Tíminn - 20.11.1962, Blaðsíða 13
MINNING
Jón Þórðarsson
Fæddur 21/12 1878.
Dáinn 23/3 1962.
VIÐ FRÁFALL Jóns Þórðar-
sonar fyrrum bónda í Hausthús-
um í Eyjahreppi hefur enn á ný
fallið gildur kvistur af hnapp-
dælskum bændastofni þessarar
aldar.
Jón var fæddur að Heggsstöðum
í Kolbeinsstaðahrepfpi, sonur
Þórðar bónda þar, Einarssonar
og bústýru hans Helgu Hallbjörns
dóttur, sem bæði voru af kyni
Mýramanna. Hann ólst upp hjá
foreldrum sínum á Heggsstöðum
og í Mýrdal í sama hreppi við al-
geng störf og kringumstæður
bjargálna bændafólks á þeim
tíma. Þórður bóndi Einarsson
andaðist í Mýrdal haustið 1899.
Jón dvaldist þar enn til 1901, en
réðst þá sem vinnumaður að
Hausthúsum, en þar bjuggu þá
hjónin Ketill Jónsson og Ingi-
björg Jónsdóttir ættuð af Skóg-
arströnd og úr Dölum, og upp frá
því dvaldist Jón á þeim bæ í hart-
nær hálfa öld: fyrst sem vinnu-
maður, svo bóndi á leigujörð og
að lokum og lengst sjálfseignar-
bóndi. Hann kvæntisí þar dóttur
hjónanna, Kristrúnu Ketilsdóttur,
og tók við jörðinni að tengdafor-
eldrum sínum látnum, en hafði
þá að undanförnu verið fyrirvinna
tengdamóður sinnar, sem bjó
ekkja nokkur ár. Jón og Kristrún
á'ttu einn son barna, Ketil,. sem
nú er verkamaður í Reykjavík, en
fósturbörn þeirra að mestu eða
öllu Ieyti voru 5 talsins, og af
þeim eru nú tvö á lífi; Þóra, gift
Eymundi skipstjóra Magnússyni í
Reyijavík og Ingólfur Kristjáns-
son blaðamaður og rithöfundur.
Fósturbömin, sem látin eru,
voru bræður tveir, Gunnar og
Frlðgeir, systursynir Kristrúnar,
sem misstu móður sína ungir. —
Þeir voru báðir látnir stunda
nám í Hvítárbakkaskóla, og
fimmta fósturbarnið var að nafni
Alexander Kristjánsson barn fá-
tækra hjóna og fóstraðist í Haust-
húsum frá 5 ára aldri. Á milli
þessara barna og fósturforeldr-
anna var ávallt sú trygga vinátta
og ástúð sem bezt má verða milli
foreldra og barna. En uppeldis-
starfi Kristrúnar og Jóns er ekki
öllu lýst með þessu, ótalin eru
þau börn, sem höfðu hjá þeim
sumarvist ár eftir ár og nutu þar
hollra áhrifa, sem leiddi til ga.gn-
kvæmrar og ævilangrar vináttu
milli sumargestanna og gestgjaf-
anna.
Hér skulu nú tilgreind tvö
dæmi, sem í eðli sínu lýsa mann-
kostum þeirra Hausthúsahjóna
betur en nokkur orð fá gert. —
Kornungri telpu var komið til
dvalar í Hausthúsum nokkum
tíma og síðan var hún aftur flutt
heim til foreldra sinna. En þá
brá svo við, að barnið varð hald-
ið slíku óyndi og þrá eftir Haust-
húsaheimilinu og fólkinu þar, að
hún var alveg óhuggandi. Þótti
ekki annað fært en að fá henni
þar vist áfram og svo var gert.
Var þó vissulega ekki í kot vísað
hjá foreldrum hennar, þar sem
voru merkishjónin séra Árni Þór
arinsson og Elísabet Sigurðardótt-
ir frá Syðra-Skógarnesi. Þessi
ungmær fóstraðist svo að öllu
leyti í Hausthúsum til fullorðins
aldurs. Hún giftist Eymundi skip-
stjóra sem fyrr getur, og í skjóli
þeirra hjóna dvöldust fósturfor-
eldrarnir eftir að þau urðu að
bregða búi í Ilausthúsum 1948
sakir aldurdóms. Kristrún andað
ist í Reykjavík 7. janúar 1960.
