Tíminn - 22.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.11.1962, Blaðsíða 15
Frá Alþingf hægt að endurskoða allt fjárfest- ingar lánakerfið í landinu, og lána miklu hærri fjárfestingarlán í nær öllum greinum. Eysteinn Jónsson minnti á, að hann hefur áður bent á, að þrýst- ingurinn í sambandi við hinn óg- urlega stofnkostnað, sem orðinn er, hlyti að verða til þess, ef ekki yrði horfið frá þeirri braut að loka inni hluta af sparifjárfénu, að ta-ka yrði þeim mun meira af j erlendum lánum til þess að veita inn í fjárfestinguna. Og náttúr- lega er Ijóst, að jafnvel þótt hætt yrði að loka inni spariféð, þá yrði líka að fá eitthvað talsvert af er- lendum lánum inn í fjárfesting- una, ef uppbyggingin á að geta orðið nógu hröð lil þess að mæta þessari ofsalegu dýrtíðarþenslu, sem orðin er í landinu, og þeim almennu hækkunum, sem fram undan eru. Þetta frv., sýnir glöggt, að ríkis- stj . hefur orðið að komast að þeirri niðurstöðu, að það þurfti meira fé í fjárfestinguna og það fé varð að sækja utan, og þeim mun meira, sem lokað verður inni af því fjármagni, sem safnast upp í landinu sjálfu og fryst í banka- kerfinu, þeim mun meira verður að taka af lánum erlendis með löngum lánum, til þess að fjárfest- ingin ekki dragist óeðlilega sam- an eða stöðvist í vissum grein- um. Ef athugað er fjárlagafrv., kem- ur í ljós, að farið er að gera ráð fyrir því, að ekki komist fyrir á fjárlagafrv. ýmsar framkvæmd- ir, sem áður hefur verið talið sjálf- sagt að greiða af ríkistekjunum. Eins og t.d. vegagerðir í stórum stíl, skólabyggingar og ýmsar aðr- ar framkvæmdir, á vegum ríkis- ins, sem áður hefur verið talið mögulegt að greiða að mestu eða öllu af ríkistekjunum. Nú er.gert ráð fyrir því, að tekin verði lán til þessara framkvmda, sumpart innanlands og sumpart erlendis. Þanniff '’Ör vandinn orðinn varð- andi fjárfestingarnar og fjármagn til þess að standa undir þeim. Það þarf ekkert annaö en að líta á kostnaðinn við að koma upp bú- um eða framkvæmdum í sveitun- um, kostnað við að koma upp íbúð um eða eignast báta og skip ann- ars vegar og svo þau lán, sem nú eru látin í té úr fjárfestingarlána- kerfinu hins vegar. — Þá sjáum við í hvaða sjálfheldu málin eru komin og út úr henni verður að reyna að komast eftir jákvæðu leiðinni. Með því að auka framleiðsluna í landinu og framleiðnina, og til þess þarf meira fjárfestingarfjár- magn heldur en áður hefur verið fyrir hendi og það verðum við að fá með því að nota okkar eigið fé, eins mikið og við mögulega getum, hafa það í umferð og taka talsvert mikið af erlendum lánum. Út frá þessu sjónarmiði eru Fram sóknarmenn eindregnir stuðnings menn þessarar lántöku. En í sam- bandi við þetta mál, 'þá hlýtur að setja að mönum vaxandi kvíða, þegar það er athugað, hve 240 millj. króna hverfa fljótt í þá dýrtíðarhít, sem orðin er í land- inu. Ef við t.d. íhugum þessa fjár- hæð annars vegar og svo hvað það mundi kosta í dag að byggja t.d. framkvæmd eins og sementsverk- smiðjuna, eins og áburðarverk- smiðjuna, eins og sogsvirkjunina siðustu, þá sjáum við hvernig þessi mál eru komin, og hvað þessi fjárhæð, sem mönnum vex nú nokkuð i augum, þegar þeir sjá hana á blaði, hversu hún er pínu- lítil í samanburði við það, sem þarf til þess að koma verulegutn skrið á stærri framkvæmdir, eins og nú er búið