Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 1
VILJA EKKI FAXA 'IWIM «ÍWM—ÉgMi KH-Rcyk.javík, 13. nóv. Síldar- og fiskimjölsverk- smiSjan Klettur h.f. hefur hætt við kaupin á Faxaverk- smiðjunni gömlu. AAargra vikna samningaviðræður milli Reykjavíkurborgar og Kletts reyndust árangurslausar, og forstjóri Kletts, Jcnas Jóns- son, sagði blaðinu í dan, að við nánari athugun hefði þeim ekki litizt á kauoin. Samningaviðræður Kletts og Reykjavíkurborgar hófust í sept- ember s.l., e:ns og blaðið skýrði frá 30. þ.m. Virtust þá góðar horfur á, að kaupin yrðu gerð fliótlega upp úr því. Var Klettur með margvís- Framh á 15 síð, Deiluaðilar á fundum JK-Reykjavík, 13. nóv. Mikil ólga hefur orðið út af samningum útgerðarmanna á Akra nesi við sjómenn þar á Suðurlands síldarvertíðinni. Margir útgerðar menn telja samninga Haralds Böðvarssonar og Co. og annarra út- gerðarmanna á Skaga vera svik vig áður gefin loforð, og aftur á móti liefur samninganefnd sjómanna- samtakanna tekið afstöðu gegn Framh á 15. síðu Byrja aftur í dag KH—Rcykjavík, 13. nóv. t kvivld var endanlega gengið frá bráðabirgðasamningum ríkis- stjórnarinnar við Iæknana 31, sem hættu störfum 1. þ.m., og í fyrra- málið hefja læknarnir störf sín á ný, allir nema tveir. Annar þeirra, sem fór út til mnrnerkur, nýlega, að athuiga u.m stöðu, sem honum hafði boðizt við sjúkrahús þar, kemur aftur heim á föstudag og tekur upp sína fyrri vinnu, en hinn er farinn ti'l framhaldsnáms erlendis. Blaðinu barst eftirfiar- andi fréttatilkynning frá ríkis- stjórninni seint í kvöld: Framh. á 15. siðu SKtllWGíA/ Blöð á Norðurlöndum ræða mikið hugsianlegt fargjaldastríð SAS oig Loft'leiða á Norður- Atlantshafi. Heldur andar köldu til SAS í sumum blöðum, eins og myndin hér til hliðar ber með sér. Hún birtist nýlega í Verdens Gang undir yfir- skriftnni: F.argjaldastyrjöldin á Atlantshafinu. Náungamir • gluggunum eru að velta far- gjaldamálinu fyrir sér, en til hliðar við þá eru slagorð, sem gjarnar fylgja styrjöldum, Til vinstri: Sparið eyririnn kastið krónunni; fljúgið SAS. Til hægri: Sparið tíma, sparið pen. inga, sparið SAS; fljúgið Loft- leiðir. Menn geta sem sagt enn gert að gamni sínu. H JK-Reykjavík, 13. nóv. Ríkið hefur látið gera myndarleg laxaklakstöð í Kollafirði, þar sem hundruð þúsunda laxaseiða eru rækt- uð í einu. Nú hefur komið í Ijós, að bóndinn á Mógilsá mun eiga veiðirétt í Kolla- fjarðarám að hálfu, og hef- ur hann boðið ríkinu jörð sína og veiðiiéttindi fyrir tvær milíjónir króna. Ríkið keypti jörðina Kollafjörð i ágúst í fyrra og setti þar upp klakstöð'ina í fjárhúsi og fjósi bæjarins. Kollafjörður er talinn ákjósanlegur staður til laxaupp- eldis, og ætlar Veiðimálastjóri að nota stöðina til að selja seiði í vötn og ár til þess að auka og kynbæta stofn laxfiska hér á landi. Einnig er ætlunin að nota stöðina til rannsókna á því, hvaða laxategundir þrífist bezt hér, og hvernig stofninn verði sem bezt hagnýttur. Áin Hvíta rennur á landamerkj um Kollafjarðar og Mógilsár, og eiga báðar jarðirnar rétt til veiði t ánni. Þessi á mun verða notuð til þess að láta laxinn ganga upp í stöðina, og á bóndinn á Mó- gilsá þá kost á góðri veiði á þeirri leið. Þegai^í Ijós kom, að ríkig var ekki eitt um