Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 15
Félag símamanna Framhald ai 16. síðu 1937, komu þrjátíu símamenn sam an í Kaupþingssalnum til þess að ræða og stofna með sér stéttar- félag. Fyrstu stjórn félagsins skip- Uðu: Halldó' Vigfússon, formaður, Kristinn Eyjólfsson, varaformaður, Gústaf Sigurbjarnason, ritari, Gunnar Bððvarsson, gjaldkeri, og Guðmundur Erlendsson, meðstjóm andi. Félag símalagningarmanna hef- ur ekki fengið viðurkenningu sem síjálfstætt stéttarfélag, enda þótt tveggja ára náms og námskeiðs sé krafizt af símalagningamönnum, áður en þeir eru taldir fullgildir. Er félag þeirra nú deild innan V'erkamannafélagsins Dagsbrúnar. Félagar eru nú 43, þar af 21 í Reykjavik. Núverandi stjórn skipa: Karl Stefánsson, formaður, Ragnar Guðmundsson, varaformað- ur, Guðni Steindórsson, ritari, Æv- ar Árnason, gjaldkeri og Einar M. Eínarsson, meðstjómandi. Af hin- um upphaflegu stofnendum em nú aðeins tveir í félaginu. Félagið mun halda upp á afmæl- ið síðar, þar eð nú eru margir með- limir þess starfandi úti á landi. Þing listamanna Framhald af 16. síðu borið sig fjárhagslega, svo að stuðningur yrði að koma frá öðr- um aðilum. Bandalag íslenzkra listamanna telur 358 meðlimi frá sjö félög- um: leikurum, myndlistarmönn- um, danslistarmönnum, tónlistar- mönnum, tónskáldum, rithöfund- um og arkitektum. Stjórnin er skipuð sjö mönnum, einum frá hverju félagi. Núverandi stjórn skipa eftirtaldir: Brynjólfur Jó- hannesson, formaður; Karl Kvar- an; Sigríður Ármann; Jón Þórarins son; Skúli Halldórsson; Stefán Júlíusson, Sigvaldi Thordarson. — Fjölmennastir í bandalaginu eru rithöfundar, en leikarar eru næst ir á blaði. Aldamótamenn Framhald af 16. síðu (sem hefur undirtitilinn: Þættir úr hetjusögu) bera þessi nöfn: Þor mundsson (skólaskáld). Valdimar Briem, Stephan G. Stephanson, Þórarinn Böðvarsson, Guðmundur Friðjónsson, Jón Trausti, Þorvald ur Thoroddsen, Bjarni Sæmunds- son, Einar Benediktsson, Haraldur Níelsson, Einar H. Kvaran, Markús Bjarnason, séra Jón Bjarnason, Stefanía Guðmundsdóttir. Bátar til hafna Framhald af 1. síðu. a.m.k., en þó fara heldur minnk andi, en annars myndi á morg- un frost um allt land, hríðar- veður á Norðurlandi en bjart um sunnanvert landið. Blaðið hafði í dag tal af fréttariturum sínum á Vest- fjörðum. Bátarnir, sem lágu undir Látrabjargi í nótt eru á leið heim, þeir fyrstu lögðu af stað í birtingu. Hafði þeim geng ið vel yfir röstina, sem til hafði frétzt. Sæborgin, sem í gær-j kvöldi var bæði með bilaða rat | sjá og dýptarmæli, varð fyrst I undir bjargið, tókst skipverj- um að koma ratsjánni í lag. Veiðarfæratjón þeirra báta, sem voru að veiðum þar fyrir sunnan varð minna en þeirra, sem voru djúpt úti; þó mun Tálknfirðingur hafa misst um hálfa línuna, og aðrir eitthvað. Á ísafirði var kominn mikill snjór, allt að hálfs annars metra skaflar á götunum og bílar sátu þar fastir um allan bæ. Bíll fór þaðan í gærkvöldi með sjómenn af Bolungarvíkurbátum, sem fluttir voru til ísafjarðar, vegna lélegra hafnarskilvrða í Bolung arvík. Ferðin fram og til baka tekur venjulega um eina klukkustund, en þessi bíll var 7 klst. á leiðinni. Síðan hefur mikið snjóað þar. Oldin átjánda l-ll árin 1701—1800 IÐUNN ! Skeggjagötu 1 Sími 12923 Seljum allar okkar forlagsbækur með hagstæðum afborgunar- kjörum Lifandi saga Biðinna atburða ,,AIdirnar“ eru tvímælalaust vinsælasta ritverk, sem út hefur komið á ís- Ienzku, jafn eftirsóttar af konum sem körlum, ungum sem öldnum. Þær eru nú samtals sex bindi og gera skil sögu vorri í samfleytt 250 ár í hinu lífræna formi nútíma fréttablaðs. Samanlögð stærð bókanna er sem svarar 3350 venjulegum bókasíðum, og myndirnar eru samtals yfir 1500 að tölu. „ALDIRNAR“ fást nú allar, bæði verkið í heild og einstök bindi, en óvíst er, að svo verði lengur en til jóla. Ef yður vantar einstök bindi, þá notið tækifærið nú þegar. ísBeuzkt mannlíf 4. bíndi Nýtt bindi af hinum listrænu