Tíminn - 09.12.1962, Síða 16

Tíminn - 09.12.1962, Síða 16
Sölu- skrif- stofan flutt BÓ-Reykjavík,. 7 des. Söluskrifstofa Flugfélags íslands hefur nú verið flutt í Lækjargötu 2 úr Lækjar- götu 4, þar sem hún hefur verið undanfarin 17 ár. Á götuhæg skrifstofunnar í Lækjargötu 2 er afgreiðslusal- ur, þar sem farseðlar með vél- um félagsins og annarra félaga eru seldir og á annarri hæð verður upplýsingaþjónusta fyr- ir farþega og aðra, sem þang- að leita. Farpantanadeild er á fimmtu hæð hússins, en hún Skrifstofustúlkur í farpantanadeiid, ArnfríBur Ingvarsdóttir og Kristín Guðjohnsen. sér um allar pantanir með vél- um félagsins milli landa, pant- anir á framhaldsleið'um og hót- elpantanir. ef þess er óskað. Þar er „telex“-tæki félagsins, sem er í sambandi við söluskrif stofur pess erlendis og önnur flugfélög og margar ferðaskrif stofur. Við hlið söluskrifstof- unnar er afgreiðsluskrifstofa vöruflutninga millilandaflugs. Þessar breytingar hafa í för með sér mjög bættar aðstæður fyrir starfsemi félagsins og þjónustu við farþega og aðra viðskiptamenn þess. Frétta- mönnum var í gær boðið að skoða hin nýju húsakynni skrif- stofunn.rr, sem bæði eru stór og vistleg. Þar vinna nú jafn- aðarlega 8—10 manns. Skrif- stofustjóri er Birgir Ólafsson. Framkvæmdastjóri félagsins, Örn 0. Johnson, lét svo ummælt að félagið hefði ekki fyrr haft ráðrúm til að snúa sér að þess- um framkv., enda hefði það lengst af beitt sér að flugvéla- kaupum meðan búið var við þröngan húsakost. Verður listamanna þing á næsta KH-Reykjavík, 8. des. Bandalag íslenzkra lista- manna hefur mikinn hug á að halda listamannaþing eín- hvern tíma á næstunni, helzt á næsta ári, og er nú sérstök nefnd á vegum bandalagsins að athuga um möguleika á framkvæmdum. Yrði þar væntanlega um nokkurra daga listkynningu að ræða með leiksýningum, hljómleikum, upplestrarkvöldum, danssýn- ingum málverkasýningum o.fl. Brynjólfur Jóhannesson, formað ur bandalagsins, skýrði blaðinu nýlega frá þessu. Sagði hann, að mál þetta hefði lengi verið á döf inni hjá bandalaginu, og á ný- afstöðnum aðalfundi hefði venð kjörin nefnd til að athuga alla möguleika í því sambandi. B’jár- hagslega væri slíkt listamanna- þing mikið fyrirtæki, sem óvíst væri, hvernig bandalagið mundi leysa. stæða er til að ætla, að svo yrði einnig nú, ekki sízt, þar sem ís- lenzku listalífi hafa hætzt starfs- kraftar á undanförnum árum, og nægir þar að nefna sinsóníuhljóm sveitina. Samt sem áður er eng- in von til að listamannaþing geti Framliald á 15. síðu. Lislamannaþing var haldið hér j í Reykjavík fyrir rúmum áratug,! eða um það leyti sem Þjóðleikhús j ið tók til starfa. Stóð það í nokkra í daga og var með svipuðu snið'i og j lýst var hér að framan. Þær list-! kynningar, sem þá voru haldnar j voru tiltölulega vel sóttar, og á- ALDAMOTAMENN Út er komið þriðja og síðasta hindið af þeim íslendingaþáttum Jónasar Jóiissonar frá Ilriflu, er hann nefnir Aldamótamenn. Skrifar Jónas ýtarleg aðfaraorð cg kemur víða við, einnig eftir- mála, og nafnaskrá fylgir fyrir öll bindin þrjú. En þættir bókarinnar Framhald á 15. síðu. ÍSL BÓKMENNT FORNOLD Nóvemberbók Almenna bindi Sögu íslenzkra fornbók- bókafélagsins í ár er fyrsta mennta eftir prófessor Einar Ólaf Sveinsson. Bindið er 560 blað'síður og si-.iptist í þrjá þætti. í inngangi er fjallað um upphaf íslenzks þjóð j félags og ísl. bókmennta og rúnir I á víkingaöld. Annar þáttur nefnist \ yíirlit um kveðskap, en þar grein- j jr frá fornum rótum ísl. kveðskap- ar. Þriðji og lengsti þátturinn fjall ar um Eddukvæði, aldur þeirra,! heimkynni, varðveizlu og trú, og j hvert einstakt kvæði. Er þetta fyrsta bindi af þremur, sem fjalla j um íslenzkar bókmenntir frá upp- ' hafi fram yfir lok þjóðveldisins, Desemberbók