Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 6
Hinn með furðulegi feluleikur lánið í Keflavíkurveg Allmiklar umræður urðu í neðri deild í gær um ríkis- reikninginn fyrir árið 1961 og lántöku til Keflavíkurvegar- ins í því sambandi. Ekki hafði verið leitað heimildar Alþing- is fyrir þessari lántöku og lán ið ekki fært á ríkisreikning- inn 1961 og greiðslur vaxta og afborgana hafa ekki verið teknar inn á f járlagafrum- varpið fyrir 1963. Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra gat engar viðhlítandi skýring- ar gefið á þessum undarlegu felum og færslum — en Ing- ólfur Jónsson kom með skýrslu, sem hann sagði eftir ráðuneytisstjórann í sam- göngumálaráðurieytinu. í þess ari skýrslu er komizt að þeirri niðurstöðu, að Framkvæmda- bankinn hafi almennar láns- heimildir í lögum og ríkissjóð ur hafi með lögum gengið í ábyrgð fyrir skuldbindingum Framkvæmdabankans. Þar sem hér væri um lán frá Fram kvæmdabankanum sem er ríkisstofnun, til annarrar rík- isstofnunar, Vegargerðar rík- isins, að ræða þyrfti engrar frekari heimildar að leita til lántökunnar, því að lántakan yki ekki skuldbindingar ríkis- ins!! — Evsteinn Jónsson h—hessa röksemd gersam- atvrti þau vinnubrögð, «-— væru í sambandi '■''f'a mál allt. Hér á eftir t<*<" stuttur útdráttur úr um- fa»ðum um málið: Birgir Kjaran mælti örfá orð fyrir áliti meirihluta fjárhags- nefndar, sem lagði til að frum- varpiö yrði samþykkt, en minni- hlutinn, Skúli Guðmundss’on, skil- aði séráliti og lagði til að málinu yrði frestað. Skúli Guð- mundsson sagði að . . . þar sem allmikið skort- ir á, að lokið sé endurskoðun þeirra reikn- inga, sem ríkis- reikningurinn fyrir árið 1961 er byggður á, teldi hann rétt að fresta afgreiðslu frumvarpsins um sinn. Á framhaldsþinginu síð- ar í vetur mætti taka málið til at- hugunar og fá þá nýjar upplýsing- ar um endurskoðun reikninganna. Samkvæmt lögum ber fjármála- ráðuneytinu að láta endurskoðun- arskýrslu fylgja þeim reikningum, sem það endurskoðar, þegar þeir eru lagðir fyrir þá yfirskoðunar- menn, sem Alþingi kýs. Þing- kjörnu yfirskoðunarmennirnir verða að byggja umsögn sína um ríkisreikningana að verulegu leyti á þeim skýrslum, sem endurskoð- unardeild fjármálaráðuneytisins ber að láta þeim í té. Virðist því eðlilegt, að yfirskoðunarmenn fresti afgreiðslu á ríkisreikning- um til Alþingis, þar til endurskoð unardeild ráðuneytisins hefur lok ið sínu verki við endurskoðun þeirra reikninga, sem ríkisreikn- ingurinn byggist á. Að undanförnu hefur ríkið lát- ið vinna að vegagerð frá Reykja- vík til Keflavíkur, án þess að nokkur fjárveiting væri á fjárlög- um til þeirrar framkvæmdar. í árslok 1961 var búið að verja kr. 7821.922.47 til vegargerðarinnar, en sú upphæð er ekki færð á rík isreikninginn fyrir 1961, sem hér liggur fyrir. Eru því ríkisútgjöld- in vantalin á reikningnum sem þessari upphæð nemur. Ríkisstjórnin mun hafa tekið fé að láni til þess að greiða með kostnaðinn við nýja Keflavíkur- veginn, en ekki hirt um að afla sér heimildar til þeirrar lántöku. Ekki er kunnugt um, að nokkur ágreiningur sé um nauðsyn þess að gera nýjan veg milli Reykja- víkur og Keflavíkur, og hefði því vafalaust verið auðvelt fyrir stjórn ina að fá heimild AÍþingis til lán- töku vegna þeirrar framkvæmdar. Upplýsingar hafa fengizt um, að í árslok 1961 hafi verið búið að taka lán til Keflavíkurvegarins sem hér segir: Hjá Seðlab. ísl. kr. 3.841.275.34 Hjá Framkv.b. ísl. kr. 3.700.000.00 En þessar skuldir ríkisins eru ekki færðar á ríkisreikninginn 1961. Þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1961 var til 1. umræðu á Al- þingi, 24. okt. 1960, lét fjármála- ráðherra þess getið, að við undir- búning frumvarpsins hefði verið reynt að færa gjöldin niður og að sú viðleitni hefði borið þann ávöxt, að 10 af 14 útgjaldagrein- um fjárlaga lækkuðu frá gildandi fjárlögum. En ríkisreikningarnir fyrir árin 1960 og 1961 sýna aðra útkomu. Samanburður á þeim sýn ir, að aðeins 3 útgjaldagreinar voru nokkru lægri 1961 en 1960, þ. e. 9. grein, 15. grein og 16. grein. Á 9. grein er færður alþing iskostnaður. Hann hefur orðið um 1 millj. 