frásögnum JÓNS HELGASONAR er komið út, myndskreytt af HALLDÓRI PÉTURSSYNI. „Þessi höfundur fer listamannshöndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið, sem hann dregur saman sem vísindamaður“, segir DR. KRISTJÁN ELDJÁRN um höfundinn og verk hans. Eignist þetta snjalla og skemmtilega ritverk í heild, meðan tími er til. Fyrri bindin fást enn. hátignaT5 Ódysseifur Ný æsispennandi og hörkuvel rituð bók eftir hinn heims- fræga metsöluhöfund ALISTAIR MACLEAN, höfund bókanna BYSSURNAR f NAVARONE og NÓTTIN LANGA, þýdd af Andrési Kristjánssyni. Enn eru til örfá eintök af fyrri bókunum . tveimur, en þser eru alveg á þrotum. Ráðstefna FUF um EBE hafin Ráðstefna FUF í Reykjavík um Efnahagsbandalag Evrópu var sett í félagsheimilinu að Tjarnargötu 26 kl. 2 í gær af formanni félagsins, Steingrími Hermannssyni, verkfræðing. Minnti Steingrímur á, að und- irstaða traustrar málefnalegr ar baráttu væri sem gleggst alhliða þekking á þeim málefn um, sem ágreiningur og átök væru um, og þess vegna hefði FUF boðað til þessarar ráð- stefnu um þetta stóra mál. Aft setningarræðu formanns lok- inni hófust framsöguerindi. Ólaf- ur Jóhannesson, prófessor, varafor maður Framsóknarflokksins, flutti erindi um stjórn og skipulag Efna- hagsbandalagsins. Helgi Bergs, verkfræðingur. ritari Framsóknar- flokksins, erind' um verzlun og 'úðskipti innan bandalagsins og utan og Steingrimur Hermanns- son, verkfræðingur, form. FUF, um fíutning vinnuafls og fjármaans milli landa :r.nan bandalagsins Að loknu fundarhléi tóku svo umræðuhópar til starfa og störfuðu í svonefndu hringborðsformi. Um ræðuhópar voru þrír og var hverj um umræðuhóp ætlað að fjalla fyrst og fremst um framsöguerindi, eins frummælanda og mættu framsögumenn í umræðuhópunum og svöruðu fyrirspurnum. Milli 60 og 70 þátttakendur eru í þessari ráðstefnu FUF. Ráðstefnan heldur áfram í dag ki. 2 e.h. Þá flytja þeir Jón Skafta son, alþm., og Heimir Hannesson, lögfræðingur, erindi um eigin kynnj og niðurstöður eftir heim- sókn til ríkja og aðalstöðva Efna- hagsbandalagsins. Þá munu fund- arstjórar skýra frá þeim megin- sjónarmiðum, sem fram koma í hverjum umræðuhópi, en að lokum fara fram almennar umærður. 6 þús. kr. stolið ED-Akureyri, 7. des. Nýlega fór 14 ára piltur hér mn í mannlausa íbúð og fann þar lykil að læstri hirzlu og tók úr henni fimm til sex þúsund krón- ur. Hefur pilturjnn nú meðgeng- ið þjófnaðinn, en sex þúsund krónur ber í milli í framburði hans og eigandans. 3 bátar róa Patreksfirði 7. des. — Héðan róa 3 stórir bátar. Hafa þeir aflað fremur illa, þar til f gær, að þeir fengu 30 tonn, sá aflahæsti þeirra var með 12 tonn. Var þetta falleg- ur göngufiskur. Bátarnir þurfa að sækja alllangt á miðin, 7 tíma stím. Einnig stundar héðan einn 11 tonna bátur línuveiðar, og hef- ur hann aflað sæmilega. — SJ. Athugun á stöðugleika Framhald af l. síðu. Þag verður ekki lengur hjá því komizt að heita á íslenzk yfirvöld að taka á þessum málum af fyllstu alvöru. Við verður að reikna út stöðugleika skipa okkar og yfir- völdin verða að sjá svo um, að útgerðarmenn og skipstjórar fylg ist með breyttum aðstæðum. Myndin, sem fylgir þessari grein talar sínu máli. Síðan um áramótin 1958/’59 hefur tíu ís- lenzkum skipum hvolft hér við land eða í hafi, þar af átta fiski- skipum, án þess að um slíkt aftaka veður væri að ræða, að skipin hefðu ekki í flestum tilfellum átt að þola það, ef allt hefði verið með felldu. ■ Er þetta ekki nóg? Er ekki kom inn tími til þess hér, alveg eins og í Danmörku, að athuga hvort skipin séu nægilega vel byggð, hvort þau geta mætt breyttum aðstæ/um breýtingalaust og hvort fullrar skynsemj sé ávallt gætt. í hleðslu þeirra? Póstsendum Félagsmálaskólinn Fundur verður á mánudagskvöld kl 8,15 að Tjarnargötu 26. Fram- söguerindi flytur Halldór E. Sig- uvðsson alþingismaður um fjárlög. iiu T f M I N N, sunnudagur 9. desember 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.