Tíminn - 22.11.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.11.1962, Blaðsíða 8
Álvktanir þings S.U.F ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA RITSTJÓRI: DANÍEL HALLDÓRSSON T f M I N N, fimmtudagurinn 22. nóv. 1962.; Ályktun stjórnmálanefndar 9. þing SUF haldið í Reykjavík 2.—4. nóv. 1962 vill sérstaklega minna á að það er söguleg stað- reynd að tímabilið 1927—1958 ér glæsilegasta framfaraskeið í sögu landsins. Framfarirnar gerbreyttu landinu, möguleikum einstaklinga og þjóðarinnar til efnahagslegrar afkomu og í lok tímabilsins ríkti hér almennari velmegun en víðast annars staðar þekktist, enda gætti áhrifa Framsóknarflokksins veru- lega á þessu tímabili, en eftir að núverandi stjórnarflokkum, — með aðstoð kommúnista — tókst að knýja fram kjördæmabylting- una 1959 í því skyni að draga úr áhrifum landsbyggðarinnar og Framsóknarflokksins á stjórn landsins, hefur stjórnarstefnan mótazt af kyrrstöðu og samdrætti. Má-'í þessu sambandi sérstaklega minna á vaxtalækkun, lánsfjár- takmörkun og skatta- og tollahækk anir. En þrátt fyrir að núverandi stjórnarflokkar hafi þannig í tæp 4 ár lagt lamandi hönd á fram- tak almennings hefur á móti sam- drættinum aílt fram að þessu verk að til mikilla áhrifa skriður sá er kominn var á framfarir þeg- ar stjórnarstefnan hófst svo og góð æri frá náttúrunnar hendi tiJ lands og sjávar, en nú er svo komið að æskufólki er á allan hátt tor- veldað að koma sér upp heimili og koma fótum undir framleiðslu. Horfir til stórvandræðá, ef ekki verður snúið við í átt til framfara og uppbyggingar. 1. Þingið harmar þann drátt sem orðið hefur á efndum á endur- skoðun stjórnarskrár við lýðveld- isstofnunina 1944, og telur brýna nauðsyn á að þeirri endurskoðun verði lokið sem fyrst. 2. Þingið Jýsir ánægju sinni yfir frumkvæði samvinnu- og laun- þegasamtakanna til lausnar á kjaradeilum, og að koma þar með í veg fyrir langvarandi framleiðslu stöðvun og þrengingar á heimil- um vinnandi fólks. 3. Þingið skorar á þjóðina að vera vel á verði um að núverandi stjórnarflokkum skapist ekki að- staða til að gera nýjan samning um skerðingu íslenzkrar landhelgi, [ þegar núgildandi smánarsamning- ur við Breta gengur úr gildi. 4. Þingið skorar á þingmenn' I'ramsóknarflokksins að gera sitt ýtrasta til að koma því til leiðar aö'ungu fólki verði gert til muna auðveldara að koma sér upp hús- næði, svo sem með rýmri láns- ! fjármöguleikum, lægri vöxtum og Jengri lánstíma, svo og að ungu! fólki til sjavar og sveita verði j auðvelduð aðstaða til stofnunar atvinnufyrirtækja með sambæri- legri fyrirgreiðslu viðkomandi lánastofnana. 5. Þingið telur nauðsynlegt að hraða endurskoðun á núgildandi almannatryggingarlögum og veita öllum landsmönnum sama rétt með þeim, svo sem með því að gera allt landið að einu verðlagssvæði og að lífeyrisgreiðslur vegna allra barna verði jafnháar. Einnig verði ejjilífeyrir hækkaður og trygginga- bætur undanþegnar skattaálagn- iiigu. 6. Þingið telur að núverandi sljórn hafi komið lánamálum al- mennt í öngþveiti, og nægir í því sambandi að minna á kennara- I skort, læknadeilur, lögskipun j gerðardóms í síldveiðideilunni. j Og telur þingið þetta afleiðingu r.f því að landinu er stjórnað í | trássi vjð hinar vinnandi stéttir j landsins. Og telur þingið nauðsyn- j legt að hverfa af þessari óheilla- Jiraut. 7. Sambandsþingið telur óhjá- kvæmilegt að horfið verði frá ó- heillastefnu núverandi stjórnar- íiokka og aftur verði upp tekin í stjórnarfari þjóðarinnar umbóta- og framfarastefna, sem ein leiðir til jafnréttis og réttlætis í skipt- s'ramhaid a r. Is Fulltrúar FUF í Strandasýslu létu ekki aftra sér frá þingsókn, þótt um langan og torfarinn veg yrði aS fara. Þeir eru, taliS frá vinstri, fremri röð: Páll Þorgeirsson, formaður félagsins; Jóhann Halldórsson, Sig- urður Jónsson; E"F ■ - 'sdóttir; Jón AlfreSsson; Brynjólfur Sæmundsson og Sigurgeir GuSbrandsson. (Ljósmynd: Kári Jónsson) Sívaxandi starl . á Ströndum Á nýafstöðnu þingi Sam- bands ungra Framsóknar- mannat hitti tíðindamaður Vettvangsins nokkra af þing- fulltrúum af landsbyggðinni að máli og spurði þá frétta af athafna- og félagslífi í þeirra byggðarlagi. Einn af þessum fulltrúum var Páll Þorgeirs- son formaður FUF í Stranda- sýslu- Á Ströndum er nú starfandi öfl- ugt félag og fer'það ört vaxandi. Sagði Páll að áhugi unga fólksins væri mikilJ á félagsmálum og sann aðist bezt á því að allir kjörnir fulltrúar félagsins hefðu tekið sig upp og farið til Reykjavíkur á sambandsþingið, þó að svona langan veg og erfiðan væri að fara. Væri þessi góða þingsókn sönnun um mikinn félagsmálaá- huga og jafnframt nokkur þakk- lætjsvottur í garð SUF fyrir marg- vislega aðstoð í félagsstarfinu. í þessu sambandi benti Páll rétti- lega á, hversu nauðsynlegt það er að náið samband sé á milli SUF og sambandsfélaganna. — Hafið þið Strandameenn nokkrar sérstakar áætlanir á prjónunum? — Við höfum í huga að efna sem fyrst til almenns fundar til þess að skýra fyrir félagsmönn- um ályktanir SUF-þingsins í ein- stöku málum og einnig til að und irbúa starfið fyrir næstu alþingis- kosningar. Akveðið er að efna til skemmtiferðar að vori í Árnes- Jirepp, afskekktasta hrepp Strandasýslu, og halda þar fund. Eg skrapp þangað í haust, ásamt formanni og gjaldkera SUF og undirbjó að nokkru þetta mál. Því miður má segja, að félagsstarfið hafi lítið náð þangað enn, þótt þar sé að finna margan góðan efniviðinn og trausta stuðnings- menn Framsóknarflokksins. — Hvernig er ástatt í atvinnu- málum ykkar Hólmvíkinga? — Síðan landhelgin var færð út, hefir útgerð aukizt mjög, og kemur það lika til að kaupfélagið starfrækir frystihús. Einnig bætir þeð líka aðstöðu til útgerðar að komin er ný og góð bryggja, sem er auðvitað undirstaða fyrir sjó- sókn. — Er ekki kaupfélagið aðal- atvinnuveitandinn á Hólmavík eins og á svo mörgum öðrum stöðum? — Jú, það má sannarlega segja það, og raunar þakka því að nokkru, að unga fólkið hefur get- að fengið næga atvinnu á sínum heimastöðvum. Framhald á 13 síðu jju &***1 - HÖFNIN Á HÓLMAVÍK *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.