Tíminn - 22.11.1962, Blaðsíða 13
Vettvanprinsi
FrarnM1'1 H <iðu
ingu þjóðartekna og veitir jafn-
framt öflugan stuðning hins opin-
bera til að hagnýta í almannaþágu
öll landsins gæði án skerðingar
frelsis félaga og einstaklinga.
Marki þessu verður aðeins náð
með því að æska landsins fylgi
eftir þeim kosningasigri, em hún
færði Framsóknarflokknum í s.l.
bæjar- ög sveitarstjórnarkosning-
um og berjist af alefli fyrir því,
að Sjálfstæðisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn glati verðskuldað
þingmeirihluta sínum í næstu
þ.'ngkcsningum og geri Framsókn-
arflok’kinn að stærsta þingflokki
landsins. Framsóknarflokkinn, sem
í upphafi var mótaður eftir ís-
lenzkum staðháttum, íslenzku þjóð
félagsástandi og varð til af biýnni
þörf þjóðarinnar í baráttunni fyr-
ír sjálfstæði og framförum, að af-
lokinni aldalangri erlendri undir-
okun. Hann er frjálslyndur lýð-
ræðissinnaður stjórnmálaflokkur,
sem byggir umbóta- og framfara-
stefnu sína á hugsjón samvinnu og
félagshyggju og stuðningi við
heilbrigt einstaklingsframtak.
Framsóknarflokkurinn er þjóðleg-
ur en ekki erlendrar ættar og vill
samvinnu og samstarf íslendinga
við aðrar þjóðir, en ekki samruna
eða samsteypu.
Þau mistök urðu í síðasta Vett-
vangi, að síðasta málsgrein utan-
ríkismálaályktunar SUF-þingsíns
féll niður. Vettvangurinn biður af-
sökunar á þessu og birtir hér
seinni hluta ályktunarinnar.
II.
Þingið vísar til fyrri samþykktra
ungra Framsóknarmanna varðandi
þa hættu, sem stafar af dvöl varn-
arliðsins í landinu. Með þjóðinni
er nú vaxjn upp kynslóð, sem frá
bernsku hefur búið við dvöl er-
lends herliðs. Er hætta á því, að
þetta fólk komi til með að líta
á dvöl varnarliðsins sem varan-
legt og eðliiegt ástand.
Af þessum sökum leggur þingið
ríka áherzlu á, að meðan hið er-
lenda varnarlið dvelst í landinu,
sé dregið svo sem frekast er unnt
úr afskiptum við það og reglum
þar að lútandi stranglega framfylgt
í því skyni a'ð skaðleg áhrif varnar
liðsins á þjóðlíf og menningu ís-
lendinga séu útilokuð.
Bendir þingið á, að það er marg
yfirlýst af hálfu íslenzkra stjórn-
arvalda, að Islendingar geta ekki
sætt sig við hersetu hér á friðar-
tímum.
Enda þótt þingið telji, að' ís-
lendingar eigi að hafa sérstakt og
náið samstarf við' þær þjóðir, sem
þeim eru skyldastar menningar-
og stjórnarfarslega, og eigi þess
vegna heilshugar'að taka þátt í
vestrænu samstarfi að því leyti,
sem það samræmist fámenni og
sérstöðu þjóðarinnar, leggur það
áherzlu á vinsamlega sambúð við
allar þjóðir og bendir sérstaklega
á mikjlvægi þess, ag sköpuð séu
viðskipti við hinar nýfrjálsu þjóð-
ii í Afríku og viðar.
Sívaxandi siarf
Framhald at 8 síðu
— Er ekki erfitt með samgöng-
ur hjá ykkur á vetrum?
— Ekki svo mjög. Áætlunarferð-
ir eru regluiega einu sinni í viku
með bílum. Um flugferðir er ekki
að ræða nema á sumrum, en vöru-
Uutningar fara að mestu fram með
skipum og eru skipaferðir mjög
reglulegar.
— Hvað um framkvæmdir?
Eg held að nýbyggingar og
aðrar framkvæmdir séu fyllilega
eins miklar og annars staðar.
Sennilega er þó aðstaða til land-
búnaðar í hinum strjálbýlli sveit-
um sýslunnar erfiðari en víðast
hvar annars staðar á landinu.
— Er það nokkuð sérstakt, sem
þu vilt segja að lokum?