að koma öllum þess um efnum. T.d. Keflavíkurvegur inn, mun kosta um 200 milljónn Alþingi ætti að ráðstafa me lögum þessu lánsfé, eins og yfir i höfuð hefur verið venja. Þegar frá • T f M I N N, fimmtudagurinn 22. iþeirri venju hefur verið vikið, | hefur það verið gagnrýnt hér á 1 Alþingi, og það, réttilega. Á hinn bóginn er nokkuð til bóta sú breyt ing, sem gerð var á frv. í þessu efni í Ed., þar sem gert er ráð fyrir, að það sé þó haft samráð við fjvn. þingsins varðandi skipt- 'ingu lánsfjárins. Hér er um tals- verða fjárhæð að ræða, þegar hún er borin saman t. d. við það, sem veitt er til verklegra framkvæmda á fjárlögum, og ákaflega þýðingar mikið í hvað þessir fjármunir! fara. Og þá er auðvitað eðlilegt, að þingmenn geti komið að til- lögum sínum um það, en það geta þeir ekki, ef hæstv. ríkisstj. ráð- stafar fénu og jafnvel ekki þó að það sé gert i samráði við fjár- veitinganefnd. Lúðvík Jósefsson sagði, að vextir j af láninu væru mjög óhagstæðir. I Samráðin við fjárveitinganefnd! gætu orðið algert formsatriði og ' þyrftu ekki að breyta neinu um það að ríkisstjórnin hefði ein með ráðstöfun lánsins að gera. Öllu máli skipti hvert lánsféð rynni, þótt þetta lán hrykki ekki langt í hinar mörgu nauðsynlegu fram kvæmdir og engar stórframkvæmd ir væri unnt að ráðast í með það. Gunnar Thoroddsen sagði þessa lántöku ekkert gagnstæða yfirlýs- ingum varðandi viðreisnina fyrir þremur og hálfu ári. Ríkisstjórn- in sagði aldrei að hún myndf hætta erlendum lántökum helduf benti á að nauðsynlegt væri að ná greiðslujöfnuði við útlönd. — Greiðslubyrðin gagnvart útlönd- um er enn of há og lán hafa ver- ið tekin til of skamms tíma, svo afborganir eru örar. Höfuðkostir þessa láns eru að lánið verður afborgunarlaust í fimm og hálft ár. Eysteinn Jónsson sagði, að eitt hvað væri farið að skolast til í huga ráðherrans. Enginn hefur gleymt því, að ríkisstjórnin lagði höfuðáherzluna á það í sambandi við setningu viðreisnarlaganna, að þær efnahagsráðstafanir yrðu að gera vegna „hins mikla greiðslu halla“ við útlönd eins og það var orðað. Þessi „greisluhalli" var vegna framkvæmdalána í stórvirki eins og Áburðarverksmiðjuna, Sogsvirkjunina, Sementsverksmiðj una og til skipa og bátakaupa. — Vegna þessara framkvæmda stóð þjóðin betur að vígi en áður til að standa undir afborgunum af erlendum lánum. Þetta hefur dr. Benjamín Eiríksson tekið undir. Ríkisstjórnin sagði, að nú mætti greiðsluhallinn ekki aukast meira. Þessi „greiðsluhalli“ var svo not aður sem tylliástæða til að leggja byrðar á þjóðina. Framsóknar- menn bentu strax á,_ að þetta fengi ekki staðizt. íslendingar yrðu að halda áfram uppbygg- ingunni og til þess þyrfti erlent lánsfé. Þá minnti hann á, að ráð- herrann hafði minnzt á, að stutt ur með nokkrum fyrirvara, og gefa síðan þrem leikurum púnta, 100—75—50, með síðasta leikár í huga. Atkvæðagreiðslan er leyni- leg. Púntarnir hafa til þessa verið lagðir saman fyrir afhendingu lampans, og viðkomandj leikara boðið til hófsins. Að þessu sinni verða gögnin ekki könnuð fyrr en í hófinu. Þá verða púntarnir tald- jr. Þetta er vel fallið tjl að auka eftirvæntinguna, og er ætlast til, aö leikarar fjölmenni í hófið svo ekki takist það illa til, að kjörinn viðtakandi verði fjarstaddur. Sig- urður var ekki fullviss, hvar hóf- ið yrði haldjð, en