Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.12.1962, Blaðsíða 8
í máli og myndum Ólöf Jónsdóttir: Heimsókn Leiftur gaf út. Hnattferð í mynd og máli Bókaforlag Odds Björnssonar Akureyri Með sanni má segja um þessa bók, að við hana eigi vísan um það að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast, og vafa- laust hefði Jónasi þótt vel eiga við að yrkja þessa vísu af tilefni slíkr ar bókar, sem hér er út komin, hefði hann mátt höndum um hana fara. Þetta er að frumútgáfu þýzk bók „Die Welt in Bild und Wort“, og kom bókin út í Þýzkalandi 1959. Hefur pappirinn verið fluttur inn myndprentaður, en bókin að öðru leyti gerð hér og íslanzk smíð. í henni eru hvorki meiil né minna en 261 Ijósmynd þar af 47 lit- myndasíður. íslenzka textann hef- ur Björn 0. Björnsson gert, og I skyggnzt. um löndin fyrir botni mun hann vafalítið endursagður fremur en þýddur. Bókin er í stóru broti og afar fögur álitum. Fyrsti kaflinn er um heimskautasvæðin með fagunú litmynd frá Græn- landi. Síðan er haldið til Norður- landa og brugðið upp litmynd frá Lapplandi. Eftir það liggur leiðin til Lundúna, um Bretlands- Miðjarðarhsfs og leið'in lögð norð ur í Sovétriki. Síðan kemur Tíbet og Indland, Kína og Japan. Ástral- íu og Nýja-Sjálandi er heldur ekki sleppt, og ævintýralönd eins og Suðurhafseyjar og Alaska, eiga líka sínar siður. Þá erum við kom in vestur og norður yfir Kyrrahaf og byrjum þar á óravíðum sléttum eyjar, Mið-Evrópu, Þýzkaland, Kanada, lítum á skýjakljúfana í Austurríki, Sviss, Frakkland, Spán, Ílalíu, Grikkland — og á spjald- kápu er firnafögur mynd af vind New York og önnur stórvirki ríkjanna. Síðast er Suður-Ameríka i þessari bók, sem spannað hefur myllu á eyjunni Mykonos. Eftir heiminn á tæpum 200 blaðsíðum. það er haldið suður í Afríku, litið; Litmyndirnar eru afar fallegar yfir Atlaslönd og Sahara, komið j i>g vel gerðar, og svo er um annan lii Kongó og haldið alla leið suður frágang bókarinnar. Samvinna sú, að Borðfjalli, siðan norður eftir' sem á síðustu árum hefur tekizt austurströnd Afríku til Egypta-1 milli erlenúra og íslenzkra bóka- lands og yfir til Arabíu og I gerðarmanna og útgáfufyrirtækja, hefur fært okkur marga kjörgripi á síðustu árum og gert okkur fært að koma út í íslenzkum búningi ýmsum þeirn stórbókum og öndveg isverkum, sem við höfum áður liorft á í eriendum búðargluggum en talið ofviða islenzkri getu að fást við. Þessi bók er einn slíkra kjör- gripa, í senn heimilisprýði og fróð íeiksnáma óldnum sem ungum. En mér er sem ég sjái svipinn á sjálfum mér, hefði ég fengið í hendur slíka bók rétt fyrir ferm- mguna, þegar áhugi minn var mest ur fyrir heiminum — forvitni, sem landafræði Karls Finnbogasonar hafði vakið en hvergi nærri sval- að. Þá þóttu nú minni bókar- Framh. á 13 síðu rafið í gömul vé Bjöm J. Blöndal: Lundurinn helgi Bókaútgáfa Menningarsjóðs .Fyrir tólf árum kom út bók, sem hét Hamingjudagar. Höfundurinn var borgfirzkur bóndi, Björn J. Blöndal kominn á efri ár, og hafði ekki áður gefið út bók. Bókin vakti verulega athygli og hlaut góða dóma. Hún hafði að geyma minningar og skynmyndir höfund- ar frá liðinni ævi. Kostir þessarar bókar voru einkum tvenns konar — óvenjulega fersk náttúruskynj- un, vakandi athygli og glögg- skyggni á atferli og sálarlífi dýra cg næmleiki á blæbrigði náttúr- unnar — og samfara þessu seið- mjúkur og fágaður frásagnarstíll. Siðan hafa komið út fimm bækur eítir Björn J. Blöndal, og hin síðasta nú fyrir þessi jól, Lundur- inn helgi. Þessar bækur bera svip- mót hinnar fyrstu. Bjöm hefur sýnt með' þeim, að hann er gildur rithöfundur. En mér finnst þær allar síðri en Hamingjudagar, og því síðri sem höfundur leitar lengra út fyrir svið heimkynnis síns og lífsreynslu. Bezt virðist mér honum jafnan takast, þegar hann lýsir veiðivötnum, veiðiskap og konungi fiskanna, svo og í nátt- úrulýsingum af nánasta umhverfi sínu, fuglum og húsdýrum, sem hann hefur umgengizt. Þegar hann sækir efni sitt í liðna tíð og bregð- ur smásöguíormi nútímans a dul- ræðar þjóðsagnir og munnmæli, eiu öfgar á næstu grösum, og stundum ærið langt seilzt. Þessara einkenna virðist mér verða vart í bókinni Lundurinn helgi. Hún geymir níu þætti sem varla verða kallaðír annað en smá sögur. Þetta eru allt dýrasögur, en yfir þeim er dulrænn þjóðsögu- blær