Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 15
Ekkert grandar Hrefnu Framhald af 1. síðu. sfðar kóm Jón um borð og virtist þar allt í lagi og lét eldinn lifa í vélinni. Hann kom svo aftur að bátnum upp úr miðnætti, en þá var kviknað í lúkarnum. Slökkviliðsmenn töldu brunann ekki hafa stafað frá eldavélinni, og skoðunarmaður Samábyrgðar mun hafa látið í ljós, að þar væri rafmagni til að dreifa, en starfs- maður slökkviliðsins kvaðst þó telja mjög óvarlegt að yfirgefa bát, þegar kveikt hefur verið í eldavél, því að kyndingarfrágang ur væri yfirleitt lélegur. Hrefna er tryggð hjá vélbáta- ábygðarfélaginu Gróttu fyrir 1618 þúsund og 200 krónur og endur- tryggð hjá Samábyrgð íslands á fiskiskipum, en Tryggingamiðstöð in sér um lausatryggingar. Ólafur Valdimarsson hjá vél- bátaábyrgðafélaginu sagði { dag, að félagið hefði ekki beðið um sjópróf vegna brunans, þar sem beðið er eftir skýrslu eiganda. Valgarður Kristjánsson, fulltrúi borgardómara, vissi heldur ekki til, að neinn hefði beðið um sjó- próf vegna brunans. Ólafur Valdimarsson sagði, að skoðunarmaður Samábyrgðar hefði talið líkur til að kviknað hefði í út frá rafkerfinu, en blað- inu tókst ekki að ná í skoðunar- manninn í dag. Eftirlitsmenn skoðuðu rafkerfi og kyndingar- tæki í mörgum bátum í sumar, en frágangur á þeim hlutum hef- ur verið bágborinn. Blaðinu er ókunnugt, hvort rafkefið í Hrefnu hefur verið rannsakað nýlega. Fingurgull Framhald ai 16. síðu segir til um eigandann. Nú vakna þessar spurningar: Var Magnús Benediktsson með þennan hring á fingri sér hina ógn þrungnu haustnótt, þegar hann kyrkti eða kæfði Guðrúnu frá Úlfá? Rann hann kannski fram af fingri hans, þegar hann var að basla við að troða steininum upp í líkið? Sennilegt er, að Magnús hafi týnt hringnum við ána og hún síð- an skolað honum á þann stað, sem hann fannst á eftir nálega tvær aldir. Auðvitað gat það hafa gerzt við annað tækifæri, því að oft mun Magnús hafa verið drukkinn og lítt kunnandi fótum sínunl forráð á ferð um framsveitir Eyjafjarðar. En freistandi er aft tengja þetta 'lvennt saman, endalok Guðrúnar og hringinn, sem fannst í Eyja- fjarðará um þrjátíu kílómetrum neðan við Úlfá. Ennfremur má geta þess, að Magnús týndi þessa sömu nótt yfirhöfn sinni, og fannst hún morguninn eftir í Úlf- ártúni. Þannig gat engum dulizt, hvernig dauða stúlkunnar hafði borið að höndum. Notið sóninn Framhaid af 16. síðu að nota sóninn strax og hann kemur og hanga ekki með són að óþörfu, en hver sem fær sóninn heldur einu sjálfvírku tæki uppteknu, en hvert þeirra á að sinna mörgum númerum. Svikahrappur Framhald af 16. síðu sjúkur maður, en ætti ekki fyrir meðulum. Hét hann Jón, Sigurður eða Matthías, eftir því, hvað hon- um fannst bezt henta. Fólk er hér eins og annars staðar komið í jóla- skap og mun manninum hafa orð- ið þó nokkuð ágengt. Meðal ann- ars kvaddi hann dyra hjá Garðari skipstjóra á Höfrungi II. Garðar var ekki heima, en kona hans tók á móti komumanni. Ætlaði hún að sjá aumur á honum, sem fleiri, og brá sér inn til þess að sækja aura, sem hún ætlað’i að lána hon- um. Maðurinn kvaðst heita Jón, er hann bar þar upp erindið. Úti við dyrnar varð eftir dóttir Eiginkona mín, MATTHILDUR GUÐMUNDSDOTTIR, sem andaSist aS Hrafnistu 11. þ. m., verSur jarSsungin í Fríkirkj- unni (ekki í Dómkirkjunni, eins og áSur var auglýst) föstudaginn þ. m„ kl. 10,30 árdegis. Athöfninni verSur útvarpaS. JarSsett verSur í Fossvogskirkjugar'ði. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna, Kristján Helgason. Hjartkaer sonur okkar, V I Ð A R , sem andaSist í Bæjarspítalanum 10. þ. m. verSur jarðsunginn frá Dómkirkjunni 19. þ. m. kl. 10,30 f.