Tíminn - 21.10.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.10.1962, Blaðsíða 13
Skrifað og skrafað Framhald af 6. síðu. samningnum, en í 240. grein segir, að hann sé gerður til ótakmarkaðs tíma. Brezkir stjórnlagafræðingar hafa skýrt þetta þannig, að þetta hindri það ekki, að brezka þingið geti síðar ákveðið brottgöngu Bretlands úr bandalaginu, þótt það gangi inn nú. Jafnframt er þó bent á, að verði þetta gert gegn vilja framkvæmdanefndarinnar og ráðsins, muni það að öllum líkind- um kosta hina óvinsamlegustu sam búð við bandalagið á eftir. Til slíkrar brottgöngu muni því ekki gripið, nema sem hreinasta neyð- arúrræðis. Aukaaðild í 238. grein Rómarsamningsins eru ákvæði um að ríki geti tengzt bandalaginu, án þess að gerast full ur aðili. Þetta hefur á íslenzku verið kölluð aukaaðild. Það hefur enn ekki verið neitt til hlítar skilgreint af bandalag- inu, hvað felist í þessum orðum aukaaðild eða tengsli. Jafnvel hef- ur verið sagt, að það geti verið frá 1—90% af ákvæðum Rómar- samningsins. Flest bendir þó til, að í reynd verði sáralítill munur á fullri aðild og aukaaðild. Til þess bendir t.d. sá eini aukaaðildar- samningur, sem þegar hefur verið gerður, þ.e. samningurinn við Grikkland. í Danmörku, Noregi og írlandi hefur verið ákveðið að sækja heldur um fulla aðild en aukaaðild, því að sömu annmarkar muni fylgja aukaaðild og fullri aðild, en hins vegar ekki sá kost- ur, að geta tekið þátt í störfum bandalagsins. Ríki, sem hafa sótt um aukaaðild, þ.e. Svíþjóð, Sviss og Austúrríki, bjóðast til að gang- ast undir flest þau ákvæði Rómar- samningsins, er íslendingar munu telja varhugaverðust, eins og sam- eiginlegan vinnumarkað, gagn- kvæm atvinnuréttindi, samræmda efnahagsstefnu o.s.frv. Flest bendir þannig til, að mun- ur á fullri aðild og aukaaðild muni verða meira stigmunur en efnis- og eðlismunur. Ekkert ríki, er ekki ætlar að undirgangast flest meginatriði Rómarsáttmálans, hef- ur enn sótt um aukaaðild. Tolla- og viðskipta- samningur Auk aðildar og aukaaðildar, geta svo ríki tengzt Efnahagsbandalag- inu með venjulegum tolla- og við- skiptasamningi. Þetta er sú leið, sem Bandaríkin ætla að fara, og ■ munu vafalaust mörg ríki fylgja í j slóð þeirra. Þetta er sú leið, sem hentar þeim ríkjum, er að ó- breyttu ástandi telja sér öruggast j að halda sjáifsforræði sínu, og telja sér ekki fært vegna smæðar j eða annarrar sérstöðu, að innlim- ast í stærri heild. Ótvírætt er, að það er þessi leið, sem hentar íslandi bezt. Fyrir fs- land er annars hyggilegast að bíða enn átekta og sjá hvað gerist í þes'sum málum og þá ekki sízt það, er gerist í samningum EBE og Bandaríkjanna, því að það getur vel leitt til þess að hinn ytri toll- ur EBE falli að mestu eða öllu niður. Það ætti hins vegar ekki að þurfa að óttast, að íslendingar geti ekki náð samningum við EBE um hagstæð tolla- og viðskiptakjör, er þar að kemur, því að þátttöku- þjóðir þess eru okkur vinsamlegar og skilja yfirleitt afstöðu okkar. Hins vegar munu þær þó ekki gæta hagsmuna okkar, ef við ger- um það ekki sjálfir. í þessu máli, eins og svo mörgum utanríkismál- um, stafar ekki aðalhættan utan- frá, heldur frá okkur sjálfum eða því, að fljótráðir og ógætnir stjórn málaleiðtogar rasi um ráð fram og reynist of undanlátssamir, þar sem hagsmunir okkar og EBE kunna að rekast á. Slíkra atburða er skemmst að minnast. Og rifja má upp þau ummæli merks stjórn- málamanns snemma á þessari öld, að verstu andstæðingarnir í sjálf- stæðisbaráttunni voru ekki Danir, heldur íslendingar, er viljandi eða óviljandi gengu erinda þeirra. Þ. Þ. Rætt við Láru miðil Framhald at 8 síðu þreytt, þegar sá síðasti hvarf út úr dyrunum. Ég gat ekki einu sinni drukkið kaffisopa