Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 15
Ályktun kjördæmisþings Framsóknar manna í Reykjaneskjördæmi Teppaheitin Framhald af 16. síSu margt sem blaðið segir ekki rétt, t. d. varðandi framleiðslu okkar. Forstjóri Teppa h.f.: Eg er sam- mála blaðinu í stórum dráttum, það veitir ágætar upplýsingar. — (Teppi h.f. framleiðir límborin teppi og dregla). Forstjóri Vefar- pns: Engar athugasemdir, en við hefðum viljað, að meira kæmi fram um kosti teppa okkar. — (Vefarinn framleiðir Bryssel og Wilton) Forstjóri Álafoss: Upp- lýsingar blaðsins eru ágætar og nauðsynlegar. (Álafoss framleiðir Wilton). Þag kom hins vegar fram, að for ráðamenn teppaframleiðslunnar greinir á um flokkunina hver hjá öðrum. Verksmiðjustjóri Axmin- ster sagði, að Álafoss og Vefarinn kölluðu framleiðslu sína Wilton, en hún héti réttu lagi Wilton brother, samkvæmt skilgreiningu alfræðiorðabókar. Hann sagði, að slitgarnsþræðir í Wilton væru frá 13x13 til 27x27 á fertommu, en slitgarnsþræðir Wiltonteppa frá Álafossi og Vefaranum nál. 7x7 á fertommu og sverara band notað en í réttan Wilton. Aðspurður um þann flokk, sem Axminster hér framleiðir, sagði verksmiðjustjór- inn hann kallast Axminster A I, en það væri annar flokkur af Axmin- ster. Forstjóri Vefarans sagði að slitgarnsþræðirnir í Wilton- framleiðslu þeirra væru nál. 8x9 á fertommu, en vísaði nafngiftinni Wilton brother algerlega á bug. — Flokkurinn er Wilton II, eða því sem næst, sagði forstjórinn. Forstjóri Álafsos sagði þráða- fjöldann í framleiðslu verksmiðj unnar 18x18 og 29x29 á fertommu. — Munurinn er fólgin í mismun- andi grófu garni, eftir því hvort notað er tvíband eða þríband, en þá verður að telja samundnu þræð ina, sagði forstjóri Álafoss og benti á, að forstjóri Vefarans hefði ekki tekið það atriði með í reikninginn, þegar hann taldi slitgarnsþráðafjöldann í sinni framleiðslu. — Þá sagði forstjóri Álafoss, að framleiðslu- ílokkar verksmiðjunnar væru Wilton II og III. ' ' 1. gr. Vélar og áhöld til land- búnaðar óg landbúnaðarfram- leiðslu, ót. a., og hlutar til þeirra í eftirtöldum köflum og númer- um tollskrár eru undanþegin að- flutningsgj öldum: 1. Hjóladráttarvélar (þar á með- al ámoksturtæki) í nr. 12 í 72. kafla. 2. Sláttuvélar í nr. 13 í 72. kafla. 3. Rakstrarvélar og snúnings- vélar í nr. 14 í 72. kafla. 4. Mjaltavélar í nr. 15. í 72. kafla. 5. Áburðardreifarar, kartöflu- upptökuvélar og annað í nr. 21 í 72. kafla. 2. gr. Endurgreiða skal aðflutn- ingsgjöld af vörum til rafmagns- framleiðslu á sveitabæjum f eftir- töldum köflum og númerum toll- skrár: 1. Bifvélar (mótorar) í nr. 30 í 72. kafla. 2. Mótorrafalar í nr. 3 í 73. kafla. 3. Rafalar (dýnamóar) í nr. 4 í 73. kafla. 3. gr. Endurgreiða skal aðflutn- ingsgjöld af hjóladráttarvélum, sem fluttar hafa verið inn eftir 20. febrúar 1960 og notaðar hafa verið til landbúnaðar. 4. gr. Ákvæði 1., 2. og 3. gr. taka einnig til söluskatts af inn- fluttum vörum samkvæmt III- kafla og ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 10 1960, um söluskatt, sem síðari breytingum á þeim lög- um. Sama gildir um söluskatt samkv. II. kafla sömu laga. