Tíminn - 22.11.1962, Blaðsíða 6
ÞiNGFRETTIR
ÞINGFRETTIR
TOMA9£ KARLSSON RITAR
HÉR fer á eftir nefndarálit
Karls Kristjánssonar um frum
varpið um heimild ríkisstjórn-
arinnar til lántöku í Bretlandi:
„Ég mæli með því, að rík-
isstjórnin fái heimild til þess
að taka þetta framkvæmdalán.
Hins vegar er ég því ekki
samþykkur, sem segir í fyrsta
málsliff 2. gr. frumvarpsins, að
ríkisstjórnin ákveði skiptingu
lánsfjárins' milli einstakra
franikvæmda.
Ég geti ekki heldur átt sam-
leiS með meiri hl. fjárhagsn.,
sem hefur gengið inn á að
leggja til, að ríkisstjómin
skipti lánsfénu í samráði við
fjárveitinganefnd Alþingis.
Ég tél, að Alþingi sjálft eigi
að ráðstafa lánsfénu fyrir opn-
um tjöldum með lagasetningu.
Sú venjia hefur tíðkazt, og frá
henni er ekki rétt að víkja, —
og allra sízt þegar um miklar
fjárhæðir er að ræða.
Hlutverk fjárveitinganefnd-
ar er að vera ráðgefandi, en
ekki löggefandi.
f frumvarpinu segir: „Fénu
skal einkum varið til að efla
útflutningsiðnað, til hafnar-
gerða, raforkuframkvæmda og
annarra framkvæmda, sem
stuðla að aukningu þjóðarfram
leiðslunnar og gjaldeyrisöfl-
Þessum sjónarmiðum um
lánsfjárskiptinguna er ég fylli-
Iega samþykkur. En margt
kallar að einmitt í þessum efn-
um, og skipting fjárins getur
þar af leiðandi orðið vanda-
söm, ef hún á að vera réttlát
og svo heppileg sem verða má
fyrir þjóðarhag.
Hér er um að ræða 240
nrllljónir króna, sem er álíka
há fjárhæð og sú upphæð er,
sem skv. fjárlagafrumvarpinu
fyrir árið 1963 á að verja sam-
tals til raforkumála, vegamála,
samgangna á sjó, vitamála og
hafnargerða, flugmála og sjáv-
arútvegsmála.
Þetta er því stórt mál, sem
eðlilegast er í alla staði, að AI-
þingi sjálft fjalli um, svo að
öllum þingheimi gefist kostur
á að gera tillögur um skipting-
una, eins og á sér ófrávíkjan-
lega stað, þegar ráðstafað er
framkvæmdafé fjárlaga.
Vel er skiljanlegt, að ríkis-
stjórnin hafi ekki á takteinum,
eins og sakir standa, tillögur
um skiptingu lánsfjáritns við
afgreiðslu þessa frumvarps,
sem hraða þarf afgreiðslu á.
Þeir þingmenn, sem ekkert
vissu, hvað til stóð, fyrr en
ríkisstjórnin lagði þetta lán-
tökufrumvarp fram, hafa auð-
vitað enn síður skilyrði til að
hafa skiptingartillögur á reið-
um höndum. En þetta þarf ekk
ert að saka. Frumvarp um
heimild til lántökunnar má
vitanlega afgreiða strax, en
setja lög um skiptinguna
seinna í vetur á þessu þingi“. ^
FJARFESTINGARLANAMALIN
ERU KOMIN í SJÁLFHELDU
Frumvarpið um heimild til
handa ríkisstjórninni um 240
milljón króna lántöku í Bret-
landi var afgreitt til neðri
deildar á kvöldfundi í efri
deild í fyrradajg. Fjárhags-
nefnd hafði þríklofnað um
málið. Meirihluti nefndarinn-
ar lagði til að frumvarpið yrði
samþykkt með þeirri breyt-
ingu að ríkisstjórnin skipti
fénu að höfðu samráði við
að það ætti að snúa alveg við á
þessari braut og þjóðin ætti I stað
inn að fara að borga niður skuldir
og efnahagsmálaráðunautur, sem
hingað kom frá Noregi til þess að
skoða hina nýju áætlun og fram-
kvæmd hennar, greindi frá því,
að sér hefði verið sagt — og hann
yrði að byggja á því, sem sér hefði
verið sagt, að það ætti að lækka
erlendu skuldirnar árlega, sem
svaraði afborgunum af þeim lán-
um, sem fyrir voru. Sem sagt, það
var sagt, að það hefði verið stór-
kostlegur greiðsluhalli, verið tek-
in of mikil lán, jafnvel, þótt þau
hafi verið til framkvæmda.