og í þær vafið ýmsum þjóð- BJORN J. BLONDAL sagnabrotum og stemninguni. — Margar eru þessar dýralýsingar á- kaflega hugljúfar, sýna vit dýra og boðskapur þeirra allra er sá að sýna og sanna hamingjuna, sem leiðir af skilningsríkum og ástúð- legum samskiptum manna og dýra. En sum þessara ágætisdýra, sem höfundur leiðir fram, virðast tæp- lega af þessum heimi. Þau eru á einhvern hátt ófresk, oftlega látið í það skína, að uppruni þeirra sé úr goðveru-, kynja-, álfa- eða for ynjuheimi, og þau eru á ýmsan hátt yfirnáttúrleg, svo að lesand- p.num stendur beygur af og sam- úð hans og aðdáun þeim verð'ur meini blandin. í sögunum í þessari bók er sagt frá hryssunni Nótt, dóttur Dags hins fannhvíta, sem gömul sögn sagði kominn af sæhesti og hvarf að lokum sporlaust eins og kynja- hesti sæmdi Og Nótt rennur líka með flokk sinn í hafið. Það er sagt frá gamla manninum, sem þeysir á Grána sínum inn í eilífð- ina, og er það ein bezta saga bók- arinnar. Þar greinir frá ginnvitr- um forystusauðum, sumir eru tald- ir af huldukyni, forvitrum hundum, hröfnum og örnum, sem hafa vit fyrir mönnum, harmi dýranna og gleði. Orðfæri höfundar er skemmti- legt og hann notar ýmis gömul orðtök og hlutaheiti, s.em nú eru á fárra vörum og að falla í fyrnsku með breyttum þjóðháttum..Einnig eru lýsingar hans upprifjun föln- aðra þjóð'lífsmynda, og fyrir það og orðfærið eru sumir þættirnir góðir leskaflar í æskulýðsbækur. Höfundur rifjar og víða upp gamla þjóðtrú, og mun í þessari bók sem hinum fyrri bjarga ýmsu frá gleymsku af því tagi. Má nefna þá tiú, að smalanum sé nauð- synlegt að steypa undan steindepl inum, svo að ekki fljúgi undir ærn- ar, eða trúna á töframátt mjólkur úr þrílitri kú, og það þjóðráð að sirera ofan af eyrum hunds, sem er með' hundapest. Þessi bók er mjög sérstæð og girnilestur þeim, sem unna dýrasögum og hafa gam- an af ýmsum tilbrigðum íslenzkr- ar þjóðtrúar. Höfundurinn leiðir lesandann í iund, sem lengi hefúr verið þjóðinni ginnhelgur, og er það raunar enn, þó að' bæði helgin og lundurinn breytist eftir tízk- unni. — AK. Þessi litla og snotra bók kom út á árinu sem leið. Þar kvaddi nýr höfundur sér hljóðs, kona, sem ýmislegt hei'ur að vísu birzt eftir áður í blöðum og tímaritum, og alloft heyrzt í útvarpi, einkum við. lestur ævintýra fyrir börnin. Þessi bók hefur að geyma ævintýri, minningar, smásögur og ljóð. — Ævintýrin eru tvö fremst í bók- inn; — en raunar er blær ævin- týrsins á öllu efni hennar. Þessi ævintýri eru örstutt, skær ljós, sem skína ; milai. Hið síðara — Rósin og stjakinn — á sér for- skrift í Legg og skel, en þeir eru margir, sem notað hafa þá for- skrift, og mættu vera enn fleiri. Á eftir ævintýrunum koma fimm endurminningar. Þetta eru afar hugþekkar myndir, sem eiga vafalaust uppistöðu í raunveruleg i.m atburðum en ívafið er leikur ævintýrsins. Sumar þessar mynd- ir eru gullfallegar eins og Gjöf- in — sem er lofsöngur um fegurð' eilinnar. Næst koma átta sögur, og ber hin fyrsta bókarnafnið, Heimsókn. Ein þeirra neitir Einstæðingur bg er efn; hennar hversdagsleg harm- saga, sem sögð er af mikilli sam- úð. Sagan Aðfamgadagur ber skýr- ari svip og persónulegri. Marg- ar hafa þessar sögur yfirbragð minningabrota, sem aukið er við. Samúðin með lítilmagnanum hvik- ar hvergi, og fegurð manlífsins birtist þar jafnan í hjartagæzku. Það er mikil mildi yfir þessum sögum. Aðdáun höfundar á bar- áttu hins snauða og umkomulitla og því fólki, sem reynir að létta þá baráttu, er mikill aflvaki. Mál- far og frásöguháttur ber því að vísu vitni, að höfundur hefur ekki ÓLÖF JÓNSDÓTTIR ástundað ntstörf lengi, en það' glitrar víða á góðmálminn. Alls staðar er beitt mikilli vandvirkni og alúð, sem leiðir til athyglis- verðs árangur og sýnir, að þar er fágað'ur sá efniviður, sem meira hefði getað orðið úr, ef tækifæri hefðu gefizt fyrr á ævi. Órímuðu ijóðin síðast í bókinni eru fagrar hugsanir í fáguðum bún ingi, og þau bera vott um næmt Ijóðskyn. Þessi bók er hverjum manni hoH ur lestur og snertir aðeins góða strengi. Hún ber bott um einlæga í viðleitni og betri vinnubrögð en mörg þeirra rita, sem út eru gefin með yfirlæti. — Kápa bók- arinnar er óvenjulega fögur — listræn ljósmynd eftir Kaldal. — AK Heimsreisubók ALUÐ OG HILDI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.