Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 8
Mjólkurbúið á Blönduósi Mjólkurframleiðslan ætti auð veldlega að geta tífaldazt Ferðamaður, sem farið hef- ur þjóðleiðina norður um land á þessu hausti hefur að líkindum veitt athygli að við hlið gömlu járnbrúarinnar á Blöndu, hefur risið ný og glæsileg steinbrú, sem mun leysa þá gömlu af hólmi nú einhvern daginn. Þetta er þó aðeins fyrri hluti brúarinnar, Rætt við Svein Ellertsson, mjólkurbústjóra á Blöndu- ósi, sem nýlega átti fimmtugsafmæli SVEINN ELLERTSSON eða réttara sagt önnur akrein hennar, því að á næsta sumri mun brúin breikkuð og eftir það tryggja hraðar og örugg- ar samgöngur yfir ána, ekki einungis fyrir ferðamanninn, heldur og fyrir íbúa Blöndu- óss og aðra héraðsbúa, sem mjög þurfa að sækja yfir ána vegna framleiðslunnar í hér- aðinu, verzlunar og vaxandi iðnaðar. Norðan ánnnar eru höfuðstöðv- ar samvinnufélagsskaparins í hér- að'inu, bæði Kaupfélags Húnvetn- inga og Söiufélags Austur-Hún- vetninga og út frá starfsemi hans hafa, á síðari árum, risið fjöldi nýrra og glæsilegra íbúðarhúsa, sem eru í þann veginn að setja bæjarbrag á þetta vaxandi þorp. í einu nýjasta húsinu, þarna norðan Blöndu á bakkanum norð- an Húnabrautar, sem er aðalgata þorpsins, býr bústjóri Mjólkur- 8 samlags Húnvetninga, Sveinn Ellertsson og er hús hans þarna efst í húsaröðinni, næst brúnni á Blöndu. Eg hef frétt ag Sveinn hafi orð- j iB fimmtugur nú þann 4. þ.m. og j bað er tileíni þess að ég sæki hann heim eitt kvöldið, litlu síð- ar, til þess að óska honum til ham ingju með afmælið og rabba við hann nokkra stund. Mér er tekið tveim höndum af þeim hjónum og eftir að hafa drukkið kvöldkaffið með fjöl- skyldunni er setzt inn í haglega búna stofu og húsbóndinn hellir á glösin. — Þag hlýtur að vera af því að þú ert utanhéraðsmaður, Sveinn, rð afmælisdagurinn þinn fór svona fram hjá mér og mörgum öðrum bændum í sýslunni. En samt hef ég nú frétt að það hafi verið æði gestkvæmt um kvöldið. — Já, það komu hér nokkuð margir og stöldruðu vig fram á nóttina. Það var ánægjuleg og góð stemning. Eg hafði beðið nokkra vini mína að siá um að engar afmælisræður yrðu fluttar, en sú stífla bilaði þegar kom fram á kvöldið og svo var sungið heil- mikið. Sveinn er Skagfirðingur að upp runa, sonur hins kunna bónda og athafnamanns Ellerts í Holts- múla og konu hans Ingibjargar Sveinsdóttur. — Varst þú ungur, Sveinn, er þú fórst að undirbúa þig til þess ?ð leggja stund á mjólkurfræð- ina? — Eftir að hafa stundað nokk- urt unglinganám heima í Skaga- firði, m.a. á Hólum, vann ég fyrst eitt ár á Akureýri, en síðan 2 til 3 ár á .Sauðárkróki. Fór til Noregs árið 1938 til fullnaðarnáms í mjólkurfræðum og var hugmynd- in að vera bar i 2 ár. — Eg vann fyrst á skólabúi Mjólkurskóla rík- isins og svo í skólanum sjálfum. — En svo hefur stríðið lokað leiðinni heim? — Já, ég var sjö ár í Noregi í staðinn fyrir tvö. — Þú hefur líka náð í konuna á þessum árum? — Já, við kynntumst síðasta ár- ið úti í Noregi. Kona Sveins heitir Alma, fædd Steihaug og nú sný ég máli minu td hennar. — Og þú hefur fylgt mannsefn- inu, ótrauð. til fyrirheitna lands- ins?.. — Það er nú líkast til. Vig gift- um okkur á Sauðárkróki árið 1947, segir i'rú Alma glöðum rómi, en málfar hennar er örlítið fram- andi. Aðspurð segist frúin kunna vel vig sig á íslandi og ég hef áður sannfærzt um að hún hefur þeg- er gerzt góður íslendmgurv' g»»irr, Eftir heimkomuna 'frá Nöregi staifaði Sveinn eitt ár^á Sauðár- króki, en síðan 6 ár við Mjólkur- samsöluna í Reykjavík. Árið 1954 tók hann svo vig núverandi starfi sinu. — Mér þótti vænt um, Sveinn, þegar