Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 13
Rukkari (Karl Sigurösson) færir Áro reikningana, sem hún veit ekki bet greltt að fuilu fyrir hana. Henni er Hart í bak (Framhaid al 9. síðu.) til að láta kúgast af boði Finn- björns brotajárnssala, yfirgefið 'föður sinn og son og setzt í íbúðinni, sem Finnbjörn liafði keypt handa henni. Þrátt fyrir það, hve leikurinn opnast vel, rís hann mjög hægt, eiginlega ekki fyrr en rétt undir lokin. Úr fyrsta þætti verður sennilega minnisstæðast er þau ræðast við Jónatan gamli og Ár- dís og rifja upp liðinn tíma í sam- hliða eintali. Þetta er ákaflega geðþekkt atriði, mjög fagur lýr- iskur leikur, sem ber vott um sérstæða hugkvæmni höfundar. Gísli Halldórsson hefur leyít sér bæði að stjþrna leiknum og fara með hlutverk ekki alllítið, Finnbjörn brotajárnssala. En þótt oft hafi vcrið varað við þessu, leysir Gísli hvort tveggja afburða vel af hendi. Leikstjórn hans er fastmótuð og nærfærin þó, vel skipað í hlutverk. Og persónu hins lítilsiglda peningamanns sýn ir Gísli firnavel. Enda þótt Jón- atan gamli sé ekki mikill sýnileg- ur gerandi í leiknum, verður hami í meðferð Brynjólfs Jóhannesson- ar ein af hans eftirminnilegustu persónum á leiksviði. Hið fáa, sem hann segir, er hnitmiðað, og lát- bragðsleikur hans og svipbrigði eru þó miklu fágætari. Mér er næst að halda, að sú ágæta leik- kona Helga Valtýsdóttir hafi ekki verið í sem beztri stemningu á frumsýningu; mér fannst leikur hennar nokkuð ójafn, mjög glögg ur og skarpur á köflum framan af, en heillegastur og trúverðug- astur í lokin. Birgir Brynjólísson sýnir í þessu leikriti beztan leik sinn til þessa, svipkækir hans eru með minnsta móti og eiga þó má- ske helzt við í þessu hlutverki Láka. Guðrún Ásmundsdóttir leik ur Árdísi af miklum þokka. Guð- mundur Pálsson leikur af alvöru. Skósmiðurinn og safnaðarformað- urinn, Stígur er helzt til ýktur eins og Steindór Hjörleifsson leik ur hann en allspaugilegur er leik- ur hans. Hið litla hlutverk rukk- arans var svo vel leikið af Karli ru spákonu (Helga Valtýsdóttir) alla ur en Finnbjörn brotajárnssali hafi allri lokið, er hún fær sendinguna, Sigurðssyni, að ég tninnist þess ekki að hafa séð hann fara nálægt því, jafnvel með hlutverk og hann gerir nú. Oft hefur Steinþór Sigurðsson gert afbragðsvel í leiktjöldum, eii trúlega eru tjöld hans í „Hart 'í bak“ þau, sem hann hefur bezt unnið að efni til þessa. Einnig hefur Jón Þórarinsson gert tón- list, sem fellur vel milli atriða. í fáum orðum sagt er sýning þessi öllum til mikils sóma, fyrst og fremst ber að óska hinu unga leik skáldi til hamingju með verkið og einnig Leikfélagi Reykjavíkur fyrir að færa það á svið. Gunnar Bergm,an,n. Mjólkurframleföslan Framhald ai 8 síðu. Mjólkureftirlit ríkisins er, að mín- iim dómi, alls ekki nógu raunhæft. Yfirleitt taka bændur öllum leið- beiningum vel, þótt því sé ekki að neita, því miður, að til eru nokkur heimili, sem aldrei sjá að sér í þessu efni. Úr þessu þyrfti að bæta. Mjólkurstóðin sjálf er nú allvel búin að vélakosti og nokkug við vöxt. T.d. er öll aðstaða til smjör- gerðar og geymslu þess, hin full- komnasta. — Eg hef aldrei heyrt neitt sem bendir til þess að þú eigir í örð- ugleikum um samstarf við þína undirmenn í mjólkurstöðinni eða stjórnarnefndarmenn og fram- kvæmdastjót'a Sölufélagsins, segi ég við Svein. — Ef eitthvað er, þá er það geit upp strax og ég hefi ekki yfir r.einu að kvarta í því efni. M.