Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 5
ÍÞRDTTIR ÍÞROTTIR RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Íslandsmótíð þarf að hefjast fyrr - - — til þess að eitthvert jafnræði haldist milli félaganna, segir Hallsteinn Hinriksson. Við æfum vel um þessar mundir, en ekki er um neina kappleiki að ræða enn þá. — Þetta fyrirkomulag að láta íslandsmótið ekki byrja fyrr en eftir áramót kemur okkur sannarlega illa, og gerir erf- iðara fyrir með allar æfingar. EitthvaS á þessa leið fórust Hall steini Hinrikssyni þjálfara FH í handknattleik, orð, er við inntum hann eftir, hvernig FH-liðið æfði. Hallsteinn hefur verið þjálfari FH f handknattleik um árabil og átt drýgstan þáttinn í velgengni hafn firzkra handknattleiksmana und-1 anfarin ár. — Auk þess hefur1 Hallsteinn þjálfað landsliðið í karlaflokki með góðum árangri. — Eg geri ráð fyrir að lið okk- ar verði óbreytt að mestu frá því í.fyrra, þó getur verið að við miss um eitthvað af yngri mönnunum, sem stunda þannig atvinnu, að þeim er ókleift að æfa nokkuð eða keppa. Af föstu leikmönnun- um í liðinu, hafa allir æft vel — nema Ragnar Jónsson, en hann byrjar af fullum krafti innan skamms. — Og Pétur Antonsson, æfír hanh með liðinu? Hallsteinn Hinriksson leiknum við Skovbakken gefur vel til kynna styrkleika liðsins. í Framliðinu eru afbragðsgóðir leik- — Já, Pétur leikur með okkur menn eins og Ingólfur Óskarsson í íslandsmótinu — hann hefur og Guðjón Jónsson, sem Danir æft vel eins og aðrir. — Gerirðy þér vonir um góðan árangur í fslandsmótinu? — Já, ég geri mér vonir um voru mjög hrifnir af — en FH- liðið hefur einnig góðum leik- mönnum á að skipa. Höfuðgallinn er, að við komumst ekki í keppni góðan árangur, þó ég þykist vita, fyrr en eftir áramót — á þessu að Framarar verði engin lömb að | hagnast hin félögin, er fá góðan leika sér við. Árangur Fram í I undirbúning í Reykjavíkurmótinu. FIOYD PATTER- SON HORFINN! Floyd Patterson, fyrrver- andi heimsmeistari í hnefa- leikum, er horfinn. — Ekki þannig a3 skilja að honum Aafi verið rænt, en ekkert hef- ur sézt eða heyrzt til hans í nær þrjár vikur. Það er nauðsynlegt, að láta fs- landsmótið byrja fyrr — helzt í október — til þess að eitthvað jafnræði haldist. — Æfa margir liðsmenn úr FH með lands'liðinu fyrir væntanlega landsleiki á næsta ári? — Já, af 28 leikmönnum, sem valdir hafa verið til æfinga með landsliðinu, eru 8 frá FH. — Hvað viltu segja okkur um landsleikina? — Landsleikur við Frakkland er ákveðinn í febrúar á næsta ári, og mun væntanlega fara fram í París. í ráði er að leika einnig við Spán í 'Sömu ferð, en ekki hefur enn þá borizt endanlegt svar um þann leik. Eins og ég sagði, hafa verið valdir 28 menn til æfinga fyrir þessa leiki. Æfing arnar eru tvisvar sinnum í viku — þar af er önnur þrekæfing, sem Benedikt Jakobsson stjórnar. Á æfingarnar er mætt sæmi- lega, en að mínum dómi er allt of mikið að láta 28 leikmenn æfa —- það mætti gjarnan velja 14 úr hópnum strax, þ.e. tvö lið, þá feng- izt meir út úr æfingunum. — Verður , landsliðsför eins og sú, sem fyrirhugað er að fara, ekki; dýr fýrir liðsmenn? — Jú, ég hef heyrt, að ferða- kostnaðurinn muni verða nálægt sex þúsund krónur á mann. Um svipað leyti og landsliðið verður úti, tekur unglingalandsliðið þátt í