Tíminn - 20.11.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.11.1962, Blaðsíða 6
TÖMAS KARLSSON RITAR •• ■ ÞINC íroT~ n 3r* Ki- 1 í ** j tMtfc ■ * ■ / ■ :■ "í‘ V - -. i ★★ Frumvarpið um framlengingu á hálft prósent gjaldinu til Bænda hallarinnar var til 2. umr. í neðri deild í gær. Jón Pálmason á Akri, er nú á sæti á þingi í forföllum Einars Ingimundar- sonar, tók fyrstur til máls og mælti eindregið gegn samþykkt frumvarpsins, en frumvarpiö er flutt af landbúnaðarnefnd ðeildarinnar að beiðni Búnaðarfélags fslands og byggingar- nefnd Bændahallar. Taldi Jón Pálmason að bændur ættu að beina kröftum sínum að öllu öðru heldur en hótelhaldi í Reykja vfk. Taldi hann byggingu Bændahallarinnar mikið feigðhrflan frá upphafi og kostnaður hefði farið svo fram úr áætlun að engu tali tæki. Þá undraði Jón sig á því að landbúnaðarncfnd skyldi ekki skila áliti um málið og gefa ýtarlegar upplýsingar, hvemig mál standa í sambandi við bygginguna og hótelrekstur- inn. ★★ Gunnar Gíslason í Glaumbæ, formaður landbúnaðarnefndar, kvaddi sér hljóðs. Taldi hann það algengt, að nefndir flyttu mál, að þeim væri ekki vísað til viðkomandi nefndar aftur og ekkert nefndarálit gefið út — og sá háttur hefðí einmitt verið á liafður hér. Gunnar lagði áherzlu á, að hann teldi með engu móti fært að framlengja ekki gjaldið nú, ef koma ætti í veg fyrir að bændasamtökin misstu bygginguna úr höndum sér. Ef nú ytfðí í mestu erfiðleikunum hlaupið frá vandanum myndi það mjög torvelda bændasamtökunum lántökur til byggingar- innar, sem nauðsynlegar eru til að Ijúka megi verkinu. Bænda- samtökin eru mjög áfram um að halda þessari byggingu og eiga, og ef svo á að verða ,er óhjákvæmilegt annað en framlengja gjaldið. ★★ Gísli Jónsson sagði þetta mál illa úr höndum nefndarinnar búið og nauðsynlegt fyrir þingmenn að fá gleggri upplýsingar um málið áður en þeir gætu tekið afstöðu til þess og óskaði hann eftir því við formann landbúnaðarnefndar að hann færi þess á leit að umræðúnni yrði frestað og landbúnaðarnefnd gæfi út nefndarálit og skýrði málin nánar. ★★ Gunnar Gíslason kvað rétt að verða við óskum Gísla og fresta umræðunni og landbúnaðarnefnd athugaði, hvort hún teldi nauðsynlegt að gefa frekari upplýsingar. Að ræðu Gunnars lok innl frestaðí forseti umræðúnni, og er málið á dagskrá deildar- innar í dag. irk Halldór Ásgrímsson hafði i gær í neðri deild framsögu fyrir frumýarpi, er hann flytur ásamt þeim Eystcini Jónssyni og Lúðvik Jósepssyni. Fjallar frumvarpið um allmarga vegi í Aust. urlandskjördæmi, sem lagt er til að verði teknir í þjóðvega- tölu. Halldór minnti á, að undanfarna áratugi hefðu vegalög teldð sífelldum breytingum og nýir og nýir vegir verið teknir í þjóðvegatölu. Síðan 1955 hefur vegalögum hins vegar ekki verið breytt. Ríkir nú viða vandræðaástand vegna þess að sveit arfélögun'um er um megn að byggja og halda við þeim vegum, sem nauðsynlegir eru til að eðlilegum samgöngum verð'i haldið uppi allt árið. Halldór Ásgrímsson benti á, að aldrei hefðu komið fram jafn margar tillögur til breytinga á vegalögunum og á þessu kjör- \ tímabili og segði það sína sögu um ástandið i þessum málum. Þessar tillögur hafa fram til þessa enga áheyrn fengið. Fundir voru í báðum deild- um Alþingis í gær. f efri deild hafði Ólafur Björnsson fram- sögu fyrir samhljóða áliti fjár- hagsnefndar um frumv. um breyting á Iögum um kjara- samninga opinberra starfs- manna ti! staðfestingar á lausn læknadeilunnar. Frumvarpinii var vísað til þriðju umræðu. Þá hafði Eggert Þorsteinsson