ö.o. Sveinn staðfestir það sem ég hef haldið ag í Mjólkurstöð- inni á Blönduósi ríki gott sam- starf og eining. sem og líka er nauðsynlegt á hverjum vinnu- stað. En nú sný ég máli mínu að öðru efni. — Hvað segir þú, Sveinn, um ná grenni Húnvetninga og Skagfirð- inga? Sem Skagfirðingur hlýtur þú að vera viðkvæmur fyrir því, sem miður fer í fari okkar Hún- vetninga í því efni. — Hér hef ég aldrei orðig var við neinn hérað'aríg, enda eru Hún- vetningar of frjálslyndir til þess ag vera með slíkt í garð nágranna sinna. — Og nvað um bæjarbraginn hér á Blönduósi? Telur þú rétt það sem sumir vilja halda fram að hér sé alið á slúðri um náung- ann, svo sem löngum hefur þótt við brenna í litlum kauptúnum? Sveinn hugsar svarið nokkra stund en segir síðan. — Hér er ekkert snobberí og þótt einhverjum detti í hug að segja eitthvað misjafnt um aðra, þarf ekki að hlusta á það og það- an af síður ag hafa það eftir. — Hvaða merkingu leggur þú í orðið „snobberí", spyr ég. — Eg kalla það snobþerí þeg- ar einhver telur sig eitthvað hærra settan, en allan fjöldann. Við slík sjónarmig eru Blönduósingar laus- ir og illkvittni í garð nágrannans þckkist ekki hér. Undir þessi orð bónda síns tek- ur frú Alma og segir að það sé gott að vera á Blönduósi og sama hnnist börnunum, en þau hjón eiga tvær dætur á skólaaldri og e;nn son ungan. — Sjálfum finnst mér að Blönduósingar megi vel við ■una þennan vitnisburg og get líka gjarnan tekið undir hann af kynn- um mínum, sem nokkuð tíður gest- ui á Blönduósi, sem óneitanlega; c-r miðstöð okkar Austur-Húnvetn- inga. — Að síðustu Sveinn: Ert þú hjartsýnn á framtíg mjólkurfram- leiðslunnar í héraðinu? — Þegar ég kom hér var mjólk- in að sprengja stöðvarbygginguna utan af sér, svo að úrbóta var knýjandi þörf. Ráðizt var í stækk- un og aðrar umbætur, sem ég hefi áður drepið á í sambandi við smjör gerðina, en sífellt þarf að tileinka sér nýjungar, til þess að fylgjast með. Mjólkin vex ár frá ári. Hún er nú u.þ.b. 40% af landbúnað- ajfiamleiðslunni, sem kemur hér tií tífonduoss og mun vaxa mikið á komandi árum, ef á annag borð verður búið svo að landbúnaðin- um, að hann eigi framtíð í þessu landi. En ,það er nú önnur saga. — Þag ætti að vera auðvelt að framleiða tífalt meiri mjólk, en nú berst til mjólkurstöðvgrinnar, hér í næsta nágrenni Blönduóss t.d. á svæði, sem takmarkaðist innan línu, sem dregin væri þvert um félagssvæðið, norðan dalanna og ég álít hagstæðara að fram- leiða, sem mest af mjólkinni, sem næst vinnslustaðnum sjálfum. — Og svo ég víki aðeins, nú að síðustu aftur að afmæli þínu Sveinn. Finnst þér þú nú orðinn gamall? En ég skal játa að spurn- ingin er síður en svo eðlileg eft- ir síðustu orð þín. Sveinn lítur til mín með sínu, dáltið sérkennilega opna brosi. Síðan segir hann: — Mér finnst ég ekkert eldri nú en þegar ég varð fertugur og mér finnst að ég muni geta orðið 100 ára. Og svo bætir hann við: — En það fer nú betur á því að Húnvetningar þuifi ekki að drasla með mig svo lengi. Það er allmikig liðið á nóttina þegar við Sveinn ljúkum tali