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuS, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á StyrktarsjóS vangefinna. ÞuríSur Björnsdóttir Andrés Kr. Hansson Skeggjagötu 25. 'Hjartkær eiginmaSur minn og faSjr, INGIMUNDUR HALLGRÍMSSON Litla Hvammi, GoSheimum 12, andaSlst aS heimili sínu 15. þ. m. JarSarförin ákveSin siSar. Þorbjörg Bjarnadóttir og dætur. Hjartanlegar þakkir færum viS öllum fjær og nær fyrir auSsýnda samúð viS andlát og jarSarför konu minnar og móSur okkar, HULDU MAGNÚSDÓTTUR Magnús Björnsson og börn, Hnausum A.-Húnavafnssýslu. Innilegar þakkir fyrir auSsýnda samúS og vinarhug viS andlát og jarðarför JÓNS SIGMUNDSSONAR Sigriður Guðmundsdóttir og börn. Þökkum af alhug öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlut. tekningu við fráfall og jarðarför KRISTJÁNS ÞORSTEINSSONAR Meiri-Tungu. Þórdís Þorsteinsdóttir Ragnar Marteinsson ÞórSur Þorsteinsson GuSmar Ragnarsson Þórunn Ragnarsdóttir. Garðars, og spurði hún manninn’ aftur að nafni, meðan móðir henn ar skrapp inn. Þá kvaðst hann heita Sigurður. Þetta fannst stúlkunni kyndugt og spurði móður sína, hvernig maðurinn gæti bæði heit- ið Jón og Sigurður. Móðurina grun- aði nú einnig, að ekki væri allt með felldu og hætti við að lána peningana. Fór nú að spyrjast út háttalag mannsins. Herbergi hafði verið pantað fyrir hann á hótelinu hér og var nú hótelstjórinn beðinn um að kyrrsetja farangur mannsins, þar til hann hefði gert fullnægj- andi grein fyrir hátterni sínu. Um kvöldið kom hann þangað í leigu- bíl. Sagði hótelstjórinn honum þá, að hátterni hans þætti grunsam- legt. Forðaði maðurinn sér þá hið bráðasta brott í leigubilnum. í morgun náðist hann svo uppi í Borgarnesi og var fluttur hingað. Hann var hvergi fús að segja til sín fyrir réttinum, mun þar hafa verið bæði úr Reykjavík og norð- an úr Húnavatnssýslu. Frá Alþingi Til Alsír... Framhald af 16. síðu bandaríska hjálparstofnun. Vinnur hún þar á barnadeild, sem rúmar um 70 börn. Eiginmaður hennar, Elías hefur nú þegar hresstst svo, að hann er farinn að starfa við sömu stofnun. Regína og Elías eru barnlaus. Þau kunna mjög vel við sig í Al- geirsborg, en óvíst er, hvað þau dveljast þar lengi, að líkindum þó ekki skemur en ár. Framhald af 6. siðu. Ingólfur Jóns son samgöngu- málaráðherra las nú upp úr skýrslu, sem hann sagði eft- ir ráðuneytis- stjóra sinn og í skýrslunni sagði, að líta yrði svo á, að heimild hafi verið fyrir hendi til lántökunnar. Það væri Framkvæmdabankinn, sem tekið hefði lánið og til væri í lögum um bankann heimildir til handa honum um lántökur og enn fremur að ríkissjóður ábyrgðist lántökur bankans. Framkvæmda- bankinn endurlánaði svo annarri rikisstofnun, vegagerðinni lánið og yrði að líta svo á, að ekki þurfi sérstaka heimild til þess að ríkis- stofnun megi taka lán hjá ann- arri ríkisstofnun og þar sem rík- issjóður hefði gefið Framkvæmda bankanum almenna lántökuheim- ild og gengið í ábyrgð fyrir hann yki þessi lántaka ekki skuldbind- ingar ríkissjóðs. — Ingólfur Jóns- son sagði málið augljóst eins og kæmi fram í þessari skýrslu og | það væri þv{ misskilningur Ey- steins, að verið væri í einhverjum feluleik með málið. Þá beindi Ing ólfur því til Eysteins, að hann ætti ekki að vera að karpa um svona atriði, þar sem hann væri ólögfróður, en skýrslan eftir góð- an lögfræðing. Kýpur sækir um aukaaðilc! NTB-París, 17. des. Kýpur, sem er í brezka samveldinu, tilkynnti Heath efnahagsbandalagsráðlherra Breta í dag, að stjórn lands ins hefði ákveðið að sækja um aukaaðild að EBE. Verð ur umsóknin um aukaaðild lögð fram n. k. þriðjudag eða miðvikudag. Rollershaver 110x220 v. Kr. 1129,— Roll-a-Matic 