Frsfl. benti strax á veilurnar i
þessum málflytningi. Hér var ekki
um lántökur að ræða, sem gerðu
þjóðinni erfiðara fyrir, og þurfti
engin kjaraskerðing að verða
þeirra vegna. Enn fremur gerðum
við grein fyrir því, að þessi stefna,
að lækka erlendu skuldirnar á
þennan hátt og þvinga þjóðina
efnahagslega til þess að koma
slíku í framkvæmd, væri með öllu
! oraunhæf og oframkvæmanleg.
Það væri ekki hugsanlegt annað
heldur en þjóð eins og íslending-
ar, sem þurfa að byggja upp tals-
vert hratt og notfæra sér mikla,
^ ónotaða möguleika, þyrfti að taka
og ætti að taka erlend lán, til þess
1 að koma mörgum nauðsynjaverk-
um í framkvæmd..
Öll reynslan hefur sýnt, að við
höfðum rétt fyrir okkur í þessu,
' því að vitanlega hefur það ekki
jreynzt framkvæmanlegt að lækka
1 skuldirnar við útlönd, heldur hafa
margar lántökur átt sér stað síðan
núv. hæstv. ríkisstj. og núv. meiri
hl. tók við og skuldirnar við út-
lönd ekki lækkað, heldur vaxið.
En greinilegasta yfirlýsingin um
það, að það er ekki hægt að kom-
ast hjá því að taka framkvæmda-
lán erlendis, ef ekki á að stefna
öllu í strand, er þetta frv. Stofn-
kostnaður í öllum greinum er orð-
inn svo gífurlegur vegna dýrtíðar
ráðstafana ríkisstj., að það horfir
til mikils samdráttar, ef ekki er
Framh. á 15 síðu
Virkiunarrannsóknum við
Jökulsá og Þjórsá lokið
f járveítinganefnd Alþingis.
T. minnihluti, Karl Kristjáns-
son lagði til að fénu yrði skipt
með sérstökum lögum frá Al-
þingi og 2. minnihluti, Finn-
bogi Rútur Valdemarsson,
lagSi til að ríkisstjórnin hefði
samráð við fjárveitinganefnd
um fullnaðarskiptingu fjár-
ins.
Tillögur minnihlutans voru
felldar og frumvarpið samþykkt
með breytingum mejrihlutans við
2. umr. Þegar var settur nýr fund-
ur og málið afgreitt gegn um 3.
umr. og til neðri deildar.
Frumvarpið var svo tekið til
1. umr. í neðri deild í gær. Gunn-
ar Thoroddsen fjármálaráðherra
mælti fyrjr frumvarpinu og hafði
um sömu orð og í efri deild og
mæltist til þess að afgreiðslu
málsins yrði hraðað.
Eysteinn Jónsson sagði sjálf-
sagt að greiða fyrir því, að þetta
mál geti orðið afgreitt sem fyrst
frá Alþingi í tæka tíð til þess að
lántakan geti farið fram tafar-
laust.
