Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 9
Leikfélag Reykjavíkur Ekki sýnist neinum blöðum um það að íletta, eftir frumsýningu Leikfélags lieykjavíkur á sjón- leiknum ,,Hart í bak“ eftir Jökul Jakobsson sl. ^unnudagskvöld, að kominn sé fram höfundur, sem um flest sé fremri öðrum ungum höfundum íslenzkum að skrifa fyrir leiksvið. Og það er einmitt mergurinn málsins. Jökull hefur tamið sér tækni til að skrifa leikrit fyrir leiksvið en ekki til lesturs í hæg- indastól. Þótt Jökull sé tæplega þrítugur, er meira en áratugur síðan út kom hans fyrsta bók. Hann var raunar ekki nema 17 ára gamall þá. Og prentaðar skáld sögur hans eru orðnar hvorki meira né minna en fjórar. En aö sýndum leikrilum hans tveimur í Iðnó, „Pókók“, snemma á síðasta ári og nú „Hart í bak“, sem er þó mikill gæðamunur á, liggur í aug um uppi, að leikritið er form Jökuls fremur en skáldsagan. En f þessu efni ber hann af öðrum ung um rithöfundum okkar, að hann hefur meira leiksviðsskyn en hin- ir, fyrst og fremst, einnig er honum sýnt um lifandi persónu- sköpun, hann er orðfrjór, hefur bæði til að bera gott, íslenzkt tungutak alþýðu, og getur brugð- ið fyrir sig betur en flestir höf- undar aðrir einasta slangur-máli landsins, því, sem gæjarnir og físurnar í Reykjavík tala, en þó er hann ekki enn nógu smekkvís á það, hvað hann leggur persón- um sínum í munn. Það er auðséð, að Jökull hefur siglt og kynnt sér það, sem er efst á baugi í leiklistarheiminum, einkum þar sem merkustu tíðind- in eru að gerast f leikhúsum og leikbókmenntum, sem sé í Frakk- landi og Englandi. Hann hefur ekki valið þann kost að leggja leikrit sitt „alfullkomið“ á leik- sviðið eins og andinn kom fyrs^ yfir hann, heldur hefur verkið þróazt í samvinnu höfundar, leik- stjóra, málara og leikara. Engin ástæða er til að ætla, að höfund- urinn eigi minna í verkinu fyrir þessa aðferð. Þetta sýnir góða al- vöru skapandi listamanns. Ein- mitt svona eiga leikskáld að vinna að verkum sínum. Og vafalaust mundu fleiri gera það, ef þeir ættu þess kost. En líklega er raun in sú í þessu tilviki, að leikstjór- inn og félagar hdns í Iðnó eigi sér meiri framtíðarvon í þessu unga leikskáldi en flestum þeim, er boðið hafa vöru sína hin seinni árin. Og allir hafa þeir haft er- indi sem erfiði. Leikurinn „opnast“ mjög vel. Öðrum megin situr blint gamal- menni og bætir net, hinum megin koma í ljós dóttir hans roskin og sonur hennar hálffullorðinn, þrjár kynslóðir, þrir einstaklingar ólík- ir, sem em þó hver öðrum háðir. Gamli maðurinn er ekki nema svip ur hjá sjón á móts við það, er hann var og hét, þegar hann var „a freigátunni". Sú var tíð, að hann var hvorki meira né minna en kafteinn á stærsta skipi ís- lenzka flotans, sem alls staðar var fagnað í höfnum kringum landið, strengdir flaggborðar á bryggj- urnar og haldnar hjartfólgnar ræð ur. En svo strandaði hann þessu skipi, og það í rjómalogni. Siðan lætur hann sig aðeins dreyma um skipin um leið og hann splæsir netin og blæs í kaun. Það eru liðin þrjátíu, fjörutfu, kannski fimmtíu ár, og þeir eru enn að sigla skip- unum og ku sjá allt