Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 14
til að grípa veskið af honum,
greip hann hana glóðvolga.
„Kannski við ættum að kynnast
svolítið betur fyrst?“ sagði hann.
„Ég hef ekki tíma nema til
klukkan tíu“, svaraði hún.
Hann leit á úrið sitt, — dálítið
loðinn úlnliður hans stóð langt
fram imdan líningunum á hvítu
skyrtunni, og úrið bar í svart bindi
hans, þegar hann leit á það. —
„Hún er orðin níu“, sagði hann.
„Já, þú ert búinn að vera hér
meira en hálftíma", svaraði hún.
„Sofðu rólegur, félagi“! sagði
hann.
„Hvað?“
„Ekkert . . . En ég kæri mig
ekkert um neitt flaustur. Það er
elcki mjög skemmtilegt“.
„Ég er búin að lofa mér seinna“,
svaraði hún.
„Þegar Bruster hringdi í þig,
hélt ég, að við gætum átt allt
kvöldið saman. Ég hef ekkert ann
að að gera í kvöld“.
„Það hef ég“, sagði hún.
„Jæja þá“, sagði hann. „Þá hitt
umst við seinna. Ég hef síma-
númerið þitt“.
„Ég geymdi þennan tíma handa
þér“, sagði hún. •
„Handa Bruster, meinarðu".
„Já, fyrst“, svaraði hún, „en
svo handa þér“.
„Þú vilt sem sagt fá eitthvað
fyrir þetta"?
Það var augljó’St, hvað hún vildi.
„Heyrðu", sagði hann. „Ég
26
kallað það að reka þig á dyr, ef þú
vilt. Hvað sem þér þóknast, ef þú
bara hypjar þig strax úr mínum
húsum. Skilurðu það?
Horatia rétti úr sér. Hún var
kannski engin fegurðardís, hugs-
aði frúin og fann sem snöggvast
til samvizkubits, en það var reisn
og virðuleiki yfir henni. Enginn
gat borið á móti því. Hún var
gædd eðlilegum þokka, sem var
meðfæddur og hvergi var hægt að
læra.
— Þér hafið talað skýrt og
Ijóst, lafði Wade, sagði hún. —
Þá á ég þag eitt eftir að þakka
fyrir gestrisni yðar og biðja yður
að afsaka, að ég notaði mér hana
alltof lengi. Svo gekk hún upp
stigann til að fara í föt Bettyar
og taka saman hinar fáu eigur
sínar. Og svo fór hún úr húsinu.
Þag var ekki fyrr en hún gekk
eftir Bounty Street, að hún skildi
hversu ein og yfirgefin hún var
í London. Þegar gamli hr. Chud-
leigh var dáinn, hafði hún alls
engan, sem hún gat leitað til, og
ef það, sem í blaðinu stóð, var
rétt, gat hún heldur ekki reiknað
með því að fá nokkra peninga í
júní.
ALLAR HELZTU
MÁLNINGARVÖRUR
ávallt fyrirliggjandi
Sendum heim.
Helgi Magnússon & Co.
IHafnarstræti 19
Símar: 13184—17227
kann vel við mig hér. Þetta er
við mitt hæfi, — þetta er það,
sem ég hef lengi verið að leita
að. Ekki handa mér persónulega,
en ég get kannski gert þér tilboð.
Við verðum að tala um það í góðu
tómi. Ég kem aftur, ekki á morg-
un, heldur hinn — helzt á sama
tíma. Er það í lagi?“
Hún gekk yfir að símanum, þar
sem lítil bók lá. Hún var bundin
í grænt skinn. Hún hafði keypt
sér sams konar vasaalmanak og
hún hafði séð hjá Bruster. „Það
er allt í lagi“, sagði hún og skrif-
aði það hjá sér.
„En það verður að vera allt
kvöldið", sagði hann. „Þú skalt
fá að sjá, að það borgar sig. Og
ég kem áreiðanlega, — þú mátt
treysta því“.
SCHMITT KOM á tilsettum
tíma, og hann minntist ekkert á
litblýanta. Gullhamrarnir, sem
Rosemarie sló honum, voru ekki
eingöngu tillærðir. Þol hans kom
henni á óvart og olli henni brátt
óþægindum. En hún tók því með
þolinmæði og minntist þess» að
þessi viðskiptavinur hennar hafði
lofað að verða henni úti um fleiri.
