Tíminn - 21.10.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.10.1962, Blaðsíða 8
// TILVERAN NARI EN MADUR GÆTIHALDIÐ. // Þessa dagana er að koma út á vegum Kvöldvökuút- gáfunnar á Akureyri bók, sem séra Sveinn Víkingur hefur samið eftir frásögn oq endurminningum Láru Ágústsdóttur, sem árum saman hefur verið einn kunnasti miðill landsins. í tilefni af útkomu þessarar bókar gekk fréttamaður Tímans á fund hennar fyr- ir skömmu. Þetta var seifinipart dags, og frú Lára bauð til stofu; bað var hlýlegt þar inni, gluggarn- ir vissu til suðurs og vesturs út í garðinn, þar sem gulbrún- ar dyngjur haustlaufanna biðu vetrarins og einmana fuglar tístu á greinum trjánna í Ak- ureyrarrökkrinu. Á stofugólf- inu sat grár köttur, sem lygndi aftur augunum og horfði á komumann með stóiskri ró. Lára bauð vindil og setti ket- ilinn við. Þegar hún kom aft- íar að framan, varð henni hugs að til útvaipsdagskrárinnar kv"ldið áður og sagði — Er það ekki einmití þögr.- in, sem framkallar ýmislegt huga manns og skapar nýtt svið. Hann var góður í útvarp- inu í gærkveldi, kvekarinn í Bólstaðarhlíð! — Lára, mig langar að vita, hvaðan þú ert. — Eg er Árnesingur, — úr Flóanum eins og Páll ísólfs- son og Helgi Sæm. Það er ekki slorlegur samanburðurinn! — Og foreldrar þínir? — Þau hétu Ágúst Jónsson og Júlíana Árnadóttir. Hún átti heima í Vöðlakoti í Flóa, en faðir minn var vinnumaður í Gaulverjabæ hjá. Jóni heitn- um Steingrímssyni kraftapresti. Þau giftust ekki, áttu mig bara svona að gamni sínu, en ég fæddist á Eystri-Hellum, en fluttist eitthvað um fimm ára gömul þaðan og ólst eftir það upp hjá móðurforeldrum mín- um á Arnarhóli í sömu sveit til fjórtán ára aldurs. Þau hétu Ingibjörg Einarsdóttir og Árni Símonarson. Og hjá þeim á Arnarhóli gerðist margt. „Eg þekki ekkerf annað" — Hvað varstu gömul, þeg- ar Þú fórst að sjá eitthvað, sem öðrum var hulið? — Herra minn trúr! Eg man ekkert annað. Huidufólkið umgekkst ég eins og heimilis- fólkið, en ég hef sennilega ver ið fjögurra eða fimm ára göm- ul, þegar ég varð þess vör, að ég var skyggn og aðrir sáu ekki það sama og ég. — Manstu eftir einhverjum sérstökum atvikum frá þessum árum, sem sýndu það glöggt? — Það var tvíbýli á bænum og ég fór að fara á milli, með- an ég var enn svo lítil, að ég varð að velta mér yfir garð, sem var á leiðinni. Og á þess- um ferðalögum sá ég oft og hitti huldubörn, sem ég talaði við og fannst vera alveg eins og annað fólk. En það sá.u þau víst engir aðrir. Stundum dvaldist mér, og þegar farið var að leita að mér, fannst ég kannske í hrókaræðum við þau eða sjálfa mig og var þá jafn- vel stundum að leika mér við þau. Einu sinni man ég eftir því, a?j ég var að mala korn úti í skemmunni á Arnarhóli. f kringum mig sá ég hóp af börnum, sem ég var að tala við o.g sýna, hvernig ætti að mala. „Sko svona eigið þið að fara að!