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. í greinargerð meg frumvarp- inu segir: Sú stétt, sem einna harðast er leikin af ráðslagi núver^ndi stjórn arvalda, er bændastéttin. f framkvæmdum landbúnaðar- ins er óþolandi og háskalegur sam- dráttur á mörgum sviðum og fær- ist í aukana. Þeir bændur, sem standa á göml um merg, þannig að þeir voru bún- ir að rækta mikið land, byggja við- hlítandi húsakost á jörðum sínum, koma sér upp góðum bústofni og vélvæða sig til tæknibúskapar, þola mikig án þess að bugast eða láta f stórum stíl á sjá. Hinir, sem skemmra voru komnir, eiga í vök að verjast, — margir mjög þröngri, sem óðum frýs að þeim. Afar torvelt er — eða ókleift með öllu — fyrir nýliða að stofna til búskapar sökum þeirrar ó- hemjulegu dýrtíðar, sem búið-. er að leiða til öndvegis. Ungt fólk, sem vildi stunda búskap, hverfur að öðrum verkefnum. Haldi svo fram sem horfir í þessum efnum, skapast fljótt eyð- ur í byggðum sveitanna. Og í stað þess að sveitirnar leggja nú til sína hollustu og ljúffengu fæðu á borð allra landsmanna, verður þjóðin ekki sjálfri sér nóg um framleiðslu þeirra matvæla. þjóðarinnar, að sveitabúskapurinn \ Það er frá öllum hliðum séð eitt af þýðingarmestu málefnum Enn vantar fé á Fljótsdals- héraði Egilsstöðum, 8. nóv. Hér hefur mikið hlánað síðustu daga og hefur verig góð hláka, úrfellislaus og snjór runnið sund- ur. Ráðgert er að ýta snjó af Odds- skarði, ef svona hledur áfram og stytta ófæruna yfir Fjarðarheiði. Fagridalur er orðinn fær og inn- svéitarvegir. Ekki er enn vitað um fjárskaða, en ennþá vantar all- mikið fé. Flugsamgöngur eru komn ar í eðlilegt horf. Ekki geta samt lent hér stórar flugvélar, því þegar áhlaupið gerði, var verið að bæta ofan á flugbrautina, sett var 20—25 cm malarlag ofan á hana, en eftir voru 400—500 metrar og þar myndast stallur. Verður reynt að Ijúka þessu, eins fljótt og unnt Varðandl oroáDðkarskýringuna á Wilton og Wilton brother sagði hann orðabækur margar og óvíst að þeim bæri saman. Faxi Framhald af 1 síðu. leg áform um breytingar á Faxa gamla, og hafði viðað að sér miklu ai nýjum tækjum. Var enda eng- in vanþörf á endurnýjun verksmiðj unnar sem staðið hefur ónotuð frá því hún var byggð fyrir rúmum 10 árum. M. a. eru lýsisvélarnar í henni algjörlega ónýtar. En nú er sem sagt útséð með, að Klettur lífgi Faxaverksmiðjuna við og Reykj avíkui'borg situr enn uppi með þennan vandræðagrip. Verksmiðjan var reist fyrir rúmum 10 árum af Reykjavíkurbæ og Kveldúlfi. Átti verksmiðjan að vera mjög fullkomin, en reyndist ónothæf frá byrjun og hefur stað- ið þögul í öll þessi ár. Alls hefur kostnaður vig byésingu og við- hald hennar numið um 35 milljón- um króna. Faxi var sameignarfélag, en þar sem Kveldúlfur var langt frá því ábyrgur fyrir sínum hluta í verk- smiðjunni, féll mestur hluti kostn aðar -á bæinn, og loks var á síð- asta vetri samþykkt að slíta sam- eignarfélaginu. Ekki vildi forstjóri Kletts gefa neinar nánari skýringar á því, hvers vegna hætt var við kaupin á Faxa. Kúbumenn hand- íóku USA-foringja Öryggislögreglan á Kúbu til- kynnti í dag, að 2. nóvember s.l. hafi hún handtekið foringja leyni þjónustu Bandaríkjanna á Kúbu, einnig tvo hópa manna, sem unnu undir hans stjórn. Ætlun þessara manna hafði verið að eyðileggja kopar og nikkelnámur á tveimur- 'Stöðum á eyjunni. Kúbönsk blöð skýrðu frá þessu í morgun, og höfðu blaðamenn fengið að ræða við