Fjórði kaflinn í sögu hennar
hófst, þegar hann kom til sögunn
ar, — og þeim kafla lauk ekki,
fyrr en með dauða hennar. Á því
tímabili slitnaði hún algerlega úr
tengslum við sitt fyrra líf. Þriðji
kaflinn, þegár hún var á veiðum
Hún gat ekki horfið aftur til
Newcross, jafnvel þótt hún hefði
viljað það. Ef hún átti ekki lengur
von á arfi, mundi hún vera jafn
óvelkomin þar og hjá lafði Wade.
Hún gekk hægt að enda götunnar
og var fegin, að aðalsfólkið fór
ekki um þessa götu. Það var ein
mannvera, sem hún kærði sig alls
ekki um að hitta eins og á stóð
fyrir henni, og það var hinn hroka
fulli hr. Latimer. Sannleikurinn
var sá, að upp á síðkastið hafði
henni undarlega oft orðið hugSað
hans, og hún hafði velt fyrir sér,
hvernig hún ætti að koma fram
við hann og hvað hún ætti að
segja við hann — það varð að vera
eitthvað krassandi ' sem hitti í
mark, svo að hann missti ofur-
lítið af hrokanum og sjálfstraust-
inu. En í þessum hugsunum sín-
um hafði hún verið orðin rík og
verið einna eftirsóttasti kvenkost-
ur höfuðborgarinnar. Dauði hr.
Chudleigh og hvarf peninganna
höfðu kannski gert þennan draum
að engu í bili, en hún var sann-
færð um, að væri hún þolinmóð,
kæmi tækifæri til hennar, áður
en varði.
Við endann á götunni var leigu
hestastöðin nokkuð inni á lóð-
inni. Þetta var snemma dags og
það var hópur hesta á flötinni,
hestastrákar og ökumenn. Nokkr-
ir hestar voru söðlaðir, aðrir voru
spenntir fyrir vagna. Þetta var
slór leiguhestastöð, sem hafði við-
skiptavini hvarvetna í borginni,
og Horatia hafði oft dáðst að því,
hversu vel hestarnir voru hirtir.
Hún stóð kyrr um stund og
horfði á og óskaði af öllu hjarta,
að hún hefði verið piltur. Þá
hefði hún aldrei þurft að vera at-
vinnulaus, hún hefði fundið allt,
sem hjartað girntist í svona leigu-
á götunum í Frankfurt frjáls og
óhindruð, var mjög stuttur. Eftir
það kom líka stundum fyrir, að
hún leitaði á náðir götunnar, eins
og af tilviljun, en þá var það nán
ast eins og skálkaskjól — svipað
og þegar læknir, sem fyrst og
fremst lifir á fóstureyðingum,
framkvæmir skurðaðgerð eða tek-
ur burt hálskirtla til að geta sann
að, að hann lifi af heiðarlegum
læknisaðgerðum.
Nú rann upp tími, þegar hún
varð háð ýmsum fleiri skyldum
en þeim að selja líkama sinn eft-
ir gefnum leikreglum, og þá átti
hún oft eftir að harma, hve fljótt
þeir dagar höfðu liðið, sem hún
var sjálfrar sín ráðandi í stór-
borginni. Það hafði kitlað hégóma
gimd hennar, þegar hún sá, hve
mikla athygli hún vakti, er hún
ók meðfram gangstéttum aðal-
gatnanna í Frankfurt. Þá Ieið
aldrei á löngu, þar til annar bíll
með einum eða tveimur mönnum
ók fram úr eða kom á eftir henni.
Þessa ökuþóra var alltaf auðveld-
ast að veiða. Þeir óku á eftir
henni aiveg heim að útidyrunum.
Strax og hún var búin að leggja
bílnum voru þeir komnir á hlið
við hana. Og samningurinn var
gerður í hvelli.