ég frétti að þú værir far- inn að byggja, því ég tel það sönn- un þess að þú hyggir ekki á brott- för að svo stöddu. Sveinn svarar þessu ekki beint, en segir að þetta hús sitt eigi að tryggja okkur mann i sinn stað, ei að því kemur, þar sem eitt fyrsta skilyrðið til þess að ná í slarfsfólk sé að geta séð því fyrir húsnæði og ég verð að játa að staðreyndirnar mæla með þessari skoðun hans. — Og hvað finnst þér nú um hlut okkar framleiðendanna í hér- aðinu. Finnst þér vig bændurnir taka störf okkar alvarlega? — Húnvetningar eru duglegir bændur og framleiðslan hefur vax ið mikið á þessum árum og á fyrir sér að vaxa. Framleiðslan er líka að batna, þ.e. flokkun mjólkur- innar. En þið þyrftug að haf* meiri leiðbeiningar í fjósunum, ‘ bæði viðkomandi heilbrigði kúnna og um meðferð mjólkurinnar. Framh. á 13 síðu Fáll H. Jónsson Hönd strítar hendur sigra SVO VILL TIL þessa dagana, að í einni af harðbýlli sveitum landsins gerist eitt af þeim dæm- um lífsbaráttunnar, sem verða þyrfti til viðvörunar og leiða þyrfti til umhugsunar og úrlausnar á stóru vandamáli. Þar búa tiltölu- lega ung hjón á framúrskarandi jörð. íbúðarhús or stórt og vand- að og allur annar húsakostur góð- ur. Tún er stórt. og grasgefið með ágætum. Vélar eru til flestra nauð synjaverka, rafmagn mikið og gott. Að sjálfsögðu er þar sími og útvarp. í heimili eru hjón, fimm börn þeirra og tvö gamalmenni. Elzta barnið er fjarverandi á skóla, þrjú þau næstu á barnaskóla i sveit- inni. Og nú stendur til að húsmóð- irin fæði sitt sjötta barn. Engin ljósmóðir er í sveitinni, tugir kíló- metra til læknis. Vegir geta teppzt hvenær sem er, þegar þessi tími er kominn og hafa þegar gert það. Sætt er færi og konan flutt til næsta kaupstaðar, þar sem sjúkra- hús og öll nauðsynleg hjálp er til reiðu. Heimilið getur ekki átt neitt á hættu í þeim efnum, Þeg- ar barnið er fætt verður hún að sæta færi að komast heim. Vel getur sú ferð tafizt vegna snjóa og stórviðra, jafnvel svo vikum skiptir. Ekkert heimili sveitarinnar er aflögufært um vinnukraft. Bónd- inn annast heimilisstörf og skepnu hirðingu með aðstoð gaml'a fólks- ins á níræðisaldri. Á hverjum morgni verður að vora til reiðu morgunverður. Hann flytur börn- in, er á skóla ganga, nokkurra kílómetra vegalengd í veg fyrir skólabíl. Síðan tekur við skepnu- hirðing. N. 1. 20 gripir oru í fjósi, þar af 12 til 15 mjólkandi kýr. Á annað hundrað fjár er rekið til beitar, ef veður og beitijörð leyfa Síðdegis þurfa skólabörnin að komast heim. í fjósinu er unnið á ný. Hjörð, sem til beitar var ■rekin þarf að komast í hús og fá hey og vatn. Um fatnað barnanna þarf að hirða, elda þarf mat. hal'da stóru húsi hreinu og öllum hlutum í röð og reglu. Mjólkinni þarf að koma í veg fyrir mjóik- urbíl að morgni, brúsarnir að komast heim að kvöldi. Annað dæmi skal tekið Miðaldra hjón búa góðu búi, hafa ræktað og hýst jörð sína. Hafa 20 gripi í fjósi og n, 1. 200 höfuð í fjár- húsum. Hjónin eru ein með tvö börn, annað þeirra á skóla, hitt yngra. Eldri systkinin eru farin að heiman. Öll hin sömu verk þarf að vinna og fyrr eru nefnd. Bóndinn hefur á sinni hendi þó nokkur trúnaðarstörf. Hann er í hreppsnefnd hefur skyldustörfum að gegna fyrir sína kirkjusókn og er í stjórn umsvifamikilla samtaka sjéttar sinnar. Bæði hafa hjónin ftiikinn áhuga á félagsmálum al- mennt og leggja þeim lið hvenær sem færi gefst. Þurfi bóndinn að heiman, er enga hjálp að fá — Annaðhvort verða andleg trúnað- arstörf að bíða næturinnar, eða þá vinna við skepnuhirðingu og heim- ilisstörf. T I M IN N . miðvikudaginn 14. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.