Tíminn - 15.12.1962, Side 14

Tíminn - 15.12.1962, Side 14
illa auðæfa á okkar dögum. Kf hún hefði haft eða gefið ser tíma, hefði hún getað fært út kvíarnar og opnað pútnahús, og þar sem hún var vel þekkt, hefði sá rekst ur getað gengið ágætlega. En viðskiptavinir hennar, sem nú borguðu henni stórar íúlgur, hefðu þá heldur ekki haft mikinn áhuga á stúlkunum, sem hún hefði orðið að ráða. Þeir voru að borga fyrir Rosemarie, en ekki óþekkta vændiskonu, sem þeir svöluðu gimd sinni hjá. Það er stundum sagt um ungar stúlkur, að þær kunni að selja sig, og það er dá- lítið til í þessu, þegar lagleg, en fátæk stúlka giftist ríkum, óað- laðandi manni. En þetta freistar auðvitað aldrei Rosemarie eða nokkurrar fyrsta flokks vændis- konu. Þær dreymir aldrei um að selja sjálfar sig. Þær selja ekki einu sinni líkama sinn. Þær selja verknað, sem þeim finnst óskaP- lega þreytandi og leiðinlegur, — þó að hann sé kannske ekki eins þrautleiðinlegur nú á dögum og áður var, af því að nú geta þær hlustað á útvarpið á meðan. En þær verða þó að minnsta kosti að vera viðstaddar. Viðskiptavinir ROSE .MARIE höfðu það á tilfinning- unni í hvert skipti, sem þeir heim sóttu hana, að þeir sjálfir og pen- ingarnir þeirra hefðu skyndilega hækkað í áliti, þó að þeir keyptu raunar ekki annað fyrir þá en stutta ánægjustund. Það er ekki svo vitlaust að safna peningum, ef maður á þá enga. En eignist maður eitlhvað dálítið af þeim, þá er mesta vitleysa að sækj ast eftir meiru. Já, það er nærri því glæpsamlegt gagnvart sjálfum sér að gera það, því að það er nú einu sinni það skrýtna við atvinnu og efnahagslífið, að það má oins eiga von á því, að einhver einstakl ingurinn stingi af með gróðann, ef hann er einhver, en láti svo þjóðfélagið og náungann bera skaðann, ef illa gengur. Rosemarie áttaði sig fljótt á því, að það var tiltölulega létt að þreyta þá, sem heimsóttu hana, og hún komst upp á lag með að hlífa sjálfri sér með því að láta þá leysa frá skjóðunni og tala og tala. Hversu ófrjó og einhæf voru ekki þau mál, sem hún lézt hafa áhuga á, og hversu miklu einhæf- ari voru ekki setningarnar, sem hún otaði til að sýna viðskiptavin- unum samúð sína og meðaumkv- uri: „Þú ert svo þreytulegur, elskan . . . er svona óskaplega mikið að gera hjá þér, vinur?“ — eða: „Þú segir ekki? Þú verður að segja mér meira um það.-‘ Og elsku vinurinn sagði frá. Hún þreytist ekki á þvf að hlusta, en það tók sinn tíma. Og tíminn var dýrmætur. En hún hafði nánar gætur á klukkunni og sá til þess, að gestir hennar töfðu aldrei mínútu lengur en þeim var ætlað. Þess vegna fannst þeim alltaf, þegar þeir fóru, að þeir yrðu að koma fljótlega aftur, því að þeir hefðu heilmikið átt eftir að segja henni. Þó voru stöku menn, sem ekki vildu samþykkja þetta. Þeim fannst þeir vefa búnir að borga fjandans nóg og eiga rélt á að vera hjá henni alla nóttina. Þegar það kom fyrir, breyttist hún á stundinni í trylltan varg. Þá fauk hið hlýlega og vingjarnlega við- mót hennar skyndilega út í veður og vind. Hún fór óvænt að öskra og skammast hástöfum, — hún, sem í raun og veru var hlægilega mikil gunga, hrökk upp við minnsta hávaða, ef það kom fyrir, að hún var ein í húsinu að nætur- lagi, og gat aldrei sigrazt á ótta sínum við innbrotsþjófa. En