Eysteinn sagði, að þegar núv.
stjórnarflokkar tóku við og gerðu
sína nýju efnahagsáætlun, sem
þeir sjálfir hafa kallað viðreisn,
gerðu þeir ákaflega mikið úr
greiðslu halla við útlönd, töldu
hann æði mikinn og nefndu háar
tölur í því sambandi. Þeir sögðu,
að þessi greiðsluhalli við útlönd
hefði verið jafnaður með erlend-
um lántökum og væri vottur þess,
að þjóðin yrði að herða mjög að
sér og á því væri byggð sú kjara-
skerðing, sem þjóðinni var ætluð
í hinni nýju efnahagsáætlun.
Þessi greiðsluhalli, sem talinn
var, stafaði fyrst og fremst af ýms-
um stórvirkjum, stórkostlegum
framkvæmdum, sem þjóðin hafði
ráðizt í og tekið til erlend stofn-
kostnaðarlán. Því var þá lýst yfir,
INGÓLFUR JÓNSSON, raforku
málaráiSherra, svaraði í gær í
sameinuðu Alþingi, fyrirspum frá
Karli Kristjánssyni um fram-
kvæmd þingsályktunar frá 22.
marz 1961 um undirbúning að
virkjun ökulsár á Fjöllum til stór
iðju. Fyrirspyrjendur auk Karls
eru þeir Jónas G. Rafnar og
Bjöm Jónsson.
Fyrirspurnin var í fjórum lið-
um:
1. Hversu langt er á veg kom-
ið framkvæmd á ályktun Alþingis
frá 22. marz 1961” um að undir-
búa virkjun Jökulsár á Fjöllum
til stóriðju?“
2-. Hve miklu fé hefur verið
varið til rannsókna vegna virkj-
unar Jökulsár á Fjöllum og áætl-
anagerða í því sambandi: a) áð-
ur en þingsályktunin var sam-
þykkt, b) eftir að þál. var sam-
þykkt?
3. Hefur verið rannsakað, hvar
hagfelldust er útflutningshöfn
fyrir vöru, sem unnin yrði með
orku frá virkjun Jökulsár?
4. Hve miklu fé hefur verið
kostað til rannsókna og áætlana
gerða tii virkjunar einstakra
vatnsfalla hérlendis hvers fyrir
sig annarra en Jökulsár á Fjöll-
um.
Karl Kristjánsson fylgdi fyrir-
spurninni úr hlaði. Minnti hann
á þingsályktunina og ennfremur
ráðstefnu, sem haldin hefði verið
á Akureyri í sumar um virkjun
Jökulsár á Fjöllum. Þetta er mik-
ið stórmál og hefur mikla þýð-
ingu í sambandi við jafnvægi í
byggð landsins og las Karl upp
einróma álit Akureyrarfundarins
um málið, en þar voru m. a. mætt
ir þingmenn Norðurlandskjör-
dæmis eystra.
Ingólfur Jónsson skýrði svo frá
að undanfarið hefði á vegum raf-
orkumálaskrifstofunnar og banda
rísks verkfræðifyrirtækis verið
unnið að rannsóknum á virkjun-
arstöðum í þrem ám, Dettifossi í
Jökulsá á Fjöllum, virkjun Þjórs-
ár við Búrfell og Sandárver og
Tungufell í Hvítá í Árnessýslu. —
Varið hefði verið 4 milljóhum
króna til rannsókna við Dettifoss
eftir'samþykkt þingsályktunarinn
ar en 3 milljónum áður. Til rann-
sókna á Þjórsá hefði verið varið
18 milljónum króna. Við Búrfell
er virkjun hagkvæm en þar eru
hins vegar erfiðastar aðstæður til
rannsókna. Til rannsókna við
Hvítá hefur verið varið mun
minna en til Jökulsár.