AB er Helztu trú- aibrögð heuns, myndskreytt bók og upphaflega sérprentuð úr bandaríska ritinu Life, en hr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, hef- ur séð um útgáfuna og íslenzka textann. Sunnudagur 9. desember 1962 278. tbl. 46. árg. T ref japlast reyndistvel í súrheystum BÓ-Reykjavík, 8. des. Fyrir tveimur árum varj reistur súrheysturn úr trefja- plasti í Miklaholtshelli í Flóa, en það er eini turninn úr því efni, sem hér hefur verið gerð ur. Blaðið talaði nýlega við Einar Eiríksson, bónda í Miklaholtshelli og spurðist fyrir um reynsluna á turninum, en hann hefur verið not aður í tvö sumur. Einar sagði turn inn hafa reynzt vel nema hvað samsetningar á byggingarhlutun- um eru varla nógu sterkar við allar aðstæður. Turninn hefur því verið styrktur með vírböndum neð antil. Trefjaplastið hefur þann kost fram yfir steinsteypu, að sýr ur í heyi og íblöndunarefni vinna ekki á því, en þessar sýr- ur fara illa með stein. Annar kost- ur er sá, að turninn má rífa og færa, en hann er boltaður saman. Turninn í Miklaholtshelli er 8 metra hár og 5 metrar í þvermál, samsettur úr 14 aðalhlutum. Hann kostaði 120 þúsund kr. uppkom- inn eða nálega tvöfalt það, sem viðlíka steinturn mundi hafa kost að, en hér er um tilraunabygg- ingu að ræða. Gert er ráð fyrir, að turnar úr þessu efni verði mun ódýrari ef fjöldaframleiðsla yrði hafin, og kvaðst Einar gera ráð fyrir, að mikil frambúð verði að slíkum turnum, ef byggingarkostn aðurinn lækkar nægilega. Trefja- plast er nú notað margvíslega, t.d. í sýruker, reykháfa og til báta smíða. Aðalbindiefnið er glermott ur, sem lagðar eru í mótin og plast ið borið undir og yfir. Skipasmíða stöð Njarðvíkur sá um byggingu plastturnsins í Miklaholtshelli. SIMA- MANNA 7.S ÁRA Reykjavík, 8. des. Félag símalagningamanna varð 25 ára 5. des Sunnudaginn 5. des. Framhald á 15. síðu. FUF í HafnarMi Framlialdsaðalfundur FUF í Hafn arfirði verður haldinn í Góðtempl arahúsinu á morgun, mánudag, 10. . desember kl. 8,30 s.d. Venjuleg 1 r.ðalfundarstörf. — Stjórnin Fundur verður í Framsóknar fél. Rvíkur, miðvikud. 12. þ.m. í Tjarnargötu 26, kl. 9,30. — Kristján Friðriksson flytur er- indi: Hugmyndafræði stjórn- málaflokkanna. Félagar fjölmennið. Stjómin Hryssa kastaði GK-Si;erðingsstöðum, 2. des. Laugardaginn 1. des fór ég til hesta minna. Var þá nýköstujj brún hryssa, sem ég á. Folaldið er brún hryssa en verður sennilega grábrún með aidrinum. Móðirin hef- ur áður eignazt 4 folöld, sem ö!I hafa fæðzt á vana- legum tíma. Móðirin heitir Fluga, 23 vetra gömul en mikið fjörhross, enda vcl kynjuð í báðar ættir. Þeim mæðgum heilsast báðum vel og verða við gott eldi i vetur. Það er mjög óvenju legt, að hryssur kasti á þess- um tíma árs. Prófessor Einar Olafur Sveinsson Troðfulltí vetrarferðum Á mánudaginn kemur Gullfoss r.ii Reykjavikur úr annarri ferð vetraráætlunarinnar. Oft hefur ver ið heldur fámennt í vetrarferðum Gullfoss, en í þessi skipti var skip ;ð troðfullt báðar leiðir. í vetur hefur Eimskipafélagið líka í fyrsta skipti boðið fimm-sex daga dvöl í Kaupmannahöfr inn'íalda í far- gjaldinu, bæði húsnæðj og mat um borð. Einungis fyrsta farrými er opið, en fargjöldin hafa verið hin sömu og á óðru farrými, 4670 kr — 5980 kr. fram og til baka. Marg- ir hafa gripið gæsina og farið með Gullfossi í innkaupaleiðangur til Hafnar og vi-rzlað þar þessa daga, sem skipið stendur við. í báðum fcrðunum varð svo mikil aðsókn eftir fari íieim, að opna varð hluta af öðru farrými til þess að taka við farþegunum. — Gullfoss ter næst í Evrópuferð síðast í des. og síðan í fvær ferðir á næsta ári, áður en hann fe- í klössun. í síð- uriu ferðinm er þegar meira en uppselt,*

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.