— Eg vil bara þakka fulltrúun-
um okkar fyrir það að leggja á
sig þessa löngu ferð og þann á-
huga sem þeir hafa sýnt í félags-
málum. Vonandi verður samstarf-
ið í framtíðinni sem ánægjuleg-
ast og einkennist af sama áhuga
og fórnfýsi.
Fréttabréf frá S.Þ.
Framhald af 7. síðu.
okkur, munum við ekki geta ráð-
ið bót á þeirri flóttamannaneyð,
sem verið hefur í heiminum allt
frá lokun seinni heimsstyrjaldar,
sagði forstjórinn.
o 0 o
AtkvæðagreítSslan
um aðild Kína
Þegar Allsherjarþingið felldi
tillögu frá Sovétríkjunum um, að
„fulltrúar Sjang Kaí-sjeks“
skyldu hætta störfum í öllum
deildum Samejnuðu þjóðanna og
fulltrúar Kínverska alþýðulýð-
veldisins taka sæti Kína, greiddu
42 ríki atkvæði með sovézku til-
lögunni. Þau voru:
Afganistan, Albanía, Alsír, Ara
bíska sambandslýðveídið, Bret-
land, Burma, Burundi, Búlgaría,
Ceylon, Danmörk, Eþópía, Fjnn-
land, Ghana, Guinea, Hvíta-
Rússland, Indland, Indónesíá,
írak, Júgósiavía, Kambódía, Kúba
Laos, Mali, Mongólía, Marokkó,
Nepal, Noregur, Pakistan, Pól-
land, Rúmenía, Sirra Leone,
Sovétríkin, Sómalía, Súdan, Sví-
þjóð, Sýrland, Tanganyika,
Tékkóslóvakía, Túnis, Uganda,
Ukraína og Ungverjaland.
56 ríki greiddu atkvæði gegn
tillögunni og 12 ríkj sátu hjá.
Ríkin sem sátu hjá voru: Austur-
ríki, Holland, ísland, fsrael, Kýp-
ur, Líbanon, Malaja, Nígería,
Portúgal, Saudi-Arabía, Togo,
Trinidad-Tobago.
Atkvæðagreiðslan fór fram 30.
október. í fyrra var svipuð til-
laga felld með 48 atkvæðum gegn
36, en 20 ríki sátu hjá.
(Frá upplýsingakrifstofu
SÞ í K-höfn).
Verðum aö trúa ...
(Framhald af 9. síðu.)
an sem við höfum, verði enn
um sinn hafskipabryggja okk-
ar. Þessari nýju hafnargerð
fylgir líka sá kosturinn að
þarna fæst óbyggður hafnar-
bakki og verulegt svæði, þar
sem nú eru skreiðarhjallar, en
þá yrði hægt að skipuleggja
með tilliti til bátaútvegsins, og
það er sannarlega nokkurs
virði.
— Þetta er væntanlega dýr
framkvæmd?
— Áætlun um kostnað er
ekki fullunnin enn, en verk-
fræðingar grípa á 15 milljón
um króna. Hreppurinn á nú
eina milljón í hafnarsjóði. Á
þessu ári er heildarfjárveit-
ing á fjárlögum til nýrra hafna
13 milljónir króna, en á fjár-
lagafrumvarpi næsta árs er öll
fjárveitingin 17 milljónir. Aug
Ijóst er að með því lagi er
seinlegt að koma hafnarmálum
almennt í viðunandi horf. —
Verði þessi framlög ekki auk-
in verulega hlýtur annað af
tvennu að verða. Rrkið verður
mörg ár á eftir með að greiða
sinn hluta af hafnargerðum
eða hafnarframkvæmdir verða
blátt áfram stöðvaðar að
mestu. Fái hrepparnir að
byggja hafnir munu þeir gera
allt sem þeim er unnt til að
útvega lánsfé. Til þess hafa
þeir mjög misjafna aðstöðu og
ástæður auk þess sem þeir
verða sjálfir að bera. allan
vaxtaþungann meðan verið er
að píra ríkisframlagið í þá. En
hvað skal gera, ef mönnum
sýnist að atvinnulíf og öll af-
koma standi og falli með þess-
um mannvirkjum?
— Hvernig er ástatt með
mannafla í hreppnum? Hvað
um fólksfjölgun?