í Dettifossi er gert ráð fyrir
um 100 þús. kw. virkjun og myndi
hún verða tiltölulega ódýr en önn
ur 100 þús. kw. virkjun neðar í
ánni myndi miklu dýrari Virkjun
Jökulsár kemur ekki ti) greina
nema í sambandi við rekstur alu-
miniumverksmiðju
Við Búrfell má gera 150-180
þús. kw. virkjun og myndi það
meiri raforka. en þyrfti til alu
miniumverksmiðju og umfram
orkan notuð til almenningsþarfa
en þá er einnig athugað um aðra
60 þús kw. virkjun í Þjórsá, sem
myndi geta mætt almennings-
þörfum fyrir raforku, ef ekki verð
ur af virkjun til stóriðju við Búr-
fell. Þær rannsóknir, sem gerðar
hafa verið við Hvítá,- hafa leitt
til þess að hún hefur verið dæmd
úr leik.
Sem útflutningshafnir hafa ver-
ið nefndar Þorlákshöfn, Reykjavík
og Hafnarfjörður í sambandi við
virkjun sunnanlands. Varðandi
rannsóknir á útflutningshöfn norð
anlands í sambandi við stóriðju
með orku frá virkjun i Jökulsá,
sagði ráðherrann, að augum hefði
verið rennt yfir sjókort og landa-
kort og helzt væri talað um höfn
i Eyjafirði, norðan Akureyrar í
námunda við Dagverðareyri.
Samanburðvir milli Jökulsár og
Þjórsár með tilliti til hagkvæmni
til stóriðju, er ekki tímabær fyrr
en áætlanir hafa verið lagðar fram,
en það mun verða gert um ára-
mótin.
Karl Kristjánsson sagði að ekki
væri gott að átta sig fullkomlega á
hvaða stigi málin væru. af svörum
ráðherrans. Karl sagði, að embætt-
ismönnum ríkisins væri skylt að |
fara eftir fyrirmælum Alþingis, en
svo virtist sem meira kapp hefði
verið lagt á rannsóknir sunnan-;
lands en við Jökulsá á Fjöllum,
þrátt fvrir binasályktunina frá £2.
marz 1961. en skv henni hefði Jök
uls á áit að ganga fyrir, en okkur
norðanmönnum finnst eins og
slaknað hafi á rannsóknum við
Jökulsá Þá væri greinilegt að lítið
hefði enn verið rannsakað um út-
flutningshöfn norðanlands, en það
væri mjög þýðingarmikið í þessu
sambandi. Minnti Karl á, að eig-
endur Dettifoss hefðu fyrir stríð
látið rannsaka hafnarmöguleika í
lónum í Kelduhverfi með tilliti
til stóriðju og rannsóknarmönn-
um mun þá hafa þótt hafnargerð
þar mjög álitleg. Karl kvaðst
treysta því, að ekki yrði neinu
slegið föstu um stórvirkjanir fyrr
en öll skilyrði við Dettifoss og.
utp útflutningshöfn hefðu verið
rannsökuð til fullrar hlítar.
Imgólfur Jónsson sagði, að rann-
sóknum væri nú öllum lokið, en
ekki væri unnt að gera samanburð
milli Þjórsár og Jökulsár fyrr en
áætlanir lægju fyrir um áramótin.
Gísli Guðmundsson sagði, að
svo virtist sem ráðherrann héldi
að umrædd þingsályktun væri um
allt annað en hún er. Það væri
eins og honum skildist að þings-
ályktunin hefði fjallað um almenn
ar rannsóknir á fallvötnum lands.
ins, en þingsályktunin hefði að-
eins verið um eitt þeirra, Jökulsá
á Fjöllum. Ekkert væri að sjálí-
sögðu við þvj ver.ið að amast, að
fallvötn landsins almennt væru
rannsökuð eins og tök eru á, en
skv þingsál. átti Jökulsá á Fjöll-
um að ganga fyrir. Þá hefði rann-
sókn á hafnarstæði norðanlands
ekki verið framkvæmd enn, held
ur aðeins augum rennt yfir landa
kort
Jónas Rafnar þakkaði raforku
málaráðherra fyrir. hvé vel hefði
verið haldi á þessu máli, og að þvi
unnið meS fullum hraða, þar sem
loka niðurstöður myndu liggja
fyrir um áramótin.
T í IVI I N N, fimmtudagurinn 22. nóv. 1962.
6