Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 3
JARNORKUTILRAUN- HALDIÐ AFRAM? NTB—London, 13. nóv. Harold Macmillan forsætis- ráðherra Breta sagði í Neðri málstofu brezka þingsins í dag að sér hefði verið skýrt frá því, að búast mætti við, að Sovétríkin myndu halda áfram að gera tilraunir með kjarn- orkuvopn fram að næstu ára- mótum. Sovctstjórnin hafði tilkynnt að allar kjarnorkuvopnatilraunum yrði hætt í kringum 20. þessa mánaðar, en Macmillan sagði, að öllum líkindum yrði tilraununum með kjarnorkusprengingar neðan jarðar haldið áfram, þrátt fyrir það, að tilraunum í andrúmsloft- inu yrði hætt. Forsætisráðherrann var spurður að því, hvort haldið yrði áfram tilraunum Breta í Nevadaeyði- mörkinni, og svaraði hann því til, að vonast hefði verið til þess, að hægt yrði að framkvæma þar kjarnorkutilraunir, en vegna þess hversu ástatt væri á tilraunasvæð inu yrði það að öllum líkindum ekki hægt um sinn. Leiðtogi Frjálslynda flokksins, sem er í stjórnarandstöðu, lýsti því yfir, að Macmillan hefði gef Norðmenn safna ullarfeppum NTB—Ósló, 13. nóv. Norðmenn eru nú önnum kafnir við að safna ullar- teppum, sem síðan á að senda til Alsír, þar sem bæði börn og íullorðnir þjást vegna matvælaskorts og ófullkomins útbúnaðar. Ýmis flutningafélög hafa boðizt til þess að flytja tepp in ókeypis til næstu járn- brautarstöðvar, og þaðan komast þau fyrir ekkert, ef þau eru send til Ullarteppa- söfnunarinnar í Ósló. 1400 stúdentar í Bergen-háskóla NTB—Bergen, 13. nóv. I haust voru rúmlega 1400 stúdentar innritaðir í Háskólann í Bergen, og er það meira en nokkru sinni fyrr. Tala stúdentanna hafði aukizt um 150 frá því í fyrra haust, en árið 1954 voru að- eins 415 stúdentar við há- skólann. Að þessu sinni stunda 300 læknastúdentar nám í Bergen og í tannlækn- ingum eru 24. Adenauer ræSir viS Kennedy NTB—Bonn, 13. nóv. í dag flaug Adenauer kanslari Vestur-Þýakalands í sérstakri þotu til Washing- ton, en þar mun hann dvelj ast í nókkra daga og ræða við meðal annarra Kenn- endy forseta. í íylgd með kanzlaranum er Gerhard Schroeder utan. ríkisráðherra V.-Þýzkalands. Eru þeir væntanlegir tií Washington um miðnættið í nótt eftir íslenzkum tíma. Á meðan Adenauer dvelst í Washington, ræðir hann við Kennedy forseta um Berlín ar-deiluna og önnur alþjóða- mál. j íð algjörlega ófullnægjandi skýr- | ingar á því, hvers vegna stjórnin hefði valið þennan tíma til þess að gera fleiri tilraunir með kjarn orkusprengjur. Þetta væri óverj andi og valinn hefði verið óheppi legur tími. Macmillan sagði hins vegar ekki telja að tilraun Breta myndi koma í veg fyrir, að gert yrði samkomulag um að hætta við allar tilraunir með kjarnorku vopn. Ekki vildi Macmillan gefa neitt ákveðið svar um það, hvort eftir þessa ráðgerðu tilraun í Nevada eyðimörkinni yrði hætt við allar frekari tilraunir á vegum Breta. Við höfum aldrei gefið slíkt lof- orð, en við vonum að komið verði á banni við tilraunum með kjarn orkuvopn. jr Ovissa um eftírlitRK NTB-New York, 13. nóv. í fréttum írá aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York seg- j ir, að þar hafi verið ákveðið að leggja til hliðar tillöguna um að Rauða krossinn taki að séf allt eft- irlit með SKÍpum sem sigla til Kúbu. OpinbeTlega var tilkynnt, að nokkur big yrði að framkvæmd þessa máls, þar til fulltrúar Rauða krossins hefðu sjálfir skýrt af- stöðu sina til þess. U Thant framkvæmdastjóri SÞ átti ,í dag sameiginlegar viðræður vig ifulltrúa Kúbu og Sovétríkj- anna hjá samtökunum, og er þetta í fyrsta sinn, sem hann á sameig- inlegar viðræður við þessa full- trúa. SENDIHERRAR RÆÐA STRíDID NTB—London, Berlín, 13. nóv. Sendiherrar Kínverska al- þýðulýðveldisins í Austur- Berlín, Warsjá, Prag, Buka- rest og Budapest hafa allir ver ið kallaðir heim til Peking, og hafa þeir falið undirmönnum sínum á hverjum stað að stjórna sendiráðunum. Upplýsingar þessar bcrast frá London, en þar er fullyrt, að sendi herrarnir muni hafa horfið heim um miðjan síðasta mánuð. Þá er einnig talið líklegt, að sendiherr- ar Kína í Moskvu og Sofíu hafi haldið heim til Peking, en þar