Tíminn - 09.12.1962, Page 9
Mínir menn: aS draga fisk.
sem fyrstur upp hóf þann söng,
að ekki væri annað vel skrifað
hér á landi en það, sem g'
er í fýlu eða grátandi. Ég hélt
það væri nú karlmannlegra fyr
ir þá, sem hafa eitthvað til
mála að leggja, að viðstaddjr
bresti ekki endilega i grát.
Lengi hafði ég það fyrir
satt, að skáld gerðu sína
hluti bezta með þvi að
hafa þá sem einfaldasla og
Ijósasta. Nú er sú breyting á
orðin, að skáldin gera skrif
sín sem allra torráðnust. —
Ætli þessi leit að nýjum braut-
um til hjarta og kirtla, eða
eigum við að segja, svo við
séum nógu hátíðleg, þessi
leit að tröðum að gollurshús-
um manna, ætli hún sé ekki
komin út f gönur? Ég bið for-
láts á því hvað ég er vitlaus,
en ég held það sé mergurinn
málsins, að vel sögð saga sé
góð saga, hef ekki þekkt
neinn annan bókmennta-
mælikvarða. Það skipti ekki
máli, hvort um sé að ræða
skáldsögu, frásögu eða ævi-
sögu, og raunar ekki heldur,
hvort skrifað er um fjósakonu
eða Napóleon. — Ég man
ekki * í svipinn eftir dýrlegri
bók en þeirri, sem Gorki skrif-
aði um bernskuár sín og fólkið,
sem hann umgekkst þá.
— Eru margir húmoristar í
bókmenntum, sem þú dáist að?
Hverjir finnst þér góðir hjá
okkur?
— Af yngri mönnunum man
ég ekki eftir nema einum,
Jónasi Árnasyni. Mér finnst
hann skemmtilegur sagnamað-
ur, sem hefur ísmeygilegan og
yfirlætislausan húmor. Og svo
útlendingarnir? Já, hvers konar
fólk það er nú, sem vill halda
því fram, að það eigi ekki ekki
skylt við bókmenntir, sem ligg-
ur eftir karla eins og þá ágætu
ameríkana Mark Twain, Dam-
on Runyon og James Thurber.
Hemingway sagði ufn Thurb-
er: „We all knew he had it
in him, if he only could get
it out‘\
— Hvað um húmorista í
elnri bókmenntum?
— Aristophanes gamli þykir
nú nógu góður nú orðið, enda
er hann búinn að vera dauður
alllengi. Svo er um marga, þeg-
ar þeir eru fyrir löngu hættir
að vera hættulegir. Og þegar
þeir eru líka dauðir, sem sveið
undan þeim. Hér hjá okkur eru
til menn, sem þykir Atómstöð-
in slæm. Það fer ekki milli
mála, að Sókrates var geysileg-
ur húmoristi, og það var þess
vegna, sem þeir drápu hann.
E.t.v. má til sanns vegar færa,
að einhver óheilindi séu í húm
oristanum, en honum bitur bet
ur en öðrum. Ef einhverjum
ágætis Þjóðverja hefði tekizt
að fá sína menn til að hlæja
að Hitler, þá hefðum við kann
ske sloppið við heimsstyrjöld-
ina. Ef til vill hefur Remarque
skrifað Obeliskann einum
mannsaldri of seint. Það er um
að gera, að maðurinn segi sína
sögu ógrátandi og í engri fýlu.
— Þú hefur unnið með Karli
Guðmundssyni leikara og þú
hefur gaukað ýmsu í hann, er
það ekki?
— Kalli er stórmerkilegur
miðill. Það hefur verið gaman
að vinna með honum og sjá
hann og heyra tjá ýmis við-
horf stjórnmálamanna, sem
þeim í önn og erli dags-
ins hefur láðst að taka undan
mælikerinu. Já, Karl er afburða
eftirherma, og fólkið hefur
kunnað að meta hann. En sár-
grætilegast af öllu er það, að
fólkið skuli ekki byrja á því
að hlæja að fyrirmyndunum
hans Kalla, originölunum. Þó
að Kalli sé góður, þá getur
hann auðvitað aldrei orðið eins
hlægilegur og fyrirmyndir hans
og fólkið uppgötvar ekki fyrr
en Karl hefur teiknað þær upp,
hve óskaplega hlægilegar þær
eru. Þá kemur á daginn, að fólk
ið lætur stórhlægilega stjórn-
málamenn ráða sínum málum.