Maður nokkur sagði þessa sögu.
Ég hafði oft reynt jiað hversu
gott var að koma að Hausthúsum,
en eitt sinn, er mig bar þar að
garði, varð ég blátt áfram undr-
andi og orðlaus yfir gestrjsni og
góðsemi Jóns bónda. Bæði hjónin
fögnuðu mór á sinn ástúðlega hátt
og húsfreyjan bar fram höfðing-
legar veitingar. En þegar ég ætl-
aði að leggja af stað aftur skeði
undrið,.Jón bóndi hafði veitt því
athygli að hesturinn minn var
illa járnaður, og á meðan ég sat
að góðgerðum í stofu hafði hann
tekið það upp hjá sjálfum sér að
láta pilta sína járna hestinn að
nýju, og ekki til að tala um að
ég fengi að greiða nokkuð fyrir
þetta. Hér sýndi sig í verki sú
greiðasemi og manngæzka, sem
Jón bar í brjósti bæði gagnvart
mönnum og skepnum, enda mun
hann hafa átt fáa sína jafningja
í þeim greinum.
Nú á tímum aukins efnahags og
véltækni kann það að þykja varla
í frásögu færandi þó bóndi bæti
jörð sína. En þetta var allt með
öðrum hætti fyrr, þegar efni voru
minni og allt varð að vinna með
handafli og ófullkomnum áhöld-
um. Jón á Hausthúsum mátti
lengi búa við þau frumstæðu skil-
yrði. En sé á þetta minnzt á ann
að borð þá ihlýtur að verða frá því
sagt, að frá því fyrsta var Jón
í fremstu röð bænda í sínu hér-
aði um allar slíkar framkvæmdir.
Byggingar í Hausthúsum yfir
menn og málleysingja, túnræktin
þar og hirðing á öllum hlutum
báru glöggt vitni um hinn ötula
og stjórnsama bónda, sem hafði
það að markmiði, að undir hans
hendi skyldi mönnum og málleys-
ingjum líða eins vel og frekast
væri kostur á.
í dagfari sínu var Jón á Haust-
húsum samur og jafn: starfsamur,
prúður í orðum o.g umgengni,
glaðsinna og hafði ávallt tiltæka
græskulausa gamansemi í orðum.
Sífellt reiðubúinn að leysa vand-
ræði annarra, mætti hann því við
koma, og eins til þess að veita
þeim stuðning í orði eða verki
sem hann vissi að stóð höllum
fæti á einhvern hátt.
]Jón á Hausthúsum var í anda
og sannleika samgróinn héraði
*«BB0
EFNAGERÐIN FLÚRA
FRAMLEIÐIR:
Sultur alls konar, saft, ávaxtasafa,
búðingsduft, 6 teg., borðedik, ediksýru,
matar- og sósulit, matarolíu, lyftiduft,
brjóstsykur fylltan og áfylltan,
karamellur, 4 teg.
Margar gerðir gosdrykkja
Heildsölubirgðir hjá
S.Í.S., Reykjavík og
Vörusölu S.Í.S.. Vestmannaeyjum.
KAUPfÉLAG EYFIRÐINGA
AKUREYRI
sínu og störfum bóndans. Eftir að
hann fluttist til Reykjavíkur fór
hann heim í átthagana hvert sum-
ar, meðan heilsan leyfði,.og dvald
ist þar lengur eða skemur, oftast
meginpart sumarsins. Svo ríkum
vinsældum átti hann þar að fagna,
að á hverjum bæ var það talið
með höppum dagsins þegar hann
bar að garði og hvergi þótti dvöl
hans nógu löng. Þetta m. a. sem
kunnugt er um Jón, frá öllum
tímabilum ævi hans, staðfestir
svo ekki orkar tvíi'nælis, að með
honum er til moldar genginn sá
mannkostamaður sem lengi mun
minnzt verða þar sem góðs manns
verður getið.
Ég þakka Jóni frá Hausthúsum
samfylgdina, og þökk sé honum
fyrir .það fordtemi, sem hann
veitti öðrum og þá sæmd er hann
ávann sér og héraði: sínu.með lífi
sínu og starfi.
Gamall Snæfellingur.