leyniþjónustuforingjann. Var hann sjálfur sagður hafa skýrt frá því, að Bandaríska leyniþjón- ustan hefði haft f hyggju að láta vinna skemmdarverk á ýmsum stöðum, sem mikilvægir eru fyrir efnahagslíf eyjarinnar. Nýtt elliheimili á Akureyri ED-Akureyri, 3. nóv. í DAG tók til starfa hið nýja elliheimili á Akureyri og fyrstu dvalargestirnir, sem komu á heim ilið, voru tvenn hjón, en alls munu i dag koma 8 dvalargestir. Elli- heimilið er ekki að fullu tilbúið, en verður það í næstu viku og tekur þá til starfa ag fullu. Dval- argestir munu alls verða 30. — Starfsliðið er 5 stúlkur og for- stöðukona verður Ásthildur Þór- hallsdáttir. Stjórnarformaður er Jón H. Torfason. Hér stendur nú yfir nautgripa- slátrun og virðast bændur ætla að slátra mun fleiri nautgripum en áður. Læknadeilan Framhald at L síðu. Læknadeilan svokallaða hefur j nú verig til lykta leidd á grund-, velli tilboðs ríkisstjórnarinnar frá 10. nóvembsr méð þeirri breyt- j ingu, að væntanlegar kjarabreyt- ingar skuli reiknast frá 1. ágúst s.l., enda heíur stjórn BSRB lýst yfir, að það mun ekki gera kröfur fyrir hönd annarra starfsmanna þótt ríkisstjórnin samþykki að greiða sjúkrahúslæknum fyrr en öðrum samkvæmt væntanlegum kjarasamningi eða dómi, og sam- komulag tekist um nokkur fram- kvæmdaatriði lausnarinnar. Áætlunarflug til Færeyja (Framhald ax 3. síðu) sjá um byggingar og ljósaút-: búnað á flugvellinum sjálfum, en Flugfélagið mun sjá um að reisa radíóvita og siglingavita. Þá býðst flugfélagig til að skipuleggja hópferðir til Fær- eyja að sumrinu, óski Færey- ingar þess. Jafnframt hefur fé- lagið boðizt til að flytja fær 1 eyska sjómenn til fa- ■ veiða við Grænland að áuai' > Þá getur orðið um flutning a fimmtán hundruð sjómönnumi að ræða. ' Stefnt til Eyja Framhald at 1. siðu. enda í sambandi við strand tog- arans og sjópróf, var stefnt, og enn fremur Geir Zoega, for- stjóra, sem bréflega hafði viður- kennt að vera umboðsmaður fyrir ábyrgðarvátryggjanda togarans. ‘ 9. nóv. 1961 gerðu lögmenn stefndu kröfu til frávísunar máls ins á þeim forsendum, að Geir H. Zoega væru ekki umboðs- menn hér á landi fyrir stefnda og einnig, að stefndu bæri ekki að hlíta vamarþingi á fslandi út af skaðabótakröfum þessum. — Héraðsdómur kvað upp þann úr- skurð 22. marz 1962, að málinu skyldi vísað frá dómi, og Hæsti réttur staðfesti þann úrskurð 14. maí 1962, en eingöngu á þeim forsendum að ekki væri leitt í Ijós, að vamaraðilar kæmmáls- ins væru bærir til að hafa á hendi fyrirsvar eiganda og vá- tryggjenda b.v. Marie-José-Ros- ette í málinu. Með hliðsjón af úrskxu-ði Hæstaréttar telur stefnandi aug- Ijóst að reka megi mál þetta fyrir íslenzkum dómstólum, en óhjákvæmilegt að stefna eiganda skipsins og vátryggjendum beint, þar sem þeir hafa ekki viður- kennda umboðsmenn hér á landi. Fyrir því stefnir bæjarstjóri Vestmannaeyja f.h. Hafnarsjóðs Vestmannaeyja Marcel Lambregt sem var eigandi og útgerðarmað ur Marie-José-Rosette, og til réttargæzlu stjóm vátrygginga- félagsins Onderlinge Verzeker- ingsmaatschappij „De Ster“ S. W.V. í Hollandi, enn fremur til réttargæzlu stjórn ábyrgðarvá- tryggingarfélags togaoans, The Shipowners Protection & Indem nity Association Limited í Eng landi, til að mæta fyrir sjó- og verzlunardómi Vestmannaeyja, fimmtudaginn 