bjóst við, að það yrði í Þjóðleikhúskjallaranum. Virkir melimir leikdómarafélags- ins eru níu talsins. Sfefna Framsóknarfí. rænu þjóðirnar slitni sagði ráð- herrann. Ráðherrann kvað það liggja ó- tvírætt fyrir, ag aukaaðild þyrfti ekki að leiða til fullrar aðjldar og það væri misskilningur hjá Þórarni Þórarinssyni ,að hætta væri á, að smáþjóðir glötuðu sjálfstæði sínu við að gerast auka- aðilar að EBE, Smáþjóðir misstu ekki einu sinni sjálfstæðj sitt við að gerast fullir aðilar að EBE og bentj á Belgíu, Holland og Lúxem borg máli sínu til sönnunar. Énn væri ekki vitað, hvaða skyldur og kvaðir við yrðum að takast á herðar við aukaaðild og það mætti ekki hafna aukaaðildarlejðinni í blindni heldur nota biðina til að halda áfram viðræðum við ráða- menn EBE og nota biðina til að reyna að ná hyllj forystumanna EBE-þjóðanna. lán væru hættuleg, en núverandi ríkisstjórn hefur nú leyft einka- aðilum að stofna til lausaskulda, örstuttra vöruvíxla, sem nema á hátt á fjórða hundrað milljónum. Þá sagði Eysteinn, að sú stefna, sem ríkisstjórnin hefði lýst yfir varðandi erlendar lántökur hefði ekki verið með tilliti til þess, hvað sanngjarnt og eðlilegt væri að gera í íslenzkum þjóðarbú- skap í framtíðinni heldur höfð sem tyljiástæða til samdráttar- stefnu og kjaraskerðingar. . I Siguröur Grímsson Framhald af <6 síðu dómara, en Sigurður A. Magnús- son var kosinn varaformaður. Þetta gerðist á félagsfundi í dag. Blaðið talaði við Sigurð og spurð íst nánar fyrir um það sem.gerðist fundinum. Tekin var ákvörun ' n- afhendingu silfurlampans n.k. Vl''idag. Þá var ákveðið að lesa ðj leikdómara upp í hófinu, ’ hefur ekki verið gert fyrr. .-b háttur er á atkvæðagrejðslu, að '’irkir meðlimir fá kjörgögn í hend A.S.I-fiingfö forseti þingsins hefði ekkt boðið fulltrúa LÍV velkomna til þings- ins. Gerði hann það og tóku fylgj endur hans undir þá ósk með lófa klappi. Óskár rakti síðan sögu málsins frá sínum bæjardyrum, kvað einsýnt, að það væri fyrir- sláttur einn, að ekki hefði unn- izt tími til þess að ranns.aká kjör- bréf og LÍV væri óumdeilanlega laúnþegasamtök, sem ættu fullan rétt á inntöku í ASÍ. Hann sagði, að nauðsynlegt hefði reynzt að fara dómstólaleiðina, til þess að koma LÍV inn í ASÍ, en þar væri við Alþýðusambandið að sakast, en ekki LÍV. Óskar lagði til að kjörbréf LÍV væru tekin gild. Þegar Óskar hafði lokið ræðu sinni, las forseti þingsins fram- komna tillögu frá Guðmundi Björnssyni, Eðvarð Sigurðssyni og Jóni Snorra Þorleifssyni, Krislni B. Gíslasyni, Jóni Bjarna- syni og Björgvin Sigurðssyni, um það, að fulltrúum LÍV yrði veitt leyfi til þingsetu með málfrelsi og tillögurétti. Þá tók til máls Pétur Sigurðs- son, ritari Sjómannasambandsins. Taldi hann að flutningsmenn til- lögunnar vildu ekki byggja land með lögum. Einnig taldi hann, að ekkert hefði fram komið, sem mælti gegn því,’ að fulltrúar LÍV fengju full réttindi á-þinginu. Næstur tók til máls Jón Sig- urðsson, forseti sjómannaáam- bandsins. Minntist hann fyrst á afgreiðslu annarra kjörbréfa á þinginu og deildi á hana, — og enn dróst Svavar Gests inn í um- ræðurnar. Hann deildi einnig á það, að núverandi sambandsstjórn hefði barizt gegn inngöngu LÍV, í stað þess að henni hefði borið að beita sér fyrir inngöngu þess og allra annarra launþegaféla.ga í landinu. Jón