Sjötugur:
Torfi Hjálmarsson
Víðivangur
þess að fá að sbammta einráð
eins oig hver önnur einræð'is-
stjóm. Og þetta sba'l meira að
segja lögfesta í heimildarlög-
unum. Kemur hér enn fram
ráðríbi hennar og óvirðing við
Alþingi.
En Alþiingi ber að verja þenn
an rétt sinn. Kjósendur hafa
fengið þinigmönnum sínum um-
boð til þess og ætlast til þess
að þiiingið noti hann. Þeir hafa
því ebki rétt til að f'arga hon-
um. Þó að þingið samþykbi lán-
tökuheimildina, ber því að
halda eftir réttinum til að ráð-
stafa fénu, fyrst ekki er unnt
að gera það þegar eins og
venja er.
Torfi Hjálmarsson, bóndi að
Halldórsstöðum í Laxárdal í
Suður-Þingeyjarsýslu, varð sjötug-
ur í gær 19. nóv.
Torfi er fæddur að Garði í Mý-
vatnssveit, elzta barn sinna for-
eldra, en systkinin urðu alls tíu
og eru 7 þeirra á lífi.
Torfi ólst upp ' með foreldrum
sínum að Ljótsstöðum í Laxárdal
og var þar ekki ríkidæmi fyrir
að fara. Ég kann lítið frá að segja
því heimili á uppvaxtarárum
Torfa, en víst er um það að elzta
barnið hefur haft nóg að starfa,
því afkoman byggðist fyrst og
fremst á þrotlausri vinnu. Heim-
ilið varð að bjargast af sjálfu sér.
í þeim reynsluskóla hefur Torfi
tileinkað sér sína sérstöku eigin-
leika, stillinguna og hógværðina,
sem er næsta einstök samfara mik
illi geðprýði.
Foreldrar Torfa voru þau
hjónin Áslaug Torfadóttir Bjarna-
sonar skólastjóra j Ólafsdal og
Hjálmar Jónsson bróðir séra Árna
á Skútustöðuni. Torfi gekk að eiga
Kolfinnu Magnúsdóttur Þórarins-
sonar bónda að Halldórsstöðum í
Laxárdal vorið 1921 og hafa þau
búið á Halldórsstöðum allan sinn
búskap utan fyrsta árið, er þau
voru á Ljótsstöðum.
Á Halldórsstöðum hefur jafnan
verið þríbýli síðan Torfi hóf þar
búskap, og hefur hann búið á ein-
um þriðja jarðarinnar. Halldórs-
staða-heimilið, en svo er vcnja að
nefna þau öll einu nafni, er víð-
frægt bæði utan héraðs og innan
fyrir gestrisni og höfðings'skap.
Torfi og heimili hans á þar ekki
síztan þáttinn. Þessi sífellda prúð-
mennska, kurteisi og hjálpsemi
held ég að hafi vakið mesta eftir-
tekt á Torfa. Hann hefur reynzt
sambýlisfólki sínu hinn bezti
drengur og viljað hvers manns bón
leysa. Þegar um svo náið sambýli
er að ræða, sem verið hefur á
Halldórsstöðum, kemur sér vel að
vera jafnmikið lipurmenni og
Torfi er. Ég man ekki eftir Torfa
öðruvísi en þeim manni, sem allt-
af vill heldur kveikja ljós heldur
en formæla myrkrinu svo sem
sagt hefur verið um aðra merka
persónu, þau tæp tuttugu ár, sem
ég hef þekkt hann. Hann er alltaf
boðinn og búinn til að hlaupa í
skarðið svo aðrir gætu notið lífs-
ins betur, og allt hefur hann vilj-
að gera til þess að börn hans gætu
haft sem mesta ánægju og farsæld
í lífinu, bæði þeima og heiman,
þó efnin væru litil
Torfi hefur lengi átt við erfið-
an sjúkdóm að stríða og finnst
, mér á stundum furðu gegna hve
lítið hann hefur elzt síðustu tutt-
ugu árin. Hann kvartar ekki yfir
■ sjúkdómi sínum: Torfi á Halldórs-
j stöðum missir ekki glaðværðina
! og Ijúfleikann þótt hann sé fár
sjúkur frekar en honum detti i
hug að leggja niður vinnu. —
Hann kemur ofan úr fjárhúsun-
um frá gegningum eða frá þvi að
snúa heyi út og niður í brekkum,
verður var gesta, en á Halldórs-
stöðum er enginn gestur eins.