í apparati þótt niðaþoka sé. Og alltaf geymir hann skipstjóraskrúðann í skápn- um sínum, gerir sér von um að fá að skreppa um borð einn góð- an veðurdag og verða þar að ein- hverju liði. En þau hafa barizt við fátækt og vesaldóm, gamli maðurinn og dóttir hans, og son- ur hennar virðist ætla að verða til einskis nýtur. Hann er hortug- heitin ein. En móðir hans selur kvenfólki spádóma í spil eða bolla en karlmönnum líkama sinn. Þeirra helztur er brotajárnssal- inn, sem hefur nóga peninga, en sonur spákonunnar gerir honum lifig leitt, er hann kemur að heimsækja móður hans og gefst Finnbjörn brotajárnssali loks upp á því, en býður henni íbúð, sem hún flytjist í brott frá syni sín- um og föður. Sonurinn, Láki, hef- ur aldrei eirt við starf eða nám, er hreinn ómagi kominn fast að tvítugu. í heimsókn kemur ung stúlka að auslan, Árdís, nýbúin , að missa móður sína, sem var vin- ^ kona Áróru spákonu. Nú fær Ár- dís inni hjá henni á meðan hún Jónatan gamli skipstjóri (Brynjólfur Jóhannesson) og Árdís (Guðrún Ásmundsdóttir) ræðast við í fyrsta sinn, en það verða upprifjanlr á ein- tali, sem gengur á víxl. er að leita uppi föður sinn og i nýtur til þess hjálpar frá kenn- aðstoðar hans. Þau fella hugi sam ara sínum, Pétri, úr Sjómannaskól- an, Árdís og Láki. Hann, sem! anum, sem hafði verið seinþreytt hlaupizt hafði burt úr Sjómanna ur að hjálpa honum að komast skólanum og verður við ekkert til manns. Áður en hann siglir, uppifast, fær nú loks af ást þess- hafði Áróra móðir hans neyðzt arar stúlku trú á sjálfum sér og Framh. á 13 síðu Þriðja dæmi er freistandi að nefna, Þar er um að ræða mið- aldra hjón á stórri og góðri jörð í snjóléttri gæðasveit. í fjósi eru n. 1. 30 gripir, á fóðrum á fimmta hundrað fjár. Hjónin hafa sér tii aðstoðar vaskan 14 ára dreng og í heimilinu er ung stúlka með kornungt barn sitt. Hjónin eru féiagslynd, taka enn fullan þátt í starfi ungmennafé- lagsins, æfa söng með kirkjukórn- um og syngja við hverja messu í sókninni, auk margs annars. í öllum þessum dæmum gildir hið sama: Þar eru húsakynni hin beztu, bæði yfir menn og fénað. Ræktun er með ágætum, vélar til flestra verka, sem þeirra nýtur við, rafmagn, útvarp og sími. Ak- vegur, fær bifreiðum, ef ekki teppa snjóar, heim að bæjardyr- um. í öllum dæmunum gildir og það, að ekki er hægt að hafa minni bú og veita sér lífið léttara með þvi. Vextir og afborganir af skuldum, viðhald og endurnýjun véla og við- hald og endurnýjun húsa krefst bús, sem gefur miklar tekjur, ekki minnkandi heldur sívaxandi fram- leiðslu og tekna. Þessi og þvílík dæmi eru öllum kunnug, sem eitthvað þekkja til íslenzkra sveita. Og þau eru ekki einstök í sinni röð, heldur má segja, að fátítt sé, ef ástandið er ekki eitthvað svipað þessu víðast hvar. Enn, alvarlegri dæmi væri auðvelt að nefna. í þessum til- fellum öllum eru hjónin við sæmi lega heilsu og veikindi ekki tii staðar á heimilunum, eins og er. En nærri má geta hvort þau leggj- ast óþreytt til svefns um miðnætti, eða síðar, og hvort þau vakna full- hvíld að morgni. Það &r löngu viðurkennt lögmál, að þarfir siðaðra