allan daginn, notaði matartím- ann um hádegig til að taka til, áður en fólkið kæmi. Ég reyndi helzt að hvíla mig frá kl. 5—7, því að Þá hafði ég alltaf fundi, nema á sunnudögum. Þá voru þeir stundum klukkan fjögur. Ég veit ekki, hvernig ég lifði þessi ár af, Það var sjaldnast fyrr en um miðnætti, sem ég gat farið að borða; hafði þá ekkert ofan í mig látið frá því klukkan eitt. Þannig gekk Þetta eiginlega alla tíma frá þvf að ég var 26 ára, aldrei hlé og auk þess var ég oft beðin ag koma í hús. Á þessum áx- um hugsaði ég aldrei um pen- inga, ég varð bara að afgreiða fólkið, sem stundum var kann- ski búið að bíða í ár eftir að fá að komast að. Sumir borguðu vel, en sumir ekkert, og nennti ég ekki að elta ólar við þá. Ég mat meira góðan hug og hlý- leg ummæli þrátt fyrir allt. Þegar ég fór frá Reykjavík var á sjötta hundrag manns á bið- lista hjá mér, og sýnir það að- sóknina betur en aUt annað. — Meðan ég bjó í Reykjavík og reyndar síðan líka hélt ég allt- af trans- og lækningafundi víðs vegar úti um land, þegar ég var pöntuð. Aðsóknin hefur alltaf verið góð og fundirnir vinsæl- ir. Ég reyndi að fara í þessi ferðalög að sumrinu, — og þau voru mér sannköllug heilsu- lind. — Er misjafnlega gott að halda fundi eftir því, hvar það er gert? Hver er reynsla þín í þeim efnum? — Misjafnt að halda fundi, segir Lára. — Já, mjög mis- jafnt. Sumir staðir virðast sér- staklega vel fallnir til funda halds, en þó vantar víða lífið og sálina í allt saman, fólkið er þá ekki nógu samstillt. Mín reynsla er sú, að þar sem stutt er til fjalla sé mjög gott að halda fundi. Ef ég ætti að nefna staði, sem mér hafa reynzt öðrum betur, þá get ég talið upp Akureyri, Húsavík, Sauðárkrók, Neskaupstað o. fl. Ég gæti skrifað heila bók um þann kraft, sem nota þarf til að ná samböndum, en þag er önnur saga. — Hvenær varstu kærð fyrir svindl á miðilsfúndum, Lára? — Það var 1940, og það hef ur klingt í eyrum mínum alla tíð síðan. — Ilvað viltu um það segja nú? — Eg hef eiginlega lítið meira um það að segja en það, sem fram kemur í bókinni. — Lesendur hennar geta kynnt sér þag þar. — Hefurðu stundað miðils- störf eftir að þú fluttist til Akureyrar? — JS, hingað fluttist ég 1950 og sá ekki eftir því. Ég var að missa heilsuna í bragganum í Reykjavík, — álagið var svo óskaplega mikið. Hér giftist ég aftur, og þó að ég kæmi hing- að upphaflega til að halda transfundi síðla sumars 1950 og væri þá síður en svo í gift- ingarhugleiðingum, varð ekki við það ráðið. Það voru undar- legar og örlagaríkar tilviljanir, sem leiddu mig og manninn minn saman. Eftir að ég kom hingað fyrir tólf árum hef ég ferðazt talsvert um landið og haldig fundi hér á staðnum, og hefur það sízt gengið verr, þó að ég hafi verið heilsutæpari en oft áður. Hér á Akureyri hefur fólkig myndað góða stemningu, og margur ungling- urinn hefur komið hér á fundi til mín, og það tel ég vel farið. Prestarnir mættu skyggnast lengra — Hver er skoðun þín á sam skiptum kirkjunnar og spírit- ismans? — Ja, nú veit ég ekki, hverju svara skal. Ég get ekki sagt, að ég sé kirkjurækin fer ekki oft í kirkju nema þá til að fylgja vinum mínum síðasta spölinn. Samt þykir mér alltaf vænt um kirkjuna mína í Flóanum en það kemur nú kannski ekki málinu við. Ég sé oft mikið í kirkjum af fólki, sem kvatt hef- ur þennan heim, ef stemningin er góð. Og orgelspilið og bless aður söngurinn gera alltaf sitt til að leiða fram fallegar sýnir. Oft hef ég óskað þess, að prest- arnir væru skyggnir og gætu séð það, sem er að gerast í kringum þá. Ef þeir kæmu auga á eða skynjuðu þetta fólk, mundu þeir oft haga ræðum sínum á annan veg en þeir gera. Mér finnst að prestar ættu ag kynna sér betur sam- bandið við