á sVona stundum var hún alls ó- hrædd. Þá hafði hún svo hátt og hótaði jafnvel að hringja á lög- regluna og kæra gestinn fyrir að hafa vaðið inn í leyfisleysi, að hann sá sér ekki annað fært en hypja sig. Stundum fékk hún einn og einn á snúðinn fyrir tiltækið, þegar mest gekk á, en við það æstist hún bara enn meira. Hún vildi einfaldlega hafa reglu og lag á hlulunum, því að lag og regla var einn þáturinn í daglegu lífi hennar —- og kannski ekki sá, sem minnst var um vert. Mennirnir, sem hún rak út með þessum hætti, reyndu vanalega mikið til þess að komast inn til hennar aftur, en hún hleypti þeim ekki inn fyrir hússins dyr. Eftir að hún hafði látið setja upp dyra- síma milli ibúðarinnar og útidyr- anna tók hún að nota ýmis mis- munandi aðgangsorð. Enginn komst inn til hennar, nema hann hefði gert boð á undan sér í dyra- símann eftir að hafa samið um stefnumót, og áður en hún opn- aði dyrnar á íbúðinni sinni leit hún út um sérstakt gægjugat til að ganga úr skugga um, hver væri fyrir utan. Hún var vel á verði; hún var sterk og slungin og jafnvel hug- rökk. Eflaust hefði hún getað lif- að lengi á sinn hátt og haldið á- fram að vera yndi og eftirlæti, — já ástmær „Þýzka undursins“, — þráð og dáð og nærri því að segja virt. Það hafði enginn maður á- stæðu til að óttast hana eða hata. ROSEMARIE komst ekki í neina hættu, fyrr en hún lét hafa sig til þess vegna fégirndar að þjóna öðrum, án þess að geta séð fyrir afleiðingar þess. Hún hafði það með tekið að sér hlutverk, sem hún hafði engan áhuga á og var eðli hennar framandi. Jafn- skarpgreindur maður og Schmitt hefði getað sagt sér það sjálfur eftir þau mistök, sem Rosemarie urðu á í viðskiptum sínum við Van Strikker, að hún gæti aldrei 44 orðið liðtækur njósnari. En eftir að Schmitt hafði á annað borð dottið í hug að nota hana til njósna um iðnaðarmál í sína þágu, vildi hann ekki hætta við það. í raun og veru varð hann nú enn á- kveðnari í því en nokkurn tíma áður. Þeir voru sarpmála um það, hann og Wallnitz, að hæfileika- skortur hennar hlyti að útiloka alla hættu á því, að hún mundi vinna gegn þeim. Úr því að hún gat ekki veitt vinnuveitendum sínum upplýsingar, af þeirrj ein- földu ástæðu, að þær höfðu aldrei komizt inn í kollinn á henni, gat hún ekki heldur gefið öðrum þær, hve mikið sem þeir borguðu henni. Heili hennar brynjaði sig gegn öllu, sem ekki snerti hana sjálfa beinlínis, hleypti því ekki í gegn. Og minni hennar var eins og sigti; það flæddi allt út um það. En það, sem Mallenwurf & Er- kelenz vantaði, var manneskja með heila eins og sigti og minni eins og vatnsgeymi. Þau orð not- aði Schmitt, þegar hann var að ræða vandamálið við Wallnitz, og brátt komu þeir báðir auga á sömu lausnina, sem alls ekki var frumleg, en mjög hentug. Tæknifræðingar fyrirtækisins breyttu stofunni hjá Rosemarie í hlustunarstöð. Arnolds rafmagns verkfræðingur, sem átti að fram- kvæma verkiði með tveimur að- stoðarmönnum sínum, fékk ná- kvæm fyrirmæli frá Wallnitz. Arnold hafði unnið hjá fyrirtæk- inu síðan 1928, svo að það var ó- þarfi að halda nokkru leyndu fyrir honum. „Taktu með þér tvo af þínum mönnum, sem þú veizt, að þér er alveg óhætt að treysta," sagði Wallnitz. „Hafðu engar áhyggjur", svar- aði Arnold. „Kerfið skal verða svo fullkomið, að þú getir heyrt saumnál detta.