manna séu af tvennum toga spunnar. Annars vegar þörf fyrr fæðu, föt og hús- iiæði, hins vegar andleg nauð- syn á samfélagi við annað fólk, lestri bóka og blaða,. þörf á að hlusta á útvarp, hafa næði og tíma til þess að hugsa og álykta, brjóta til mergjar, hver eftir sinni getu, vandamál mannlífsins, sín eigin og annarra, koma til mannfagnað- ar og njóta skemmtana og dægra- dvalar. f þeim dæmum, sem hér hafa verið nefnd og fjölmörgum öðrum slíkum er ljóst, að í afköstum og vinnu er um hrein afreksverk að •ræða. Fæði, föt og húsnæði er í bezta lagi. Hvíld er af mjög skorn um skammti og svo lítil að til stór- kostlegrar hættu horfir og tími og tækifæri til samfélags við annað fólk og til annarra andlegra nauð- synja er enginn. Þegar svo er kom ið er um alvarlegt þjóðfélags- vandamál að ræða. Mannfæð heim ilanna og þrældómur hinna fáu er ekki aðeins eihkámál þeirra, held- ur snertir það fyrr eða síðar allt þjóðlífið, Á þessu verða að finnast einhverjar úrbætur. Að þær úrbæt ur komi ofan frá, úr skrifstofum stjórnarvaldanna, úr sölum alþing- is, frá samtökum heitttrúaðra eða frá misvitrum stjómmálamönnum er vandséð. Hitt er líklegra að þær úrbætur verði að finnast af því góða og greinda fólki, sem sárast líður og bezt finnur hvar skórinn kreppir. En úrbætur finn- ur það fólk ekki heldur, nema að hugsa um þær, tala um þær, leita þetrra og hafa kjark og vilja til að þreifa fyrir sér um lítt troðnar slóð ir. Engin ein úrbót verður heldur fundin. Það þarf margar tL' og þeirra þarf víða að leita. Tvær búshátta breytingar frá því, sem áður var hafa 'komið harð ast og sárast niður á fámenni sveit anna, og má með sanni segja að það sé eins konar kaldhæðni ör- laganna að svo skyldi þurfa að verða. Önnur er sú, að í stað all- mikils vinnukrafts, sem áður var á flestum heimilum eru nú komn- ar afkastamiklar vélar. Þær hafa margfaldað framleiðsluna, en þær eru dýrar, heimta mjög mikla fjár- festingu og mjög mikið fé til við- halds og rekstrar. Þess vegna verða búin að vera stór og alltaf sístækkandi með auknum vélakosti. til þess að geta staðið undir vöxt. um og afborgunum. Og án vélanna e.r ekki hægt að búa. Það er tómt mál að tala um það. En í staðinn fyrir að vélarnar hafi orðið auð- mjúkir þjónar bændanna og jafn- framt því að létta af þeim og þeirra góðu eiginkonum erfiði og stríði, einnig aukið þeim tóm- stundir til hvíldar og andlegrar nautnar, hafa bændahjónin o.rðið þrælar. þeirra. Hin önnur breyting er sú, hve kúabúin hafa stækkað að stórum mun en sauðfjárbúin minnkað, eða staðið í stað. Kúabúið bindur fólkið. Það krefst fullkominnar reglu um vinnubrögð. Vinnu í 20 til 30 kúa fjósi verður ekki slegið á frest. Mjólkin verður að komast á mjóllkurpallana á tilteknum tlma. Mjólkurkýrnar þola ekki að bíða eftir mjöltum þar til húsbænd unum hentar bezt, Stóru kúabúin ráða yfir mannfólkinu en húsbænd urnir tæpast yfir þeim. Gáfaður og síhugsandi norðlenzk ur bóndi, sem líður sárt undan ó- freísi þrældómsins og því, að geta lítils sem einskis notið af því, sem félagslyndum og hugs- andi mönnum er nauðsyn, hefur varpað fram