Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 8
VANTAR 10 LEIKFIMISALI Á fundi borgarstjórnar fyrr í þessum mánuði urðu allmiklar umræður um framkvæmdir borgarinnar á þessu ári vig skólabyggingar. Spunnust um- ræður þessar vegna nokkurra fyrirspurna, sem Kristján Benediktsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins bar fram og borgarstjóri svaraði á fund- inum. Gat borgarstjóri þess, að nú væru í notkun 256 almenn- ar kenn dustofur í barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar , og hefði þeim fjölgað' um 16 á árinu, en framkvæmdir við skólabyggingar hefðu tafizt mjög vegna verkfalla á s.l. sumri. Þá taldi borgarstjóri að ástand í húsnæðismálum skól- anna hefði mjög færzt í betra horf síðustu árin og mætti telj- ast viðunandi. f sama streng tók Gísli Halldórsson, sem benti á, hve fólksfjölgun í Reykjavík hefði verið ör síð- asta áratuginn og því erfitt að hafa nægilegt skólahúsnæði til staðar, þótt miklu fé hefði ver ið varig til skólabygginga af hálfu borgarinnar á undanförn- um árum. Kristján Benediktsson benti á, að þótt allmiklu fé hefði á undanförnum árum verið varið til skólabygginga væru húsnæð ismál skólanna í Reykjavík þeg ar á heildina væri litið í hinum mesta ólestri. í vetur væru 25 kennslustofur í leiguhúsnæði, sumu mjög óheppilegu til skóla starfsemi og þar að auki dýru. 190 kennslustofur væru tvísetn ar og 17 þrísetnar og í einum skóla, Verknámsskólanum voru jafnvel dæmi til þess, að fjór- setja yrði í stofur. Þetta eru staðreyndirnar, sem við blasa, sagði Kristján. Eg held að við getum hvorkj kallað þetta gott eða sæmilegt, heldur mjög slæmt. Hjá nágrannaþjóðum okkar, sem við erum sífellt að bera okkur saman við á ýms- um sviðum, þekkist vart leng- ur annað en skólar séu ein- setnir. Kristján benti á, að á- ætlun sú um skólabyggingar, sem unnið værj eftir, hefði ver ið samþykkt í borgarstjórn ár- ið 1957 og átt að gilda til 10 ára. Var í þeirri áætlun talið nauð- synlegt að taka í notkun 25 kennslustofur árlega ef takast Kristján Benediktsson ætti 1) að mæta fjölgun 2) út- rýma margsetningu 3) losna úr leiguhúsnæði. Þessi áætlun hefur ekki staðizt. Ástandið væri að vísu betra en 1957 en eigi að síður slæmt. Þá vék Kristján að því, að mikill skort- ur væri á ýmsu öðru húsnæði, sem nauðsynlegt er í skólastarf inu, heldur en hinum almennu kennslustofum. Einna mestur hörgull væri þá á leikfimi- sölum. í eigu borgarinnar væru 10 íþróttasalir með 1948 ferm. gólffleti samtals. Á s.l. vetri hefðu nemendur í barna- og gagnfræðaskólun- um, sem lögum samkvæmt áttu að stunda íþróttir, verið 12600. Sumir tvær stundir í viku en aðrir þrjár. Fyrir þessa nemend ur hefði þurft 1080 vallartíma. Sé miðað við þann starfstíma kennara, sem gert er ráð fyrir í erindisbréfl þeirra og iþrótta salirnir notaðir til kennslu alla virka daga frá kl. 8—12 og 13 —16, nema laugardaga frá kl. 8—12 fengust samtals um 500 vallatímar. Samkvæmt þessu vantar því 10 leikfimisali svo ag hægt sé að kenna leikfimi og leiki í skólum borgarinnar samkvæmt námsskrá og reglu gerðum um íþróttaiðkanir í skólum miðað við þann dag- lega starfstíma skólanna, sem erindisbréf kennara mælir fyr- ir um. Með því að nýta sali skólanna allt fram til kl. 8 á kvöldin og taka á leigu sali, bæði íþróttafélaga og einstak- linga þefur tekizt að bæta á- standig nokkuð. Samt vantar a.m.k. 3 leikfimisali, svo að hægt sé að fullnægja lagaá- kvæðum um íþróttakennslu í barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar. Kristján kvaðst vekja athygli á þessum málum fyrst og fremst vegna þess, að nauð- synlegt væri að almenningur, þeir sem borga kostnaðinn við skólabyggingarnar og eiga börn in og unglingana, sem skólana sækja, geri sér rétta grein fyrir hvernig málin stæðu hverju sinni. Og þá jafnframt, hvem- ig vig stæðum borið saman við aðrar þjóðir, sem okkur er nauðsyn ag halda til jafns við á þessum sviðum sem öðrum. Nokkuð hefði hins vegar bor ið á því, að talsmenn meiri- hlutans í