
Inntaka þess er ekki samþykkt.
nema ráðið samþykki það sam-
hljóða og öll aðildarríkin sam-
þykki það fyrir sitt leyti.
Það er að sjálfsögðu skilyrði
fyrir fullri aðild, að viðkomandi
rík undirgangist öll meginatriði
Rómarsamningsins.
Ekkert uppsagnarákvæði er í
(F'ramhald á 13 siðu’
6
T í M IN N, sunnudaginn 21. október 1962