Tíminn - 23.11.1962, Síða 14

Tíminn - 23.11.1962, Síða 14
25 „Nei ég hef ekki gert það hér,“ sagði hún. — Jæja, í það minnsta ekki hér, hugsaði hann með sjálfum sér, áð- ur en hann sagði: „En þú færð peninga hjá þessum B líka. Það stendur í bókinni.“ „Hvað langar þig eiginlega til að vita, — hvort það eru aðrir í spilinu og hvað þeir borga? Kannski þú viljir fá þinn hlut . . .“ Hartog hélt, að þetta ætti að vera háð, en hún talaði í fullri al- vöra. „Eiginlega hefðirðu rétt til að krefjast þess,“ hélt hún áfram. „Hinn borgaði ágætlega, — fjögur þúsund eða svo, en frá þér er ég búin að fá samtals nítján með íbúðinni." Hann starði á hana og skildi hvorki upp né niður. „Eg skal borga þér einn mánuð enn“, sagði hann loks. „Þú getur haldið íbúð- inni. Eg er ekki í neinum vafa um, að þú færð einhvern til að borga leiguna eftir það,“ „Þetta er þá búið að vera?“ „Já“, sagði hann og stóð upp. Ef hann hefði farið beint fram í forstofuna, farið úr sloppnum í jakkann .sinn, tekið hattinn og gengið út, hefði það verið honum fyrir beztu. En hann hikaði. Hon- um var ekki eðlilegt að vera rudda legur. Og svo var honum einhvern veginn ómögulegt að draga sig al- gerlega út úr þessu ævintýri.' Kannski var það líka eitthvað annað og sterkara, sem tafði hann. „Þvílíkt og annað eins!“ sagði hún. „Æ la bara að ganga út! Heldurðu, að þú sleppir svona bil- lega? Hlustaðu nú á mig! Ætlarðu í alvöru að segja mér, að þú kallir þetta, að ég hafi svikið þig? Þú ert hlægilegur. Hefurðu ekki feng- ið allt, sem þig langaði til? Hef ég ekki verið góð við þig? Þú hef- ur sagt það sjálfur, að þér hafi hvergi liðið betur en hjá mér.“ „Þegiðu!" „Eg þegi ekki!“ öskraði hún upp. Hún fann, að hún hafði hitt á viðkvæmasla bletlinn. „Hvernig væri, að þú segðir mér áður en þú ferð, hvað það var, sem þú varst að sækjast eftir? Það hefur kannski verið hefðarfrú? Aldrei var þó að minnsta kosti hægt að láta sér detta það í hug. Ónei, það sem þú vildir var stelpa, sem þú þyrftir ekki að koma jafn vel og kurteislega fram við og elsku Aðalheiði þína. Þykir þér ekki hálfslæmt að þurfa að fara svona frá mér, þegar öllu er á botnjnn hvolft? Þú hefur alltaf verið dá- lítið spenntur fyrir mér frá því á barnum forðum , . . manstu eftir því? . . . Svo að þú vilt ekkert við mig tala! Heyr á endemi! Jæja, ég held þú ættir að hugsa þig betur um. Eg ætla ekki að halda í þig. Þú hefur hvort sem er alllaf hypjað þig heim á hótelið þitt aftur. Hringdu í mig í fyrra- málið.“ „Það kemur ekki til þess, að ég hringiN^ þig aftur,“ sagði hann og fann, að það var hans að taka lokaákvörðun. „Eins og þú vilt“, sagði hún. „En það getur vel verið, að ég hringi í þig einhvern daginn. Ess- en — sjötíu og sex áttatíu fimmtíu og þrír.“ „Það gerirðu þó ekki," sagði hann og tókst furðanlega vel að dylja ótta sinn. „Því ekki það?“ Þau stóðu hvorl andspænis öðru. Allt í einu fannst honum sloppur- inn þrengja óþægilega að sér. Hann gekk fram ; forstofuna, fór úr honum og í jakkann sinn. Rosemarie þótist viss um, að nú væri öllu lokið. Hún beið ef'ir þvi að ‘heyra hurðarskellinn. En þá kom hann aftur. „Finnst þér þetta ekki allt saman voðaleg vitleysa?'' spurði hún vingjarnlega. „Við höfum haft það svo gott saman, finnst þér það ekki?