viðurkenndi, að dóm- ur Félagsdóms fjallaði eingöngu um það, að LÍV væri orðinn fé- lagi í ASÍ, en eftir sem áður yrði að fjalla um kjörbréf fulltrúa sam bandsins á ASÍ-þingi, og þau yrðu að fá sömu afgreiðslu og önnur kjörbréf. Hins vegar hefði stjórn ASÍ þegar haft næg tækifæri til þess að kynna sér nauðsynleg gögn og þyrfti ekki lengri frest ti! þess. Þá gat Jón þess, að valda hlutföll á ASÍ-þingi myndu ekki breytast, þótt fulltrúar LÍV fengju atkvæðisrétt og væri því ástæðu- laust að halda þeim utan slíkra réttinda. Næstur tók til máls forseti ASÍ, Hannibal Valdimarsson. Hann kvaðst fvrst ætla að rekja nokkuð forsögu málsins, þótt ekki væri víst að hann myndi minnast á sömu atriði og fyrri ræðumenn. Hann kvað inntöku LÍV hafa ver- ið frestað á síðasta ASÍ-þingi, vegna skipulagsbreylinga, sem fyr ir dyrum stæðu hjá ASÍ. Vegna þeirra væri mjög erfitt að taka stórt landssamband inn í Alþýðu- sambandið, þar sem það væri að mestu leyti byggt upp af dreifð- um og smáum félögum. Hefði hinn rétti félagsandi ríkt hjá forráða- mönnum LÍV, hefðu þeir komið til forystumanna ASÍ og rætt við þá um það, hvernig þessum mál- um mætti haga, þar til skipulags breytingin væri afstaðin. Þessi leið hefði ekki verið farin, held- ur dómstólaleiðin. Hann kvað ASÍ ávallt hafa. verið reiðubúið til þess að ræða við LÍV um aðstoð og veita hana, en hið sama væri ekki að segja um LÍV. Þá minntist Hannibal á ummæli Sverris Her- mannssonar, forseta LÍV, erlend- is, þar sem hann hefði borið sig röngum sökum og rægt ASÍ. — Kvaðst Hannibal ekki geta boðið slíkan mann velkominn til þing- setu. Hannibal kvað nauðsynlegt að rannsaka miklu betur félags skrár og starfsferil meðlima LÍV, en tími hefði unnizt til að gera. Hin nýja félagaskrá^ LÍV hefði borizt skrifstofu ASÍ, þegar þar voru miklar annir vegna kosninga til þingsins. Væri til dæmis nauð- synlegt að bera félagskrár saman við félagaskrár annarra félaga. — Þá kvaðst Hannibal hafa fengið um það vitneskju í dag, að eitt félaganna í LÍV hefði ekki haldið aðalfund í þrjú ár; samt væri for- maður þess meðal fulltrúa LÍV í fundarsal. Hannibl kvað nauðsyn- legt að rannsaka hvort ástandið væri líkt þessu innan fleiri félaga. Hann lagði tif að, .tillaga:: Guð- mundar Björnssonar og fleiri yrði samþykkt. Um miðnætti var umræðimi loks lokið og fór fram atkvæða- greiðsla að vi'ðliöfff'ii nafnakalli. Tillaga Óskars Hallgrímssonar var borin undir atkvæði, en hún fjallaðl um að fulltrúar LÍV fengju óskoruð réttindi á þing- inu þ. á. m. kosningarétt. Sam- komulag varð um, að líta svo á, að þeir, sem greiddu atkvæði gegn tillögu Óskars greiddu þar með hinni tillögunni atkvæði, en liún kvað' á um, að fulltrúar LÍV skyldu liafa tillögurétt og mál- frelsi á þinginu en ekki atkvæðis- rétt. Úrslitin í nafnakallinu um tillögu Óskars urðu þau, að já sögðu 151 en nei 177, 4 voru fjar- verandi og einn greiddi ekki atkvæði. Þar með var tillaga Ósk- ars felld en hin tillagan sam- þykkt. — Blaðamaður Tímans spurði Sverri Hcrmannsson, for- mann LÍV, að atkvæðagreiðslu lokinni, hvernig verzlunarmenn myndu bregðast við þessum úrslit um. Sverrir sagði, að LÍV myndi una úrslitum og fulltrúar þess sitja þingið. ' boði hafnaði SAS þá. Þess vegna telur stjórn Loftleiða, að hún geti ekki átt frumkvæði að nein- um nýjum samningum, þar