Stundum lagði hún líka bílnurn
og gekk inn í forsalinn á Palace
Hótel. Þar eð hún hafði næma
tilfinningu fyrir smekk viðskipta-
vinanna, tókst henni ýmist að
skapa á sér það álit, að hún væri
rándýr eða hræódýr eftir því,
hvernig landið lá. Hún lagaði sig
svo vel að öllum aðstæðum, að
í félagsskap hinna ríkari drakk
hún ævinlega kampavín, þó að
henni þætti það ekki got og fyndi
engan mun á því og sumum öðrum
víntegundum. En hún vissi, að
viðskiptavinir hennar álitu, að
kampavín væri fínt — og þeirn
hæfði ekki að drekka annað. Þeir
álitu það félagslega skyldu sína
að drekka kampavín.
Hún var nú farin að klæða sig
snyrtilegar en hún gerði. Hún
klæddist eftir nýjustu tízku. Og
þó að hún væri í raun og veru
ekki glerfín og tíguleg, þar sem
hún sat í bílnum sínum, var þó
vel hægt að láta sér detta í hug
við fyrstu sýn, að hún væri ein
af frúnum. Þetta olli mikilli
gremju meðal frúnna, sem óku í
sams konar bílum og hún, því að
þessi bíltegund var eiginlega orð
in eins og vörumerki Rosemarie.
Sérstaklega var það eiginkona
sendiráðsmanns eins í Frankfurt,
sem leið fyrir þetta, því að hún
ók í SLjsportmódeli nákvæmlega
eins og Rosemarie og var oft rugl
að saman við hana, þega-r hún
ók um borgina. Hún heyrði oft
heila halarófu af ungum ríkis-
bubbum, sem áttu að erfa landið,
flauta á eftir sér hárri röddu,
gráðuga eins og úlfa, og stundum
stungu þeir miðum undir þurrk;
39
urnar, meðan liún brá sér frá, og
sögðust óska eftir stefnumóti við
hana, — og undirskriftirnar voru
Paul M., Karl Wilhelm, von K„
„Þú veizt hver ég er“ eða eitthvað
svipað.
Það er furðulegt, hve fljótt
Rosemarie varð þekkt í ákveðnum
hópi, en í raun og veru enn furðu
legra, að hún skyldi ekki verða
fræg langt út fyrir þennan sama
hóp, þar eð hún var eiginlega óað-
skiljanlegur hluti hins opinbera
lífs í Frankfurt í vissum skilningi,
jafnvel óaðskiljanlegur hluti lífs-
ins í landinu öllu. Það var eins
og hún hefði sveipað sig einhverri
töfrakápu. Hún hlífði henni vel,
og hafi hún ekki gert hana með
öllu ósýnilega, þá að minnsta
kosti lítt eftirsóknarverða utan
síns hrings.
DAGINN ÁÐUR en Schmitt
hcimsótti Rosemarie í annað sinn
átti hann langan fund með aðal-
forstjóra sínum um viðskiptamál.
Þegar honum var lokið, sagði hann
við hann: „Má ég tefja þig í tíu
mínútur enn þá, Walter? Það er
dálítið, sem ég vildi gjarnan minn
ast á. Það kemur eiginlega mál-
inu ekkert við, en ég hefði átt að
vera búinn að athuga þetta fyrir
löngu. Graudenz kom að finna
mig í vikunni, sem leið, og kvart-
aði yfir því, að hann ætti varla
frí eitt einasta kvöld nú orðið“.
„Eg veit það“, sagði Wallnitz.
„Það hvíla svo óskaplega mörg
fulltrúastörf á hans herðum, en
hann leysir þau bara svo frábær-
lega vel af hendi“.
„Já, það er nefnilega það“,
sagði Schmitt. „Bæði starfsmenn
okkar og viðskiptavinir vilja
gjarnan fara út og skemmta sér á
kvöldin. Graudenz sagðist hafa
verið í borginni fjögur kvöld í
síðustu viku. Og ekki bara kvöld-
in, heldur hálfar næturnar líka.
MARY ANN GIBBS: SKÁLDSAGA
hestastöð. En í stað þess varð
hún að leita sér atvinnu Sem þjón-
ustustúlka, ef hún áttl ekki að
svelta í hel.
En ef hún hefði verið beðin að
kemba hestana, fóðra þá og söðla,
hefði hún leyst það verk jafnvel
af hendi og nokkur karlmaður . . .
og kannski betur, og það var því
afskaplega átakanlegt, • að ung
kona gat ekki fengið vinnu í hesta
leigu.
Hestasveinn leiddi fram fola
og spennti hann fyrir fallegan,
lítinn vagn og hún vék til hliðar
fyrir þeim.