— Nú eru taldir 470 íbúar
í hreppnum öllum, þar af 340
á Þingeyri. Breytingin frá
næsta ári á undan er aðeins til
fjölgunar í þorpinu en fækk-
un í hreppnum í heild. Annars
hefur verulega fækkað hér
undanfarin ár, einkum í sveit
inni, en líka í þorpinu. Á þessu
ári fækkar sveitaheimilunum i
hreppnum um fimm.
— Fremur lítill viðreisnar-
bragur er það.
— Við vildum vona að þessi
þróun væri að stöðvast. Fjórir
bátar, eins og ganga héðan
þessa vetur, veita nóga undir-
stöðuatvinnu fyrir 400 manna
þorp ef gæftir eru skaplegar
og einhver afli. En útgerðin er
vonlaus ef útgerðarskilyrðin
eru ekki sambærileg við það
sem er annars staðar. Þess
vegna eigum við nú líf okkar
undir því, að við getum gert
útgerðaraðstöðuna í landi jafn-
góða og annars staðar.
Eins og sakir standa held ég
að rnenn hafi sæmilega trú á
staðnum og framtíð hans. Hér
eru þrjú íbúðarhús í smíðum
og verið er að byrja á því
fjórða. Þrír ungir menn héðan
eru í sjómannaskólanum í
Reykjavík og sá fjórði er á
skipstjórnarnámskeiði á ísa-
firði. Fiskiðja Dýrafjarðar
byggði í sumar beitingaskúr
við fiskverkunarhús sitt. —
Sveitarfélagið, kaupfélagið og
einstaklingar eru samhuga í því
að byggja staðinn upp. Allt
er undir þvf komið að þessi trú
á framtíðina haldist. Þar eru
líka rök fyrir því, að við verð-
um að fara ,að byrja á höfn-
inni.
H.f. Eimskipafélag íslands
Aukafundi
þeim, í H.f. Eimskipafélagi íslands, sem halda átti
föstudaginn 23. þ.m. samkvæmt auglýsingu fé-
lagsstjórnar dags. 5. júní 1962. verður frestað til
lausardags 29. desember n.k.
Dagskrá fundarins verður eins og áður er auglýst
þessi:
Dagskrá:
63 Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins
0 Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa
Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum í húsi
félagsins í Reykjavík og hefst kl. 1.30 e.h.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut-
höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu
félagsins í Reykjavík dagana 27. og 28. des; n.k.
Reykjavík, 20. rióv. 1962
Stjórnin
ANGLIA
Fyrsta skemmtikvöld vetrarins verður haldið í
Sjálfstæðishúsinu, fimmtudaginn 29. nóvember kl.
8,30 stundvíslega.
Skemmtiatriði:
O Leikþáttur (Kristín Magnúsdóttir, Ævar Kvar-
an, Karl Guðmundsson.
• V
0 Spurningaþáttur með algjörlega nýju sniði,
(Baldur Georgs stjórnar — verðlaun veitt)
0 Skemmtiþáttur (Jan Moravek og Gestur
Þorgrímsson).
0 „Musical chairs" og ásadans og ókeypis happ-
drætti. /
Meðlimakort og gestakort fást hjá Haraldi Á. Sig-
urðssyni, Verzl. Edinborg, Hafnarstræti 10—12
frá kl. 10—2 daglega og hjá Brezka sendiráðinu,
Laufásvegi 49 frá kl. 9—1 og 3,30—5 alla virka
daga nema laugardaga.
Stjórnin
TILKYNNING
Hér með tilkynnist að öll malartaka, er að öllu
bönnuð nema með leyfi jarðeigenda í landi Efri-
Úlfsstaða, Austur-Landeyjarhrepp.
Jón íngvarsson,
Sæmundur Þórðarson
Jósef Þórðarson
Tímann
vantar börn eða eldri menn til blaðburðar
i eftirtalin hverfi:
JpSBDimÉiíS ■ •• ?r: . .,
Hofteig — Sigtún
Bogahlíð — Hamrahlíð
Karlmannaföt
algengt verð 1990 — 2090 — 2420 — 3000
Unglingaföt
1575 — 1850
Frakkar
1265 — 1895
Stakir jakkar
1090 — 1290
\
Glæsilegt úrval
Nýjasta tízka
ÚLTÍMA
K j ö r g a r ð i
T f M I N N, finuntudagurinn 22. nóv. 1962.
13