Tíminn - 09.12.1962, Síða 3

Tíminn - 09.12.1962, Síða 3
Uppreisn í olíu- ríkinu Brunei NTB—Brunei, 8. des. Uppreisn hefur veriS gerS í verndarríkinu Brunei á 400 stiga hiti á Venusi NTB-Moskva, 8. des. Geimvísindamenn Sovét- ríkjanna haía komizt að raun um, að hitastig plá- netunnar Venusar muni vera 400 stig á celsíus, og er hér átt við yfirborðs- hita. Vísindamennirnir not- uðu sérstaka radarstjörnu- sjónauka í sambandi við þessar rannsóknir sínar, að því er segir { frétt frá sov- ézku fréttastofunni Tass í dag. Afli norsku togar- anna meiri en áður NTB-Bergen, 7. des. Heildarafli norskra tog- ara varð árið 1961 80.693 lestir til samanburðar við 20.492 lestir árið áður. Er þetta mesta aflamagn, sem borizt hefur á land á ára- bilinu fá 1955 til 1961. Verð- mæti aflans var 23.940.000 norskar krónur, en verð- mæti aflans 1960 var 14.- 526.00 kr. Um 70 af hundr- aði aflans var þorskur, þá næst kom ýsa, sem var 14.4% og 4.3% voru koli. Stálu 25 þúsund norskum krónum NTB-Bergen, 8. des. f nótt var brotizt inn hjá Sporvagnafélaginu í Berg- en, og höfu þjófamir á brot með sér 25 þúsund norskar krónur. Þeir skildu hins vegar eftir nokkra upp- hæð fjár í skiptimynt. Lög- reglan telur, að þeir, sem innbrotið frömdu hafi, ver- ið kunnir á staðnum, en peningaskápur félagsins var brotinn upp með rafsuðu- tækjum. Þjófarnir geta nú látið sér leitt þykja, að þeir komu ekki fyrr en í nótt, því í frétt um þetta mál seg ir, að hefðu þeir komið sólarhring fyrr, hefði þýfi þeirra orðið miklu oneira. Kirsten Flagstad í Wagneróperu Borneo, en það er undir vernd Breta. Fyrir upp- reisninni stendur þjóðfrels- ishreyfing landsins, sem er því mótfallin, að það sam- einist Malayaríkjasamband- inu, en vill í þess stað að það sameinist Indónesíu. Þjóðfrelsishreyfingunni hafði í morgun tekizt að ná undir sig öllum olíulindum landsins, vatns bólum og opinberum byggingum. Þá hafði hún einnig um tíma á sínu valdi útvarpsstöðina, en her inn hefur náð henni aftur, og varð lið þjóðfrelsishreyfingarinnar að láta hana af hendi og hörfa eftir tvær klukkustundir. Sagt er að liðsmenn hreyfing- arinnar hafi verið þjálfaðir á laun í Indónesíu, en eins og fyrr segir styðja þeir þá tillögu að Brunei- búar sameinist Indónesum, en gangi ekki í Malaya-ríkjasamband ið. Brunei er 5600 ferkílómetrar að flatarmáli, og íbúarnir eru um 85 þúsund. Tilkynnt hefur verið, að í dag muni 8 flutningaflugvélar brezka hersins byrja að flytja hermenn ttt Brunei frá Singapore og áttu 280 hermenn að koma þangað í i dag. Kínverjar vilja eftirlitsstöðvar NTB—Nýju Dehlí, 8. des.ö Nehru forsætisráðherra skýrði neðri málstofu indverska þingsins frá þvf í dag, að Kínverjar hefðu látið f ljós óskir um, að settar yrðu upp borgaralegar eftirlits- stöðvar í Dhola og Longju á landa mærasvæðin milli Indlands og Kína. Ósk þessi kom fram í síð- ustu orðsendingu Kínverja til ind- versku stjórnarinnar, þar sem nán ar var skýrt frá skilyrðum vopna- hléstilboðsins. Sagði Nehru að áður hefði leik ið nokkur vafi á þessu atriði. Einu sinni hefu Kínverjarnir stungið up á því,að þeir flyttu heri sína aftur fyrir McMahon-línuna alls 20 km vegalengd, og þá höfðu þeir um leið minnzt á fyrrnefndar eftirlitsstöðvar og viljað að þær yrðu settar upp á stöðum eins og Dhola, Khinzemane, Kibitoo og Walong. í síðustu útskýringum Kínverja á tilboði þeirra er þó aðeins minnzt á Dhola og Longju. K. Flagstad látin NTB-Osló, 8. des. Norska ópcrusöingkonan Kirst- en Flagstad lézt í Rfkissjúkrahús- inn í Ósló í gærkvöldi, 67 ára að aldri. Kirsten Flagstad var fædd í Ilamar 12. júlí árið 1895, og kom hún fyrst fram í hlutverki Nuri í óperunni Tiefland