standi nú yfir fundur með sendi- herrum landsins, og sé verið að kynna sendiherrunum afstöðu kínvejsku stjórnarinnar til landa- mæradeilunnar við Indverja, og einnig afstöðu Kínverja til Sovét- ríkjanna. Kínverska sendiráðið í Austur- Berlín neitaði að gefa nokkrar ná- kvæmar uþ$Lýsingar um það, hvenær sendiherrann þar hefði farið til Peking, eða hvenær hann væri væntanlegur aftur, en hins vegar var staðfest, að hann væri ekki í Austur-Berlín. Adenauer kanzlari og Strauss varnarmálaráðherra stinga saman nefjum á meðan á umræðum stendur í þýzka þinginu út a'f Spiegel-málinu. VANTRAUST Á STRAUSS NTB—Bonn, 13. nóv. Stjórn Sósíal-demókrata- flokksins í Vestur-Þýzka- landi samþykkti í dag aö leggja fram vantrauststil- lögu á Franz Josef Strauss, varnarmálaráðherra lands- ins. Sosial-demokrataflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, held ur því fram, að Strauss beri ábyrgð á þeim aðgerðum, sem Der Spiegel var beitt fyrir nokkru, og því verður van- trauststillaga flokksins borin fram í þinginu. Einn af ritstjórum Spiegel, Claus Jacomi, var látinn laus í dag. Áður en Adenauer kanzlari lagði af stað til Wjashington í dag, gaf hann varnarmála- innanríkis- utanríkis- og dóms- málaráðuneytunum skipun um að afhenda ríkissaksóknaranum Framhald á 15 sfðu úast til áfram- haldandi bardaga NTB-Nýju Delhi, 13. nóv. Indverska þingið greiddi í dag atkvæði um tillögu frá Nehru forsætisráðherra, og var þar samþykkt einróma, að haldið skuli áfram barátt- unni gegn Kínverjum með það fyrir augum að reka þá á brott frá kínversku landi. Ayub Kahn forseti Pakistan sagði í dag, ag landamærastríðið milli Indverja og Kínverja hefði aukna hættu í för með sér fyrir Pakistan. Barizt var á flestum vígstöðum meðfram landamænmum, og fregn ir herma, að Kínverjar haldi áfram AÆTLUNARFLUG Fí TIL FÆREYJA í gær barst Tímanum skeyti frá Geir Aðils, frétta ritara sínum í Kaupmanna- höfn þar sem hann skýrir frá fréttum af fyrirhuguðu áætlunarflugi Flugfélags ís lands til Sörvág í Færeyj- um. Morgunblaðið birti jafnframt frétt um þetta í gærmorgun. Talsmaður flugfélagsins hér, segir samt að ekkert hafi verið ákveðið um þetta og telur fréttir þess efnis all mikið í lausu lofti. Það virðist sem færeysk stjórnarvöld viti þó all mikið um þessi mál, og er jafnvel talað um flutning á fimmtán hundruð sjómönnum til Græn lands að sumri. En í rauninni er ekkert nýtt að blöð fái frétt ir af svona umsvifum erlend- is frá, en Hér heima viti menn harla lítið. Skeyti Geirs fer hér á eftir: Fréttir frá Þórshöfn herma, að Flugfélag íslands muni hefja fastar áætlunarferðir-til og frá Færeyjum að vori. Kom- ast þá Færeyingar í loftferða- samband við umheiminn i fyrsta sinn. Ferðir þessar eiga að hefjast í apríl og áætlunin er Reykjavík, Sörvág og Prest- wick einu sinni í viku hvora leið. Flugferðasambandið við Prestwick, gerir Færeyingum fært að nota flugvélar á flug- leiðum Evrópu. Færeyingar taka að sér að Framh. á 13 síðu að auka liðstyrk sinn við landa- mærin. Formælandi bandarisku stjórn- arinnar tilkynnti í dag, að stjórn- in hefði tekið til athugunar að senda flugvélar til Indverja, en fram til þessa hefur indverska sijórnin ekki farið formlega fram á slíka aðstog frá Bandaríkjunum, en nokkuð hefur þó verið um það rætt. Er hér um flutningaflugvél- ar að ræða, og hefur bandaríska stjórnin tekið vel í málið. Myrtí jafn- öldru sína GA—Kaupmaniiahöfn, 13. nóv. í nótt myrti 13 ára gamall skólapiltur 12 ára skólastúlku í skóginum við Óðinsvé í Dan- mörku. Lögreglan handtók dreng inn, sem viðurkenndi a@ liafa framið glæpinn, eftir langvarandi yfirheyrslur. Drengurinn, scm játaði á sig morðið í morgun, kvaðst fyrst hafa gerzt nærgöngull vi'ð stúlk- una, en síðan hefði hann sært hana djúpu sári með sjálfskeið- ing sínum. Þegar lík stúlkunnar fannst var kallað á ríkislögregluna til að- stoðar við að upplýsa glæpinn, og nokkru síðar fannst drengurinn. Hann hefur nú verið Iagður á sjúkrahús til rannsóknar. T1 I 1\1 I V 1\I mí?ti;iþii/l<urinn 1A nAvomhpr 1QR2 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.