Og þegar litli vagninn hvarf nið
ur götuna, sá hún, að roskinn
ökumaður hafði ekið fram stórum
einkavagni. Og hún fann, að öku-
maðurinn horfði fast á hana. Hún
sneri sér við og horfðist í augu
við hann. Maðurinn rak upp undr
unaróp.
— Nei, á dauða mínum átti ég
von en ekki þessu! Andlitið hans
Ijómaði af gleði. — Er það sem
mér sýnist, að þarna sé ungfrú
Iloratia! Hver ^kyldi trúa því.
— Jeremías Smallbones! hróp-
aði hún. — Ó, Jerry, elzti, trygg-
asti vinurinn minn! Mikið er ég
. . . mikið ósköp er ég fegin að
sjá þig. Ó, Jeremías, þú ert eini
1 vinurinn minn í öllum heiminum.
Um svipað leyti nam stór og
glæsilegur vagn staðar fyrir utan
I númer ellefu við Bounty Street
og hörundsdökkur þjónn hoppaði
niður og barði að dyrum hjá lafði
Wade.
Forvitni frúarinnar var vakin,
er hún leit þennan glæsilega far-
kost og manninn, sem sat inni í
vagninum, vafinn í ótal teppi,
þrátt fyrir hitann. Hún gægðist
út og braut heilann um, hver
hann gæti verið og í hverjum er-
indagerðum. En nafnið á nafn-
spjaldi hans kom henni á óvart.
— Hr. Edward Pendleton? hróp
aði hún og minntist orða Horatiu,
ag hún ætti ekki aðra ættingja
en óðalseigandann á Newcross.
— Það er enginn til með þessu
nafni, Josiah! Segið, að ég sé ekki
heima.
Josiah gekk fram í forsalinn til
að koma skilaboðunum til stóra,
dökka þjónsins, en sá þá, að hr.
Pendleton var sjálfur kominn.
— Frúin harmar það, en hún
getur ekki tekið á móti yður í
dag, sagði Johiah hæversklega.
— Áður en við tölum um það,
sagði hr. Pendleton og leit ógn-
andi á Josiah — er ýmislegt, sem
mér leikur hugur á að vita. Kann
izt þér við nafnið Iloratia Pendle-
ton, maður minn?
— Að sjálfsögðu, svaraði Josiah
utangátta. — Ungfrú Pendleton
hefur búið hér síðustu þrjár ti)
fjórar vikur.
— Og er hún hérna núna?
— Nei. Hún fór héðan fyrir um
það bil hálfri klukkustund.
Hr. Pendleton stundi örvænting
arfullur.
— Hversu lengi ætlar óheppn-
in að fylgja mér? hrðpaði hann.
— Fyrst kom ég einum degi of
seint til Newcross og nú hálfri
stundu hér! En hvert ætlaði hún,
maður? Segið það strax, svo að
ég geti haft upp á henni!
Josiah hristi höfuðið.
— Því miður er mér ekki kunn
ugt um það, herra, en kannski frú-
in viti það.
—- Leyfið mér þá að tala við
frúna þegar í stað. _Hvar er hú
í þessu herbergi? Ágætt. Og svo
ýtti hr. Pendleton upp hurðinni
að dagstofunni og gekk inn.
— Góðan daginn, frú. Þér eruð
væntanlega lafði Wade. Ég skal
ekki tefja yður lengi, en mér hef
ur verið tjáð, að bróðurdóttir mín,
ungfrú Horatia Pendleton, hafi
farið úr þessu húsi fyrir hálfri
klukkustund. Viljið þér vera svo
elskuleg að segja mér, hvar ég
get fundið hana.
í fyrsta sinn á ævinni hafði
lafði Wade ekki yfirhöndina. Hún
starði orðvana á hr. Pendleton,
hún opnaði munninn til að segja
eitthvað, en það kom ekkert hljóð.
— Nú, frú. Hann var óþolin-
móður. — Leyfist mér að biðja
um svar þegar í stað. Ég má eng-
an tíma missa.
— Hvernig get ég vitað, að þér
séuð föðurbróðir ungfrú Pendle-
ton? hrópaði hún með óþekkjan-
14
T f M I N N sunnudagur 9. desember 1962. —