“ 31 mundi hvert smáatriði viðvíkjandi síðasta fundi þeirra Horatiu, þeg- ar hann hafði komið í nýja vagn- inum sínum til að hrífa hana og hafði orðið svo fjúkandi reiður, þegar honum virtist sem hún kysi heldur HudSon og vagn hans. Hann mundi gleðina í augum hennar, sem hafði breytzt í sorg og leiða, þegar. hann með ósvífni hafði skipað henni að þegja. Og hann fékk alvarlegt samvizkubit. — Haldið þér, að hún hafi far- ið aftur heim til Newcross? spurði hann, en Hudson taldi það ótrú- legt. — Frændi hennar reyndi nokkr um sinnum að myrða hana, sagði hann. — Þess vegna flúði hún frá honurn, eins og þér vitið kannski. Richard Latimer fór að skilja, að það var sitt af hverju, sem hann vissi ekki um Horatiu. — Ef ég hefði beðið einhverja a-ðra stúlku að aka út með mér, svo að ég gæti hitt Soffíu án vit- undar frænku minnar og föður, hefði það verið til einskis. En Horatia var svo hugrökk, að hún hikaði ekki við að gera okkur ALLAR HELZTU MÁLNINGARVÖRUR ávallt fyrirliggjandi Sendum heim. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 Símar: 13184—17227 greiða, og það var hún, sem taldi kjark í Soffíu að segja upp barn- fóstrustöðunni og giftast mér í síðasta mánuði. Ó, já, við eigum mikið að þakka Horatiu, ekki satt, elskan mín? Soffía var algerlega sammála eiginmanni sínum í því og brosti svo ljómandi við honum, að hr. Latimer var feginn, að vagninn ók upp að húsinu í þeirri andrá og hann varð að fylgja kvenfólkinu út í vagninn. En alla leiðina frá óperunni að næsta áfangastað, gat hann ekki um annað hugsað en Horatiu . . . Bara að hann hefði ekki verið þetta bölvaða flón, hugsaði hann og ásakaði sjálfan sig harðlega. Ef hann hefði bara ekki látið skapið fara með sig í gönur, hefði hann kannski getað hjálpað henni. Þegar lafði Wade rak hana á dyr, hefði hún þá vitað af einum vini, sem hún átti { London. En hann hafði bara dæmt hana hart og án yfirvegunar, þótt hann gerði sér ljóst, hversu reynslulítil hún var. Hann hafði ekkert skipt sér af henni og hún hafði verið alein í höndum nornarinnar lafði Wade og hafði meira að segja trúað því, þegar hún gaf í skyn, að Horatia renndi hýru auga til frænda hennar. Iiann hlífði ekki sjálfum sér, þegar hann hugsaði um þetta- Hann hafði hitt unga konu, sem honum hafði getizt að frá fyrstu sýnt, jafnvel þótt hann hefði talið hana vera þjónustustúlku. Og samt sem áður — eftir að hafa komizt að, hver hún var í raun og vcru, hafði sært stolt hans orðið til þess, að hann hæddi hana og lítilsvirti. Hann, sem hataði tilgerðarlegar konur, hafði í fyrsta skipti hitt stúlku, sem var blátt áfram { fram MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA EKFINGINN komu og fasi og samt hafði hann reiðzt, að hún var ekki eins og allar hinar, sem biðu þess reiðu- búnar að falla í faðm hans. Frá þeirri stundu, er þau höfðu hitzt sem jafningjar, hafði hún sagt feimnislaust meiningu sína án þess að éta upp eftir honum allt, sem hann sagði, eins og allar hin- ar konurnar voru vanar að gera. Og hann hafði ekki skilið, hvað forlögin buðu honum. Hann hafði neitað að taka hana eins og hún var, og núna þegar hann hafði misst hana, skildi hann loks, að hanrf myndi aldrei