“ Hann sagði ekki orð. Ef hún hefði verið nógu gætin og ekki hreyft sig, gæti verið, að hún hefði unnið þelta einvígi. En nú brást henni bogalistn — í fyrsta sinn síðan þau byrjuðu að rífast. Hún ætlaði sér að heilla hann. Hún beitti einu töfrabrögð- unum, sem hún kunni fyrir utan að hlýða karlmanni skilyrðislaust eða sýna líkama sinn nakinn: hún gerðist tilfinningasöm. „Elskan“, sagði hún og faðmaði hann að sér. „Hættu þessum fíflalátum", sagði hann og vatt sig af henni. í raun og veru er tilfinninga- semi óeinlæg. En margur maður- inn, sem beitir henni, veit ekki af því og meinar ekkert illt með henni; aumingja Rosemarie var fullkomlega einlæg, þegar hún hjúfraði sig upp að Hartog og hvíslaði í eyra hans: „Elskan, elsk an mín . . “ Svar Hartogs særði hana djúpt. „Svo að þú kailar þetta fíflalæti“, svaraði hún ill- girnislega. „Gerðu það, sem þér sýnist. Hafðu engar áhyggjur, ég ætla ekki að reyna að halda í þig. En ef þú heldur, að þú getir bara stungið svona af fyrirvaralaust, þá er það mesti misskilningur." '„Hvað viltu eiginlega? spufði hann. „Bílinn!“ sagði hún. Orðin hrukku upp úr henni af hreinni tilviljun, þegar hún lét í ljós þessa sterku löng’in, sem hún hafði alið í brjósti, Hún sagði „bíl- inn“ út í bláinn nákvæmlega eins og hún sagði „fimm hundruð", þegar Bruster spurði, hvað hann ætti að borga. „Hvað?“ kallaði hann upp yfir sig. Hann hló, en hláturinn var ekki sannfærandi. „Bílinn minn?“ „Bílinn þinn, bílinn okkar, bíl- inn minn. Þú sagðist skyldi gefa mér hann, þegar hann væri orðinn gamall'.“ „Það sagði ég aldrei, og þar að auki er hann ekkert orðinn gam- all.“ „Það er þér að kenna, ef hann hefur ekki fengið nógan tíma til að eldast hjá okkur.“ „Það er ómögulegt," sagði hann. „Ef ég hef eklci bílinn, þá get ég ekki ..." .....látið sjá þig hjá konunni. Var það ekki það, sem þú ætlaðir að segja? Hví segirðu henni ekki bara, að bílnum hafi verið stolið?“ „Þú hefur ekki hugmynd um, hvað bíllinn mundi kosta þig.“ „Hann mundi ekki kosta mig neitt,“ sagði hún. „Viðhaldið eftir að þú værir bú- in að fá hann, meina ég: skatt- ' arnir, benzínið, bílskúrinn og . . “ „Láttu mig um það“, sagði hún. „En ég er ekkert smámunasöm. Eg tek bara annan bíl í staðinn, — annað SL-sportmódel.“ „Af hverju viltu endilega hafa það SL-sportmódel?“ [ Hún hló. „Skelfing ertu barna. legur. Af þvi að svoleiðis bílar hæfa mér. Þú hefur sagt það 1 sjálfur.“ Þetta er ofur einföld fjárkúgun, hugsaði Hartog. Hann fann, að hún var ákveðin í að láta hann ekki sleppa, og allt í einu fór hon- um að leiðast þófið. Afstaða þeirra , ríku til auðæfa sinna er allt önnur i en fátæklingurinn heldur, þó að 1 suindum komi það að vísu fyrir, ; að þeir gen nákvæmlega það, sem | honum þykir líklegast. Á þessu : augnabliki var Hartog ákveðinn í i að kaupa sig lausan og þakkaði ekki að hafa neinar áhyggjur af sínum sæla fyrir, að hann þurfti fjárhagnum. „Eg víl ekki láta þig hafa tékk“, sagði hann. „Eg skal bara senda þér peningana í pósti." „Ætlarðu þá j raun og veru að gefa mér bíl?“ hrópaði hún upp yfir sig. Frekja hennar hafði þurrkazt út Hún stóð 'sem steini lostin. 