borgarstjórninni vildu láta þakka sér svo mikil afrek í skólabyggingum síðustu árin og haldið slíkum afrekum það á loft, að almenningur hefði getað haldið að ástand- ið væri annað og betra en það raunverulega er. J H ofcnv&titi'frik I Isold hin gullna Kristmann Guðmundsson: ÍSIOLD HIN GULLNA. Saga skálds. Bókfellsútigáfan hf., Reykja- vík 1962. Með ísold hinni gullnu lýkur Kristmann Guðmundsson að segja af ævi sinm, og nær sagan allt fram á nýliðið sumar og haust, en hefst í ársbyrjun 1941 og ger- ist að kalla öll hér á landi.. Segir því í bókinni af atburðum sem höfundi eiu nákomnir og nálægir í tíma og rúmi; en ætla mætti að á baksviði sögunnar a. m. k. birtist nokkur lýsing íslenzks menningarlífs síðustu tuttugu ár- in. Svo er þó ékki. í ísold hinni gullnu er Kristmanni ekki — frek- ar en í öðrum hlutum ævisögunn- ar — annað efni hugstætt en eigin reynsla sín : þrengsta skilningi. Sem samtíðarlýsing eða innlegg í áhuga- og deilumál líðandi stund- pr er bókin því lítilsverð. Lang- vinnar frásagnir þans af „rógin- um“ um sig, af ritdeilum um sig og frægð sína og uppprentanir á þdm skrifum eða af íbúðakaupum þeirra Guðjóns Sigurðssonar t. d. gegna sízt sliku hlutverki og eru enda heldur leiðigjam lestur og virðast eiga lítið erindi í alvarlega hugsaða ævisögu. Raunar þarf þetta engum að koma á óvart sem lesið hefur fyrri bindin af „sögu skálds": Kristmanni er sízt lagið rð spinna um einkamál sín minn- isverða frásögn, eða gera bók- menntir úr ævi sinni. Eins og fyrri hluti ævisögunnar, og verkið í heild sinni, brestur ísold hina gullnu með öllu listrænt snið, — og í a. m. k. sumum frásögnunum í þessari síðustu bók virðist smekk vísi höfundar með allra brigðul- asta móti. Verðúr því vandséð gildi þessarar ævisögu. Sem samtíðar- Kristmann GuSmundsson og umhverfislýsing er hún lítils eða einskis verð. Og „saga skálds" nær enganveginn máli sem list- rænar bókmenntir með eigin sjálf- síæðu gildi En sú sjálfslýsing Kristmanns Guðmundssonar sem staðið hefur í þremur fyrri hlutum ævisögunnar hlýtur óneitanlega í ísold hinni gullnu eðlilegt og rök- vislegt framhald. Hér skal ekki fjölyrt frekar um einkamálafrasögn Kristmanns. — Þeim sem vilia forvitnast um þau eíni er ráðlegast að kaupa bók- | ina, eða fá hana að láni, eða hnýs- , ast í hana með einhverju þvi móti ■ öðru sem þeir telja henta. En ; rétt er að víkja að nokkrum atrið- ' rm sem ver'ða mættu til skilnings j á rithöfundinum Kristmanni Guð- , mundssyni og stöðu hans. I Eins og í fyrri hlutum ævisög- unnar er sú reynsla Kristmanns sem hann telur umtalsverðasta mestöll af „andlegum“ toga, það er glíma hans við „lífsgátu" sína, sú „örlagaskuld" sem hann telur sig eiga að gjalda hér á landi og virðist telja fullgoldna í þann mund sem bókinni lýkur, skipti hans bein og óbein við annan heim og æðrj máttarvöld sem jafnt og þétt auka honum „innsæi“ og skiln ing á hlutskipti sínu. Ugglaust er Kristmanni grimm alvara í frá- sögn þessarar „reynslu", en því fer allfjarri að honum takist að gera hana sérlega trúverðuga eða áhrifamikla i sögu sinni. Þvert á móti vekur furðu hve innantóm og andlítil er lýsing þess lífsskiln- ings sem fyllir huga hans á stund ..innsæisins" „Eg skynjaði hnött- :nn allan í einum svip og sá, að hann var kúla, er brunaði sína ókunnu leið gegnum myrkur geims ins“, segir hér á einum stað, og hofur víst ýmsum dottið ýmislegt jaínsnjallt í hug án guðlegs inn- blásturs. Og ekki tekur betra við í þeirri vanmáttugu dulspekiþoku ?em á eftir fer og víðar skýtur upp kolli í bókinni: en þar telur höfundur sig víst vera að birta skilning sinn á innstu rökum manns og lífs og heims. Það kem- ur ekki á óvart að sú skáldsaga Kristmanns sem einkum mun hafa r.otið þessa nýja „skilnings" hans. og raunar beinnar aðstoðar huldu- aflanna, er einmitt Þokan rauða, bað verk sem virðist vanmáttugast binna stærri sagna hans. Þokuna rauðu telur Kristmann sjálfur höf- v.