hitta aðra, sem stæði henni jafnfætis. Þessi nótt var óþægilegri en allar fyrri og hann hafði aldrei verið eins feginn, þegar morgnaði og hann var loksins laus. Hann ók móður sinni og fylgdarmeyjum hennar heim og síðan gekk hann út. Hann reikaði um göturnar, og áður en hann vissi af, var hann kominn í Bounty Street. Hann skildi ekki sjálfur, hvað var yfir hann komið. Hann vissi, að hann var ástfanginn, en hann vísaði hugsuninni á bug og reyndi að sannfæra sig um að það væri hlægileg firra. Á heimleiðinni sagði hann við sjálfan sig, að tilfinningar hans í garð Horatiu Pendletons væru ekki öðruvísi en þær, sem hann myndi bera í brjósti 1il hverrar stúlku, sem væri eins og vinalaus í London. Og þegar hann hitti hana aftur — því að hann var viss um, að þau myndu sjást einhvem tíma — ætlaði hann að reyna að sýna henni, hve áhugi hans var bróðurlegur. Já, í næsta skipti, sem þau hittust, skyldi hann vera mjög vinalegur og hjálpsamur við við hana. Hann skyldi sýna henni, að hún gat treyst honum og leitað hjálpar hans . . . Og sjálfsagt hafa það verið for- lögin, sem ákváðu að láta fund- um þeirra Horatiu bera saman — einmitt þennan dag. En þegar hann loksins hitti hana aftur og á hinum ótrúlegasta stað af öllum, sem til voru, reiddist hann því svo ofsalega að sjá hana, að hann sór, að hann skyldi ekki hugsa til hennar framar. 16. KAFLI. | Um eftirmiðdaginn var eins og venjulega farið í ökuferð í garð- inn. Móðir hans og tvær vinkonur hennar sátu inni í stóra, fjórhjól- aða vagninum, en hann reið við hlið vagnsins, áður en hann hélt : inn á fáfarnari götur í garðinum. | Allt um kring voru vagnar af ! öllum stærðum og gerðum, flestir | þeirra voru í eigu kunningja og j allt í einu sá hann þrjár konur, ' sem brostu og veifuðu til hans úr ' glæsilegum farkosti. Ilann hikaði aðeins, svo reið hann til þeirra Hr. Latimer gazt vel að sir William Grant, og honum var skemmt yfir greinilegum tilraun- um lafði Grant að vekja áhuga hans á dætrunum tveim. Bæði Minnie og Lotty voru yndislegar og fagrar ungar stúlkur. Þær dáðu hann, hlógu yndisblítt' að öllu, sem hann vildi láta hlæja að. Og allir herrar þeirra lofuðu hástöf- um spékoppana þeirra. Þrátt fyrir það að hann var að verða leið- ur á slíkum stúlkum, lagleg- um og heimskum, var hr. Latimer alltaf dálítið veikur fyrir spékopp- um. Að minnsta kosti hafði hann álitið það þar til í gærkvöldi, að ótti hans vegna Horatiu hafði vik- ið þeim úr huga hans. En þennan dag fór hann að ná sér aftur. Það var hálfhlægilegt að hann hafði í örvæntingu reikað um göturnar vegna þess, að hann hafði glatað Horatiu og nú heils- aði hann ungu stúlkunum og sló þeim viðeigandi gullhamra vegna fegurðar þeirra. Ungu stúlkurnar brostu til hans undan sólhlífunum, þær höfðu yndislegan hörundslit og hvíta, fallega hanzka á höndunum. Sir William heilsaði honum hjartan- lega og spurði, hvernig honum tækist að koma hestinum ósködd- uðum fram hjá öllum þessum vögnum. — Mér fellur ekki veran í London á sumrin, sagði hann mæðulega. Eg vil komast út í sveit ina aftur. Eg skil ekki, hvernig konurnar geta fengið af sér að eyða dýrlegasla tíma sumarsins 14 T f MIN N , laugardaginn 15. desember 1962

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.