12—220 volt Verð kr. 1739,— Viðgerðir og varahlutir PENNAVIÐGERÐIN Vonarstræti 4 Sími 10207 Eysteinn Jónsson sagði fjármála ráðherra nú hafa útvegað sér skjaldsVein af betra taginu til að verja sig. Sagði hann að þær skoð anir, sem fram hefðu komið varð- andi lánsheimildina væru stór- furðulegar og í rauninni skiljan- legt af hverju fjármálaráðherra vildi heldur láta Ingólf túlka þess ar skoðanir, en samkvæmt þeim geta ríkisstjórnin og Fram- kvæmdabankinn hvenær sem er tekið lán og ráðstafað því í fram- kvæmdir á vegum ríkisins án þess að leita nokkurra heimilda frá Alþingi, þar sem í lögum er, að Framkvæmdabankinn megi taka lán og ríkið ábyrgjast skuld- ir hans — og þetta væri allt í lagi, því að það yki ekkert skuld- bindingar ríkissjóðs — þótt ríkis sjóður eigi þó að greiða lánið. Ef ríkisstofnunum er heimilt án þess að Alþingi sé um það spurt, að taka lán hjá annarri ríkisstofnun, getur hvaða ríkisstofnun sem er tekið lán t. d. hjá Seðlabankanum, sem er ríkisstofnun, og ráðstafað fénu { framkvæmdir án þess að leita leyfis áður. Það eru horn- steinar í okkar stjórnskipun, að Alþingi ákvarði fjárveitingar og lántökur ríkisins, en lántökur rík- isins eru ekkert annað en fjár- veitingar fyrir sig fram og afborg anir af lánum koma svo til ríkis- útgjalda. Þetta eru stærstu mál Alþingis og kannski finnst ráð- herrum það vera orðinn hégóminn helber að vera að spyrja Alþingi um þessi mál, Sagði Eysteinn fróð legt að fá að vita það, hvort fjár- málaráðherra hefði sömu skoðan- ir á þessum málum og þær, sem Ingólfur Jónsson hefði verið að túlka. Ráðherra sat sem fastast og var umræðunni lokið og atkvæða greiðslu frestað. Aki* Siáif »kið ýA, "wjum bíl SJALF AJmenns nlfreiðalelgan h.t Hrlngbram Klfi — Siml 1513 NÝJUM BU *LM KIKKKIÐALEIGAN Keflavík Klapnarstig 40 SÍMI 13776 VERKAMENN j VÍNGARÐI eftir Guðmund Daníelsson Tuttugu og átta samtöl við menn af öllum stéttum, þ.á.m. þjóðkunna menn eins og Bjarna á Laugarvatni, sr. Sigurð í Holti, Sigurð Ó. Ólafsson alþm., sr. Árelíus Nielsson, Gunnar Dal skáld, dr. Stefán Einarsson o.fl. o.fl. Páll V. G. Kolka scgir um þessa bók'í Mbl. (13. des.) „Þegar maður situr á hús- tröppunum heima hjá sér og horfir út á þetta markaðstorg, upplýst neonljósum skammdeg- isins, þá er hressandi að sjá þar á ferð menn, sem ekki vekja á sér sérstaka athygli með hjákátlegum tilburðum, lieldur af því að þeir eru meiri að vallarsýn og liafa heilbrigð- ara yfirbragð en allur fjöld- inn. Slíkur maður er skáldið, rithöfundurinn og skólastjór- inn Guðmundur Daníelsson. Það er eitthvað hraustlegt og hressilegt við allt, sem hann lætur frá sér fara, hvort sem það eru persónurnar, sem hann hefur sjálfur skapað í sögum sínum, raunverulegar mann- eskjur, sem liann hefur birt viðtal við í blaði sínu, Suður- iandi, eða amerískir athafna- menn, sem haga sér eins og drengir á fermingaraldri. Þessa tvo síðari flokka hefur hann tekið til meðferðar í síðustu bók sinni, Verkamenn í Vín- garði, en það nafn er mjög vel valið, þvi að hér er eingöngu um það fólk að ræða, sem er eða verið hefur vinnandi að margvíslegum störfum, en ekki bara verið kynjablóm í gras- garði mannlífsins. Þetta er engu að síður merkilegt fólk, með margsháttar reynslu og mismunandi lífsviðhorf, sem fróðlegt er að kynnast." „Það, sem ég vildi sagt hafa umbúðalaust, er það, að þessi bók Guðmundar vex að gildi eftir því sem árin líða, þvl að hún verður allmerkilegt heim- ildarrit um starf manna og hugsunarhátt, er tímar fram líða.“ Bókin er prýdd fjölda mynda. Verð kr. 220,00. Bókaverzlun ísafoldar TÍMINN, þriðjudaginn 18. desember 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.