heldur allra, tekur gestina tali á
sinn glaðværa, alúðlega hátt, en
við Torfa er mjög gaman að eiga
tal, því maðurinn er prýðis vel
greindur svo sem hann á ætt til-
Að stundu liðinni hverfur hann út
jafn látlaust og hann kom, til
að vita hvort ekki séu einhverjir
af heimafólki úti, er eigj hafi
fengið riotið komu gestanna og til
að leysa þá frá verki, þótt sjálfur
væri hann þungt haldinn af sjúk-
leika. Slík framkoma er hans ein-
kenni, aldirei að troða sér fram
fyrir aðra, en sífellt að leggja öðr-
um lið.
Torfi hefur og um margt verið
lánsmaður. Hann er alinn upp og
hefur lifað í mjög fagurri sveit
með ágætu fólki. Hann eignaðist
góða konu, og hefur þeim orðið
sex barna auðið og komið þeim
vel til manns. Barnabörnin eru
orðin mörg og eru yndi afa og
ömmu Hann hlaut í vöggugjöf
góða músikgáfu, sem hann hefur
þó haft takmarkaðan tíma ti.l að
sinna. Á heimili foreldra hans var
tónlist i hávegum höfð og hefur
markað sín spor í ættina Kolfinna
er einnig mjög músikölsV og mun
flestum það minnisstættt er Torfi
FRAM — KR
Framhald af 5. síðu.
ar ekkert. Leiknum lauk því með
sigri Ármanns 5:3.
Sigur Ármanns í leiknum var
sanngjarn. — Liðig hefur sýnt
miklar framfarir og verður örugg-
lega mjög sterkt með sama áfram-
haldi. Það sem einkum vakti at-
hygli, var mjög gott línuspil liðs-
ins, sem er mjög jákvætt. Beztar
í ÁrmannVliðinu voru Arndís i
markinu og Liselotte Oddsdóttir.
Víkingsliðig var mjög dauft í
leiknum og náði aldrei vel saman.
Eezt í liðinu var Elín Guðmunds-
dóttir sem sýndi góð tilþrif. Dóm-
ari var Gunnlaugur Hjálmarsson.
— alf.
íbróttir
komu fljótlega í ljós — og í hálf-
leik höfðu þeir yfir 37—22.
f seinni hálfleiknum stækkaði
þetta bil til muna og um verulega
lceppni var aldrei að ræða. ÍR
vann með 73 sti.gum gegn 44.
ÍR-liðið er áberandi öruggara
en KFR-liðið, og yfirleitt gætti
meiri leikgieðj í því. — Hraðinn
er einnig meiri og skot á körfuna
meira yfirveguð.
Þorsteinn Hallgrímsson var ekki
í essinu sínu í leiknum, en skor-
að'i þó 16 stig Góðan leik í ÍR-lið-
inu sýndu annars Hólmsteinn
sem skoraði 12 stig og Haukur
Hannesson sem skoraði 8 stig.
Beztir hjá KFR voru þeir Ein-
ar Matthíasson og Ólafur Thorla-
cius.
Dómarar voru Þórir Arinbjarn-
arson og Halldór Sigurðsson.
grípur fiðluna og Kolfinna leikur
undir á orgelið og annað heimilis-
fólk grípur danssporið.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast lítillega sambýlisfólks
Torfa svo nátengdar eru þessar
fjölskyldur. Annars vegar var
fjölskylda Páls Þórarinssonar og
frú Lizziear.x sem nú eru bæði lát-
in, og hins vegar fjölskylda Hall-
gríms Þorbergssonar og frú Berg-
þóru systur Kolfinnu, Hallgrímur
lézt fyrir tæpum tveimur árum.
Veir ég að Torfi og hans fjöl-
skylda hrósar happi að hafa feng-
ið að búa í nábýli við þetta ágætis
fólk, og svo mun fleirum varið.
er til þekkja.
Þessi fátæklegu orð mín, eiga
að flytja þér Torfi og fjölskyldu
þinni allri, beztu hamingjuóskir
okkar hjónanna í tilefni dagsins,
og þakklæti fyrir þá vináttu, er
við höfum hjá ykkur notið. Bless
un fylgi ókomnum árum.
Kári Arnórsson
T f M I N N, þriðjudagurinr 20. nóv. 1962.
13
/