ðverk sitt eftir heimkomuna. og framgangsleysi hennar heima og erlendis er honum lítt skiljanlegt. ‘kýring sjálfs hans sú að vondir menn hafi gert samsæri gegn sér og bókinni. Eitt af því sem forvitnilegast er um ísold hina gullnu er hvern skilning Kristmann birtir þar sjálf ur lesendum sínum á rithöfundar- íerli sínum á íslandi eftir heim- komuna. Heim hvarf hann að- njótandi allmikillar frægðar að eig- in tali og annarra; eftir tuttugu og fimm ára dvöl á íslandi er hann hálfgleymdur höfundur og hin seinni verk hans, samin á íslenzku sízt í hávegum höfð þótt sum eldri verk hans muni enn njóta vinsælda heima og erlendis. Allmörgum lesendum Kristmanns (og þar með talinn undirritaður) mun þykja einsýnt að skýringarinnar sé að leita í sjálfum verkum hans, að ekkert þeirra sé mikilsvert í list- rænum skilningi en þó standi seinni verkin hinum fyrri mjög að baki, að upprunalegur sögumanns- | hæfileiki Kristmanns hafi af ein- hverjum ástæðum brugðizt honum I þegar fram í sótti á rithöfundar- brautinni, í stuttu máli sagt: að lakleiki verkanna valdi .lítilleika frægðarinnar. Þessi skilningur er Kristmanni sjálfum allfjarri að vonum. Hans skýring er sú að „kommúnistar“ ráði lögum og lof- um í íslenzku menningarlífi (!), en meginmarkmið þeirrar þokka- legu klíku er að halda Kristmanni írá þeim áhrifum, stöðu og frægð sem honum ber! Hefur hann þó jafnan njósn af ráðabruggi þeirra, og er margt ófaguit í þeirri lýs- ingu. Eru sumar ásakanir hans reyndar þess eðlis að réttir aðilar hljóta að taka þær upp og svara fyrir s'g. — Þannig segir Krist- mann að áium saman hafi verið ftolið frá sér pósti eða honum fyrirkomið með einhverju móti („og með þaim öll tilboð frá agent um forlögum, tímaritum og blöð- um“), og virðist það einkum gert iil að hamla sambandi hans við umheiminn. Nafngreindan þýð- anda danskan ásakar hann um „hreint skemmdarverk“ í þýðingu á Nátttröllið glottir. væntanlega eil að ~pilla fyrir framgangi bók- arinnar erlendis Nafngreindan þýðanda norskan og tvo ónafn- greinda, sænskan og þýzkan, ásak- ar hann um samningsrof tilkomin af einhverjum huldum hvötum; a'lir þessir attu að þýða Þokuna rauðu. Og hér heima gengur róg- urinn stöðugt um hann og einka- I mál hans. verk hans eru stöðugt I aiflutt og rægð fyrir þjóðinni — af tómum „kommúnistum" auðvitað. Hér skal þessi saga ekki lengd, enda ógeðfelld. Sá vanmáttur sem birtist í sjálfskilningi höfundar og sjálfslýsingu í „sögu skálds" næg- ir til skýringar á ferli hans hin síðari ár; „ofsókn“ er auðgripin skýring höfundi sem ekki fær fullnægt metnaði sínum. Menn- uigarsýn sem af slíkum rótum er runnin þarf ekki að taka alvarlega. Og í Ijósi hennar er vandtrúað lýsingu Kristmanns í lok ævisög- unnar á andlegum sigri sínum, , ráðningu lífsgátunnar". Á ein- um'stað lýsir hann því að skáld- skaparefni hafi hann nú nóg til frambúðar, á öðrum telur hann sig nú þekkja land og þjóð og geta „skrifað um- það raunsæjar bækur“. Má vera. En eigi þær bækur að verða umtalsverðar mega þær- vera drjúgum raunsærri, list- rænni og þó umfram allt heiðar- legri en sú ævisaga sem hann hef- ur nú lokið, — Ó.J. Vauxhall-bílar unnu fimm Á bílasýmngunni í Earls Court í London, sem nú er nýlokið, unnu Vauxhall-fólksbílar fimm medalí- ur, þrjú gull og tvö silfur. Verð- laununum er úthlutað af The Institute of British Carriage and Automobile Manufacturers. Crasta vann gull; fyrsta sæti í flokki fólksbíla frá £ 7—800. Victor De-Luxe vann gull; — fyrsta sæti í flokki fólksbíla frá £ 5—600. VX 4/90 vann gull; fyrsta sæti í flokki fólksbíla frá £ 6—700. Velox vann silfur; annað sæti í flokki fólksbíla frá £ 6—700. Victor Station vann silfur; — annað sæti í flokki Stationbíla frá £ 5—700. Sérstaklega er eftirtektarvert að Velox og Cresta vinna verðlaun í fyrsta sinn sem þeir eru sýndir. Verðlaun þessi eru ekki aðeíns veitt fyrir stílfegurð heldur einn ig fyrir þægindi, frágang og gæði miðað við verð. (Fréttatilkynning frá véladeild SÍS.) T f M I N N, föstudagurinn 23. nóvember 1962 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.