framscigu fyrir frumvarpi um fræðslustofnun Iaunþega. f neðri deild fylgdi Emil Jónsson úr hlaði frumvarpi um innlenda endurtryggingu og tók Gísli Jónsson einnig til máls. Nú var loks Iokig 2. umræðu eftir að Einar Olgeirsson hafði fengið að gera 10 mín. athuga- semd. Emil Jónsson fylgdi úr hlaði frumv. um breytingu á almannalryggingum, þ.e. elli- og örorkulífeyrir hækki um 7% til samræmis við launa hækkanir opinberra starfs- manna og Iandið verði eitt verðlagssvæði. Bjami Bene- diktsson mælti fyrir frumvarpi komnu úr efri deild um örygg isráðstafanir gegn geislavirk- um efnum. Ingólfur Jónsson mælti fyrir frumvarpj um veit- ingasölu, gististaðahald og fl ■BBHMWMMaitfc.-. ——«Hi Þingstörf í gær Halldór Ásgrímsson mælti fyr- ir fmmvarpi um að tilteknir vagir á Austurlandi yrðu teknir í þjóðvegatölu. Lúðvík Jóseps. son fylgdi úr hlaði framvarpi um stuðning við atvinnuvegina. Frumvarp um framlengingu á gjaldi til bændahallarinnar var til 2. unir. Til máls tóku þeir Jón Pálmason, Gunnar Gísla- son og Gisli Jónsson og var 2. umr. frestað. 10 millj. hlutafé Framhald ai 1 síðu inn verSur til húsa að Banka- stræti 7 og tekur hann til starfa þegar húsnæðið hefur veriS lagfært.- Fréttatiikynningin fer hér á eftir. Laugardaginn 17. nóv. s.l. var stofnfundur Samvinnubanka ís- lands h.f. haldinn í samkomusal I Sambandshússins í Reykjavík. Forstjóri Sambands ísl. sam- j vinnufélaga, Érlendur Einarsson, setti fundinn, Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri, formaður stjórn- ar Sambandsins var fundarstjóri og fundarritari Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga. Árig 1954 var fyrir forgöngu þáverandj forstjóra Sambandsins, Vilhjálms Þórs, bankastjóra, stofn aður Samvinnusparisjóður. Fyrsti sparisjóðsstjóri var Ásgeir Magn- ússon en frá 1957 hefur Einar Ágústsson haft á hendi forstöðu sparisjóðsins. f febrúar 1962 fór stjórn .- vinnusparisjóðsins þess á leit \ ríkisstjórnina, ag stofnaður yrði1 banki, er yfirtæki rekstur Sam- j vinnusparisjóðsins. Sem svar við þeirri ósk tilkynnti rikisstjórnin! stjórn Samvinnusparisjóðsins, binn 20. febrúar 1962, að hún mundi flytja frumvarp til laga um Samvinnubanka íslands h.f. á al- þingi því, er þá stóð yfir. Frum- varp rikisstjórnarinnar var sam- þykkt á alþingi 21. apríl 1962. Síðan hefur verið unnig að fulln- aðarundirbúningi að stofnun bankans Samvinnusparisjóðurinn hefur verið til húsa við Lækjartorg, í Hafnarstræti 23. Húsnæði sjóðsins þar er þegar orðið of lítið, og tek ur Samvinnubankinn á leigu hús næði að Bankastræti 7. Eftir að lagfæringar o'g innréttingar á því húsnæði hafa farið fram tekur bank’nn þar til starfa Aðilar að stofnun Samvinnu- bankans eru ábyrgðarmenn Sam- vinnusparisjóðsins, Samband ísl samvinnufélaga og öll sambands félögin. Hlutafjársöfnun er lokið, og er hlutafé bankans 10 milljónir i og 201 þús. kr. í bankaráð Samvinnubankans j voru á stofnfundinum kosnir j Hjörtur Hjartar, framkvæmdastj. | ’ilhjálmur Jónsson, framkvæmda tjóri og Erlendur Einarsson for- stjóri. Frá ASÍ-þingi er því eftir að fjalla um kjörbréf fjörutíu og þriggja fulltrúa. Á fundi miðstjórnar ASÍ í morgun var mál LÍV-fuIItrúanna til um- ræðu. Þeirra umræðna er getið á öðrum stað í blaðinu í dag. Hannibal Valdimarsson, forseti ASÍ, flutti setningarræðuna og j bauð' þingfulltrúa og gesti þings-; ins velkomna. Til þings voru j mættir 327 fulltrúar, en gestir við | þingsetningu voru: Kristján Karls- j son, frá Stéttarsambandi, bænda, Kristján Thorlacius, frá Bandalagi j