veiðirétt í Hvítá, var þess farið á leit við Jón Er- lendsson hónda. að hann seldi veiðirétt í.inn í ánni. Jón mun ekki hafa veiið fús til ag selja réttinn, en bauð hins vegar alla jörðina til kaups fyrir tvær mill- jónir króna. Því boði var ekki tekið. Hvítá er of lítil á fyrir stöð'ina, og er ætlunin að veita allmörg- um ám, sem renna í Kollafjörð, saman í Hvítá til þess að fá meira vatnsmagn. Helmingur þessa vatns mun vera í landi Mógils- ár. / Ekki er vitað, hvernig ríkið hyggst ná undir sig veiðiréttind- unum í Kollafirði. Þau eru nú orðin talsvert verðmæt við til- komu stöðvarinnar. Til mála hef- ur komið, að Skógrækt ríkisins tæki þátt í jarðakaupunum á Mó- gilsá, og setti þar upp skógrækt. í landi Mógilsát mun nefnilega vera sérlega góð aðstaða til til- rauna með skógrækt í mismun- Framh á 15. síðu BELGA STEFNT TIL EYJA FYRIR RÉTT' KH-Reykjavík, 13. nóv. Bæjarstjórinn í Vestmanna- eyjum, Guðlaugur Gíslason, hefur tilkynnt, að hann muni höfða mál fyrir hönd Hafnarsjóðs Vest mannaeyja á hendur eiganda og útgerðarmanni belgíska togarans Marie-José-Rosette, sem strand- aði við hafnargarðinn í Vest- mannaeyjum 10. janúar 1961. — Fljótlega eftir strandi'ð var fyi;- irsjáanlegt, að flakið mundi valda stórskemmdum á hafnar- garðínum, en skaðabótakröfum og tilmælum til eiganda og vá- t'ryggjenda um að forða frek- ara tjóni var ekki sinnt. Hefur flakið nú valdið tjóni, sem met- ið er á kr. 2.900.000,00. Strand belgíska togarans varð með þeim hætti, að 10. janúar 1961, þegar hann var 'á leið út úr Vestmannaeyjahöfn, var® ein hver bilun á stýrisútbúnaði skips ins, með þeim afleiðingum, að það sigldi á Heimaklett og rak því næst stjómlaust að nyrðri hafnargarðinum og strandaði á eyri rétt hjá. Mannbjörg varð. Veður var hvasst og þungur sjór og skyggni afar Iítið. Engar til- raunir voru gerðar af hálfu eig- anda skipsins né vátryggjendum til þess að bjarga skipinu af strandstað. Sjógangur færði flakið stöðugt nær hafnargarðinum, og tveim- ur dögum eftir strandið var lít- illega farið að bera á skemmd- um af völdum þess. Sendi þá bæjarstjóri í umboði hafnar- nefndar kröfu til ejgenda og vá- tryggjenda um fullar bætur fyrir tjón það, sem orðið var og kynni að verða og óskaði eftir samráð'i við þessa aðila um aðgerðir til að forða frekara tjóni. Því var engu svarað, og síðari ítrekanir reynd ust árangurslausar. Hinn 16. maí 1961 reyndust skemmdir á hafnargarðinum, samkvæmt mati tveggja hæfra manna, orðnar þær, að 42—56 m frá enda garðsins var gat í hann, og sat hluti flaksins enn í gat- inu. Undirstaða var öll orðin ónýt, þar sem gatið var, en yfir því var um 70 em. þykkt þak. Víðar vor'1. undirstöður brotnar og sums staðar hafði þeim skol- að burt, sums staðar voru undir- stöðuker sigin og skökk, og á 20 metra svæði var öll brún garðs- ins brotin og fallin niður að nokkru Ieyti. Alls var tjónið met ið á kr. 2.900.000,00, sem er Höfuðstóll stefnufjárhæðarinnar, en vaxtakrafa er gerð frá þeim tíma, sem tjónið varð fyrst stað reynt. 18. júní 1961 liöfðaði stefnandi mál þetta á hendur sömu aðilum og nú með sömu kröfum. Geir H. Zcöga, sem komið hafði fram fyrir hönd eiganda og váti"yggj- Framh á 15 síðu & I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.