Tíminn - 20.11.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.11.1962, Blaðsíða 9
!T f M I N N, þriðj'idngurinn 20. nóv. 1962. DANFOSS ———..■■■... verksmiðjur Og enn teigir verksmiðjan umráðasvæði sitt út yfir yrktar lenciur, gamait og nýt'f mætisi. í skraut- görðum eru börnin að leíkjum þar sem fólk skar upp korn fyrrum. uppfinningin hefur rekið aðra, og hver endurbótin á eldri tækjum og búnaði hefur leyst hinar eldri og ófullkomnari af hólmi. Kæliútbúnaðurinn hef- ur ekki orðið til á einu augna bliki og öli hans margbreyti- lega tækni hefur átt sín þróun arstig. Það má svo sem nefna nokkur dæmi um hluti, sem eiga heima í þeirri tækni, en hverju verður maður nær þó að maður heyri nöfnin, nöfn eins og: sjálfvirkur þensluvent- ill, hitastilltur þensluventill, sjálfvirkur vatnsventill. hila- stillir og þrýstistillir af tegurid unum A og RT, hita- og þrýsti ventill, segulventill, sía, fljót- andaventill, o.s.frv. svo að að- eins séu nefnd fáein heiti á viss um flokki framleiðslunnar. — Hiiðstæða nafnaröð mætti þylja um hluti, sem varða hita búnað og hitunartæknui. Svo eru þeir hlutir, sem notaðir eru til yatnsveitna og alls kon- ar þrýstilof-tsbúnaðar. Raunar getur enginn venjulegur mað- ur gert sér í hugarlund hvílík- ur feiknafjöldi alls konar galdratækja það er, sem Dan- foss framleiðir, en þess má að- eins geta, að verð- og mynda- listar framleiðslunnar eru framleiddir í fernu lagi og hver þeirra er um 700 síður á hverju tungumáli, en auðvit að eru þeir gefnir út á aðal- málum heimsins. Furðuverk á furðuströnd Á lítilli eyju í sundinu milli Suður-Jótlands og Fjóns hafa mikil undur skeð á einum ald arfjórðungi. Og undrin hafa sent áhrif sín um víða veröld rétt eins og bylgjur berast um vatnið þegar steini er kastað í það, eða eins og ljósgjafinn dreifir geislum sínum til allra átta. Danfoss-verksmiðjan framleið ir nú búnað í kælikerfi, í hita- kerfi. í þrýstikerfi og í leiðslur af ótal tegundum, og allt er þetta sent út um víða veröld, enda hafa forystumenn þessara tæknigreina farið vítt um og kynnt þær í öllum álfum og mörgum löndum, og verksmiðj- an hefur sína umboðsmenn í flestum menningarlöndum og sums staðar marga. Þess má geta meðal annars, að síðan 1951 hefur hún framleitt vissa tegund þétta fyrir stóra verk smiðju í USA og í olíuleiðslum nútímans eru ótal tegundir þrýsta, stilla. ventla og sjálf- virkra mælitækja í notkun, einmitt frá Danfoss. Að sjálfar verksmiðjubygg- ingarnar þekja landsvæði, sem nemur 60.000 fermetrum lands, segir ef tii vill ekki svo mikið, jafnvel þó að því sé við bætt, að sumar þeirra séu margar hæðir. Bær er skipulagður um- hverfis þær og þar er flest gert til hagræðis fyrir íbúana, sem auðvitað eru allir beint og ó- beint tengdir verksmiðjunni. Tilvera þeirra aðila er örugg. En það er ekki mikið. Hitt er meira um vert, að tilvera fólks vítt um heim er að veru- legu leyti nátengd framleiðsl- unni í Danfoss á Als. Eða veiztu, lesandi góður, að í kæli skápnum þínum, í hitaveit- unni, í olíukyndingarbúnaðin- um og miðstöðinni eru ventlar og lokur og stillar og hemlar og þrýstar og hvað það nú heit ir allt saman, sem að nokkru eða miklu eða öllu eiga rætur að rekja að, ef ,ekki beinlínis komnar frá þessari dvergaborg, sem á einum aldarfjórðungi hefur fæðzt og vaxið undir for sjá eins og sama aðila — auð- vitað i samstarfi við heilan hóp snjallra tæknimenntaðra manna á síðari árum — til þess að verða furðufyrirtæki á heimsmælikvarða, sem einnig þjónar okkur hér á íslandi í langtum stærri mæli en flesta uggir Danfoss er sá „foss“, sem ekki er aðeins ævintýri á Als heldur furðuverk á furðu- strönd lítillar þjóðar. f|« «1 1 Hinar mikíii Þetta byrjaði smátt. Salan nam 277 krónum fyrsta mánuð inn en á öllu árinu 1933 aðeins 15.000 krónum. Árið 1935 nam hún 131.000 krónum og þá komu fyrstu eiginlegu vélarn- ar til notkunar við framleiðsl una, gamali rennibekkur og slípivél. og þá voru tveir fyrstu verkamennirnir ráðnir til verk stæðisvinnu. Og tíminn leið — svo kom styrjöldin. henni fylgdu viss vandkvæði bæði fyrr og síðar en einnig á þeim árum sýndi það sig, að alls kon ar sjálfvirk tæki hlutu að eiga framtíð fyrir sér, aðeins var Þær þúsundir manna, sem vinna f verksmiðjunni Danfoss þar á Als, fylgjast með tímanum í bókstaflegum skilningi. — Klukkan mælir vinnudaginn en þar er sólarhringsrekstur, og í verksmiðjunni eru framleiddar þær vörur, sem nýtízkulegastar eru f tæknlbúnaðl, alls konar sjálfstillar og ventlar og álfka búnaður, sem aðefns fagmenn kunna nöfn á. Á þessum sviðum hafa gjörn- ingar orðig hversdagsviðburðir með tilstilli galdaramannanna. Snillin og tæknin hafa orðið samverkandi aðilar. Hverjum datt í hug að fram- leiða sjálfvirka búnaði af öllu sem nauðsynlegt var til að fram leiða þau. Undur tækninnar. Það er vissulega furðulegt fyrirbæri, að einn maður skuli geta skapað fyrirtæki, sem á Þetta er skrifstofubygging Danfoss, þar er 1100 skrifborðum eru ætlaðir staðir. mögulegu og ómögulegu tagi í brennara, vatnslagnir, ventla, lokur, hitastilla, kuldastilla, dælur fyrir loft og vatn og gas og alls konar vökva og loft- tegundir — svo að nokkuð sé nefnt — þegar allt önnur tæki voru í notkun til þess að gegna þeim þörfum mannanna, sem nútímabúnaður uppfyllir? Mads Clausen var einn hinna fáu framsýnu og auðvitað var hann heimskaður fyrir athafn- ir sínar á fyrsta stigi þeirra. Sjálfvirkir stillar voru til fyr- ir 1930. en hann komst að raun um, að þeir voru ófulkomnir og hlutu að þurfa endurbóta við. Hann sá vandann og einh ig hitt, að fáir mundu verða til þess að tefla við svo vanda- söm verkéfni og sú hefur og reynsian orðið. Og svo skóp hann sín tvö fyrstu meistara- stykki: sjálfstillandi ventil os hitastilli. stundum torvelt að fá það efni, einum aldarfjórðungi vaxi svo sem hér er raun á, en eins og frá er sagt voru. aðeins tveir menn starfandi á Danfoss 1935, en árið 1960 voru þeir rúralega 4.000. En þetta skilst betur ef tækifæri gefst til þess að rann saka allan gang málanna. Hver

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.