starfsmanna ríkis og bæja, Þor-j kell Sigurðsson, frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Guð- bjartur Einarsson, frá Iðnnema- sambandi íslands og Ottó N. Þor- láksson, fyrsti forse'i Alþýðusam- bands íslands. Síðan minntist Hannibal látinna ; meðlima sambandsins á síðasta j kjörtímabili og risu fundarmenn i úr sætum í virðingarskyni við ■ minningu hinna látnu. Hannibal kvað úrslita þessá þings beðið með mikilli eftirvænt ingu. Hann kvað allt gott um það að segja, ef sá áhugi væri bund- inn velferg launþegasamtakanna og kjörum þeirra, en grunur sinn væri sá, ag svo væri þó ekki að þessu sinni hjá öllum. Hann kvað samstarf í miðstjórn sambands- ins hafa verið með ágætum síð- asta kjörtímabil og kvaðst ekki minnast neins málefnaágreinings í kjarabaráttu og kaupgjaldsmál- um innan hennar þessi ár. Þá gat hann þess einnig, að áður en kjarabaráttan hófst fyrir alvöru í tvö skipti á kjörtímabilinu, hafi verið kallaðar saman fjölmennar kjararáðstefnur með forystumönn um verkalýðsins víðs vegar að af landinu. Siðan rakti Hannibal þróun kjaramála á kjörtimabilinu, hvern ig allar kjarabætur launþega hefðu aftur verið af þeim teknar og kjör þeirra hefðu verið skert. Hannibal lagði á það áherzlu, að launþegar hefðu stillt kjarakröf- um sínum í hóf, og ekki hafið verkföll, fyrr en sýnt hafi verið. að aðrar aðferðir yrðu árangurs- lausar. Kvað hann verkalýðshreyf inguna hafa sýnt hófsemd og bið- lund og yrði hún ekki sökuð um óraunhæfar kröfur. Þá minntist Hannibal þess sérstaklega, að sam j vinnuhreyfingin hefði komið til j móts við sanngjarnar kröfur og brotið ísinn. Meðai þeirra árása sem gerðar hefðu verið á kjör verkalýðsins. taldi Hannibal tvennar gengis- lækkanir, verðlag á vöru og þjón- ustu hefði hækkað um 41%, eða 82 stig, samkvæmt gömlti vísitöl- unni, skattar hefðu verið fluttir yfir á neyzluvörur, vextir hækkað stórkostlega og ekki sízt það. að á kjörtímabilinu hefðu verið sett lög, sem skertu stórlega réttindi verkalýðsfélaga. Þá vék Hannibal ag mesta hita- málinu, sem fyrir þessu þingi ligg ur, inngöngu LÍV i ASÍ. Heildi hann harðleiga á dóm Félagsdóms í því máli og kvað dóminn þess ekki umkominn að skipta sér af innri málefnum samtakanna og hvatti launþega til þess að standa fast ájrétti sinum. Hann minntist fslendingsins, er forðum gekk á konungsfund. féll á annað knéð en steig hinum fæti fram og mælti: „Eg lýt hátigninni, en stend á rétt inum." Hanmbal kvað þingfulltrúa ekki mega falia á bæði knén fyrir Félagsdó.mi. Þá vék Hannibal að öðrum at- riðum starfsemi samtakanna. — Hann gat þess, að gerður hefði verið samningur við landbúnaðar ráðherra um 12 hektara lands und ir væntanleg orlofsheimili verka- lýðsins, verið væri að vinna við skipulag og mætti vænta þess, að líkan af svæðinu yrði þingfulltrú- um til sýnis,' áður en þingi lyki. Þá minntist Hannibal hinnar höfð inglegu gjafa, er Ragnar Jónsson gaf því listaverkasafn sitt. Þá vék Hanniba! að störfum þingsins, en meginverkefni þess væri nú sem fyrr, að marka stefn una á kjarabaráttunni næsta kjör- tímabil. Hann gat þess, að á síð- asta hausti hefðu meðlimir sam- takanna verið 31191; 22159 karlar, 8211 konur og 821 aukafélagi. — Hann tilkynnti, að hann hefði skipað í kjörbréfanefnd. í henni ættu sæti: Snnrri Jónssnn Sigurð ur Stefánsson og Óskar Hallgríms- son. I dagskrárnefnd væru sjálf- kjörnir forseti ASÍ og fyrsti þing- forseti, þegar hann hefði verið verið kjörinn, auk þess hefði hann skipað Eggert Þorsteinsson í nefndina. í nefndanefnd, sem ætti að raða þingfulltrúum í nefndir, hefðu verið skipaðir: Eðvarð Sigurðsson, Ingvar Krist- jánsson. Jón Sigurðssón og Guð- jón Sigurðsson. Síðan tilnefndi Hannibal Þór Daníelssnn bráða- birgffaptara t?