þá tilveru, sem við tekur að lífinu loknu. Þó þekki ég. nokkra presta, sem mjög eru hlynntir þessum málum. — Kristur sannaði lærisveinum sínum framhaldslífig með því að birtast Þeim eftir líkams- dauðann. Þeir urðu að sjá hann til þess að sannfærast — Það vissi hann. Hann vissi, að þeir voru veikir í trúnni. En eftir að þeir sáu hann voru þeir ekki í neinum vafa lengur. Hann lifði eftir sem áður. — Hann hefur hins vegar ekki verið einn um þag að birtast eftir dauðann. Forsjónin hefur séð fyrir því sem öðru, að sá heimur, sem vig tekur eftir að lífinu hér á jörðinni lýkur, sé okkur ekki með öllu hulinn. Veittu mér gleði og ánægju — Hvað finnst þér ánægjuleg ast og mikilsverðast af því, sem hæfileikar þínir hafa fært Þér? — Það er svo margvíslegt. Mér sjálfri hafa þeir fært sann anir fyrir furðulegum marg breytileik lífsins hér á jörðinn; — og þá fyrir lífi alls, sem lifir, ekki aðeins mannanna, heldur einnig dýra og jurta. Hversu mikla gleði það hefur fært mér stundum, læt ég ó- sagt. En ánægjulegast hefur mér þótt að geta huggað þá, sem til mín hafa leitað í þung- bærri sorg vegna ástvinamiss- is eða þjáðir af margs konar sjúkdómum. Þeir eru orðnir margir, sem gengið hafa út frá mér um dagana ánægðari en þeir komu. Þú spyrð, hvað mið illinn hafi mikilsverðast að flytja náunganum. Það er fyrst og fremst að frétta af sínum nánustu handan landamæranna. geta komizt í samband við þá og fengig frá þeim margvís- legar fréttir. Annars veit ég ekki, hvernig ég hefði verið. án minna hæfileika. Sennilega vantrúuð eins og hinir . . . — Er hægt að útrýma slíkri vantrú? — Ég álít, að maðurinn sé þannig gerður, að hann þurfi að reka sig á í vantrúna í sjalf um sér. Trúin verður ag koma af sjálfu sér. Það er ekki hægt að knýja hana fram með ofbeldi. Leitin verður að skapa þekkinguna og þekkingin síðan trúna. Það er þetta, sem ég kalla innra ljós, sem í öllum býr. En því miður eru margir á okkar jörð, sem ekki leita ag sínu innra og æðra Ijósi. Ég held að Það sóu þeir, sem þykjast of menntaðir á jarð- lífsgæðin. Annars hefur mér reynzt bezt það fundarfólk, sem hefur komig hlutlaust í fyrsta sinn, en með gott hug- arfar. Það má gjaman kalla það forvitni. Hún leiðir oft fram það ljós, sem verður að trú. Aftur á móti leiðast mér þeir, sem öllu trúa, eru alls staðar, én verða þó hvergi að lokum. Það er hætt við, að trú þeirra fjúki öll út í veður og vind. — Og nú er bókin þín að koma út? — Já, hún er að koma út. Og úr því að ég hef tækifæri til þess, langar mig ag endingu að þakka öllum, sem að því stuðluðu, að svo gæti orðið. Vil ég þó einkum nefna í því sam bandi tvo menn, séra Svein Víking, sem er mikill andans maður, en þeim hjónum get ég þakkað margra ára trygga vin- áttu, og Kristján Jónsson, for- stjóra Kvöldvökuútgáfunnar á Akureyri. Án traustleika hans og dugnaðar hefði bókin aldr- ei komið út. Það er von mín og trú, að Þessi bók verði til þess að sýna sem flestum, að til sé annað og meira en það, sem daglega ber fyrir augu þeirra, sem minnst sjá, — að hún veki einhverja til umhugs unar um, að tilveran sé kann- ski ekki eins einföld og maður gæti látið sér detta í hug. — hjp. htitUanÍAJcó H EJR RA D E 1 L D Óskum eftir að kaupa JARÐÝTU af gerðinni Caterpillar D 6 eða D 7. Tilboð óskast sent afgr. blaðsins, merkt: „Jarðýta“. m KULUPENNAR seljast meira en nokkur önnur tegund kúlupenna í heiminurn. Kr. 10,00 ■fr Mjúkur oddur Blekið dofnar ekki Mikil ending á skiptilás TVÆR OG HÁLF MILLJÓN BlC-pennar eru seldir frá verk- smiðjunum á hverjum degi BIC Kúlupennar J v eru seldir um allt land Umboð: bóRÐUR SVEINSSON & Co. h.f. T f M I N N , sunnudaginn 21. október 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.