Tíminn - 20.11.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.11.1962, Blaðsíða 3
I HRAT NTB—Nýju Delhi, 19. nóv. i kvöld voru kínverzku her- mennirnir aðeins í um 48 km fjarlægð frá Assam-sléttunni, og hélt sókn þeirra áfram. í gær hafði heim tekizt að ná undir sig Walong, bænum á nr'rðausturlandamærunum, og sömuleiðis bænum Bom- dila. Indverska stjórnin hafði látið flytja alla íbúa Walong á brott eins fljótt og auðig var, eftir að Ijóst var orðið, að bærinn myndi falla í hendur Kínverja, en bar- dagar hafa staðið þarna í þrjá sólarhringa. Framvarðasveitir Kínverja eyði lögðu veginn frá Walong, þannig að mjög erfitt er fyrir indversku hermennina ag hörfa undan. Mikil hætta er nú talin steðja að indverska ríkinu Assam, eftir að Kínverjum tókst ag ná undir sig hinu mikilvæga Se La skarði, en þaðan er mjög skammt niður i byggðir Indlands. Á þessu svæði eru Kínverjar sagðir hafa um 50 þúsund manna lið. Nehru forsætisráðherra skýrði SÆKIR í ASSAMDAL þjóð sinni frá ástandinu við landa mærin í útvarpsræðu í dag. Reyndi hann að telja kjark í menn og sagði, að Indverjar myndu berj- ast þar til yfir lyki. Ekki kvað hann Indveija myndu láta undan á nokkurn hátt. Þakkaði hann Bandaríkjunum og Bretlandi fyr- ir þá aðstoð, sem þessi lönd hafa veitt Indlandi, og sagð'j að á henni gæti líf og dauði milljóna manna oltið. í síðustu fréttum frá Nýju Ðelhi segir, að skelfing hafi gripið um sig meðal íbúa Tezpur, sem ligg- ur í um 80 km fjarlægð frá Bom- dila. Eru íbúarnir þegar byrjað'ir ag streyma á brott. Vamarmálaráðherra Indlands ( bað fólk í Assam að gæta stilling-; ar, en búast til þess að aðstoða herinn í að stöðva framsókn Kín- verja. Assam-héraðið, sem liggur aðeins 48 km. frá víglínunni, er velþekkt fynr teekrur sínar. Þarna búa fjölmargir Bretar, og brezkir kaupsýslumenn hafa lagt um 500 milljónir punda í ýmsar plantekr- ur á þessu svæði. Á Kasmír-svæðinu hafa Kínverj- ar brotið á bak aftur varnarlínu Indverja vig Chushul í sunnan- verðu Ladakh, eftir margra tíma bardaga. í kvöld tilkynnti varnarmála- ráðuneytið, að þrátt fyrir harðar árásir Kínverja héldu Indverjar enn þá stöðvum 9 km frá Chushul, en þar hafa Kínverjar notig að- stoðar stórskotaliðs síns og skrið- dreka. Byggingu dagheimilis fyrir vangefin börn, í Safamýri 5, er nú lokið, og heimilið í þann veginn að hefja fullan rekstur. Það tekur um 40 börn, en 22 börn hafa haftdagvist þar síðan í fyrrasumar. Styrktarfélag vangef- inna hafði forgöngu um bygginguna og aflaði fjár til hennar að verulegu leýtl. (Ljósm,: Tíminn, RE) Yestur-þýzka stjornin Iklofnaði út af Spiegel NTB—Kaupmannahöfn, 19.^ nóv. í gær lézt hinn danski eðl- isfræðingur og atómvisinda- maður Niels Bohr prófessor. Hann hlaut Nobels-verðlaun in fyrir vísindastörf sín árið 1952. Niels Bohr var 77 ára þeg- ar hann lézt. Hann var fædd ur í Kaupmannahöfn 7. okt. 1885. Hann stundaði eðlis- fræðinám og varð síðar há- skólakennari við fjölmarga háskóla. Fram til ársins 1945 hafði hann unnið að ýmsum rann- sókum í þágu kjarnorkuvís- indanna í Bandaríkjunum, og m.a. vann hann að því ag gera framleiðslu kjarn orkusprengjunnar mögu- lega. Árið 1945 hvarf hann heim til Danmerkur, og hafði starfað þar síðan. NTB—Bonn, Niirn berg, 19. nóv. Fimm ráðherrar Frjálsra demókrata í Vestur-Þýzka- landi hafa lagt fram lausnar- beiðnir sínar, en samsteypu- stjórn þeirra og Kristilegra demákrata klofnaði út af Spiegel-málinu, og aðgerðum Franz Joseps Strauss varnar- málaráðherra