^ Þá tóku fípstir þingsins til máls. Fyrstur talaðj Kristján Karlsson og flutti kveðjur frá Stéttarsam- bandi bænda Hann gat þess. að raunveruleg' kaup bóndans væri reiknað út samkvæmi kjörum annarra vinnandi stétta. Óskaði hann þess, að Alþýðusambandinu tækist ag þoka kjaramálum í rétta átt Næstur tók til máls Kristján Thorlacius nc flutti kveðjur og árnaðaróskir frá Randalagi starfs- manna ríkis og Dæja. Hann þakk- aðj ASÍ fyir heinan og óbeinan stuðning í baráttu BSRB. Hann gat þess að á seinni árum hefði 'ærið ger* aörð hríð að samnings- rétti meðli’n? ASÍ. Hann kvað fullkomlega irjáls og óháð laun-| begasamtök tryggia bezt hagsmun-1 allra borgaianna og það væri | --kylda allra launþega að standa! fast saman um réttindi sín. Þor j kell Sigurðsson flutti kveðjur frá i Farmanna og fiskimannasambandi1 íslands. Hann gat þess, að mikið hefði áunnizt frá því að ASÍ hóf fyrst baráttu sína og launþegar befðu öðlazt margvísleg réttindi, j en vandi fylgdi vegsemd hverri. j Öll barátta vrði að miðast við það, j hvað heildinni væri fyrir beztu. Guðbjörn Einarsson flutti kveðjur og þakkir fré Iðnnemasambandi íslands. Hann þakkaði aðstoð ASÍ, bæði fjárhagslega og stéttarlega. Iðnnemar væru verst launaða stétt j landsins og þeir hefðu engan samn j íngsrétt og yrðu því oft að leita á náðir sterkar' aðila i því efni. Hannibal Valdimarsson þakk- aði kveðjur og árnaðaróskir og gat þess, að alþýðusamböndunum á Norðurlöndum hefði verið boð- ið að senda fulltrúa til þingsetn- ingarinnar, en þau hefðu ekki get- að þekkzt boðið að þessu sinni, enda hefðu fulltrúar samband- anna í Noregi, Danmörku og Sví- þjóð verið á ferð hér í sumar í boði ASÍ. Þá sagði Hannibal, að kjörbréfanefnd væri langt komin með störf sín og voru síðan lesin um 311 kjörbréf, sem fullt sam- komulag hafðj náðst um Ágrein- ingur var um tuttugu kjörbréf. Það voru m.a kjörbréi fulltrúa Hins íslenzka preniarafélags, kjör- bréf þeirra fulltrúa Bifreiðastjóra félagsins Frama sem ágreiningur varð um, þar eð þeir voru á tveim listum við kjör fulltrúa til þings- ins en voru reiknuð samanlögð atkvæði þeirra á báðum listunum, kjörbréf fulltrúa Félags hljóðfæra leikara o. fl. Fundi var frestað um hálf sjölevtið. en hófst að nýju klukkan níu Þá )a enn ekK] fyrír álit kjör- bréfanefndar vegna þeirra kjör- bréfa, sem agreiningur var?s um. En nokkru síðar barst álit frá kjörbréfanefrid, þar sem samkomu lag var um inörbrél 7 fulltrúa og skömmu siðai þriggja Samþykkti þingheimur bau mótatkvæðalaust. Síðan dróst það enn mjög, ag álit bærist og frestað- forseti þá kjör hréfamálinti um stnnd Að pv' lunnu urðu nokkrar um- ræður um trjörbréf Verkalýðs- og s.iómannafélags Miðneshrepps. Eftir að þeiu lauk urðu litlar um- ræður jg vai þingfundi síðan frest »ð þar til klukkan 13 30 á morgun ‘ feer dÁmnum Framhaio at l siðu \r hefði gengií1 dómur um að t.andssamhandið væri orðig að ili að Alþýðusambandinu. tafnframt mótmæltu þessir 'veir st.iórnarmenn dómnum ’®m slikum nc allri málsmeð- ferð af nálfu Landssambands- ■ns og Félágsdóms Bókunin her með sér aa Guðmundur og Óðinn telja að úr því dómur mn er genginn heri að hlýða honum. og þar af leiðandi verði as\ fjaila um kjörbréf full trúa LfV samkvæmt þingsköp. 'im. . 6 T f M I N N, þriðjudagurinn 20. nóv. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.