12 metra, sem þau nálguðust, komst Horatia í betra og betra skap. Lafði Wade varð meira að segja að viðurkenna, að þetta væri ólíkt þægilegra ferðalag. Af og til varð Horatia þess vör, að gamla frúin leit á hana með undarlega rannsakandi augnaráði og henni var órótt. Það var eitt- hvað hörkulegt og frekjulegt við gömlu konuna, og það hvarf ekki einu sinni þá- sjaldan hún brosti. Þau komust til Brighton á met- tíma. Eigandi vagnsins sendi þjón sinn að spyrjast fyrir og kom aft- ur með þau orð, að þær gælu pant- að miða í skrifstofu „bláu vagn- anna.“ Horatia skammaðist sín fyrir augljóst vanþakklæti lafjði Wade, þegar hún kvaddi velgerðarmann þeirra. Hún þakkaði ekki með einu orði, en var önnum kafin að ganga úr skugga um, að ekkert hefði gleymzt af farangrinum. — Við þutum af stað í svoddan flýti, kveinaði hún. — Það er kraftaverk, ef allt er hér. Eg þoli ekki svona flýti. Eigandi vagnsins bað afsökunar og bauðst til að láta þjón sinn út- vega þeim farmiða og sæti, en því var hafnað hryssingslega. — Þökk fyrir, en herbergisþern- an mín getur séð um það. Það var sýnilegt, að lafðin hugð- ist ekki gefa þjóninum drykkjufé, og hún sendi Horatiu af stað með þessum orðum: — Ef það er fullt inni í vagn- inum, getur þú setið úti. Það er líka ódýrara. Vagneigandinn hrukkaði enn- ið, og þegar Horatia sneri séFvið til að ganga af stað, bauðst hann til að fara með henni. — Það er bezt, að ég komi með, sagði hann ákveðinn og lét and- mæli ihennar sem vind um eyru þjóta. — Þessir ökumenn eru al- ræmdir fyrir að halda beztu sæt- unum eftir fyrir kunningja sína, og þið eigið báðar að sitja inni í vagninum. Það er heiður himinn og óvíst að rigni, en þó nokkur svali. Hún þakkaði honum fyrir og fyigdist með honum yfir götuna. — Ungfrú Pendleton, afsakið, að ég er forvitinn, en hafið þér hugsað yður að halda þessurn felu- leik áfram? Búizt þér við að verða hjá lafði Wade sem herbergis- þerna, eftir að þér komið til London? Hún svaraði ekld strax. — Eg veit ekki, hvað ég gæti annað gert, sagði hún loks hugsi. Eg get að minnsta kosti ekki horf- ið aftur til Newcross. Við frændi minn getum ekki búið undir sama þaki lengur. Maðurinn, sem gekk við hlið hennar, hugleiddi, hvað hún ætti við, þegar hún hélt á- fram. — Eg verð að minnsta kosti að halda mér í hæfilegri fjarlægð frá honum þangað til ég verð tutt- ugu og eins árs. Það eru ekki nema þrír mánuðir þangað til. — Þýðir það, að frændi yðar hefur engin ráð yfir yður lengur eftir það? — Einmitt, herra, sagði hún og mætti forvitnislegu augnaráði hans með sakleysissvip, en hann tók eftir, að það var glettnisglampi í augum hennar, og hann skildi, að hún hló að honum innra með sér og honum gramdist það. Hann átti ekki að venjast því og jafn- vel þótt hann kynnj vel að meta allt nýtt, var þetta reynsla, sem hann taldi sig geta verið án. — Eg biðst afsökunar, sagði hann stirðlega. — Eg ætlaði ekki að vera nærgöngull. Hann herti gönguna og kom á stöðina aðeins á undan henni. Horatia var fegin að heyra, að MARY ANN GIBBS: SKÁLDSAGA ERFINGINN næsti vagn til London fór eftir hálfa klukkustund og þar voru tvö laus sæti. Hún pantaði þau á nafn lafði Wade. Þegar hún hafði gengið úr skugga um, að skrifstofumaðurinn hefði ekki leikið á hana, æflaði ungi herramaðurinn að kveðja strax, ef Horatia hefði ekki stöðv- að hann. — Lafði Wade var heldur stutt- araleg í kveðju sinni áðan, sagði hún, — En ég vona, að þér viljið taka við þakklæti mínu