i því sambandi. Landsfundur Frjálsra demó- krata, sem haldinn var í Niirn- berg f dag, ákvað, að ráðherrar flokksins skyldu leggja fram lausn arbeiðnir sínar, og var Adenauer kanzlara þegar skýrt frá þessari ákvörðun. Taki Adenauer beiðnirnar til greina, verður að senda þær áleið- is til forsetans Luebecks, sem síðar fer þess á leit við einhverja aðra að mynda stiórn. Luebke forseti Vestur-Þýzka- lands er um þessar mundir á ferða lagi í Asíu og er ekki væntanleg- ur aftur til Þýzkalands fyrr en einhvern tíma í desember. Er því búizt við, að Adenauer fari fram á það, að ráðherrarnir sitji áfram þar til forsetinn kemur heim aftur. Á Niirnberg-fundinum var m.a sagt, að á meðan ástandið í al þjóðamálum væri eins og það er, og ekki sízt vegna þess að Þýzka- land er nú klofið í tvo hluta, væri | fulltrúar tóku þátt í fundinum, og nauðsynlegt að f landinu væri | var ákvörðunin um lausnarbeiðnir stjórn, sem aðeins bæri velferð i ráðherranna tekin án nokkurrar þjóðarinnar fyrir brjósti. Um 90, andstöðu. Blaðamenn fylgjast með í Ungverjalandi NTB—Budapest, 19. nóv. j á morgun Ekki er búizt viS, Fundur ungverska kommún a3 á þessu flokksþingi verði istaflokksins hefst í Budapest KENNEDY BIDUR EFT- IR SVARIFRÁ MOSKVU NTB—Washington, 19. nóv. Haft er eftir áreiðanlegum hcimildum í Washington, að búizt sé við, að Krustjoff forsætisráð- isráðherra scndi Kenncdy forseta orðsendingu, þar sem hann stað- festi, að IL—28 flugvélarnar verði fluttar á brott frá Kúbu. Enn fremur var bætt við, að þetta yrði kærkomið framlag í^átt- ina til þess að leysa Kúbumálið á friðsamlegan hátt. Er vonazt til þess, að Krustjoff hafi skýrt Kennedy frá þessari ákvörðun sinni, áður en fo^setinn heldur blaðamannafund sinn í kvöld. Formælandi utanríkisráðuneyt- isins skýrði frá því í dag, að enn hefði ekki borizt viðunandi svar varðandi brottflutning flugvél- anna frá Moskvu, en menn von- uðust eftir því mjög Jiráðlega. í fréttum frá Havana segir, að ekki sé vitað til þess að Kúbu- stjórn hafi látið skjóta á banda- rískar U2—flugvélar síðan það var gert 27. okt., en á föstuáag tilkynnti Castro forsætisráðherra, að aiiar bandarískar flugvéla. sem færu inn í lofthelgi Kúbu, yrðu skotnar niður. Hernaðaryfirvöldin á Kúbu gáfu í gær út skipun um það, að allt innanlandsflug 'yrði íagt nið- ur, þar til frekar yrði ákveðið. Var þessi ákvörðun sett í samband við tilkynningu Castros um að skotið yrði & aliar bandarískar vélar yfir eyjunni. í yfirlýsingu frá Alþjóðlega Rauða krossinum í Genf segir. að hann sé fús til þess að taka að sér eftirlit með skipum, sem i sjgla til Kúbu eins og Sameinuðul þjóðirnar hafa farið fram á. gerðar eins alvarlegar breyt- ingar og á því, sem er nýaf- staðið ( Búlgaríu, en þar var fjöldi manna rekinn frá störf- um sínum, auk þess sem for- sætisráðherann var látinn víkja. Mörgum hattsettum Ungverjum, sem ekki eru í kommúnistaflokki landsins, hefur verið boðið að sitja fundmn, enda verða þar rædd mörg mál. bæði efnahags- leg og annars eðlis, Sendinefntiir eru komnar til Búdapest fra ýmsum kommúnista- ríkjum eins og t.d Sovétríkjun um, Kína, Norður-Kóreu og Ytri Mongólíu. og munu þær sitja þingið. en bví lýkur á laugardag inn Auk þessa hefur 30 erlendum blaðamönnum verið leyft að fylg.i ast meg því. sem fram fer. en slíkt leyfi hefur ekkt verið veitt frá því uppreisnin varð í Ungverja landi árið 195G. T í M I N N, þriðjudagurinn 20. nóv. 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.