sem hennar eina tillaga var felld, og engar aðrar uppi hafnar af forráða mönnum SAS, sagði Sigurður. Blaðinu hefur borizt fréttatil- kynning frá Loftleiðum út af SAS málinu, þar sem ýmislegt mis- hermi fulltrúa SAS er leiðrétt. — M. a. er bent á, að Loftleiðir greiddu í fyrra 75 milljónir ísl. króna til Norðurlandanna þriggja fyrir ýmsa fyrirgreiðslu, sem er svipuð upphæð og tekjur Loft- leiða af farmiðasölu í sömu lönd- um á sama ári. Loftleiðir flutti um 52 þúsund farþega á öllum leiðum sínum í fyrra, en ekki 70 þúsund, eins og SAS-menn hafa haldið fram. Að- eins fjórðungur farþega Loftleiða kemur frá eða fer til Norðurland- anna, og mikill fjöldi þeirra er af öðru þjóðerni en norrænu. Mikill hluti þessara farþega ferðast senni lega loftleiðis, aðeins vegna hinna lágu fargjalda Loftleiða. Þótt SAS yfirtæki Loftleiðir og hagnað þeirra, sem varð sjö milljónir í fyrra, mundi það litlu breyta um rekstrarafkomu SAS. Sama aðstada að forustumenn LÍV leggja allt annan skilning í hugtakið launþeg ar en verkalýðurinn gerir. Þar eru enn fulltrúar stórfyrirtækja og skrifstofustjórar þeirra, eigin- konur og synir og dætur stórkaup manna og prókúruhafar fyrir ým is konar atvinnufyrirtæki — og allir flokkaðir undir launþega. — Við slíku 'fólki getum við ekki tekið, nema rannsaka vel inniviði þeirra samtaka, sem nú sækja um aðild og fyrr en þeirri rannsókn er lokið er ekki hægt að taka lokaafstöðuNúl þessa máls. Víðivangur stjóminni einræðisvald í smáu e$a stóru. Og stjórnarsinnar á Alþingi geta Iíka. vel gert sér það Ijóst, að þótt þcir vilji standa dyggilega að stjórn sinni, eru þeir litlir karlar og illa áð þingmennsku komnir, ef þeir geta ekki sameinað þann stuðning heiðarlegri varðstöðu um lýðræði, þing- ræði og vivðingu Alþingis. Þykkvibær Ekkert tilboS komið neinar ák-veðnar tillögur um samvinnu. Hins vegar hefði stjórn Loftleiða lagt til á fundi með SAS í Stokkhólmi, að gerð- ur yrði gagnkvæmur samningur um gildi farmiða milli félaganna. Þessu eina ákveðna samvinnutil- koma sex aðrar frá Menningar- ^ sjóði í bókabúðir í dag. Játning- ' ar Ágústínusar, einhver frægasta ' sjálfsævisaga heimsbókmennt- anna, kemur nú út í þýðingu bisk- ups, herra Sigúrbjörns Einarsson- ar. Þá er fyrra bindj ævisögu Stefáns frá Hvítadal eftir Ivar Orgland, lyrrum sendikennara hér, nú lektor í Lundi. í því gerir höfundur grein fyrir þroskaferli Stefáns og slfáldskap til þess tíma, ei hann fór til Noregs. Síðara bindi rjts þessa er væntanlegt að ári. Það er frumsamið á norsku, þýtt af Baldri Jónssyni og Jó- hönnu Jóhannsdóttur. Þá eru 30 ljóð úr Rig Veda, indversk goða- kvæði og helgiljóð, sem Sören Sörensen hefur þýtt úr sanskrít. Bókin Sólmánuður er ný Ijóða- bók eftir Þórodd Guðmundsson frá Sar.di o.g loks eru tvær bæk- nr í flokki þeim, sem nefndur er Smábækur Menningarsjóðs, Mað- ur í hulstri, smásögur eftir Anton Tsjekhov, þýddar beint úr frum- málinu af Geir Kristjánssyni, og Næturheimsókn. smásögur eftir Jokul Jakobsson. KveSjuathöfn BRYNJÓLFS BJARNASONAR fer fram í Nesklrkju fimmtudaginn 22. nóvember kl. 2. Jarðsett verður að Hvammi, Norðurárdal, mánudaginn, 26. nóvember kl. 2. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á krabbameinsfélagið. Aðstandendur. nóv. 1962. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.