eftir Dalbert, árið 1913. Á árunum 1918—21 söng Kirsten svo við Opera Comi- que í Ósló. Eftir þetta söng Kirsten bæði í Ósló og víðs vegar í Svíþjóð, en árið 1934 uppgötvuðu fulltrúar Metropolitanóperunnar í New York hana, og söng hún í Banda- ríkjunum um tveggja ára skeið við mikinn orðstír. Árfið 1936 var Kirsten ráðin til Covent Garden í London, en ferðaðist síðan víða um í Evrópu og öðrum álfum, og söng. Raufsegist ekki hafaátt upphafið að dauðavögnunum NTB-Santiago, 8. des. Walter Herman Ruaf, maðurinn, sem vestur- þýzka stjórnin hefur farið fram á að sér verði afhent- ur vegna morða á Gyðing- um í síðustu heimsstyrjöld, neitaði í dag, að hann væri hinn sami, sem fann upp hina svokölluðu dauða- vagna, sem notaðir voru til þess að stytta fjölda Gyð- inga aldur. Rauf á að bera ábyrgðina á dauða 90 þúsund Gyðinga, sem myrtir voru í Þýzkalandi á stríðsárunum, en hann segist ekki hafa undirritað neina dauðadóma, og heldur ekki dæmt nokkurn mann né fundið upp dauðavagnana. Chile og Vestur-Þýzkaland hafa ekki með sér samning um afhendingu glæpamanna, og því verður að taka sérstaka ákvörð un í máli Raufs varðandi það, hvort senda eigi hann til Vest- ur-Þýzkalands, eins og stjórnin þar hefur farið fram á. Á myndinni sjííS þið Anitu litlu með föður sínum, Ef til vlll reynlst sjúkdómur hennar ekki eins alvarlegur og í upphafi var ætlað, og þarf þá ekki að skipta um hjarta í litlu stúlkunni. Yerður skipt um hjarta í Anitu? NTB—Mo.'kva, 7. des. Hinn frægi sovézki skurð- læknir, Demikov, hefur að undanförnu gert tilraunir til þess að skipta um hjörtu í öp- um og hundum. Nú hefur kom ið til greina að hann skipti um hjarta í 3 ára gamalli danskri telpu, Anitu Jensen, en hún þjáist af hjartasjúkdómi, og hafa danskir læknar sagt, að það eina, sem geti bjargað lífi hennar sé að skipta um hjarta. Demikov sagði í viðtali við | fréttamann AFP, að hann vildi gjarnan gera þessa aðgerð á litlu stúlkunni, en þó ekki fyrr, en hann hefði gert slíka aðgerð á annarri persónu, og hún hefði heppnazt. — Eg er skurðlæknir og get því ekki gert sjúkdómsgreiningu á Anitu, svo að hún verður að koma til hjartarannsóknarstöðvar- innar í Moskvu, en síðan er hægt að ákveða, hvort aðgerðin er nauð- synleg, sagði Demikov. Áætlanir hafa verið gerðar um að fyrstu hjartaskiptin á manneskju verði gerð einhvern tíman árs 1963. Skurðlæknirinn sagði, að orsak irnar til þess, að einn hundur og einn api létust, eftir að skipt hafði verið um hjarta í 'þessum dýrum, hefðu ekki legið í mistökum í að- gerðinnj, heldur vegna annarra á- stæðna, sem komu á eftir henni. Hann kvaðst ekki hafa getað gert nægilega margar tilraunir á öpum í Moskvu, þar eð lítið væri þar um apa, en nú hefði hann í hyggju að bregða sér til Indlands, þar sem nóg væri af þeim. Þegar skipt er um hjarta í mönn um, verður að fá hjarta einhvers, sem látizt hefur skyndilega. Það verður síðan að tengja við æðarn- ar í læra sjúklingsins og láta það venjust þeim í 2—3 mánuði, en að þeim tíma liðnum, er því komið fyrir á réttum stað. FRÉTTIR í FAUM ORDUM Reykjavík, 5. des. — Næsíu daga heldur Sigurður Benediktsson síð- asta bókauppboð sitt á þessu ári. bréfasafnið, Ferðabók Árna Magn ússonar, Andvari frá upphafi til 1940 og allur Sunnanfari. Af bók- aoia uunaup^uuu oin a pvoou a* i. ...------ - . - Þar verður margt dýrra bóka og unum verða þarna meðal annars ritsafna til sölu, eins og Forn-|Grágás og Jónssíða. Þá ætlar Sig urður að halda málverkauppboð fyrir jól, og biður hann þá, sem ætla að láta málverk á uppboð að koma með þau næstu daga. T í M I N N, sunnudagur 9. desember 1962. —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.