“ sagði ég. Þegar að var komið sá. enginn Þessi börn. Og ég man, að á einhverjum tyllidegi, mig minnir það væri afmæli, Þá þreifaði ég á svuntu, sem ein huld-ustúlkan átti. Og við þessi börn fór ég oft í bolta leik. Innan um kindurnar okk- ar heima sá ég oft einhverjar aðrar kindur, sem ekki gátu verig frá næstu bæjum, og álfa sá ég oft. En álfarnir eru ekki vitsmunaverur. Það veit ég fyr- ir víst. — Sérðu huldufólkið og álf- ana enn þá? — Nei, svo einkennilegt sem það er, hurfu huldubörnin mér kvöldið fyrir ferminguna. Ég hef aldrei ség þau síðan. En álfana og huldufólkið sé ég oft . . . Ég sé til dæmis einn núna. Hann er að leika sér hjá blóminu hérna úti við glugg- anum. Þeir eiga meðal annars heima í moldinni í blómstur- pottunum, álfarnir, segir Lára og bendir í áttina að vestur- glugganum. — Hvernig var því tekið í æsku þinni, þegar þú sagðist sjá eitthvað? - — Afi og amma reyndu að berja þetta niður, sérstaklega afi. Mér er hlýtt til þeirra, gömlu hjónanna en afi var strangur og það var litig á þetta eins og hverja aðra vit- leysu og ég talin ekki með öll- um mjalla. Fólk var sízt um- burðarlyndara gagnvart dul- rænum fyrirbærum þá en nú. Augnabliksákvörðun — Vorið, sem ég fermdist, brugðu afi og amma búi og fluttust til dóttur sinnar, sem þá bjó að Vöðlakoti. Réðst ég Þá í kaupavinnu að Kílhrauni á Skeiðum. Mér líkaði vistin ágætlega og féll vel við fólkið, og var ráð fyrir því gert, að ég yrði Þar líka um veturinn. Dag einn snemma um haustið fékk ég lánaðan hest og fór í kaup- staðarferð niður á Eyrarbakka með kaupið mitt sem var víst 25 krónur, í vasanum. Ég fór í reiðfötin mín og hafði með mér mitt bezta skart, peysuföt- in og stígvélaskóna, — reim- aða, uppháa skó, sem var af- skaplega óþægilegt ag ganga í. Þegar ég er svo á leiðinni frá Eyrarbakka þennan stutta spöl austur á Stokkseyri þar sem ég ætlaði að gista hjá Þórði heitnum föðurbróður mínum, mæti ég manni, sem Stefán hét og var með tjaldvagn og kvaðst ætla til Reykjavíkur daginn eftir. Þetta var fjórhjólavagn. tjaldað yfir hann og tveim hestum beitt fyrir. í þessum vagni flutti hann fólk milli Stokkseyrar og Reykjavíkur. og farið kostaði krónu hvora leið. Nú dettur mér allt í einu í hug að taka mér far með hon- um til höfuðborgarinnar, kynna mér, hvag sé á bak við Ingólfs- fjall og lá.ta ráðast. Svo er það. að ég ráfa þarna niður í fjör- una, — niður í hvíta sandinn á Stokkseyri, sem þú hefur heyrt getig um. — og er að hugsa um þetta á valdi óviðráðanlegra afla og tilfinninga. Ég settist þar niður og fór úr skónum. fyllti alla vasa af skeljum og kuðungum. — þú getur rétt í myndað þér. hvort és hef ekki verið fín sveitadama eins og ég var þarna á mig komin! Es datt þarna í Þanginu og hef sjálfsagt verið miður þrifaleg, og þegar ég stend á fætur, er ég búin að týna öðrum skónum og hef aldrei séð hann síðan, enda var hauströkkrið að skella á. Ég ákvað að fara. En Þá vissi ég ekkert, hvernig ég ætti að koma hestinum aftur upp að Kílhrauni. Úr því rættist þó, þegar ég kom til Guðjóns nokk urs, sem þá bjó á Stokkseyri og fjölskyldu hans. Þar fékk ég að gista, þar voru mér gefn- ir íslenzkir skór til að fara á suður, og Guðjón lofaði að koma hestinum upp eftir. Og suður fór ég daginn eftir, upp á von og óvon. Og mamma tók mér að vísu vel, en mikið varð hún undrandi á þessu ferðalagi undir veturinn. Hjá Einari H. Kvaran — Hvað tók nú við? — Ein af þessum undarlegu tilviljunum lífsins hagaði þvi svo, að ég sá auglýst eftir stúlku í Vísi og fór af