Mínir menn: { humar,
Samdi ádeilurit, sem varð
kennslubók í háskólum
— Jón H. IVIagníisson ræóir við banda-
ríska rithöfundinn W. J. Lederer
St. Paul, 28. nóvember.
ÁRIÐ 1958 var gefin út hér í
Bandaríkjunum bók sem heitir
„The Ugly American" og er á-
deila á getuleysi bandarísku ut-
anríkisþjónustunnar og starfs-
menn hennar. Bókin var rituð
af William J. Lederer og Eug-
ene Burdick. Bók þessi vakti
þegar mikla athygli manna
bæði hér og um heim allan.
Slíkt er gildi bókarinnar að
hún er notuð sem kennslubók
hér við flesta háskóla.
Fréttaritari Tímans hitti
annan höfundinn að máli, nú
nýlega, er hann var staddur
hér í St. Paul. William J. Leder.
er var 28 ár í flotanum og mest
an þann tíma í Austurlöndum,
enda má segja að þar sé hans
annað heimili. Síðan hann kom
á „þurrt“ hefur hann verið
Asíu-ritstjóri Reader’s Digest,
með aðsetur á Hawaii. Lederer
er mjög viðkunnanlegur maður,
með háðslegt augnarráð og
leggur aldrei frá sér klunnalega
pípu sína. „Allir höfundar
verða að reykja pípu“, segir
hann.
Er ég hitti Lederer var hann
ný risinn úr rekkju og hafði í
misgripum gleypt þrjár svefn-
pillur í staðinn fyrir þrjár asp-
irnir.
— Ef ég sofna þá verður þú
að hrista mig og vekja mig,
annars sef ég í allan dag.
Hann dró upp úr vasa sínum
gleraugu, rauð, og átti í erfið-
leikum með að setja þau upp.
— Ég týndi mínum í flugvél-
inni í gær og keypti þessi af
Skandinava á fimm dali; þau
eru betri en ekkert; hann sat
við hliðina á mér; bara vel
gert af honum.
— Bókin þín um Ijóta Ame-
ríkumanninn seldist vel og hef
ur verið mikið notuð sem
kennslubók í, hvernig ekki eigi
að haga sér sem stjórnarstarfs
maður. Hvag kom til að þú
gafst út aðra í svipuðum dúr.
— Eftir að „The Ugly Ameri-
can“ kom út 1958, fékk ég og
Eugene Burdick þúsundir af
bréfum frá flestum hornum
Bandaríkjanna og heimsins. í
flestum þessara bréfa var spurt
hvað fólk gæti gert tii að auka
álit þjóðar sinnar á erlendri
grund. Við reyndum að ferðast
um landið í boði ýmissa skóla
og félagssamtaka og halda er-
indi um hvaða hlutverki al-
menningur gæti gegnt í þessum
málum. Eins reyndum við að
svara sumum bréfunum, en svo
fór þetta allt út úr höndunum
á manni. Þá varð það, að kunn-
ingi minn stakk upp á því
við mig að ég skrifaði bara aðra
bók, sem gæti á einn eða ann-
an hátt sýnt fólki hvemig það
getur aflað sér upplýsinga um
það sem er að ske í heiminum.
Þá skrifaði ég „A Nation of
Sheep“, sem kom út í fyrra.
— Hún var eins lengi á topp-
listanum eins og hin, var það
ekki?
— Jú, hún vakti allmikla
athygli.
— Hvemig varð bókin „The
Ugly American" til?
— Það má segja að bæði ég
og Burdick væmm orðnir hálf
svekktir á þessum endalausum
gloríum, sem landar okkar
vom að gera í nafni utanríkis-
þjónustunnar í vanþróuðu lönd
unum, sem einungis gerðu
Bandaríkin hlægileg í augum
bæði innfæddra og svo alheims
ins. Svo við skrifuðum bókina
til að vekja almenning og yfir-
valdið til umhugsunar.
— Hvernig skiptið þið svo
verkinu á milli ykkar?
— Annar skrifaði alla kafla
með oddatölunum, en hinn með
jöfnu tölunum. Eg talaði mína
kafla inn á segulband í Hawaii,
en Burdick las sína inn á band
ið í New York nokkrum dögum
áður en skila átti handritinu
til útgáfunnar og fórum yfir
þetta saman, með þeim afleið-
ingum að við skrifuðum bók-
ina upp á nýtt, á sex dögum.
— Endurskrifuðuð þið verk-
ið vegna þess að þið vorað of
berorðir?
— Nei, vig vorum ekki nógu
berorðir.