Norðurlandamótinu, sem haldið verður f Noregi. — Það er of mik- ið að senda tvö lið til keppni um líkt leyti og miklu dýrara fyrir leikmennina sjálfa. — Er nokkuð vitað um styrk- leika Frakka og Spánverja í hand- knattleik? — EJ?ki nema það, að báðar þjóðirnar eiga góða handknatt- leiksmenn. Við lékum við Frakka í síðustu heimsmeistarakeppni, og unnum þá. — Frökkum hefur farið mikið fram síðan og iið þeirra ætti að vera geysisterkt. Ég er þó bjartsýnn fyrir leikina og veit að við munum standa okkur vel. — Hvað viltu segja okkur um framkvæmd íslandsmótsins? — Er t.d. hyggilegt að taka tvöfalda umferð upp? — Þetta mál hefur borið mjög Lið Fimleikafélags Hafnarfjarðar voru mjög sigursæl á íslandsmeisfara- mótinu 1961 og sigruðu þá meðal annars bæði i meistaraflokki karla og kvenna. Hér sést Hallsteinn Hinriksson með áli'tlegum hópi íslandsmeist- arafélagsins. á góma á síðustu Handknattleiks- þingum. Allflestir eru á einu máli, að tvöföld umferð sé æskileg, en húsnæðisskorturinn hefur ætíð hindrað, að þetta fyrirkomulag sé tekið upp. Áðsókn að leikjum á síðasta íslandsmóti var ekki góð, og má um kenna að niðurröðun leikja var slæm. Með því að færa eitthvað af leikjum yngri flokk- anna, t.d. í b-liðum á aðra staði, eins og gert var í fyrra að nokkru leyti og láta þess í stað fleiri meistaraflokksleiki fara fram, myndi mótið verða skemmtilegra og öðlast meira gildi — og aðsókn aukast. Með því móti myndi einnig skapast möguleiki á því, að láta mótið hefjast fyrir áramót. — Þess má geta að lokum, að um þessar mundir er starfandi nefnd á vegum Handknattleikssambands- ins, er athugar möguleika á breyttu fyrirkomulagi íslandsmótsins, og hefur þá til hliðsjónar tvöfalda umferð. í þessari nefnd eiga sæti: Frímann Helgason, Frímann Gunn laugsson og Stefán Gunnarsson. —alf. Floyd Patferson Nánustu vinir hans og kunningj- ar vita ekki hvar hann heldur sig — jafnvel þjalfari hans og umboðs- maður vita v'kkert um hann. Hús Patterson hetur staðið autt og yf- irgefig í þrjár vikur — konan og börnin hafa að öllum líkindum far ;ð með honum. Það er haldið að Patterson hafi tekið sér hvíld — -jg hann vilji vera laus vig allt tal um hnefaleika a. m. k. f-yrst um sinn. Patterson het”r tekið ósigurinn fyrir Sonny Liston nærri sér en hann mun nrugglega hafa fullan hug á að endurheimta titii sinn, er hann mætir Liston á næstunni. £r að vakna Los Angeles 9/11. — Argentíski hnefaleikarinn Alejandro Lavor- ante, sem var sleginn niður i þunga vigtarkepplii í Los Angeles 2l- sept ember síðastliðinn og síðan hefur legið meðvitundarlaus á sjúkra- húsi. hefur að undanförnu sýnt þess merki. að hann sé að komast til meðvitundar í tilkynningu, sem send var frá sjúkrahúsinu, er sagt, að hann sé að byrja að greina hljóð. — NTB. Blikksmiðir - rafsuðumenn aðstoðarmenn óskast strax Upplýsingar ekki gefnar i síma Blikksmiðjan Glófaxi Ármúla 24 ÍSLENZK FRÍMERKI: Notuð og ónotuð, einnig fyrstadagstitgáfur. Sé keypt fyrir meira en kr. 150,00 í einu er veittur 10% afsláttur. Vinsamlega vísið til númera og ártala í íslenzka verðlistanum 1963 (nýkominn ut). Greiðsla sendist með pöntun. FRÍMERKJASALAN Faxabraut 33 C, Pósthólf 55, Keflavík tlMINN, miðvikudaginn 14. nóvember 1962 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.