hugmynd að úrbótum á einu sviði þessa vandamáls. Víða í sveitum landsins hagar svo til, að nokkrir bæir standa það nærri hver öðrum, að ekki eru um veru- legar fjarlægðir að ræða, eins og nú er háttað vegum og samgöngu- tækjum. Þessi fyrrnefndi bóndi hugsar dæmið þannig: Þrír til fimm bænd ur, sem búa í nábýli, hafa hver sitt 20 kúa fjós og eru hver fyrir sig bundnir á klafa síns stóra bús í staðinn fyrir að byggja fimm tuttugu kúa fjós byggja þeir eitt hundrað kúa fjós, í því hafa þeir allar sínar kýr. Þar er komið fyr- ir öllum fullkomnustu tækjum og vélum. Fjósið stendur nærri vegi, svo auðvelt er fyrir mjólkurbílinn að koma heim að fjósdyrum. í staðinn fyrir fimm hlöður er byggð ein stór, eða fáar minni og með þeim tækjum sem þegar eru til, eða með öðrum fullkomnari flytur nver bóndi töðu sína að hinu sameiginlega fjósi á sumrin, jafnótt og heyjað er, eða þá annað slagið á vetrum ef það þykir henta. Höfð er stórum aukin samvinna við heyskap með stðrbrotnum og afkastamiklum tækjum, sem ekki er á neins eins manns færi að eiga og borga, en nú fengju næg verk- efni með samvinnu bændanna. — Hver jónd. ætti sínar kýr og mjólkinni úr þeim yrði haldið sér og lögð inn í hans reikning. Hér væri ekki um samyrkju- eða sam- eignarbú að ræða, heldur sam- vinnubú , þess orðs réttu og eig- inlegu merkingu - Að slíku kúabúi væri hægt að ráða menn til vinnu með eðlileg- um vaktaskiptum án þess að vinn- an yrði þrældómur. Ef til vill vildu bændurnir vinna þar sjálfir til skiptis með bö-rnum sínum og húsfreyjum. En nokkrum hluta þess ófrelsis, sem þeir nú eiga við að búa, væri af þeim létt. Dæmið mætti setja upp á ýmsan annan hátt. Það mætti eins gera ráð fyrir 200 kúa fjósi eins og 100. Slíkt samvinnubú mundi efalaust leiða til samvinnu um margt ann- að til dæmis ræktun. Gera má ráð fyrir, að innan skamms yrði komið hundrað hektara tún umhverfts slíkt fjós, ef landrými leyfði, Efalaust þarf þessi hugmynd mikilla athugana við og ýmiss kon ar umbóta. Aðalatriðið er að finna einhverja lausnir á vandamál unum og þær finnast ekki án hug mynda. íslenzkir bændur hafa leyst mörg og stór vandamál og unnið mörg stórvirki í krafti sam- vinnu í 80 ár Það er vandséð hvað leysir þá úr viðjum fámenn- ið og vinnuþrælkunar, ef það verða ekki einhvers konar úrræði á veg- um samvinnu. Valdboðinn og mis- lukkaður samyrkjubúskapur, sem reyndur hefur verið úti í hinum stóra heimi, má ekki og þarf ekki að hræða þá í þessum efnum. — Samvinna á harl'a lítið sameigin- legt með þeim ævintýrum. Fáist ekki lausn á vinnuánauð bændafólksins, skrælnar og deyr hin margumtalaða sveitamenning á íslandi og þá er hætt við að sitt hvað fleira fari forgörðum. Bændurnir hafa hlotið mikla og holla þjálfun í samvinnufélögum í mörg ár Þeir eru ekki stórir karl ar, ef þeir geta ekki enn aukið nýj um verkefnum í þá keðju stór- virkja sem þeim hefur tekizt að gera í krafti yfirburða samvinnu stefnunnar. Hér er þessari einu hugmynd komið á framfæri. Þörf er á mörgum fleirum. Páll H. Jónsson. T f MIN N, miðvikudaginn-14. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.