og okkar beggja. Trúið mér, að ég er yður ákaflega þakldát fyrir að aka okkur i yðar dásamlega vagni, Mér hefði ekki fallið vel að vera flutt aftur til Newcross í vagni frænda míns og jafnvel þótt þér vitið meira en ég — þar sem yður er kunnugt um nafn mitt — vildi ég gjarnan vita, hve mikið ég skulda yður, áður en við skiljum, Andlit hennar var svo hrein- skilnislegt og bjart, að hann fyrir- gaf henni þegar, að hún hafði hlegið að honum. Það var bersýni legt, að hún hafði ekki ætlað að móðga hann, tjl þess var hún allt- of hrein og tilgerðarlaus, og alger vöntun hennar á því gladdi hann meira en nokkru sinni fyrr. — Eg heiti Latimer, sagði hann, -- Richard Latimer. Hún sýndi engin merki þess að nafnið hefði nokkra þýðingu fyrir hana. — Það voru fimm ungfrú Lati- mer á skólanum í Brighton, þar sem ég var einu sinni, sagði hún. — Syslur mínar, svaraði hann brosandi. — Fimm hraustari og heilsubetri stúlkur var ekki að finna, en móðir min fékk þá hug- mynd, að það væri hollara fyrir þær en ganga 1 skóla í London, og því vora þær sendar hingað. Hún mundi núna, að allt þeirra tal hafði að mestu snúizt um eina bróðurinn þeirra, hvað hann væri glæsilegur, hvað hann væri dug- legur, hvað hann ætti fallega hésta, hvað setrið hans — Redd- ings — væri stórkostlegt. Hún hafði að lokum komizt að þeirri niðurstöðu, að þeirra heittelskaði Richard hlyti að vera sjálfselskur og spilltur af dekri. Að vísu hafði það fyrsta, sem hún sá til hans, styrkt þetta, en nú var hún ekki lengur viss um, að það væri að öllu leyti rétt. Það var eitthvað mjög viðfelldið við manninn. Hún sagði hreinskilnislega: — Eg vildi óska, að ég hefði þekkt þær betur, en þær voru allar eldri en ég, og ég var bara sex mánuði í skólanum, Sannleikurinn var sá, að frændi mjnn sendi mig burt frá Newcross vegna þess'að hann fékk ástkonu sína í heim- sókn. En það stóð ekki lengi, og þá var ég só’ t aftur — En , . Hann varð fjúkandi reiður við óðalseigandann, — eig- ið þér við, að þér hafið ekki haft neina fylgdarmey til að annast yður þar? Hún hló. — Hamingjan góða, nei, nei. Einu konurnar á óðalinu var gamla, góða ráðskonan, frú Turney . . . og þjónustustúlkurnar. Hann hrukkaði ennið. — Eg veit þó ekki, hvort það er hyggilegt af ^ yður að vera lengi með lafði Wade, ! sagði hann hugsandi. — Eg verð 1 að segja, að hún virðist ekki hjálpa fólki án þess að fá neitt í staðinn. — Eg verð að taka á mig þá á- hættu, sagði Horatia einbeitt. Og allt er betra en vera kyrr á New-- cross. Verið þér sælir, hr. Latimer, og ég þakka yður af öllu hjarta. I Hún rétti honum höndina og hann þrýsti hana fast andartak og sleppti henni síðan. Svo fylgdi hann henni' aftur til lafði Wade, hneigði sig kurteislega fyrir gömlu frúnni og gekk til þjóns síns. Hann bað manninn að koma á eftir með vagninn til Steyne, og svo gekk hann að fallegu húsi skammt frá, þar sem leikkonan frú Burden beið hans. Fegurð hennar og þokki hafði alltaf hrifið hann, og hann snerist í kringum hana af meiri ákafa en venjulega, í þeirn von, að hann gæti í návist hennar gleymt aftur ungu konunni með bláu augun, scm hatm hafði bók stnflega töfrazt af. En í fyrsta skipti síðan hann VH T í M I N N, föstudagurinn 23. nóvembcr 1S62

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.