436 þús. kr. minni 1961 en 1960, vegna þess að þingtíminn var styttri síðara árið. Á 15. grein er færður kostnaður við kirkju- mál, og varð hann um 102 þús- kr. minni 1961 en 1960. Þá er 16. greinin. Þar hefur orðið lækkun á framlögum til landbúnaðar, sem nemur rúmlega 1 millj. 497 þús. kr., og lækkun á framlögum til raforkumála rúml. 4 millj. 182 þús. kr. Hins vegar varð nokkur hækkun á öðrum liðum 16. gr., og er því niðurstaðan sú, að j heild eru gjöldin á þeirri grein ríkis- reilcningsins 3 millj. 394 þús. kr. lægri 1961 en þau voru 1960. — Allar aðrar útgjaldagreinar á rík- isreikningi 1961 en þær 3, sem hér hafa verið nefndar, eru hærri en þær voru 1960, og alls eru gjöldin á rekstrarreikningi rikis- sjóðs 1961 um 177 millj. kr. hærri en þau voru 1960. Gunniar Thor- oddscn svaraði því til, að þetta lán hefði elcki komið fram í reikningum >vegagerðaj:inn- ar og væri hjá vegagerðinni lit ið á þetta lán sem bráða- birgðalán og því ekki fært á ríkisreikninginn fyrir 1961. Þá sagði Gunnar það ekki nýtt, að hin umboðlega endurskoðun ríkisreikn inga drægist í nokkur ár, en hún gengi hraðar núna en áður. Skúli Guðmundsson sagðist ekki vita til þess að slík lán hafi áður verið tekin til vegagerðar og ekki færð á reikninga. Hér væri ekki hægt að jafna við lán þau, sem einstök sveitarfélög veita til að hraða framkvæmdum. Þau lán koma aldrei til kasta ríkissjóðs, sveitarfélögin greiða af þeim af- borganir og vexti, en hins vegar myndi ríkissjóður eiga að standa skil á afborgunum og vöxtum af lániÍLu í Keflavíkurveginn. Þá ít- rékaði Skúli það, að ekkf ætti að afgreiða ríkisreikninginn fyrr en endurskoðun er að fullu lokið. Eysteinn Jónsson minnti á, að áhugi væri innan þingsins á töku láns til vegafram- kvæmda m. a. á Vestfjörðum og Austurlandi og til Stráka- vegar. Meiri- hlutinn hefur komið þessum mál- um fyrir kattarnef en á sama tíma er ríkisstjórnin að láta vinna að vegarframkvæmd fyrir lánsfé — án þess að hafa hirt um að leita heimildar Alþingis til lán- tökunnar. Þessi vegarframkvæmd er nauðsynleg og er ekki kunn- ugt um að nokkur andstaða sé gegn henni í þinginu og hefði vafalaust ekki staðið á að veita lieimildina ef eftir hefði verið leitað. En hvers vegna fer ríkis- stjórnin svo laumulega með þetta mál og gengur svo langt að telja lánið ekki á ríkisreikningi og minnast ekki á afborganir og Tölnr leiðréttar í frásögnum af umræðum um fjárlög á Alþmgi hafa misprent- azt hér í blaðinu tvær tölur, sem Halldór Sigurðsson alþingismaður nefndi i ræðu sinni. Ilalldór Sig- urðsson benti á, að fjárlög hefðu hækkað frá 1960 um 600 milljón- ir oig um 1300 millj. eða 140— 150% síSan 1958, (ekki 14—15% eins og síóð í frásögninni hér í blaðinu). Þá sagði Haildór einnig, að hækkun á benzínskatti i tíð nú- verandi ríkisstjórnar væri 270% (ekki 27% eins og misprentaðist í leiðara hér í Maðinu s. 1. sunnu- dag). vexti af því í fjárlagafrumvarp- inu fyrir árið 1963. — Eina skýr- ingin á þessum feluleik er sú, að ríkisstjórnin hefur kviðið fyrir þvf að koma öðrum vegagerðum fyrir kattarnef á sama tíma og hún fengi samþykkta lánsheimild til þessa vegar. Það er fjármálaráðuneytið, sem annast lántökur fyrir ríkið og það er fjármálaráðherra, sem undir- ritar, er ríkisSjóður tekur lán. Nú er sá nýstárlegi háttur hafður á, að vegamálastjóri er látinn undir- rita lántökuna. Engum dettur í hug að halda, að vegamálastjóri ætli persónulega að borga af þessu láni úr eigin vasa, enda er það tvímælalaust ríkissjóður, sem tek ur lánið og skal standa skil á því — og er langt gengið, ef slík lán- taka er ekki færð f ríkisreikning og enn lengra er þó gengið, ef Alþingi lætur slíkt óátalið. — En hvernig ætlar ráðherra að færa það, þegar ríkissjóður verður að greiða af láninu? Ætlar hann ekki að færa þá greiðslu á ríkisreikn- inginn — eða kannski ætlar hann að borga lánið prívat sjálfur ásamt vegamálastjóra? Gunnar Thoroddsen sagði, að samgöngumálaráðuneytið teldi, að heimild hafi verið til lántökunnar og það hafi verið vegamálastjóri einn, sem tekið hefði ákvörðun um ráðstöfun fjárins. Tal Eysteins um það, að lánið hafi verið tekið í heimildarleysi væri sjúklegur hugarburður. Eysteinn Jónsson sagði það ekki stoða ráðherra að skjóta sér bak við samgöngumálaráðuneytið, vegamálastjóra eða aðra 'embættis menn ríkisins, sem ekki hefðu gert annað en fyrir þá hafði ver- ið lagt af ráðherrum. Það er fjár- málaráðuneytið og • fjármálaráð- herra, sem sjá um lántökur ríkis- ins o-g þessi lántaka heyrir því undir fjármálaráðuneytig en ekki samgöngumálaráðuneytið, — og furðulegt, að fjármálaráðherra skuli láta eins og lántökur sem þessi komi honum ekkert við, það sé samgöngumálaráðuneytið og vegamálastjóri, sem hafi staðið í þessu — og það kemur rikissjóði ekkert við — þótt ríkissjóður eigi tvímælalaust að standa skil á lán- inu, er lánið ekki fært á ríkis- reikning og ekki minnzt á afborg anir og vexti af því í fjárlagafrum- varpnu fyrir næsta ár. Ekki getur það verið vegamálastjóra að kenna að ekkert er um lánig getið í fjár- lagafrumvarpinu. Ingólfur Jónsson samgöngumála ráðherra var farinn að ókyrrast i sæti sínu, er hér var komið mál- um og stóð í hvíslingum við fjár- málaráðherra og forseta deildar- innar. Frestaði forseti málinu og Ingólfur hvarf af fundi og mun hafa farið upp i samgöngumála- ráðuneyti. Kom hann hálfri stundu síðar á fundinn að nýju og tók forseti málið þá aftur til umræðu. Framhald á 15. síðu. Á ÞINGPALLI * * FRUMVARP HALLDÓRS ÁSGRÍMSSONAR og fl. um hækkun styrks úr félagsheimllasjóði úr 40% í 50% af kostnaðarverði til þelrra félagshelmila, sem mörg sveitarfélög sameinuðust um byggingu á, kom til 2. umr. í neðri deild í gær. Björn Fr. Björnsson mælti fyrir áliti menntamálanefndar, sem mælti einróma með samþykkt frum- varpsins. Taldi Björn, að samþykkt þessa frumvarps myndi þegar fram liðu s'tundir draga úr útgjöldum félagsheimilasjóðs. Gunnar Gíslason minnti á hinn bága hag sjóðsins, en hann skuldar nú mikið í vongoldnum byggingarstyrkjum. Gísli Jónsson óskaði eftir að fá meiri upplýsingar um hag sjóðslns og málinu yrði frestað. Benedikt Gröndal formaður menntamálanefndar sagði, að hér væri ekki verið að auka útgjöld félagsheimilasjóðs, heldur væri það álit nefndar. innar, að samþykkt þessa frumvarps myndi draga úr útgjöldunum. Halldór Ásgrímsson sagði enga ástæðu tll að fresta málinu og mælt- ist til þess við forseta, að hann hraðaði afgreiðslu frumvarpsins í deildinni þegar að loknu þinghléi. Það væri ástæða til að ætla að samþykkt frumvarpsins myndi þegar fram liði hafa í för með sér sparnað fyrir sjóðinn og að auki myndi það verða til mikils hag- kvæmis fyrir þá aðila, er að byggingum félagsheimrla standa. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra sagð! félagsheimilasjóð og fjár- öflun til hans vera i athugun hjá ríkisstjórninni, en sjóðurinn dreg- ur eftir sér langan hala. Gísli Jónsson endurtók óskir um að málinu yrði frestað. Björn Fr. Björnsson sagði enga ástæðu til að skjóta þessu máli á frest, hér væri ekki verið að leggja til aukin útgjöld sjóðsins og fjárhagserfiðieikar og tekjuöflun til hans er önnur hlið málsins, sem langan tíma getur tekið að finna heppilega lausn á. * * ÓLAFUR JÓHANNESSON mælti í efri deild í gær fyrlr áliti alls- herjarnefndar á frumvörpum um landsdóm og ráðherraábyrgð og gerði grein fyrir þeim breytingatillögum, sem nefndin flytur við frumvarpið. Nefndin var sammála um að mæla með frumvarpinu um landsdóm, en ágreiningur var um frumv. um ráðherraábyrgð og skilaði Alfreð Gíslason séráliti og lagðist gegn samþykkt frum- varpsins. Einnig tók Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra þátt í þessum umræðum. Frumvörpin voru samþykkt og þelm vísað til 3. umr. » 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.