7. marz 1963, til þess þar og þá, ef sáttatilrauv. dómara reynist árangurslaus, að sjá skjöl og skilríki lögð til í rétt, a'ð hlýða á sókn sakar og dómkröfur, til að svara til sakar og þola dóm. Stefnufrestur er tveir mánuðir. Stefnukröfur eru kr. 2.900.000, 00, ásamt 8% ársvöxtum frá 15. jan. 1961 til greiðsludags, kr. 8301,00 í matskostnað, auk alls málskostnaðar. NÝR Á- TRÚNAÐUR Blaðið frétti að eftirfarandi vísa hefði flogið fyrir í gær, er grein séra Benjamíns Kristjáns- sonar birtist í Morgunblaðinu, þar sem fjallað er um andalækningar. Fátt er á huldu um himnavist, þótt herji’ oss ’hin bölvaða tækni, Fátt er á huldu um himnavist, fyrst presturinn eignaðist annan Krist: Ólaf Tryggvason — lækni. Vísan er eftir Hannes Péturs- son, skáld. Síldveiðideilan Framhald ai 1. síðu. samningum sinna manna á Akra- nesL í dag héldu útgerðarmenn fund með sér um samningsmálin og ræddu m. a. Akranessamningana. Samninganefnd sjómanna hefur gefig út fréttatilkynningu, sem hljóðar svona: „Samninganefnd sjómanna í deil unni um sildveið'ikjörin vill á- kveðið taka fram, að samningur sá, er stjórn sjómannadeild Verka lýðsfélags Akraness hefir gert við útvegsmenn þar, um kaup og kjör á síldveiðum er gerður og undir- ritaður án vitundar og án sam- ráðs við samninganefndina og vill nefndin taka það ákveðið fram að hún var ekki og er ekki reiðubú- in að gera samninga á þeim grund- velli er gert var á Akranesi. Samninganefndin heitir eindreg ið á öll þau félög, sem síldveiði- deilan tekur til, að standa fast saman þar til sameiginlegur samn ingur hefur verið gerður fyrir fé- lögin öll.“ Veiðiréttur Framhald aí 1. síðu. andi hæð yfir sjávarmáli. Þar eru líka góð skógræktarskilyrði. Enn stendur hnífurinn í kúnni með tveggja milljón króna til- boði bóndans á Mógilsá. Þegar blaðið átti í dag tal við Jón á Mógilsá, sagði hann, að ekkert hefði verið rætt vig sig um kaup- in í nokkurn tíma. Að lokum sagði Jón: „Þeir reyna ef til vill eignarnám, eða jafnvel bráða- birgðalög!“ Vantrausi á Strauss Framhald af 3. síðu. sameiginlega skýrslu um að- gerðirnar gegn Der Spiegel. Ráðuneytisstjórar hinna fjög urra ráðuneyta voru kallaðir á fund kanzlarans skömmu áður en hann lagði upp til Was- hington, og var þeim þá til- kynnt þessi áícvörðun hans. Á- stæðan fyrir þessari sameigin legu skýrslu er sú harða gagn- rýni, sem yfirvöldin hafa orðið fyrir vegna aðferðanna, sem notaðar hafa verið í málinu. Aðeins tveimur tímum áður en Adenauer flaug til Washing ton var tilkynnt, að Krone, ráð herra án ráðuneytis, yrði ekki í för með honum, eins og upp- runalega hafði verið ákveðið. Engin skýring var gefin á þess ari breytingu, en menn hafa getið sér þess til, að talið hafi verið nauðsynlegt, að einhver ráðherra með nægilegu valdi yrði um kyrrt í Bonn, ef eitt hvað nýtt kæmi fram í dags- ljósið, enda þótt ekki sé búizt við neinum vandræðum innan stjórnarinnar á næstunni. Aðalfundur Fram- sóknarfélags Vest- ur-Skaftfellinga Framsóknarfélag Vestur-Skaftfell inga heldur aðalfund sinn að Eyr- arlandi f Reynishverfi, sunnudag- inn 18. nóv. n.k. kl. 2 e.h. — Á fundinum mæta þingmenn flokks ins í kjördæminu. ^Atóf-'ftó'hatíiomAkó H E R RADJE I L D T f MIN N, miðvikudaginn 14. nóvember 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.