— Svo við snúum okkur að
seinni bókinni þinni „A Nation
of Sheep“, segðu mér fékk hún
eins góða dóma og sú fyrri?
— Já, ég er mjög ánægður
með söluna, ef telja mætti af
öllum bréfunum sem komið
hafa til mín. þá er fólk almennt
ánægt með hana.
— í þessari bók segir þú m.
a. að hér í landi séu aðeins fá-
ein blöð, sem telja megi lesandi
ef fólk vill eitthvað fylgj-
ast með, þar á meðal er New
York Times, Christian Science
Monitor, Washington Post og
nokkur fleiri.
— Þetta er mikið rétt, ég tel
aðeins rúm tíu blöð vera verð
til lestrar fyrir þá, sem vilja
vita eitthvað. Flest önnur dag-
blöð i stærri og smærri borg-
um hér í indi og era annaðhvort
full af auglýsingum eða ábyrgð
arlausu kjaftæði, eða hvort
tveggja. Það má segja að meðal
maður hér í Bandaríkjunum
eyði tuttugu mínútum á dag
í að lesa dagblöð, þar af eyðir
hann átta mínútum í innlend-
ar fréttir, og þrem mín. í er-
iendar fréttir, hitt fer í íþrótt-
ir og annað enn verra.
Ef við tökum t. d. dagblaðið
hér ; St Paul í dag og athugum
það, þá getur þú séð ag það er
288 dálkar og af þeim eru tveir
dálkar erlendar fréttir, en tve;r
þriðju hlutar blaðsms fara svo
undir auglýsingar.
— Samt halda blaðaútgefend-
ur því fram hér að þeir eyði
milljónum dollara á ári í að
gera skoðanakannanir um hvað
almenningur vill sjá í blöðun-
um.
— Rétt, en almenningur er
ekki alltaf dómbær á það, sem
hann vill sjá og lesa, blöðin
eiga að sýna meiri ábyrgð í að
fræða fólk á því, sem er að ske
bæði heima fyrir og í heiminum.
Bandarikjamenn lesa alls ekki
nógu mikið af dagblöðum og
fylgjast ekki nógu með því sem
skeður utan hins daglega lífs.
— Þú segir að Bandaríkja-
menn lesi of lítið og að press-
an sýni ekki nógu mikla ábyrgð
artilfinningu. Heldur þú þá að
sjónvarpið ykkar sé nógu gott
til að fara að sýna það um
heim ailan í gegnum Telstar?
— Því miður er sjónvarpið
ekki nógu gott hjá okkur enn,
þó að hluti þess sé mjög boð-
legur. Þag er ekki tímabært
að senda út prógrömm í gegn-
um Telstar. — Hvað heldur þú
að mundi ske ef bændur í
Burma sæju bara á sjónvarpinu
hjá sér ameríska lúxusbíla og
flottheit, meðan þeir eru svang
ir. Þag væri nær að sýna þeim
hvemig kollegar þeirra í einu
smáhéraði í Kaliforniu, ég man
ekki hvað þag heitir, rækta 10
sinnum meira grjón en þeir.
Bændur í Burma þurfa frekar
að læra betri búskap, heldur
en að sjá amerískt sjónvarp,
sem þeir hvort er eð ekki
skilja.
— Álítur þú þá að ríkisíhlut
un sé nauðsynleg á þessu sviði?
— Ég geri ráð fyrir ag við
verðum að hafa eitthvað ríkis-
eftirlit með alheimssjónvörpun.
— Síðan Kennedy tók við for
setaembættinu, hefur hann
endurbætt utanríkisþjónust-
una?
— Ef hann heldur áfram að
skipa menn eins og Edwin O.
Reischower, ambassador í Jap-
an, og Kenneth Galbraith, am-
bassador í Indlandi, í mikilvæg
ar stöður erlendis og senda
fleiri „Friðarsveitir" þangað
sem þeirra er þörf þá erum við
á réttri leið.
— Hvað er það, sem ykkur
Bandaríkjamenn vantar
mest til að vinna meira á í
stjórnarstörfum?
— Tvímælalaust nýtt ráðu-
neyti, sem kalla mætti „depart-
ment of cold war“. (Kalda-
stríðsráðuneytið).
Ekki gat viðtalið orðið lengra
þar sem William J. Lederer
þurfti að fara. Áður en hann
fór sagðist hann vilja koma
einhvern tíma til íslands: —
„vegna þess að ég hef mikinn
áhuga á menningu ykkar og
sögu“.
— jhm.
T f M I N N, sunnudagur 9. desember 1962. —
9