stað. Ég barði að dyrum í Túngötu 2, og til dyra kom lagleg og brosleit kona, sem tók mér mjög hlýlega. Þetta var Gísl- ína heitin Kvaran. Þag hafði verið Einar H. Kvaran. sem auglýsti eftir stúlkunni, sem átti að vera hjá þeim fyrripart dagsins. Eg réð mig, en sagði frúnni, að ég ætti engin önnur föt en þau. sem ég stóg í. og væri ekki með neinn annan farangur. Þá fór hún inn Kann ski hefur hún verið að tala við Einar Þegar hún kom aftur fékk hún mér fimmtíu krónur, sem ég keypti mér heilmikið fyrir. Annag kaup fékk ég ekki hjá þeim, fékk þetta fyrirfram. Mér líkaði vel hjá Þeim, en var þó hálf feimin að umgangast fólk í svona fínu húsi. Þegar ég var búin klukkan þrjú fyrsta daginn í vistinni, sagði frúin að ég skyldi fara varlega og ganga hljóðlega um, þegar ég kæmi heim aftur, Því ag það yrði nefnilega fundur hjá Ein- ari. Ég þóttist þá vita, hvers konap samkoma það væri, því að þá va”r mikið talað um anda trúarfundi. Ég var hjá hjónun- nm fram ag jólum að mig minnir. ísleifur Jónsson var þá helzti miðill landsins og oft hjá þeim. Brátt kom þar, að ís- leifur og Einar tóku að ganga á mig, kváðust sjá, að ég væri skyggn. Framan af neitaði ég því eða fór undan í flæmingi, en að lokum viðurkenndi ég það fyrir frúnni. Svo fékk ég að vera viðstödd fund hjá ís- leifi þar á heimilinu. Á fundin um stóð hann allt í einu á fæt- ur; af höndum hans stafaði marglitum geislum, hann nálg- aðist ennið á mér meg hend- urnar, og Þá féll ég í fyrsta sinn í trans og vaknaði á eftir á bekk inni á skrifstofu Kvar- ans. Þá var ekki lengur nein- um vafa undirorpið, að hér var miðill. En þegar framliðið fólk tók að tala í gegnum mig og þau vildu fara að láta mig starfa. ieizt mér ekki á blikuna, var hálfhrædd við þetta enn sem komið var, kvaddi í fullri vinsemd og fór norður í Skaga- fjörð. Ég var þar ekki nema stuttan tíma, fór aftur suður, síðan norður á Vatnsnes, en eftir Það átti ég heima í Reykja vík í 30 ár, — frá 1920 til 1950. Ég á.tti oft í miklu stríði á þeim árum. Baslið og búsá- hyggjurnar á heimili mínu voru miklar. ég eignaðist sex börn, var oft í húsnæðishraki og átti erfitt á margan hátt, enda var mikið að gera hjá mér, því að þessi ár voru blómaskeið mitt sem miðils, og allt annað varð að víkja fyrir því. Eg hef margt fengið að reyna um æv- ina, en það bíður ævisögunnar. Eg á talsvert stórt ævisögu- handrit í fórum mínum, en séra Sveinn notaði ekki nema hluta af því við ag semja bók- ina, sem nú er að koma út. Já, við skulum heldur tala um miðilsstarfið en baslið, sem ég átti í á þessum árum, segir Lára og hellir meira kaffi í bollann Langir dagar og strangir — Hvenær fórstu fyrst að halda almenna miðilsfundi i Reykjavík, Lára? — Það hefur verig um 1926. Ég hafði heimsóknartíma frá kl. 1—3 eftir hádegi, og kom þá stundum svo margt, að ég var að skrifa niður pantanir til klukkan fjögur og fimm. Þá hafði ég engan síma og mátti til. Á kvöldin hafði ég svo mið- ilsfundi fyrir 12—20 manns Þannig afgreiddi ég oft 60—70 manns á dag, og oft var ég FrarnhalO á 13 sfgu — segir Lára miðill í viðtali við Tímann T í M I N N, sunniidaíjinn 21. október 1962 4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.