okk- ar og aðeins nokkuð af því, sem á góma bar, hefur verið fært hér í letur. Börn þeirra hjóna eru löngu sofnuð og húsmóðirin hefur einnig boðið góða nótt. En svo kemur að því, að ég kveg og þakka fyrir ánægjulega stund í þessu nýja húsi á norður- bakka Blöndu. — Eg held inn til héraðsins, um það svæði, sem hann Sveinn mjólkurbússtjóri hafði ver ið ag lýsa fyrir mér að ætti að „flæða" í mjólk á komandi árum. Það er kyiT stjörnubjört haust- nótt og örlítið frost. Leiðin ligg- ui inn í dalinn og mér verður lit- ið tii heiðarinnar. Þar eru nú í þriðju og síðustu leit, nokkrir gangnafélagar mínir frá tveim SÆNDUR Getum útvegaS frá Englandi Massey Ferguson af árgerS ’58 og ’59 til afgreiðslu á komandi vetri. Vélarnar seljast óuppgerðar. Væntanlegir kaupendur hafi samband við kaupfé- lagsstjórann, sem allra fyrst. Kaupfélag Rangæinga. Ahaldasmiður óskast Staða áhalda- og tækjasmiðs Veðursj;ofu íslands er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa sveinspróf í járnsmíði eða annarri grein smíða og auk þess góðáframhaldsmenntun, t.d. próf frá Vél- skólanum í Reykjavík. Enn fremur þarf væntan- legur starfsmaður að hafa talsverða starfsreynslu, vera heilsuhraustur og reglusamur. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Veðurstofu íslands, Sjómanna skólanum, Reykjavík, fyrir 21. þ.m. Veðurstofa (slands. ^uglýsið í Tímanuírt Víðivangur Pramhaltl a) z síðu. aunar eins ófriður í landinu á þessum vettvangi. Óðadýrtíðin og kjaraskerðingin eru auðvit- ag meginorsök uppsagnanna og kaupkrafnanna, en framkoma ríkisstjórnarinnar í deilunum bætir sífellt gráu ofan á svart. 2, siðan sambandi við' Egyptaland, Og síð an hið kristna ríki Nubien, sem fyrst leið undir lok .á sextándu öld. í vestri mynduðust á mið- öldum nýrri stórveldi eiijs og Ghana og Mali, sem voru ipiklu voldugri en nútímaríkin með sama nafni. Svo voru Bornu og Hausa konungdæmin og allt fram á okkar tíma hið volduga Fulani ríki í Norffur-Nígeríu og Oyo, Ife og Benin í Suður- Nigeríu. Á'strönd Austur-Afríku og innj í miffjum hluta suffur- meginlandsins voru í margar ald- ir velmegandi ríki, sem þrifust á verzlun við Indverja og Kínverja og fluttu meðal annars út bezta iárn þeirra tíma. Þetta eru aðeins nokkur fróð- leikskorn úr bók Davisons, en af þeim má sjá, að rækilega er hægt að afsanna alla fordóma um heimsku og gáfnaskort svert- ingja. leitum áður í haust. Á morgun koma þeir ofan í dalinn. Og það er ekki mjólkurframleiffslan, sem setur svip á störf okkar bændanna, þessa dagana, heldur afsetning sauðfjárins, því nú stendur slát- urtíðin sem hæst. En samt xemur mjólkurbíllinn, þessa daga, sem aðra, árið um kring, til þess að flytja þennan líf- drykk, mjólkina, áleiðis til neyt- andans með viðkomu i Mjólkur- stöðinni á Blönduósi, þar sem Sveinn Ellertsson ræður ríkjum og stjórnar með lipurð og öryggi þess manns, sem veit hvernig á ?ð gera hlutina. Grímur Gíslason. BLÁ BÁND SUPPI Þér getið valið á milli: Kjúklingasúpu mcð gri.eí. blómkálssúpu — tén.-.tsúpu — nautaketssúpu (Juíiewze -- aspargussúpu — baunaríju - - californíska ávaxtasúp': — bláberjasúpu og Bíi Pam kraftsúpu (Bouni-an) ^ TÍMINN, miðvikudaginn 14. nóvember 1962 -kv 38 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.